Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Blaðsíða 12
12
Lesendur
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992.
Spumingin
Hvernig veður þykir
þér best?
Daði Sigurjónsson: Þegar er sól og
heitt.
Helgi Halldórsson: Gott veður. Mér
finnst það best þegar er sól og blíða.
Kristín Pálsdóttir og María Kristín:
Veörið er best þegar er sól og blíða.
Beiinda Albertsdóttir: Sól og sumar
og blíða.
Sigurbjörg Hjörleifsdóttir: Þegar er
sól og blíða.
Eva Dís Gunnarsdóttir: Mér þykir
milt veður best, með sól á köflum.
íslamar:
Mesta hættan
Sigurður Magnússon skrifar:
Ekki ætla Evrópuríkin aö losna við
ótta og skelfingar. Það á ekki af þess-
ari blessaðri álfu að ganga. Tvær
heimsstyrjaldir á öldinni, það sem
af er, og enn er henni ógnað með
skærum og væringum í löndunum í
austanverðri álfunni. Atburðimir í
Júgóslavíu eru að verða þeir skelfi-
legustu sem ógnað hafa íbúum álf-
unnar frá lokum síðustu styijaldar.
En það verða 'ekki bara íbúarnir og
löndin í næsta nágrenni Júgóslavíu
sem verða fyrir þrýstingi frá land-
flótta fólki heldur er þetta að verða
að vandamáb Evrópu allrar. Við ís-
lendingar munum nú brátt finna
þann þrýsting.
En hvað er að gerast í löndum eins
og Júgóslavíu, sem hafa búið við frið
(a.m.k. að mestu leyti) bkt og aðrar
þjóðir Evrópu síðustu áratugi? Að
mínu mati er þama um að ræöa
vandamál sem rísa nú víða á þessu
svæði eins og í suðurhluta Sovétríkj-
anna fyrrverandi, vandamábð í sam-
búð kristinna þjóða og íslama, múha-
meðstrúarþjóöunum. Þaö virðist
sem vandamáhð færist sífellt nær
Evrópulöndunum og þrýstingur og
ágengni af hálfu íslamanna eykst sí-
fellt.
Ef btið er á Evrópu á landakortinu,
sést glöggt að hún er umlukt áhrifa-
svæðum á tvo vegu, í suðri og austri.
Það er áhrifaveldi íslamanna sem
okkur Evrópubúum stafar mesta
hættan af nú á dögum. Það er
Stríðið í Júgóslavíu setur sífellt meiri svip á fréttir frá Evrópu. Er nálægðar
íslama farið að gæta?
kannski þessi hætta sem undir niðri
blundar með þjóðarleiðtogum Evr-
ópu, þegar þeir leggja svo ríka
áherslu á sameiningu, sameiginiegar
vamir og sameiginlega hagsmuni í
viðskiptum og stjórnsýslu. Eigum við
íslendingar svo lítiba hagsmuna aö
gæta, að okkur sé stætt á því aö af-
neita öllum tengslum við Evrópurík-
in? Við verðum að líta tb fleiri þátta
en beinna viðskiptahagsmuna þegar
við tökum ákvörðun um hvort við
sækjum um aðild að EB eða ekki. Það
skyldi þó aldrei verða að íslending-
um sem heild þætti öruggara að
halda því öryggi sem felst í vamar-
bandalagi við Vesturálfu? Sem sé;
halda í óbreytt ástand. Eða tökum
við þátt í vamarbaráttu Evrópuríkj-
anna gegn ásókn íslama, mestu hætt-
unni gagnvart Evrópu í dag?
„Efra lagið“ fer með EES
Kristbjörg Guðmundsdóttir skrifar:
Við munum öll erfiðleikaárin á 7.
áratugnum þegar hér var enga at-
vinnu að fá fyrir stóra hópa fólks.
Iðnaðarmenn lentu sérstaklega illa í
þessu og fyrir þá var btið annað að
gera en að leita eftir vinnu erlendis.
