Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Blaðsíða 26
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992. Afmæli Torfi Hjartarson Torfi Hjartarson, fyrrv. tollstjóri og fyrrv. sáttasemjari ríkisins, Flóka- götu 18, Reykjavík, er níræður í dag. Starfsferill Torfi fæddist á Hvanneyri í Borg- arfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1924, embættisprófi í lögfræði frá HÍ1930 og dvaldi í London við framhaldsnám 1930-31. Torfi var starfsmaöur við skrif- stofu Alþingis 1926 og 1927, mál- flutningsmaður í Reykjavík 1931-32, settur sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði 1932-33, fulltrúi hjá sýslu- manni og bæjarfógeta á Akureyri 1933, sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði 1934, skipaður tollstjóri í Reykjavík 1943-72, skipaður vara- sáttasemjari ríkisins 1944 og sátta- semjari ríkisins 1945-79. Torfi var formaöur SUS frá stofn- un 1930-34, bæjarfulltrúi á ísafirði 1940-43, sat í stjómskipuðum nefnd- um sem önnuðust endurskoðun laga um skemmtanaskatt, um hvíld- artíma sjómanna á togurum, um söluskatt og um tollskrá. Hann var fulltrúi íslands á tollafundum Norð- urlanda 1957-72og formaður Nor- diska Tulladministrativa Rádet 1960-61 og 1967-68. Þá var hann odd- viti yfirkjörstjómar við bæjar- stjómarkosningarnar í Reykjavík 1949-62. Torfi er heiðursfélagi Dóm- arafélagsins frá 1972 og hefur verið sæmdur fjölda heiðursmerkja, ís- lenskra og erlendra. Fjölskylda Torfi kvæntist 1.2.1934 Önnu Jónsdóttur, f. 23.7.1912, d. 25.1.1992, húsmóður. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, vélfræðingur og útgerðarmaður í Hrísey, og kona hans, Sóley Jóhannesdóttir, Davíðs- sonar, útvegsb. í Syðstabæ. Böm Torfa og Önnu: Hjörtur, f. 6.7.1934, d. 17.3.1935; Hjörtur, f. 19.9. 1935, hæstaréttardómari í Reykja- vík, kvæntur Nönnu Þorláksdóttur, húsmóður og læknaritara, og eiga þau þrjú börn; Ragnheiður, f. 1.5. 1937, menntaskólakennari í Reykja- vík, gift Þórhalli Vilmundarsyni prófessor og eiga þau þrjú börn; Sigrún, f. 23.10.1938, d. 21.12.1991, húsmóðir i Kanada, var gift dr. Ro- bert Kajioka Ph.D. og eignaðist hún þijár dætur; Helga Sóley, f. 13.9. 1951, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík. Bræður Torfa vom Snorri, f. 22.4. 1906, d. 27.12.1986, skáld og bóka- vörður, ogÁsgeir, f. 21.11.1910, d 28.7.1974, kennari og bókavörður. Foreldrar Torfa voru Hjörtur Snorrason, f. 29.9.1859, d. 1.8.1925, skólastjóri á Hvanneyri og síðar b. á Skeljabrekku og í Arnarholti í Borgarfirði og alþingismaður, og kona hans, Ragnheiður Torfadóttir, f. 17.6.1873, d. 27.12.1953, húsfreyja. Ætt Hjörtur var sonur Snorra, b. á Skerðingsstöðum og víðar í Hvammsveit, bróður Sigríðar, langömmu Jóns M. Samsonarsonar handritafræðings. Snorri var sonur Jóns, b. í Glerárskógum, Sigurðs- sonar og Sigríðar Daðadóttur. Móðir Hjartar var María Magnús- dóttir, hreppstjóra í Magnússkóg- um, Magnússonar, skálds og hrepp- stjóra á Laugum, Jónssonar (Lauga-Magnúsar), langafa Friðjóns Jenssonar, læknis á Akureyri, og Bjama Jenssonar, hreppstjóra í Ás- garði, fóður Torfa, læknis á Sauðár- króki. Móðir Maríu var Guðlaug Brandsdóttir, b. í Dagverðamesi, Jónssonar, bróður Steinunnar og Þuríðar, ættmæðra Ormsættarinn- ar. Meðal systkina Ragnheiðar var Ásgeir efnaverkfræðingur, faðir Torfa hagfræðings, Markús, b. í Ól- afsdal, faðir Ásgeirs verkfræðings og Sverris dýralæknis, og Áslaug, móðir Ragnars H. Ragnars tónlist- armanns og amma Hjálmars tón- skálds og Magnúsar Torfasonar hæstaréttardómara. Ragnheiður var dóttir Torfa, skólastjóra í Ól- afsdal, Bjarnasonar, b. í Bessa- tungu, Bjarnasonar, b. á Ytri- Hrafnabjörgum, Tjörfasonar. Móðir Ragnheiðar var Guðlaug Zakaríasdóttir, b. á Heydalsá, Jó- hannssonar, prests í Garpsdal, Bergsveinssonar, prests á Stað í Grunnavík, og konu hans, Halldóru Snæbjamardóttur (Mála-Snæbjarn- ar), Pálssonar, sýslumanns í ísa- fiarðarsýslu, Torfasonar. Móðir Torfi Hjartarson. Guðlaugar var Ragnheiður ljósmóð- ir, dóttir Einars dbrm. í Kollafiarð- amesi, Jónssonar. Bræður Ragn- heiðar vom alþingismennirnir Ás- geir á Þingeyrum og Torfi á Kleifum og Magnús, varaþingmaður í Klift. Móðir Ragnheiðar lj ósmóður var Þórdís Guðmundsdóttir, systir Guð- rúnar, langömmu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. 