Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. MAl 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SiMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Gengi krónunnar HaUdór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráö- herra, sagöi nýlega á Alþingi, aö gengi krónunnar væri of hátt skráö. Fleiri forystumenn í þjóöfélaginu hafa á þessu ári ýjað aö gengisfellingu, fyrir og eftir kjarasamn- ingana. Greiðslur úr Veröjöfnunarsjóði sjávarútvegsins munu nú minnka skuldir fyrirtækja í greininni. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagöi í viötah viö DV, aö með þeirri ráðstöfun yröi skuldabyrði létt, flár- magnskostnaöur lækkaður og atvinna tryggö í grein- inni. Vissulega orkar ákvöröunin um þessar greiöslur tvímæhs, einkum vegna þess, aö fuh þörf kann aö veröa á þessum sveiflujöfnunarsjóði, fari verö á útfluttum sjávarafurðum lækkandi. En greiöslurnar munu vænt- anlega lægja gengisfelhngarkórinn um sinn. Menn ættu aö sjá, aö núverandi tilhögun á gengismálum er ófær. Fara verður leiðir, sem „svipta stjórnmálamenn glæpn- um“ og láta gengið vera frjálst á markaði. Gengismál hér á landi eru frumstæö miðaö við önnur lönd. Markaðsöflin hafa ekki áhrif á daglegt gengi krón- unnar, sem stjómvöld ákveöa einhhöa. Seðlabankinn athugar gengi gjaldmiöla á gjaldeyrismarkaði í London aö morgni hvers dags og reiknar út og skráir gengi krón- unnar, þannig að þaö haldist óbreytt frá deginum áður miöaö viö þar til gerðar gengisvogir. Einu frávikin veröa, þegar póhtísk stjórnvöld ákveöa formlegar geng- isbreytingar eða ef Seðlabankinn hefur takmarkaöar heimildir til frávika eins og hann hefur stundum haft. Þessu er á annan veg fariö í grannríkjunum. Framboö og eftirspurn ráöa þar mestu. Gengi gjaldmiöla ræöst á markaði og getur breytzt innan gengismarka, sem hafa veriö ákveðin. Nú væri skynsamlegt að breyta kerfmu hér á landi í þessa veru, þar sem markaðsgengi krón- unnar ætti að stuðla aö betra jafnvægi í efnahagsmál- um. Þessi breyting veröur einnig beinlínis nauðsynleg, eftir því sem markaðir opnast. Seölabankinn undirbýr nú tillögur um gjaldeyrismarkað. Ríkisstjórnin stefnir aö því, aö slíkur markaður komist á fót á þessu ári. Þetta er tímanna tákn á núverandi skeiöi breytinga. Fjármagnsflutningar mhli íslands og annarra landa veröa frjálsir í áfóngum á næstu misserum. Þannig verö- ur hömlum á h árskuldbindingum til langs tíma aílétt um næstu áramót, og gjaldeyrisviðskipti veröa frjáls fyrir árslok 1994 samkvæmt EES-samningnum. Óhjákvæmhegt er aö koma hið fyrsta á fót gjaldeyris- markaði og virkum peningamarkaði. Hætta þarf yfir- dráttarheimhd ríkissjóös í Seðlabankanum eins og aö er stefnt. Síðan ætti aö tengja gengi krónunnar viö Evr- ópumyntina ECU. Stefnunni um gengisfestu ætti aö viö- halda, og ECU-tenging yröi hvatning til forystumanna um að haga ákvörðunum sínum þannig, aö gengisfest- unni veröi ekki stofnað í hættu. Þjóöarbúinu mun farn- ast betur, ef skoriö verður á möguleika ráöamanna til aö krukka sí og æ í gengi krónunnar. Það er vel, aö aögeröir í þessa átt eru á stefnuskrá stjómvalda um þessar mundir. Veröi sú leið farin, mun hagstjóm breytast mikiö. Draga veröur úr hagsveiflum en ekki magna þær, sem iðulega hefur veriö gert, eins og forstjóri