Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992. Fréttir Umtalsverð tilfærsla á kvóta frá ársbyijun 1991: Ellef u fyrirtæki eiga um 17 milljarða kvóta - hafa yfir að ráða tæplega 30 prósentum af botnfiskaíla landsmanna „Meö kvótakerfmu er búiö að af- nema aldargamla reglu um almanna- rétt til veiöa í sjó og búið að úthluta ákveðnum aðilum einkarétti til veiða. Þarna hefur fariö saman skerðing almannaréttar og myndun einkaréttar. Ég tel fyllilega eðhlegt að á þessa aðila verði lagt eitthvert gjaid þannig að þeir greiði almenn- ingi eitthvað fyrir þessi réttindi," segir Runólfur Ágústsson. Hann er að ljúka embættisprófi í lögfræði og fjallar lokaritgerð hans um eignar- rétt á fiski og fiskveiðiheimildum. Runólfur hélt erindi uir ritgerð sína á málþingi um fiskveiðistefnu og veiðileyfagjald sem stjórnmála- samtökin Birting héldu um síðustu helgi. Þar kom fram að 11 stærstu fyrirtæki landsins í sjávarútvegi hafa nú yfir að ráða tæplega 30 pró- sentum af botnfiskkvóta lands- manna. í ársbyijun 1991 var hlut- deild þessara sömu fyrirtækja í heildarkvótanum 14,16 prósent. Töl- ur þessar byggir Runólfur á skrán- ingu sjávarútvegsráðuneytisins á aflaheimildum viðkomandi fyrir- tækja. Að mati Runólfs er ekkert óeðlilegt við að kvótinn hafi færst til. Það beri einungis vott um að hagræðing hafi átt sér stað í greininni eins og að sé stefnt. Hann segir fyrirtækin 11 hafa komist yfir kvóta með beinni yfir- töku og kaupum á kvótum annarra fyrirtækja, en að mestu leyti megi þó rekja aukninguna til samruna fyr- irtækja. Kaup fyrirtækjanna á kvóta áætlar Runólfur að nemi samtals tæplega tveimur milljörðum. í þorskígildum tahð er kvóti fyrir- tækjanna nú tæplega 100 þúsund tonn, séu nýafstaðin kvótakaup Granda og yfirtaka Þormóðs ramma á Skildi talin með. Miðað við að verð á kvóta í varanlegri sölu sé rúmar 172 krónur kílóið, en samkvæmt upp- lýsingum frá Kvótamiðluninni var það viðmiðunarverðið í mars, er kvótaeign fyrirtækjanna samtals um 17 mihjarðar og hefur aukist um tæpa 9,5 mihjarða á rúmlega 16 mán- uðum. Að sögn Runólfs er Samherji á Akureyri það fyrirtæki sem hvað mest hefur keypt af kvóta frá árs- byrjun 1991 enda ekki sameinast neinu öðru fyrirtæki. Miðað við óbreytta hlutdeild í heUdaraflanum væri kvóti Samherja nú 7.948 tonn, í þorskígildum tahð, en er 12.483 tonn. Markaðsverð þessa mismunar er í dagum784miUjónir. -kaa Þorskurinn hvarf í Gildruna Reynir Traustason, DV, Flateyri: Þokkaleg þorskveiði hefur veriö á Vestíjarðamiðum undanfama daga. Mjög góð veiði var á Þverálshrauni í byijun vikunnar þar sem nokkur skip fengu allt að 30 tonn í hali af góðum þorski eftir stuttan tíma. Sú hrota stóð stutt þar sem fiskurinn hvarf inn í „Gildruna" en svo kaUast friðaða hólfið út af Kögri. Um 30 togarar eru nú á Halamiðum og afli þeirra er frá 2-10 tonna í hah. Óvenjulegt er að þorskur gefi sig tU á þessum árstíma á Halamiðum. Dæmi er um að einstök skip eigi eftir yfir 2000 tonna kvóta af þorski sem þau þurfa að ná fyrir lok kvóta- árs sem lýkur í ágúst. Kvóti stærstu sjávarútvegsfyrírtækjanna X þorskígildum 23. mars 1992 — í dag mælir Dagfari_______________ Óvelkominn sjávarguð Margt hefur verið sagt ráðhúsinu til lofs og dýrðar. Enda mat forsæt- isráðherra og annarra smekk- manna að hér sé risið glæsUegt hús sem muni auka hróður borgarinn- ar. Nýi borgarstjórinn, Markús Örn, lagði það á sig að taka í hönd- ina á fjörutíu þúsund gestum sem komu þangað fyrstu dagana eftir vígsluna. Er það til marks um hve nýja ráðhúsið í Reykjavík hefur mikið aðdráttarafl og sömuleiðis til marks um ágæti borgarstjórans að