Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1992, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1992, Síða 9
- ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992. . 9 DV Útlönd Um það bil sjö þúsund Bretar á ári hverju vegna sjónvarps- gláps. Þetta kemur fram í rann- sókn sem hið opinbera stóö aö. Sumir falla í ómegin þegar þeir horfá á blóðidrifin atriði i sjón- varpsmyndum, aðrir slasa sig þegar þeir reyna að vinna heimil- isstörfin án þess að taka augun af skjánum og enn aörir meiða sig við að apaeftir leikfimiæfing- Þá eru þeir til sem ráðast á sjón- varpstæki sín í bræöi sinni Þannig slasaði maður nokkur sig á hendi þegar hann sló í skjáinn á meðan hann var að horfá á hnefaleikakeppni. Annar reyndi að skaila sjónvarpiö með hörmu- iegum afieiðingum. Og þannig mætti lengi teþa. Ráðherra einn í japönsku stjórninni ákvað aö fórna póli- tískri ímynd sinni fyrir bætt sam- skipti Japans og Bandaríkjanna og keypti sér Cadiilac. Með kaup- unum vildi hann hvetja landa sína til aö fara eins að. „Það er gott fyrir stjóramála- mann að láta sjá sig aka um i Cadillac. En vegna verslunar- tengsla við Bndaríkin verðum við að gera það,“ sagði ráðherrann við fréttamenn þegar hann sýnði þeim nýja bílinn sinn í gær. Bífi- inn kostaði rúmar þrjár milljónir króna. Sextíu og tveggja ára gamall maður, Arne Kvaale frá Ási setti nýtt Noregsmet í langflugi á svif- flugu um helgina. Hann flaug 537 kilómetra og bætti gamla metið, sem var sett árið 1960, um 76 kíló- metra. Metið var slegið í B-keppni nor- skra svifllugmanna. Kvaale flaug í samtals átta klukkustundir, frá Ski við Osló og alla leið norður tii Þrændalaga. Skilyrði til flugs voru hin ákjósanlegustu. ForsQóriPeuge- othefuráhugaá forsetastólnum Jacques Calvet, forstjóri frönsku Peugeot-bílaverksmiöj- anna, hefur áhuga á að bjóða sig frara tíl embættís forseta landsins þegar kjörtímabil Mitterrands fbrseta rennur út 1995. Calvet skýrði fámennum hópi blaðamanna frá þessu á sunnu- dag og sagöist mundu fara í fram- boö ef hann ættí minnsta séns. Iðnjöfurinn sagði aö hann væri ósanunála bæði sósíalistum sem fara með völd í landinu og hægri- flokkunum í stjómarandstöðu um efiiahagslegan og pólitískan samrunaEvrópu. Beuter Hætta á kjamorkumengun noröur við Bjamarey: Flak sovésks kaf báts að liðast í sundur á hafsbotni - báturinn liggur nálægt auðugustu fiskimiðum Norðmanna Sovéski kjamorkukafbáturinn Komsomolets, sem sökk skammt frá Bjamarey í Noregshafi árið 1989 og liggur nú á hafsbotni á 1700 metra dýpi, er farinn að liðast í sundur. Kafbáturinn er við einhver auðug- ustu fiskimið Norðmanna og staf- ar því mikil mengunarhætta af hon- um. Carlo Ripa de Meana, yfirmaður umhverfismála innan Evrópubanda- lagsins, skýrði frá þessu í viðtali við norska blaðið Aftenposten fyrir skömmu og hafði það eftir þeim sem smíðuðu kafbátinn. Ripa de Meana var nýlega á ferð um Rússland og Úkraínu að kynna sér umhverfismál. Eldur um borð Kafbáturinn sökk eftir að eldur kom upp í honum þegar hann var um 180 kílómetra suðvestur af Bjamarey. Sextíu og níu menn vora í áhöfn kafbátsins og létu 42 þeirra lífið í slysinu. Bæði Norðmenn og Rússar hafa síðan gert rannsóknir á því hversu alvarlegur leki kjam- orkumengunar er frá bátnum. Rússar höfðu vísað á bug fuilyrð- ingum um að lyfta yrði kafbátnum af hafsbotni innan fimm ára ef takast ætti að koma í veg fyrir alvarlegan kjamorkuleka frá honum. Ripa de Meana sagði hins vegar að þær tryggingar, sem Rússar hefðu gefið, hefðu ekki róaö hann og minnti á auðug fiskimið Norðmanna á þess- um slóðum. Eiim af aðstoðarmönnum Ripa de Meana sagði í viðtali við Aftenposten að deildar meiningar væm um það í Rússlandi hversu mikil hætta