Þjóðhagsstofnunar rakti í erindi fyrir skömmu. Hann orðaði þaö þannig, að í dæmigerðri ís- lenzkri hagsveiflu heföu farið saman hagstæö ytri skh- yrði og þenslustefna og óhagstæö skhyröi og samdrátt- araðgerðir. Þetta hefur ekki veriö viturleg póhtík. Haukur Helgason „Réttindi þessara ríkisstarfsmanna eru einstaklingsbundin," segir m.a. í grein Finns. - Frá BSRB-þingi. Réttindi opinberra starfsmanna í hættu Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hefur á sinni verk- efnaáætlun einkavæöingu ríkisfyr- irtækja. Hvert er markmiðið og til- gangurinn með henni er hins vegar óljóst. Fyrir Alþingi lágu fjögur frumvörp til laga um að breyta rík- isfyrirtækjum í hlutafélög og selja þau síðan. Fyrirtæki þessi eru Síld- arverksmiðjur ríkisins, Sements- verksmiðja ríkisins, Staðlaráð ís- lands og Ríkismat sjávarafurða. Af lagafrumvörpum þessum verður það ráðið að tilgangurinn með einkavæðingu sé að selja þessi fyrirtæki til einstaklinga og afla þannig ríkissjóði tekna. Hér eru á ferðinni aðeins fyrstu lagafrum- vörpin um breytingu á rekstrar- formi ríkisfyrirtækja. Til þess að einkavæðing ríkisfyr- irtækja geti gengið sem best fyrir sig og skilað sem mestum árangri fyrir þjóðfélagið í heild, þá er að mati sérfróðra manna um einka- væöingu mikilvægt að vanda allan undirbúning að breytingunni, vinna starfsmenn til fylgis við rekstrarformsbreytinguna. Skil- greina þarf alla hagsmunahópa, sem einkavæðinguna snertir, og koma til móts við þarfir þeirra og lágmarka þannig andstööu við breytingarnar og gera almenning að eins virkum þátttakendum í einkavæðingunni og kostur er. Lægri laun fyrir sambærileg störf Sá hópur, sem einkavæðing ríkis- fyrirtækjanna snertir' langmest, eru starfsmenn viðkomandi fyrir- tækja. Opinberir starfsmenn hafa búið við lægri laun en almennt ger- ist á hinum almenna vinnumark- aði fyrir sambærileg störf. Þessi launamunur hefur verið réttlættur með því aö í reynd séu kjör opin- berra starfsmanna sambærileg og viðgengst á hinum almenna vinnu- markaði þar sem opinberir starfs- menn hafi búið við ýmis sérrétt- indi. Þegar um slík sérréttindi er rætt, þá eru menn oftast með í huga líf- eyrisréttindi opinberra starfs- manna, réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins sem skilgreind eru í lögum um það efni frá árinu 1954. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hef- ur nú lýst því yfir í tengslum við gerð kjarasamninga að á samn- ingstímanum verði ekki hróflað við réttindum og skyldum starfs- manna ríkisins. Það hlýtur að þýða að ekki verði gerð breyting á lögum um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. í 14. gr. þessara laga er gert ráð fyrir að réttur ríkis- starfsmanns til launa sé tryggður verði staða hans lögð niður. í greininni er gert ráð fyrir að ríkisstarfsmaður eigi rétt á fóstum launum í 6 mánuði hafi hann verið í þjónustu ríkisins skemur en 15 ár, en í 12 mánuði eigi hann að baki lengri þjónustualdur við ríkið Kjallarim Finnur Ingólfsson alþingismaður Framsóknar- flokksins í Reykjavík en 15 ár, enda hafi hann þá ekki hafnað sambærilegri stöðu á veg- um ríkisins. Boðið sambærilegt starf Á sama tíma og ríkisstjórnin lýs- ir því yfir að ekki verði hróflað við réttindum og skyldum starfs- manna ríkisins á