Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Blaðsíða 24
32 :FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992. Smáauglýsingar___________pv Barnagallarnir komnir aftur, - einnig apaskinn og krumpugallar m/hettu, stretchbuxur, joggingbuxur, glans- buxur. Sendum í póstkröfu. Ceres, Nýbýlavegi 12, sími 91-44433. ■ Hjól Honda 700 cub., árg. ’85, ekin 6600 m, fallegur gripur. S. 91-54468. ■ Vagnar - kemir Dodge dísil turbo, 10 mán. gamall, með eða án sturtupalls til sölu, vsk-bifreið. Tilvalið fyrir verktaka og garðyrkju- menn. S. 92-46644 og 985-20066. Hino FD85 (án kassa) í mjög góðu ástandi, verðtilboð. Upplýsingar í sima 98-75888, Gunnar, og á kvöldin í síma 98-75998. Nissan Sunny SLX, árg. '91, ekinn 19 þús., vökvastýri, sjálfskiptur o.fl. Til sýnis og sölu á Bílasölunni Braut, sím- ar 91-681510 og 91-681502. Dráttarbeisli. Höfum til sölu vönduð og ódýr dráttarbeisli frá Brenderup undir flestar tegundir bifreiða, viður- kennd af Bifreiðaskoðun íslands. Ryðvarnarstöðin sf., Fjölnisg. 6e, 603 Akureyri, s. 96-26339, Ryðvörn hf., Smiðshöfða 1, Rvík, s. 91-30945. Bíll- inn, Bakkast. 14, Njarðvík, s. 92-15740. Kerrur til sölu. 2 hásinga, 155x350 cm, og 100x155 cm, notuð, með loki. S. 91-54468. ■ Sumarbústaðir 58,4 mJ T-sumarhús með útbyggðri borðstofu. Sumarhúsin okkar eru byggð úr völdum, sérþurrkuðum, smíðaviði og eru óvenjuvel einangruð enda byggð eftir ströngustu kröfum Rannsóknastofunar byggingariðnað- arins. Stœrðir frá 35-130 nrí. Þetta hús kostar uppsett og fullbúið kr. 4.400.000. með eldhúsinnréttingum og hreinlætistækjum (verönd ekki með- reiknuð). Sendum teikningar. RC & CO. hf„ sími 91-670470. Mercedes Benz 190 E, árgerð 1985, ekinn 125 þúsund, dökkblár, sjálf- skiptur, topplúga, litað gler, álfelgur. Uppl. í síma 98-12056. Pontiac Firebird, árg. 1984, til sölu, vél 305, sjálfskiptur, nýtt lakk, ný dekk o.fl. Upplýsingar í vinnusíma 96-27688 og heimasíma 96-27448. Buick Park Avenue, árg. ’83, til sölu. Bíll með öllu, skipti á ódýrari. Uppl. í síma 91-679462. Chevrolet Impala, árg. ’63, 8 cyl., sjálf- skiptur, vökvastýri. Glæsivagn. Til sýnis og sölu á Bílasölunni Braut, sími 91-681510 og 91-681502. ■ Líkamsrækt ■ Bílar tíl sölu Til sölu þessi glæsilegi Plymouth Laser RS turbo ’90, ekinn 34 þús. km, turbo intercooler, twin cam, 16 v. i, 190 hö„ sound system með 6 hátölurum og geislaspilara, 16" álfelgur, cruise con- trol, air condition, rafdrifhar rúður, speglar og belti, skipti möguleg. Eini sinnar tegundar. Uppl. gefur Bíla- studio, s. 682222 eða 626608, (símsvari). Viltu megrast? Nýja ilmolíu-, appelsínu- húðar- (cellul.) og sogæðanuddið vinnur á appelsínuhúð, bólgum og þreytu í fótum. Trim Form vöðvaþjálf- unartæki til að stinna og styrkja vöðva, um leið og það hjálpar þér til að megrast, einnig árangursrík meðferð við gigt og íþróttaskaða. Bjóðum einn- ig upp á nudd. 10% af'sl. á 10 tímum. Tímapantanir í síma 36677. Opið frá kl. 10 til 22. Heilsustúdíó Maríu, Borgarkringlunni, 4. hæð. Fjölmiðlar og félagsráðgjafar Störf félagsráðgjafa vekja gjarnan áhuga íjölmiðla og tilefni þessara skrifa er annars vegar umfjöllun fjölmiðla um barnaverndarmál og hins vegar grein um eyðnisjúkhnga sem birtist í Pressunni þann 15. apríl sl. og samskipti þeirra viö fé- lagsráðgjafa.Ég starfaði um tíma í London sem félagsráðgjafi í barna- verndarmálum. Það sem fljótlega vakti undrun mína og athygli í Bretlandi var umíjöllun íjölmiðla um félagsráðgjafa og störf þeirra, sérstaklega þau sem tengdust bamavemdarmálum. Var öll um- ræðan mjög neikvæð í garð félags- ráðgjafa og gjarnan í æsifréttastíl eins og hefur einnig gerst hér á landi, t.d. í Sandgerðimálinu svo- kallaða. Vinnubrögð vöktu furðu Á skrifum fjölmiðla í Bretlandi var helst að skilja að félagsráðgjaf- ar væm forynjur og óvættir nútím- ans sem hefðu það eitt að leiðar- ljósi að hrella saklaust fólk, og þá ekki síst böm. Fyrir þeim vekti að rífa böm með valdi út af heimilum sínum og vista þau fjarri foreldr- um. Vöktu þessi vinnubrögð furðu fjölmiðla og alls almennings í land- inu. Eftir því sem fjölmiðlar kom- ust næst með „könnunum” sínum höfðu umræddir foreldrar ekki gert neitt annað en hugsa nánast óaðfinnalega um böm sín. Félags- ráðgjafar áttu því þannig ætíð að koma aftan að alsaklausu fólki