90 ára 50 ára Daníel Daniclsson, Árgerði, Dalvík. Hrefna H. Hagalín, Bakkasíðu 5, Akureyri. Kristín Bjarkan, _ Kvistalandi 20, Reykj avík. 85 ara Dagmar Snjólfsdóttir, Borgargarði I, Búlandshreppi. Gunnar Sveinsson, Faxabraut 38 A, Keflavík. - w ara Víglundur Þorsteinsson, Háukinn 10, Hafnarfiröí. Viglundur er aö heiman á aímælis- daginn en tekur á móti gestum að _ Höföa í Biskupstungum laugardag- 80 ára inn 23.5. nk„ éftir klukkan 20.00. Björg Jónasdóttir, Jón Ingvar Jóhannesson, HjaUabraut 33, Hafnarfirði. Flyðrugranda8, Reykjavík. Haraldur Guðmundsson, Bj arni Ágústsson, Skipholti 28, Reykjavík. Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir, Tunguseli 3, Reykjavík. Páll Gunnlaugsson, Eiðismýril3, Selfiarnamesi. Brúðkaup á næstunni Freydís J. Freysteinsdóttir og Sigurgrímur Skúlason, til heimilis að Hringbraut 119, Reykjavík, verða gefin saman í Dómkirkjunni laugar- daginn 23. maí, kl. 14, af séra Jakob Hjálmarssyni. Foreldrar Freydísar: Edda Júlía Þráinsdóttir og Freysteinn Þor- bergsson. Foreldrar Sigurgríms: El- ín Tómasdóttir og Skúli Sigurgríms- son. Magnea Ingigerður Harðardóttir og Viggó Magnússon, til heimilis að Kjarrhólma 4, Kópavogi, verða gefin saman í Kópavogskirkju laugardag- inn 23. maí, kl. 15, af séra Hjálmari Jónssyni. Foreldrar Magneu Ingigerðar: Bára Þórðardóttir og Hörður Sveinsson. Foreldrar Viggós: Guð- björg Viggósdóttir og Magnús Jóns- son. Þórhallur Tryggvason Þórhallur Tryggvason, fyrrverandi bankastjóri, Reynimel26, Reykja- vík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Þórhallur er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1933. Þórhallur var starfsmaður í Bún- aðarbanka íslands frá 1933, skrif- stofusfióri 1941-65, bankastjóri 1965-71 og aftur 1974 og 1976-83. Hann var framkvæmdastjóri stofn- lánadeildar landbúnaöarins 1971-73. Þórhallur var í sfióm Sambands íslenskra bankamanna 1949-50 og formaður þess 1953-55. Hann var sæmdur gullmerki Sambands ís- lenskra bankamanna 1967. Fjölskylda Þórhallur kvæntist 1.6.1946 Est- her Pétursdóttur, f. 27.12.1922. For- eldrar hennar: Pétur Björnsson skipsfióri, síðast á Gulífossi, og kona hans, Ellen K. Björnsson. Böm Þórhalls og Esther: Þóra El- len, f. 22.6.1954, dósent við HÍ, maki Helgi Bjömsson jarðeðlisfræðingur, sonur þeirra er Þórhallur; Anna Guðrún, f. 28.5.1957, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins; Tryggvi, f. 20.6.1962, nemi við HÍ og myndhst- armaður, maki Steinunn Stefáns- dóttir, dætur þeirra era Helga, Anna ogHalla. Systkini Þórhalls: Klemens, f. 10.9. 191.4, fyrrv. hagstofustjóri, maki Guðrún Sigríður Steingrímsdóttir; Valgerður, f. 21.1.1916, fyrrv. skrif- stofusfióri Þjóðleikhússins, maki Hallgrímur Helgason, prófessor og tónskáld; Agnar, f. 10.2.1919, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá SÍS, maki Hildur Sólveig Þorbjarnardóttir, böm þeirra eru Anna, Björn, Sigríð- ur og Tryggvi. Dóttir Agnars og Önnu Kr. Kristinsdóttur er Guðrún Helga; Þorbjörg, f. 25.9.1922, fyrrv. framkvæmdastjóri, maki ívar Daní- elsson lyfsali, þau skildu, börn þeirra era Tryggvi, látinn, Guðrún Ina og Anna Guðrún; Björn, f. 13.5. 