Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992. Englnn íþróttaviðburður er skráður í kvöld. Þetta er þó að- eins lognið á undan storminum því að um helgina hefst deildar- keppnin í knattspymu. Á laugar- daginn leika KR-ingar gegn nýlið- um ÍA íþróttir í kvöld í Frostaskjólinu og Fraraarar keppa við Þór á Akureyri. Einnig er ijöldi leikja í neðri deildunum. Því er ráðlegt að taka það bara rólega í kvöld og búa sig undir að fara á völlinn á Laugardaginn. Örvhentir deyja yngri Meiri líkur em á því að örvhent böm verði að leita á slysavarð- stofuna með meiðsl en rétthent böm. 25% foreldra örvhentra telja bömin sín klaufaleg en að- eins 15% foreldra rétthentra. Þetta kemur fram í rannsókn sem Charles Graham við Háskól- ann í Láttle Rock í Arkansasfylki í Bandaríkjunum gerði á 761 bami sem leitaði á slysavarð- stofu, þar af 267 vegna algengra bamaslysa. Blessuö veröldin Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að örvhentir deyja yngri en rétthentir, sennilega af völdum slysa. Graham, sem sjálfur er örv- hentur, hefur enga skýringu á hvers vegna svo er. John Steinbeck Þrúgur reiðinnar Þrúgur reiðinnar(The Grapes of Wrath) hafa nú verið sýndar við fádæma undirtektir síðan 27 febrúar, daginn sem John Steinbeck hefði orðið 90 ára, í Borgarleikhúsinu. Steinbeck þótti aldrei fínn pappír hjá menn- ingarelítunni og ekki var hann mikill stílsnilhngur. Hann leit á sig sem verkamann og bækur hans em upplifun hans á krepp- unni og öllu því misrétti sem þreifst í bandarísku þjóðfélagi. Þrúgur reiðinnar eru þekktasta verk hans og er tahð móta vitund Bandaríkjamanna um kreppuna miklu. Meðal bóka Steinbecks eru: Austan Eden, Mýs og menn, Perl- an, Þrúgur reiðinnar og Ægis- síðu. Hann fékk nóbelsverðlaun- in árið 1962. Hann lést árið 1968. Leikhúsíkvöld Kæra Jelena. Þjóðleikhúsið (litla sviðið) kl. 20.30. Þrúgur reiðinnar. Borgarleik- húsið (Stóra sviðið) kl. 20. Færðávegum Allir helstu þjóðvegir landsins em ágætlega færir. Á Vestfjörðum er Þorskafjarðar- heiði lokuð vegna aurbleytu. Á Vest- urlandi er góð færð. Færð er góð á Norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi, þó em Öxarfjarðar- og Mj óatj arðarheiðar lokaðar, svo og Hólssandur og Lágheiði. Vegir á Umferöin í dag Suðurlandi em víðast hvar greiðfær- ir. Ölfusárbrú var opnuö í morgun fyrir umferð léttra ökutækja. Vegna aurbleytu eru sums staðar sérstakar öxultakmarkanir á vegum og eru þær thgreindar með merkjum við viðkomandi vegi. Hálendisvegir eru lokaöir vegna aurbleytu og snjóa. 0 Lokað []] lllfært @ Þungatakm. @ Hálka Svæðunum innan svörtu línanna er ekki haldið opnum yfir vetrartímann. Höfn 12S3£ Pollock-bræóurá Diius: • • „ Við spilum bæði rafmagnaða og órafmagnaða tónlist í kvöld. Við ætlum að reyna aö fara yfir aht blússviðiö: Chicago-blúsinn, kántríblúsinn og efni eftir Robert Johnson. Hann er okkar leiðandi fjós, eins konar Beethoven blús- ins.“ sagöi Mick Pollock, fyrrum Utangarðsmaður, en hann ogbróð- ir hans, Danni, ætla að spila blús á Duus ásamt Vinum Dóra í kvöld. Þoir bræður era þekktir hér á landi af músíkendemum og hafa fengist viö bæði pönk, rapp, rokk og blús. Þekktastir em þeir þó fyr- ir að hafa verið gítarleikarar í Út- angarðsmönniun. Heldur hefur verið hfjótt um þá kappa síðustu ár en Danni hefur dvahst í Banda- ríkjunum. Þeir sungu þó og spiluðu meö vinum Dóra á Púlsinum fyrir skömmu og þóttu með afbrigðum skemmtilegir. :. Mick og Danny Pollock. Eitt Utangarðsmannalag verður á prógramminu en það er lagiö Temporary Kicks af plötunni Geisiavirkir, en það verður mun hægara en í þá gömlu, góðu daga. Mikki og Danni eiga islenska rnóður en faöir þeirra er í banda- ríska flughernum. Þau búa í