Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1992, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992.
Útlönd
Rod Stewartfaðir
ífjórdasinit
Söngvarinn Rod Stewart, sem
lengi er búinn aö vera að, varð
faöir í fiórða sínn í morgun er
eiginkona hans, Rachel Hunter,
fæddi honum dóttur.
Fæddist stúlkan, sem hlotið
hefur nafnið Renee Stewart, á
Portland spítalanum í London og
var söngvarinn sjálfUr viðstadd-
ur fæðinguna. Stewart kvæntist
Hunter í desetnber 1990 og setti
ekki 24 ára aidursmun fyrir sig.
Hún er 23 ára, en hann er 47 ára.
Stewart átti fyrir tvö börn, Kim-
berley og Sean, sem hann eignað-
ist með fyrri eigjnkonu sinni,
Alönu Hamilton. Einnig eignaðist
hann dóttur, Ruby, með Kelly
Emberg.
Handlekinnfyrír
aðskipuleggja
kyniífsferðir
Tælenska iögreglan hefur
handtekið Bandaríkjamann
nokkum og sakað hann um aö
skipuleggja kynlifsferðir til
Bangkok. Bandaríkjamaðurinn,
Gunter Hans Berhart Frentz frá
Miami, var handtekinn er hann
var að fylgja níu öðrum Banda-
ríkjamönnum um Bangkok.
Að sögn tælensku lögreglunnar
ætti handtaka Bandaríkjamanns-
ins að gera heiminum ljóst að
kynlífsferðir til landsins verði
ekki liönar. Frent2 hafði auglýst
ferðir sínar undir nafhinu Ástar-
ferðir um Bangkok.
Fjórirfjallgöngu-
mennfinnast
látnir
Fjórir fjallgöngumenn fundust
látnir á Mount McKinley í Alaska
í gær. Höföu þeir faliiö um 900
metra niður. Er tala þeirra sem
látist hafa á fjallinu í ár því kom-
in upp í ellefu og hefur aldrei
orðið hærri.
Aö sögn vitna hröpuðu menn-
imir um miðjan dag á sunnudag-
inn en ekki var hægt að leita aö
líkum þeirra strax vegna slæms
veðurs. Nöfn og þjóðerni hinna
látnu hefur ekki verið gefið upp,
en talið er aö þeir hafi ailir veriö
Kanadamenn.
Fólksfjölgun
veldurefna-
umíKína
Háttsettur kinverskur embætt-
ismaöur iét hafa það eftir sér
nýiega í viötali aö Kínverjar
myndu lenda í miklum efhahags-
þrengingum ef ekki yrði stemmt
stigu viö þeirri miklu fólksQölgun
sem á sér stað í landinu. Kínveij-
ar fjölga sér nú um 16 milijónir á
ári.
Jiang Zhenghua, framkvæmda-
stjóri kinversku fjölskylduráð-
gjafarinnar, sagði að ekki ætti að
leyfa Ktnverjum aö veröa fleiri
en 1,6 milljarðar. Kínveijar em
nú 1,14 milljarður. Sagði hann að
þegar væru farin að sjást aðvör-
unarraerki og það gæti haft
hörmulegar afleiöingar í fór með
sér ef þjóðinni fjölgaði meira.
í Kína gildir sú regla að hjón
geta aðeins eignast eitt bam, en
það brennur viö aö þessu sé ekki
framfylgt í sveitum landsins. Kín-
versk yfirvöld hafa þó i huga aö
herða enn reglumar tíl að halda
matmfjöidanum við 1,3 miUjarð.
Tíbet er eini staðurinn í Kína
þar sem engar reglur gilda um
fólksfjölgun og hefúr fiöldi Tí-
betbúa tvöfaldast á 40 árum. Þeir
vom ein milijón en em nú rúm-
lega tvær milljónir.
Reuter
Umhverfisráðstefnan í Rio hefst á morgun:
George Bush hvetur til
nýrrar umhverf isstef nu
Rainbow Warrior, skip Grænfriðunga, siglir inn í höfnina í Rio þar sem umhverfisráðstefna SÞ hefst á morgun.