Mikið af handverksmönnum í flest-
um greinum fluttust utan með fjöl-
skyldur sínar. Tóku sig hreinlega
upp og settust aö erlendis. Svíþjóð
var þá landið sem mest var leitað fil,
einkum af þeim sem gátu fengið
vinnu við skipasmíðastöðvar. Einnig
var drjúgur hópur fólks sem fluttist
tíl Ástrabu. Mikið af þessu fólki ílent-
ist ytra og afkomendur þess verða
því erlendir ríkisborgarar.
Á þessum árum má segja að rofið
hafi verið skarð í þann þjóðfélagshóp
sem hér myndaði eins konar „milb-
lag“ þjóðarinnar. Nú eru svipaðar
aðstæður að skapast hér á landi og
á þessum erfiðleikaárum. Atvinna
verður stopul nema eitthvert sérs-
takt happ hendi okkur og sbkt happ
er ekki í sjónmáb a.m.k. Með EES-
samningnum eru sagðar líkur á að
hér birti tb - en aðeins bkur - eöa
þá að möguleikar skapist á því að
fólk með menntun geti leitað eftir
atvinnu erlendis þar sem því er gert
jafnhátt undir höfði hvað atvinnu-
leyfi varðar - ef eftirspurn er fyrir
hendi í viðkomandi störf.
Ég get alveg séð fyrir mér að í þetta
sinn verði þó sú breyting á að við
þær aðstæður fari héðan þaö sem
kalla mætti „efra lagið“ af þjóðfélag-
inu, þ.e. fólk með menntun og sér-
staka starfsþjálfun sem oft er eftir-
sótt í mörgum löndum. Hér verði eft-
ir ófaglært fólk og sjómenn sem reyni
þá að koma ár sinni fyrir borð meö
störfum við frumatvinnugreinar
ásamt erlendu verkafóbd sem hingað
kann að flytja vegna atvinnuleysis í
heimalandinu.
Enginn má við Jóni
G.K. skrifar:
Nú er húið að boða flokksþing Al-
þýðuflokksins um miðjan næsta
mánuð. Mikið er búið að undirbúa
þetta óvænta flokksþing og einhverj-
ar reglur hafa verið endurskoðaðar
tU þess að mæta óskum flokksmanna
og til þess að þingið megi hafa sem
lýðræðislegastan blæ. Ungir jafnað-
armenn hafa verið uppi með nokk-
um baming að undanfómu og teljast
þeir víst til þess arms flokksins sem
ekki er að fubu sáttur við forystu-
sveitina eins og hún er skipuð.
Hvað um það, þingið verður haldið
um miðjan júní og þar veröur ekki
mikU breyting á að lokinni kosningu
í forystusveitina. Jón Baldvin
Hannibalsson er sá sterki sem
flokksþingið mun styðja. Enginn má
við Jóni úr því sem komið er. Og
sæst hefur verið á að vera ekki að
hvetja bæjarstjórann í Hafnarfirði tU
þess að fara fram í formannskjör.
Ég get ekki heldur séð fyrir mér að
Jóhanna Sigurðardóttir eigi mikla
möguleika sem arftaki Jóns á þessu
stigi málsins. Og alla vega ekki á
meðan ekki hafa verið útkljáð mál-
efni EES-samningsins.
Ég sem Hafnfirðingur er feginn því
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður
flokksþingið mun styðja."
aö Guðmundur Ámi Stefánsson
verður hér bæjarstjóri áfram og tel
að hann eigi ekki að yfirgefa sæti
sitt í fússi eða skUja eftir sig sár sem
eflaust myndi verða ef hann réðist
fram gegn núverandi formanni.
Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði eiga
Alþýðuflokksins. - „Sá sterki sem
ekki bæjarstjóraefni í bib og bsti
þeirra síðast hefur sjaldan verið eins
veigabtib. Þaö er því áfram þörf fyr-
ir Guðmund Áma sem bæjarstjóra í
Hafnarfirði og Jón Baldvin sem
formann Alþýðuflokksins enn um
stund.
fyrirallaraldir
Edda Magnúsdóttir hringdi:
Mér þykir mbdð ónæði að því
þegar ryksugan, sem sér um
hreinsun gatna hér í borginni, fer
af stað fyrir aUar aldir á morgn-
ana, jafnvel á frídögum. - Svona
er þetta t.d. í Tjarnargötunni. Það
er stundum bytjað að hreinsa
upp úr kl. 6 að morgni og hávað-
inn er slíkur að það er eins og 20
Hoover ryksugur séu í gangi.
Enginn er á móti þessari fram-
kvæmd - nema síöur sé - og víð-
ast hvar gengur þetta snurðu-
laust þar sem íbúar eru fáir eða
engir, líkt og i miðborginni, en í
ibúðahverfi verður að taka tibit
tU svefntíma fólks. - Vonandi
verður þetta samræmt betur.
LJfeyrísmálin í
endurskoðun
Birgir skrifar:
Margir eru orðnir óþolinmóðir
vegna seinagangs um endurskoð-
un bfeyrismála. - MUíið órétti
viðgengst í þessum málum. Má
nefna skattgreiöslur af lífeyris-
greiðslum, takmarkaður réttur
eftirbfandi maka, eignaupptaka
inngreiðslna aö lífeyrisþega látn- ‘
um, nýleg aldursuppfærsla fullra
lifeyrisréttinda, o.fl. - Dráttur á
lagfæringu er orðhm óþolandl
Seinagangurá
rannsóknum
P.M. skrifar:
Ég tek undir með bréfritara í
DV sl. mánudag um Bláa lónið.
Hann hvatti til aö byggð yrði
þarna við lónið fylblega boðleg
aðstaða með tUheyrandi afþrey-
ingu. Það er ekki hægt að bjóða
fólki eða hvetja erlenda ferða-
menn og gesti til að dvelja þama
við núverandi aðstæður. Ég hef
t.d. orðið vitni að þvi að útlend-
ingar hafa komið sárir og jafnvel
blóðugir á fæti eftir hraunnibbur.
En þaö sem mestu skiptir er að
Ijúka öllum þessum svokölluðu
rannsóknum á staðnum - ef þær
þarf þá yfírleitt nokkuð, - Þetta
er aUt einfaldlega spurning um
framkvæmd að loknu raunhæfu
mati á mögulegri aðsókn.
Erlenfvinnuafl
Kristján Kjartansson skrifar:
Eftir fullgildingu samningsins
um EES komast menn væntan-
lega í essið sitt. Versnandi bfs-
kjör, atvinnuleysi og gjaldþrot
heimbanna eru í hápunkti. Út-
lendingadekur er sannarlega
ekki það sama og þjóðemis-
hyggja. - En svona er sósíabsm-
inn í framkvæmd og einstakl-
ingsframtakiö er látið lönd og
leið.
Þessi hringavítleysa er aö færa
okkur ómældar og áöur óþekktar
afleiðingar. Við verðum að snúa
af braut núverandi þankagangs-
sem skjótast. Við eigum ekki að
steftia að því að vera öðmvísi en
aðrar þjóðir. Getum við útilokað
erlent vinnuafl?
Hvarerskráðí
tennisklúbbinn?
Róbert hringdi:
í DV sl. laugardag er frétt um
nýja tennishöll i Kópavogi. í höll-
inni, sem sögð er eiga að standa
í Kópavogsdal, á að stofna sér-
stakan klúbb, Forskot, fyrir þá
sem viba nýta sér húsið og að-
stöðuna. Að sögn stofnanda tenn-
ishábarinnar geta klúbbfélagar
orðið mest um 700 og skráning
er þegar hafin því vigja á húsið
hinn 16. ágúst nk. - Það sem ekki
er tekið fram er það hvar skrán-
ing fari fram. Er hægt að fá upp-
lýsingar um þetta?
Samkvæmt uppl. sem lesendas-
íða fékk er haegt að hringja beint
tb Garðai*s I. Jónssonar í síma
38719 eða i síma 689909 (Tenni-
svöUurinn) og láta skrá sig.