1924, aðstbankastjóri í Seðlabank- anum, kona hans var Kristjana Bjarnadóttir, látin, böm þeirra era Anna Guðrún og Bjarni Þór; Anna Guðrún, f. 14.6.1927, húsmóðir og kennari, maki Bjami Guðnason prófessor, börn þeirra era Tryggvi, Gerður, Auður og Unnur. Foreldrar Þórhalls: Tryggvi Þór- hallsson, f. 9.2.1889, d. 31.7.1935, prestur á Hesti og síöar forsætisráð- herra og bankastjóri, og kona hans, Anna Guðrún Klemensdóttir, f. 19.6. 1890, d. 27.1.1987, húsfreyja. Ætt Faðir Tryggva var Þórhallur bisk- up, bróðir Vilhjálms, afa Finnboga Guðmundssonar landsbókavarðar. Þórhallur var sonur Björns, pró- fasts og skálds í Laufási, Halldórs- sonar, prófasts í Sauðanesi, Bjam- arsonar, prests í Garði í Keldu- hverfi, Halldórssonar, bróður Áma, prests á Tjöm, langafa Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi. Móöir Halldórs í Sauðanesi var Þóra BjömsdóttirThorlacius, systir Kar- enar, formóður Buchættarinnar. Móðir Bjöms var Sigríður Vigfús- dóttir, systir Björns, langafa Þórar- ins, fóður Krisfiáns Eldjáms for- Þórhallur T ryggvason. seta. Móðir Tryggva var Valgerður, systir Halldórs, langafa Þórs White- head prófessors. Valgerður var dótt- ir Jóns, b. á Bjamarstöðum í Bárðardal, Halldórssonar, b. á Bjarnarstöðum, Þorgrímssonar, af Hraunkotsættinni. Móðir Valgerðar var Hólmfríður Hansdóttir, b. í Nes- löndum, Þorsteinssonar. Faðir Önnu, móður Þórhalls, var Klemens, landritari og ráðherra, bróðir Finns prófessors. Klemens var sonur Jóns, lögregluþjóns og fræðimanns í Rvík, Borgfirðings, og konu hans, Önnu Eiríksdóttur, b. á Vöglum í Eyjafirði, Sigurðssonar, b. í Engey, Jóhannssonar, bróður Torfa í Ánanaustum. Móðir Önnu var Þorbjörg Stefánsdóttir, sýslu- - manns á ísafirði, Bjarnarsonar. Móðir Stefáns var Þorbjörg Stefáns- dóttir Scheving, langamma Björns, föður Ólafs, fv. alþingismanns og prófessors. Þórhallur er að heiman. Hallmar Sigurðsson Hallmar Sigurðsson leikhúsmað- ur, Nönnugötu 14, Reykjavík, er fer- tugurídag. Starfsferill Hallmar er fæddur á Húsavík og ólst þar upp. Hann gekk í barna- og gagnfræðaskóla í heimabæ sínum og fór síðar í Menntaskólann á Ak- ureyri en þaðan útskrifaðist hann sem stúdent árið 1972. Hallmar fór til Svíþjóðar 1973 og var þar í nokk- ur ár við nám í leikhúsfræðum og leiksfióm. Hallmar vann ýmsa vinnu á ungl- ingsáram og var t.d. trillukarl. Eftir stúdentsprófið vann hann við leik- húsið á Ákureyri og kenndi í Odd- eyrarskóla á sama stað. Hann var leikstjóri í Svíþjóð um tíma eftir að námi þar lauk. Hallmar hefur aðal- lega verið leikstjóri hjá atvinnuleik- húsum eftir heimkomuna. Hann var t.d. leiksfióri hjá Leikfélagi Akur- eyrar, Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur og var ennfremur leik- hússtjóri hjá síðasttalda félaginu í nokkur ár, fyrst í Iðnó en síðar Borgarleikhúsinu. Hallmar var fastráðinn starfsmaður Ifiá leikhst- ardeild RÚV um tíma. Hallmar á sæti í stjóm Leiksfióra- félagsins en hann var formaður þess um tíma. Aðaláhugamál Hallmars erhestamennska. Fjölskylda Eiginkona Hallmars er Sigriður Sigþórsdóttir, f. 30.6.1953, arkitekt. Foreldrar hennar: Sigþór Þórarins- son, látinn, bóndi og hreppstjóri, og Sigríður Guðmundsdóttir, hús- freyja, þau bjuggu í Einarsnesi í Borgaríirði, Sigríður er nú búsett á Nönnugötu 14 í Reykjavík. Dóttir Hallmars og Sigríðar er Herdís, f. 10.9.1972, nemi í VÍ. Systkini Hallmars: Katrín, f. 1.9. 1957, söngkona og söngkennari, maki Stefán Guðmundsson, söngv- ari og söngkennari, sonur þeirra er Viðar, Katrín átti áður Sigurð Magnússon; Aðalbjörg, f. 23.2.1964, læknaritari, maki Ragnar Emilsson rafvirki, dætur þeirra eru Katrín og Kristín. Foreldrar Hallmars eru Sigurður Hallmarsson, f. 24.11.1929, fyrrv. skólastjóri og fræðslustjóri, og Her- dís Kristín Birgisdóttir, f. 15.7.1926, húsfreyja, þau eru búsett á Húsavík. Hallmar Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.