stafaði af kafbátnum. „Við báðum um að fá meiri upplýs- ingar bæði um leka frá bátnum og um vopnabúnað hans og fengum lof- orð um að þær yrðu veittar fijót- lega,“ sagði aðstoðarmaðurinn. Sextán milljarða ævintýri Samkvæmt bráðabirgðaáætlun kemur það til með að kosta um sext- án milljarða íslenskra króna að bjarga kafbátnum af hafsbotni. Rúss- ar segjast sjáifir ekki hafa ráð á því. Ripa de Meana sagði í samtalinu við Aftenposten að Evrópubandalagið yrði að leggja fram fé til verksins svo að björgunin lánaðist. Norskt björgunarfyrirtæki segist búa yfir nauðsynlegri tækni til að lyfta kafbátnum og það hefur óskað eftir stuðningi frá EB til verksins. Innan EB segjast menn vera reiðu- búnir tíl þess en Rússar verði einnig að borga hluta af björgunaraðgerð- unum. Rússar verði að leggja fram formlega beiðni til EB um máhð en slíkt hafi ekki enn verið gert. 1000 km Kafbáturinn leitar upp á yf- Eidurinn brýst út um kl.11.40 Áhöfn bátsins réö ekki viö Sovésk flugvél og herskip irboröið um 180 km suð- á föstudagsmorgni. Norsk útbreiðslu eldsins þannig koma of seint til hjálpar og vestur af Bjarnarey. eftirlitsflugvél veröur bátsins að hann sekkur kl. 17.17 norsk Orionflugvél sér vör síðdegis sama dag. siðdeqis. ................ aðeins olíuflekk á haffletinum Forsetakosningamar í Bandaríkj unum: Texasbúinn H. Ross Perot með meirihluta fylgis - 36 prósent ætla að greiða honum atkvæði sitt Það er margt skrýtið í kýrhausn- um og fátt er eins skrýtið þessa dag- ana og forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum. Forkosningum lýkur í kvöld og nú lítur út fyrir að Texasbú- inn H. Ross Perot geti hugsanlega komið í veg fyrir aö George Bush nái aö sitja annað kjörtímabil í Hvíta húsinu. Það undarlegasta við þetta allt saman er að Perot er enn ekki opinberlega í framboði. Nýjasta skoðanakönnunin vestan hafs sýnir að ef kosið væri núna þá myndi Perot fá 36 prósent atkvæða, George Bush, forseti Bandaríkjanna, fengi aöeins 31 prósent atkvæða og 27 prósent ætla að greiða demó- kratanum Bill Clinton atkvæði sitt. Perot hefúr aukið fylgi sitt um 10 prósent frá því að síðasta könnun var framkvæmd. Nú lltur út fyrir að H. Ross Perot geti orðið George Bush skeinuhætt- ur. Teikning Lurie Könnunin var gerð fyrir ABC sjón- varpsstöðina og dagblaðiö Washing- ton Post. Kemur fram að aðeins tæp- ur helmingur þeirra sem kalla sig demókrata ætla að kjósa Bill Chnton. Ef Perot væri ekki með í keppninni þá fengi Clinton 41 prósent en Bush 45 prósent atkvæða. í dag fara fram forkosningar í Kali- forníu, Ohio, New Jersey, Alabama, Nýju Mexíkó og Montana. Sjálfar kosningamar fara fram þann 3. nóv- ember og hefur Perot enn ekki lýst því yfir að hann sé frambjóðandi. Hann hefur, aftur á móti, beðið Kali- forníubúa um að skrifa nafn sitt á kjörseðlana. Slíkir kjörseðlar verða þó ekki teknir gildir. Gert er ráð fyr- ir að aðeins 31 prósent Kalifomíubúa með kosningarétt muni kjósa í dag. Reuter krikketdómara á Dómari í krikketieik í þorpinu Youlgreave í miðhluta Englands varð íyrir eldingu á sunnudag og lést hann af sárum sínum. Maðurinn hafði áður slasast á höföi í knattspymuleik á sama velli fyrir sex vikum og þurft að liggja tvær vikur á sjúkrahúsi. Hann var að taka þátt í fyrsta íþróttaleik sínum þegar elding- unni laust niður í höfúð honum. Áfram samdrátt” U2* í bílasölu í Samdráttur í bílasölu í Svíþjóð heldur áfram. í maímánuði vom skráðir tæplega sextán þúsund nýir bílar sem er 17,3 prósentum minnaen I sama mánuði í fyrra. Söluhæsti bíilinn i maí var Saab 9000 með rúmlega 1300 eintök. f ööru sæti varð 900=iínan hjá Volvo og 800-línan h)á Volvo varð i þriðja sæti. Reuter ogTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.