Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992. 59 Skák íslendingar sigursælir á eyju heilags Marteins Á verðlaunapalli. Frá vinstri: Dmitri Gurevich, Alexander Ivanov, Helgi Olafsson og Jón L. Árnason. Eyjan St. Martin í Karíbahafi lætur ekki mikið yfir sér og mun ekki vera algengur viðkomustaður ís- lenskra ferðalanga. Þó ýtti Bergþór skútukappi þaðan úr vör á haust- mánuðum og komst við illan leik heim til fósturlandsins þremur mánuðum síðar. Frakkar og Hollendingar skiptu þessari vinalegu eyju milli sín um miðja sautjándu öld og þannig stendur enn. Saint Martin, eða Sint Maarten, eins og hún heitir upp á hollensku, mun vera minnsta eyja heims, sem lýtur stjornum tveggja landa. íbúamir eru að meirihluta blökkumenn og afar geðugt fólk. Þarna er ekkert kapphlaup við tím- ann og lífsbaráttan helgast einna helst af því að skera í sundur kó- koshnetu, ellegar sötra suðrænan ávaxtadrykk. Þarna býr fólk sem hefur aldrei orðið kalt. Það var vissulega ánægjulegt að tefla á skákmóti á þessum slóðum, eftir allt of tíðar heimsóknir á ólík- legustu staði í Austur-Evrópu. Þetta er í fimmta sinn sem þarna er haldiö opið alþjóðlegt mót. í fyrra bar Margeir Pétursson sigur úr býtum og vakti feikna athygli enda ísland ákaflega fjarlægt í huga heimamanna sem fæstir höfðu heyrt þess getið. Mótið fór fram í franska hlutan- um, í höfuðborginni Marigot. Tannlæknirinn Dominique Ribo- ud, sem jafnframt er formaður skákfélags staðarins, var aðal- hvatamaður mótsins og sá um framkvæmd þessr-Hann skipulagði einnig unglingamót sem var vel sótt - ánægjulegt að sjá hversu skáklíf þarna virðist auöugt. Loks stóð Riboud að heimsókn Anatolys Karpov sem kom ásamt konu sinni til St. Martin eftir einvígið við Short, sér til hvíldar og hressingar. Karpov tefldi fjöltéfli meðan á mót- inu stóð við 30 manns - vann 27 skákir, gerði tvö jafntefli en tapaði einni, fyrir Frakkanum Robert Jacques, sem hefur 2230 stig. Tefldar voru 9 umferðir á mótinu eftir Monrad-kerfi en þátttakendur voru alls 101, þar af 12 stórmeistar- ar. Flestir sterkustu skákmennim- ir komu frá Bandaríkjunum en nokkuð breitt bil var milli 20 stiga- hæstu skákmannanna og þeirra sem neðar komu í virðingarstigan- um. Þaö var því mögulegt að sleppa fremur auðveldlega frá mótinu með því að fá „réttu“ andstæðing- ana. Svo fór að fjórir stórmeistarar urðu efstir og jafnir með sjö vinn- inga: Alexander Ivanov (Bandarík- in) hlaut 43 stig og var dæmdur sigurinn; Jón L. Amason hreppti 2. sætið með 42,5 stig, Helgi Ólafs- son fékk 3. sæti með 39,5 stig og Dmitri Gurevich (Bandaríkjunum) fékk 38 stig. Með 6,5 v. komu í þessari röð: Benjamin, Gulko, Fedorowicz (alhr Bandaríkjunum), Zapata (Kólomb- íu), Margeir Pétursson, og Igor Ivanov (Bandaríkjunum) og deildu þeir 5.-10. sæti. Níu skákmenn fengu 6 vinninga, Ilja Gurevich, Zaltsman og Wallyn (Bandaríkjun- um), Renet (Frakklandi), Tod- orcevic (Júgóslavíu), Kotliar (ísra- el), Gamboa (Kólombíu), Djuric Umsjón Jón L. Árnason (Júgóslavíu) og Andrei Sokolov (Rússlandi), sem tapaði tveimur skákum í röð undir lok mótsins. Fyrir síðustu umferð vom undir- ritaður og Alexander Ivanov efstir og jafnir. Ivanov tefldi við Gulko og lauk skák þeirra með jafntefli og sömu úrslit urðu í skák minni við Fedorowicz. Ég hafði svart í skákinni og bauð honum jafntefli eftir 24 leiki og sá ráunar eftir því meðan hann velti boðinu fyrir sér. En eftir hálftíma umhugsun þekkt- ist hann boðið. Ég er ánægður með útkomuna og slapp taplaus frá mótinu. Hárs- breidd munaði að mér tækist aö vinna Ivanov í þriðju síðustu um- ferð. Átti mun betri stöðu og hann fór illa með umhugsunartíma sinn. Eftir 16 leiki átti hann 8 mínútur eftir og aðeins 2 mínútur er leiknir höfðu verið 20 leikir - þurfti að leika 20 leiki til viðbótar. En ég fór á peðaveiðar, taflið einfaldaðist og hann réð fram úr vandanum. Margeir tapaði í 6. umferð fyrir fyrrverandi