Grænfriðungar ætla að efna til mótmæla á meöan á ráðstefnunni stendur. Símamynd Reuter
George Bush Bandaríkjaforseti
hefur í hyggju að nota umhverfisráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de
Janeiro, sem hefst á morgun, til að
skora á aðra leiðtoga heimsins að
fallast á „nýja umhverfisstefnu" sem
tekur tillit til bæði náttúrvemdar-
sjónarmiða og efnahagsástands
heimsins.
„Þegar við förum til Rio munu
Bandaríkin fara þangaö stolt yfir þvi
aö vera leiðandi afl í heiminum, ekki
aðeins í rannsóknum á umhverfis-
málum heldur einnig í aðgeröum til
vemdar umhverfinu," sagði Bush í
ræðu þar sem hann hélt á lofti stefnu
sinni í umhverfismálum. Sú stefna
hefur sætt æ meiri gagnrýni að und-
anfomu.
í ræðu sinni hélt Bush uppi vöm-
um fyrir þá ákvörðun sína aö láta
ekki undan alþjóðlegum þrýstingi og
samþykkja ákveðna sáttmála um
umhverfisvemd á ráðstefnunni.
Hann ítrekaöi að strangar reglur um
þessi mál mundu leggja of þungar
byrðar á bandarískt efnahagslíf sem
er á hægri leið út úr erfiðleikatíma-
bili og að bandarískir verkamenn
kynnu að missa störf sín vegna
þessa.
Bush ætlar aöeins að vera einn dag
á ráöstefnunni sem stendur í tólf
daga. Embættismenn Hvíta hússins
óttast að hún verði vettvangur til að
fordæma stefnu Bandaríkjanna í
umhverfismálum.
Bandarísk sljómvöld hafa þegar
sætt mikilli gagnrýni fyrir að grafa
undan árangri umhverfisráðstefn-
unnar með afstöðu sinni. Aðalfull-
trúi Evrópubandalagsins sagði aö
afstaða Bandaríkjanna til tveggja
samþykkta, sem leiðtogar heimsins
munu undirrita, gæti orsakaö klofn-
ing meðal auðugra þjóða einmitt þeg-
ar þær þyrftu að hafa forystu í mál-
inu.
„Það er mikilvægt að við sýnum
þróunarlöndunum að iðnríkin geri
sitt til að koma eigin málum í lag,“
sagði Laurens Brinkhorst, forstjóri
umhverfisnefndar Evrópubanda-
lagsins.
Reuter
Danir ganga aö kjörborðinu í dag:
Stuðningsmenn EB aðeins
fleiri en andstæðingamir
Gizur Helgason, DV, Kaupmannahofri:
Um 3,8 milljónir danskra kjósenda
ganga í dag að kjörborðinu til að taka
ákvöröun um hlutverk landsins í
sameiðaðri Vestur-Evrópu. Reiknað
er með góðri kosningaþátttöku.
Nýjustu skoðanakannanir sýna að
53 prósent munu óska eftir því að
Danir haldi áfram að vinna að auk-
inni þátttöku innan Evrópubanda-
lagsins og trúi því aö stórþjóðimar
innan EB muni ekki neyta'stærðar-
munarins. Á kjörseðlinum í dag eru
aðeins tvö orð, já og nei. Fjörutíu og
sjö prósent munu segja nei, sam-
kvæmt skoðanakönnunum.
Kosningabaráttan var hörö og um
landið allt verður ekki þverfótað fyr-
ir já- og nei-skiltum. Mikill meiri-
hluti þjóðþingsmanna styður aukna
aðild Dana að Evrópubandalaginu en
kjósendur hinna sömu þingmanna
eru ekki sammála forystumönnun-
um. Þannig mun til að mynda helm-
ingur jafnaöarmanna segja nei enda
þótt þingmenn flokksins vilji allir
sem einn aö Danir setji X við já.