og reka rýting í bak þess, Málin eins og þau snera áð félags- ráðgjöfum í starfi þeirra vora hins vegar ekki í samræmi við niður- stöður fjölmiðla. Þegar gripið var til aðgeröa í barnavemdarmálum var um að ræða alvarlega vanrækt böm eða börn sem höfðu orðið fyr- ir hvers kyns ofbeldi. Oft voru þau stórsködduð þegarofbeldið komst upp þannig að óhklegt gat talist aö þau myndu nokkum tíma bíða þess fullar bætur. Faglegt mat félagsráðgjafanna, lagt til grundvallar vinnunni, var KjaHaxiim Steinunn Helgadóttir félagsráðgjafi hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar það að skaðlegra væri fyrir þroska og heilsu bamanna að hafa þau áfram á heimilum sínum en taka þau þaðan. Það þyrfti að gera þó svo það kostaði tilfinningaleg átök að aöskilja böm og foreldra þeirra. En markmið starfsins var að vernda börnin þó svo að aðgerðir í því sambandi stönguðust á við óskir foreldranna. Sama mat liggur að baki aðgerðum íslenskra félags- ráögjafa í barnaverndarmálum. Geðþóttaákvörðun félagsráðgjafa? Þessar ákvaröanir voru aldrei teknar öðravísi en að mjög vel at- huguðu máli eða þegar bömin komu á dagheimili eða í skóla að morgni þannig að stórsá á þeim vegna líkamlegs ofbeldis sem þau höfðu orðið fyrir af hendi foreldra, t.d. beinbrotin eða brennd. Hefðu það vart geta tahst annað en afglöp í starfi að senda börnin aftur heim við slíkar kringumstæð- ur. Sem betur fer er ofbeldi gagn- vart börnum á þessu stigi nánast óþekkt á íslandi. Bamaverndarmál vora (og era) rekin fyrir dómstólum í Bretlandi, þannig að félagsráðgjafar bára ekki einir ábyrgð á aðgerðum sínum, en það dró ekki úr gagnrýni fjölmiöla á störf þeirra. Tónninn í garð félagsráðgjafa þar í landi var þannig að einn blaða- maður, sem sá sig tilneyddan að taka upp hanskann fyrir hina út- hrópuðu stétt skrifaði: „Ef eitthvað fer úrskeiðis í þessu landi, kennið þá félagsráðgjöfum um það.“ Þó svo að neikvæð umræða í fjölmiðlum hérlendis um störf fé- lagsráðgjafa sé ekki eins áberandi og í Bretlandi er hún htuð af sama viðhorfi. Angi af þessum meiði teygði sig inn í Pressuna þann 15. apríl sl. í viötali við HlV-smitaðan einstakl- ing kvartar hann yfir því að engar reglur eða viðmiðanir séu til um félagslega aðstoð við eyðnisjúkl- inga. Einnig að oftar en ekki sé það geðþóttaákvörðun félagsráðgjafa hvort og hve mikinn stuðning menn fá. , Fullyrðingar þarfnast skýringa 1) Eyðni er skehilegur, banvænn sjúkdómur sem getur lagt lif þess smitaða og fjölskyldu hans í rúst. Þróun sjúkdómsins er mjög sárs- aukafuh en svo er um aðra sjúk- dóma sem geta verið banvænir, t.d. krabbamein, ýmsa lömunarsjúk- dóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Því vil ég varpa fram þessum spumingum: Eru til einhver rök sem mæla með því að eyðnisjúkl- ingum séu tryggð sérstök félagsleg réttindi umfram aðra sjúklinga sem eru með banvæna sjúkdóma? Ef svo er hver era þau þá? 2) Um þá fullyrðingu viðmælanda Pressunar að félagsleg aðstoö viö eyðnisjúklinga sé oftar en ekki háö geðþóttaákvörðun félagsráögjafa vil ég segja þetta: Störf félagsráðgjafa stjórnast ekki af geðþóttaákvörðunum þeirra. Ef svo væri væri starfið óvinnandi, algjör ringulreið myndi ríkja innan félagsmálastofnana því hægri höndin myndi ekki vita hvað sú vinstri gerði. Félagsráögjafar hafa þrjá megin- þætti til grundvahar vinnu sinni. Þeir era: - Lög sett af Alþingi. - Reglur settar af borgarráöi og félagsmálaráöi, (m.a. varðandi fjár- hagsaðstoð, viðmiðun er lögbund- inn örorkulífeyrir). - Faglegt mat á aðstæðum miðað við þær upplýsingar sem eru til staðar hverju sinni. Þar sem fjárhagsaðstoð hjá F.R. fehur undir félagslega aðstoð ber aö taka það fram að fjárhagsaðstoð fyrir eyönisjúklinga lýtur ná- kvæmlega sömu reglum og fyrir aðra samborgara. Það er óskandi að í framtíðinni verði umræða í fjölmiðlum um störf félagsráðgjafa fordómalaus. Það væri öhum th framdráttar, fé- lagsráðgjöfum, þeim sem tíl þeirra leita og fjölmiðlum. Steinunn Helgadóttir „ ... fjárhagsaðstoð fyrir eyðnisjúkiinga lýtur nákvæmlega sömu reglum og fyrir aðra samborgara,” segir m.a. í greininni. „Þó svo að neikvæð umræða í fjölmiðl- um hérlendis um störf félagsráðgjafa sé ekki eins áberandi og 1 Bretlandi er hún lituð af sama viðhorfi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.