heimsmeistara ungl- inga, Ilja Gurevich, er hann missti af einfaldri jafnteflisleið eftir skemmtilegar sviptingar. Eftir það seig hann jafnt og þétt á og náði verðlaunasæti með sigri í tveimur síðustu skákunum. Helgi var ófarsæll í fjórðu umferð að leika yfirburðastöðu gegn Igor Ivanov niður í tap. En hann var fljótur að bæta tapið upp og sigrar í tveimur síðustu umferðunum gegn Frökkunum Bakus og Renet gáfu honum hlutdeild í efsta sæti. Mikilvægur sigur Helga á Renet í lokaumferðinni var besta skák Helga á mótinu. Hann átti harma að hefna frá Apple-mótinu í Faxa- feni í mars. Þar tefldi Helgi raunar langt undir getu en af frammistöð- unni á St. Martin að dæma hefur hann nú snúið við blaðinu. Hvítt: Oliver Renet Svart: Helgi Ólafsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f4 Renet hyggst ekl i höggva tvisvar í sama knérunn. Á Apple-mótinu á dögunum valdi hai n aðra leið gegn Najdorf-afbrigöi Helga, lék hann 6. Bg5. 6. - Rbd7 7. Df3!? e5 Helgi bregst eðhlega við óvenju- legum 7. leik hvíts. Annar kostur er 7. - g6 8. Be3 e5 9. Rb3 exf4 10. Bxf4 Re5, sem gaf Ljubojevic (svart) góða stöðu í skák við Radulov 1983. 8. Rf5 b5 9. a3 Of hægfara og nú eru hugsanleg vandamál svarts að baki. Hins veg- ar er óvíst hvort 9. Bd3 hefði gefið hvítum von um frumkvæði. 9. - Bb7 10. Bd3 g6 11. Re3 Bg7 12. 0-0 0-0?! Nákvæmara er 12. - exf4, því að nú hefði hvítur mátt reyna 13. f5! með ákveðnum sóknarfærum. 13. Bd2?! exf4! 14. Dxf4 Re5 15. Bel h6! Hindrar að biskupinn komi til h4. Svartur á nú gott tafl því að hvítur er langan tíma að koma skipulagi á stööu sína. 16. Hdl Hc8 17. Khl He8 18. Df2 Dd7 19. Dgl Rfg4! 20. Rxg4 Rxg4 21. Bg3 Re5 22. Be2 h5 23. Hd2 He6 24. Hfdl Rc4 25. Bxc4 Hxc4 26. Hxd6 Hxd6 27. Hxd6 Dg4 Hvitum stafar meiri ógn af þess- um drottningarleik en 27 - De7. Ljóst er að svartur hefur góð færi fyrir peðið sem hann getur raunar náð til baka þegar hann lystir. En hvítur ætti að geta haldið í horfinu. 28. DK Bxe4 29. Rxe4? Vissulega er freistandi að ræna svartan biskupaparinu en nú er hvítur neyddur í nauðvöm og ekki verður aftur snúið. Nú var rétti tíminn að leggja í gagnsókn. Eftir 29. Hd8 + Kh7 30. Dxf7 Bc6 (hótunin var 31. Hd7) 31. Hg8 Dd4 32. Bf2 Df6 eru hklegustu úrslitin jafntefli. 29. - Dxe4 30. Hd8+ Kh7 31. Hd3 f5! 32. h3 f4 33. Bh4? Flýtir fyrir ósigrinum en hvíta staðan er orðin afar erfið. 33. - f3! 34. b3? Eða 34. g3 Hxc2! 35. Dxc2 f2+ og vinnur. Hannes efstur í Þýskalandi á alþjóðlegu unghngamóti í Alten- steig í Þýskalandi í síðasta mán- uði, ásamt Þjóðverjunum Maiwald og Gabriel. Þeir fengu allir 7,5 v. af 11 mögulegum. Maiwald og Hannes urðu hnífjafnir á stigum og skiptu með sér sigurlaununum. Maiwald fékk forláta sjónvarps- tæki í sinn hlut en Hannes kaus heldur boð á stórmeistaramót á sama stað, sem fram fer í júh. Þar á Hannes möguleika á því að krækja sér í þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratith. Hannes Hlífar Stefánsson sigraði BYRJAR LAOGARDAGINN 6.JÚNÍ! REGIÐ EFTIR 5 DAGA BÍLL MÁNAÐARINS í ÁSKRIFTARGETRAUN DV Til sýnis í Kringlunni DREGINN ÚT 20. MAÍ 92 Sérhver ferð hefst á einu litlu skrefi. Áskriftargetraun DV er nú nær hálfnuð og það er því tímamótabíllinn Volkswagen Golf sem er bíll mánaðarins að þessu sinni. Hver kynslóð hefur sína fyrirmynd og hinn nýi VW Golf er enginn eftirbátur forveranna, enda kjörinn bíll ársins í Evrópu 1992. Hann er fallegur og eigulegur, fjörmikill, en samt einstaklega traustur og öruggur. Hinn 20. maí verður Golf Cl að verðmæti 1.055.000 kr. eign hepp- ins DV-áskrifanda. ÁSKRIFTARSÍMI 63-27-00. GRÆNT NÚMER 99-62-70 Á FULLRI FERÐ! Volkswagen Golf CL: 3 dyra, 5 gíra. 1.8i vél, framhjóladrif, vökvastýri, rafstýrð bensíninnsprautun og fullkominn mengunarvarnabúnaður. Eyðsla 5,4 - 9,7 L/100 km. Verð 1.055.000 kr. með ryðvörn og.skráningu (gengi feb. '92). Umboð: HEKLA HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.