Bandaríkjunum. Það er ekki svo ýkja langt síðan að Elhðaárdalurinn var lengst uppi í sveit. Fyrir fjörutíu ámm þótti það ágætis sunnudagsrúntur aö fara þangað úr bænum. Nú er öldin önnur og Elhðaárdalurinn er inni í miðjum bæ. Mikiö hefur verið gert til að gera umhverfið í dalnum aðlaðandi. Merktir hafa verið göngustígar, sett- ar brýr og skógrækt er blómleg. Þetta hefur orðið til þess að Elhðaárdalur- inn er að verða mjög vinsælt útivist- arsvæði. Umhverfi Á kortinu hér til hliðar má sjá göngu- leiðir milli Höfðabakka og Vatns- veitubrúar. Tilvahð er fyrir íbúa í Efra Breiðholti, Seláshverfi og Árbæ að bregða sér í kvöldgöngu, enda stutt að fara. Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.39. Sólarlag í Reykjavík: 22.58. Árdegisflóð á morgun: 10.01. Sólarupprás á morgun: 03.50. Lágfjaraerö-ö'ó stundu eftir háflóð. sterkur strákur Þessi drengur svaf vært þegar DV heimsótti hann og móður hans á Landspitalann um daginn. Hann fæddist þann 10. maí, i þann mund sem kvöldfréttir útvarpsins voru að hefjast. Hann vó 16 merkur og mældist 52 cm. Foreldrar hans heita Axel Hilmarsson og Sína Magnúsdóttir. Þetta er annað barn þeirra en fjölskyldan býr í Barma- hhð 47. Robert De Niro og Irwin Winkler leikstjóri Grunaður um sekt Saga Bíó hefur nýverið tekið th sýningar myndina Grunaður um sekt eða Guilty by Suspicion. Með aðalhlutverk fer leikarinn góö- kunni, Robert De Niro. Kappinn sá lék í sinni fyrstu mynd árið 1969 en sú hét The Wedding Party. Brian De Palma leikstýrði þeirri mynd. Sfðan hefur hann leikið í mörgum tugum mynda en De Niro hefur tvisar sinnum hlotið óskarsverðlaunin. Af fræg- ari myndum hans má nefna: The Godfather, Raging Buh, Taxi Dri- ver, The Untouchables, Angel Heart, Midnight Run, Goodfehas, Awakenings, Cape Fear og slökkvhiðsmyndin Backdraft. Leikstjóri Gmnaður um sekt er Irwin Winkler en hann leikstýrði einnig Goodfellas. Margir góðir leikarar leika í þessari mynd, meðal annars Anette Bening, George Wendt (Norm í Staupasteini), auk þess sem leikstjórinn frægi, Martin Scorsese, leikur smáhlutverk í myndinni. Bíó í kvöld Nýjar kvikmyndir Gmnaður um sekt. Saga Bíó. Lostæti, Regnboginn. Hugarbrehur, Bíóhölhn. Hr. og frú Bridge, Regnboginn. Náttfatapartí, Laugarásbíó. Kona slátrarans, Háskólabíó Gengið Gengisskráning nr. 95. - 21. maí 1992 kl. 9.15 ~ Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 57,800 57,960 59,440 Pund 105,485 105,777 105,230 Kan. dollar 48,386 48,520 49,647 Dönsk kr. 9,2982 9,3239 9,2683 Norsk kr. 9,2082 9,2337 9,1799 Sænsk kr. 9,9786 10,0062 9,9287 Fi. mark 13,2314 13,2680 13,1825 Fra. franki 10,6834 10,7130 10,6290 Belg. franki 1,7457 1,7505 1,7415 Sviss. franki 39,1599 39,2683 38,9770 Holl. gyllini 31,9293 32,0177 31,8448 Vþ. mark 35,9453 36,0448 35,8191 It. líra 0,04774 0,04787 0,04769 Aust. sch. 6,1049 5,1190 5,0910 Port. escudo 0,4318 0,4330 0,4258 Spá. peseti 0,5752 0,5767 0,5716 Jap. yen 0,44453 0,44576 0,44620 irskt pund 96,026 96,292 95,678 SDR 80,5934 80,8165 81,4625 ECU 73,8251 74,0294 73,6046 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgáta Lárétt: 1 not, 5 hryssa, 8 hfjóðfæri, 9 svik, 10 furðufrásögn, 12 hljóp, 13 leiði, 15 arða, 16 lengdarinál, 18 líffærið, 20 hluta, 21 eyði. Lóðrétt: 1 svipm', 2 óreiða, 3 súldin, 4 þekktar, 5 baun, 6 vatnagróöur, 7 eymsli, 11 kerrur, 14 mark, 15 tré, 17 tíndi, 19 bogi. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 skro, 5 grá, 8 veira, 9 ær, 10 orf, 11 kufl, 13 fætur, 15 læ, 16 at, 17 iss- ar, 19 elri, 20 áni, 21 ranglar. Lóðrétt: 2 ker, 3 riftir, 4 orku, 5 gaurs, 6 ræflana, 7 ár, 8 vofa, 12 lærir, 14 ætla, 18 sig, 19 er, 20 ál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.