samningstíman- um, þá leggur ríkisstjómin fram á Alþingi lagafrumvörp um einka- væðingu. Óll gera þau ráð fyrir að starfsmenn þessara fyrirtækja verði sviptir réttinum til biðlauna. Gert er ráð fyrir að starfsmönn- um fyrirtækjanna verði boðið sam- bærilegt starf hjá hinu nýja félagi. Því skulu ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ekki eiga við um þá starfsmenn. Með þessu er í raun og veru verið að svipta þenn- an tiltekna hóp, opinbera starfs- menn, réttinum til biðlauna. Biðlaun til hvers? Tilgangur löggjafans í upphafi með lögum um biðlaun, þegar staða er lögð niöur, var að greiða skaða- bætur fyrir þá röskun á atvinnuör- yggi, sem felst i missi starfs hjá ríkinu. Með því aö breyta ríkisfyr- irtæki yfir í hlutafélag er ljóst aö starfsmennirnir njóta ekki lengur lögkjara sem opinberir starfsmenn og hafa því misst rétt sinn til bið- launa, sem einmitt hefur verið hluti af þeim kjarabótum, sem talið er að opinberir starfsmenn hafi notið fram yfir aðra á hinum al- menna vinnumarkaði og þar af leiöandi þurft aö sætta sig við lægri laun. Af hálfu ríkisstjómarinnar er hins vegar reynt að halda því fram að taki ríkisstarfsmennimir starfi hjá hinu nýja hlutafélagi, þá eigi þeir ekki rétt á biðlaunum og fái þeir því greidd tvöföld laun í ein- hvern tíma. Þarna ruglar ríkis- stjórnin saman tveimur gmndvall- aratriðum, annars vegar launa- greiðslum og hins vegar lögmætum skaðabótum fyrir ýmis réttindi, sem ríkisstarfsmenn njóta umfram aðra launþega, en falla niður þegar staða ríkisstarfsmanns er lögð nið- ur. Ríkisstarfsmenn sem aðrir laun- þegar hafa þurft í gegnum tíðina að búa við það að breytingar séu gerðar á kjörum þeirra og ekkert við þaö að athuga, enda hafa ríkis- stjómir oft og tíðum þurft að beita lögum til þess aö koma í veg fyrir launahækkanir, þá hefur i öllum tilfellum verið um að ræða al- menna breytingu á lögbundnum starfskjömm með almennri laga- setningu sem nær til allra en ekki sértækrar lagasetningar sem veitir lögbundin kjararéttindi af til- teknum hópi. Á að brjóta stjórnarskrána Það sem ríkisstjórnin er að gera í einkavæðingunni er að beina lagabreytingunum aö fámennum hópi ríkisstarfsmanna og rýra þannig lögbundin kjör þeirra og hlýtur því að vera af þeim ástæöum andstæð ákvæði 67. greinar stjórn- arskrárinnar. Það virðist því vera ætlun ríkisstjórnarinnar að taka lögbundin og áunnin réttindi af til- teknum hópi manna og á reglan einmitt að koma til framkvæmda þegar áunnin réttindi eiga að vera virk. Réttindi þessara ríkisstarfs- manna eru einstakhngsbundin, eignaréttindi þeirra einstakUnga sem í hlut eiga, og þau verða ekki tekin af þeim án fullra bóta vegna eignarréttarákvæðis 67. greinar stjómarskrárinnar. - Fyrir utan það að ætla að bijóta eignarréttar- ákvæði stjórnarskrárinnar þá er ríkisstjómin að ganga á bak orða sinna við opinbera starfsmenn, sém hún gaf í tengslum viö kjara- samningana, um að hreyfa ekki við réttindum og skyldum opinberra starfsmanna á samningstíma kjarasamninganna.. Finnur Ingólfsson „Fyrir utan þaö að ætla aö brjóta eign- arréttarákvæði stjórnarskrárinnar þá er ríkisstjórnin aö ganga á bak orða sinna viö opinbera starfsmenn, sem hún gaf í tengslum við kjarasamning- ana...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.