nenna þessum handaböndum öh- um. En ekki er nóg með að ráðhúsið sé listilega hannað og beri af öðrum húsum í ytra úthti. Innan dyra eru forláta dýrgripir og borgarstjóm hefur lagt metnað sinn í listrænt gildi og fáséða innanstokksmuni og þar á meðal var keyptur viður frá Brasilíu í fundarborðið, sem er bannaður í Evrópubandalaginu. Mikið var það nú heppilegt að við skyldum ekki vera gengnir í Evr- ópubandalgið því að ella hefði borgarstjóm Reykjavíkur þurft að sætta sig við harðvið og palhsender og annan plebejiskan hrávið sem ekki er við hæfi borgarfulltrúa. Fallegt ráðhús er betra en fordóma- fuht Evrópubandalag. En hstin er ekki fyrir alla. Upp á vegg var búið að koma heljarstóru málverki af sjávarguðinum Pósei- don og mátti þar sjá guðinn í afs- lappaðri og náttúrulegri stehingu í allri sinni dýrð og höfðu sumir gestanna á vígsluhátíðinni orð á því hve þetta listaverk skæri sig úr og veltu reyndar fyrir sér hver hefði setið fyrir. Ekki er því aö leyna að fjörutíu þúsund gestir og gangandi bera ekki alhr kennsl á sjávarguði og rugla þeim jafnvel saman við gamla og virðulega borgarfulltrúa. Vafðist það lengi fyrir gestum, starfsmönnum og reyndar borgar- fulltrúum sjálfum af hveijum þetta mikla málverk væri og kunni eng- inn við að amast við verkinu með- an ekki var vitað hver hafði setið fyrir. Er þetta mynd af Davíð? spurðu sumir. En Davíð er ekki svona grannur, var svariö. Er þetta Markús Öm? spurðu aðrir. En Markús er ekki með hom, var svar- iö og niöurstaðan varð sú aö ekki höfðu þeir setið fyrir, að minnsta kosti ef aðeins var tekið tillit tíl andlitsins á fyrirsætunni_Um hitt, sem líka sést á myndinni, gátu fáir dæmt þótt menn væm almennt sammála um að það hæfði allt vel á myndarlegum borgarstjómm. En svo kom að því að starfsmenn og þó einkum skrifstofustúlkur á borgarkontómum fengu staðfest- ingu á því að hér væri Póseidon sjávarguð á ferðinni og þetta þótti ekki sniðugt lengur og málverkið særði jafnvel blygðunarkennd sómakærra borgarstarfsmanna af veika kyninu og málverkið var fjarlægt. „Sambúðin við málverkið reyndist óþægileg," sagði starfs- mannastjórinn og hstaráðunautur- inn. Auðvitað getur Dagfari ekki ve- fengt listasmekk eða blygðunar- kennd skrifstofustúlknanna hjá borginni en miðað við það sem Dagfari hefur séð af þessu málverki er það varla alvarlegra eða sið- lausara en fólk verður að sætta sig við í hversdagslífinu ef það á annað borð hefur sköpunarverkið fyrir augunum. Einhvern tímann verða menn að fá að fara úr fótunum. Að vísu verður að ætla að karl- mennirnir á kontórum borgarinn- ar gangi ekki strípaðir til vinnu en Dagfari hefði þó alténd haldið að það væri skömminni skárra að hafa Póseidon í allri sinni nekt uppi á vegg heldur en venjulega karlpunga í öhum fótum við næsta borð. Poseidon er löngu dauöur og gerir engum mein meöan kynferð- isleg áreitni er orðið að vandamáh í atvinnulífmu. En það verður að beygja sig fyrir þessu. Ef stúlkumar á borgarskrif- stofunum telja málverkið svo ögrandi að þær geta ekki haldið aftur af kynferðislegum hvötum sínum er auðvitað svo komið að karlmennirnir á staðnum eru komnir í hættu og kynferðislega áreitnin hefur snúist við. Þá verður að sjálfsögðu að fjarlægja hið fyrsta öh tákn og alla ögrun til aö vernda karlpeninginn fyrir kynóðum kon- um sem ekki þola bert tippið á Pó- seidon í nálægð sinni. Já, listin er viökvæm og ekki allra. Aö minnsta kosti ekki þeirra sem verða að vinna við hhðina á henni og geta ekki þolað nakta sjávarguði með rísandi hold. Þá er betra að hafa veggina auða. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.