Kristilegi þjóðarflokkurinn er klof-
inn í afstöðu sinni og sá klofningu
er jafnt á meðal forystumannanna
sem kjósenda. Talin er hætta á aö
klofningurinn verði varanlegur. Sós-
íalíski þjóöarflokkurinn, SS, sem er
lengst til vinstri í dönskum stjóm-
málum, og Framfaraílokkur Ghstr-
ups era í fyrsta sinn sammála í af-
stööu sinni og segja nei. SS telur
Dani missa sjálfstæöi sitt og þjóöa-
reinkenni og Framfaraflokkurinn
telur hættu á aö Danmörk fylhst af
útlendingum, en flokkurinn hefur
ailtaf veriö á móti útlendingum í
landinu.
Stjómarflokkamir og smáflokk-
amir á miðjunni segja já. Úrshtin
munu liggja fyrir klukkan rúmlega
tíu í kvöld.
Bardagamir í Bosmu-Hersegóvínu:
Vopnahléið rof ið eina ferðina enn
Allt logaöi í bardögum í Sarajevo,
höfuðborg Bosníu, í nótt. Serbar réö-
ust á borgina með stórskotaárás og
harðir bardagar vom á milli þeirra
og íslama og Króata á götum úti. Með
þessu var enn eitt vopnahléið rofið,
en illa hefur gengiö að koma á friði
í deilum Serba, íslama og Króata.
„Það voru harðir götubardagar og
skothríð um alla borg í nótt,“ sagði
Zoran Pirovic, útvarpsstjóri í
Sarajevo. „Það em allir að tala um
að ekki veiti af hemaðaraðstoð frá
erlendum ríkjum. Það vilja allir að
bandarískar vélar fljúgi yfir Sarajevo
því það væri eina leiðin til þess að
binda enda á þetta stríð.“
Herflokkar Serba réðust inn í
íbúar Sarajevo flýja undan leyni-
skyttum. Simamynd Reuter
Holiday Inn og Bristol-hótelið í
Sarajevo í nótt, en þetta em stærstu
hótel borgarinnar. Heldur dró úr
bardögunum um sólarupprás eins og
verið hefur undanfama þrjá mánuði.
Um 2.400 manns hafa látið lífið og ein
milljón manna hefur flúið heimih sín
frá því aö stríðið hófst þegar minni-
hiutahópur Serba gerði uppreisn er
íslamar og Króatar lýstu yfir sjálf-
stæði Bosníu-Hersegóvínu.
Þaö vom Sameinuðu þjóðimar sem
stóðu fyrir því að vopnahlé tæki gildi
kl. 16 í gærdag, en það var rofið að-
eins tveimur tímum síðar er Serbar
gerðu stórskotaárás á Sarajevo.
Reuter
strokufangaá
dráttarvél
Breskur lögregluþjónn greip til
dráttarvélarinnar þegar hann elti
strokufanga yfir akra í Ðevon-
sýslu í suövesturhluta Englands.
Fanginn er nú aftur kominn á
bak við lás og slá.
Lögregluþjónninn Robert Kel-
land skildi bilinn sinn eftir og tók
dráttarvélina traustataki af
undrandi bónda til aö fara á eftir
fanganum yfir akrana. Hámarks-
hraði dráttarvélarinnar er átta
kílómetrar á klukkustund.
„Ég get ekki sagt að þetta hafi
verið hraöur eltingarleikur þar
sem áburðardreiferinn var aftan
í vélinni," sagði Kelland.
Kelland fann fangann í felum
uppi í tré. „Við áttum auðvelt með
aö finna hann þar sem hann var
í röndóttri skyrtu," sagöi lög-
regluþjónninn Robert Kelland.
merkið
Söngvari rokkhljómsveítarinn-
ar Love Hate tók upp á því i gær
að koma risastómra krossi fyrir
á Hollywoodskiitinu, sem er í
hæðunum fyrir ofan Los Angeles,
og binda sig við krossinn.
Maöurinn hékk þama í tvo tíma
áður en lögreglu og ’slökkviliöi
tókst að fá hann til að koma nið-
ur. Var það öllum óskiljanlegt
hvemig honum tókst að negla
krossinn við stafinn Y1 merkinu
án þess að nokkur tæki eftir því.
Var atburðinum sjónvarpað beint
ÍLosAllgeles. Reuter