Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1992, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1992, Síða 10
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992. í RMirrufcin KAUTT \ uos rTL uos/ _________________/ Nauðungaruppboð Á nauðungaruppboði, sem hefst við Bílageymsluna, Skemmu v/Flugvallar- veg I Keflavík, þriðjudaginn 9. júní kl. 13.00, verður að kröfu Ásbjörns Jónssonar hdl. og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl. selt skipið Adda NK-90. Með skipinu verður ekki seld vél, skrúfa, öxull, flans, gír, reimaskífa, olíu- dæla (vél og gír) og varahlutasett en þessir hlutir eru I eigu Fjárfestingarfé- lagsins Lindar hf. Að þessu uppboði loknu verður rétturinn fluttur að fiskverkunarhúsi Garð- skaga hf./Xport hf. við Kothúsaveg I Garði en þar verður að kröfu Ásgeirs Þ. Arnasonar hdl. seld Sjötex FSS-L loðnuflokkunarvél, loðnuflokkunar- band, 600x8.500 G/R, loðnuflokkunarband, 300x4000 G/R, þrjár Simfisk humarflokkunarvélar, tíu gamdráttarvélar, Baader 34 síldarflokkunarvél, TCM rafmagnslyftari, 2,5 tonn, snúningur, TCM lyftari, dlsil, snúningur. Að þessu uppboði loknu verður rétturinn fluttur að Hafnargötu 5a I Sand- gerði en þar verður að kröfu Árna Pálssonar hdl. selt togspil. Að þessu uppboði loknu verður rétturinn fluttur að Norðurgötu 26 I Sand- gerði en þar verður að kröfu Björns Ólafs Hallgrímssonar hrl. selt 1800 möskva rækjutroll. Uppboðshaldarinn I Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu AUKABLAÐ Garðar og gróður II Miðvikudaginn 10. júní nk. mun annað aukablað um garða og gróður fylgja DV. Meðal efnis: • Blómasýning i Hollandi • Umflöllun sumarblóma • Mellulögn-ýmishollráð • Qróðurskálaplöntur • Skjóiveggir, sólpallar, ieiktæki o.fl. o.fl. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukabiaði, vinsamlega hafl samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta ísíma63 27 22. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 4. júní. ATM.! Bréfasími okkar er 63 27 27. DRÁTTARBEISLI TIL SÖLU Dæmi um verð: Mazda 323station '86-90.... R ' Mazda 323 station '91...... Mazda 626'88............... Mazda 323 3 d.,'90......... Mazda 323 4 d., '90........ Mazda 323 F'90............. Mazda E2200 '84............ Lada 2104 station '85...... Toyota Corolla '88......... Subaru Legacy'89........... VW Transporter'90.......... Nissan Primera '90......... Mitsubishi Pajero '90...... Suzuki Vitara long '91..... Bfólks- ÍLALAND HF. Fosshálsi 1 • Sími 673990 ...8.834 ...10.810 ...10.130 ...10.594 ...10.594 ...15.297 ...9.320 ...11.076 ...8.300 ...10.481 ...8.045 ...9.603 ...9. Utlönd Evrópubandalagið stöðvar veiðar undan Kanada: Stefanía Mónakó- prinsessa ólétt Stefanía Mónakóprinsessa hefur tilkynnt að hún sé bamshafandi og er faðirinn fyrrum lífvörður fjöl- skyldunnar. Hún er þó ekki í neinum giftingarhugleiðingum á næstunni. Stefanía, sem nú er 27 ára gömul, sagði að fjölskyldan væri mjög ánægð fyrir hennar hönd. Er von á baminu í nóvember. Talsmenn hall- arinnar í Mónakó hafa neitað að staðfesta fréttina. Nýlega birtust myndir af Stefaníu í breska tímaritinu Hello þar sem hún er að knúsa og kjassa bamsfóður sinn og kærasta, Daniel Ducruet. Þau hafa búið saman í eitt ár. Em þau þess fullviss að bamið sé drengur og hafa gefið honum nafnið Jónatan. Er haft eftir Stefaníu að hún yilji gift- as Ducruet, en ekki strax. Átti hún von á því að ef af brúðkaupi yrði þá yrði það einfalt í sniðum og ekki hkt þeim konunglegu brúðkaupum sem almenningur á að venjast. Stefanía prinsessa er yngst þriggja barna Rainiers Mónakófursta og eig- inkonu hans, bandarísku kvik- myndastjömunnar Grace Kelly. Kelly lést árið 1982 í bílslysi og gekk Stefanía í gegnum mjög erfitt tímabil eftir andlát hennar. Reuter Stefanía prinsessa af Mónakó hefur tilkynnt að hún sé ei kona einsömul. Símamynd Reuter Leysir ekki vanda rányrkju á miðunum - segir sjávarútvegsráöherra Kanada John Croshie, sjávarútvegsráð- herra Kanada, fagnaði í gær þeirri ákvörðun framkvæmdastjómar Evr- ópuþandalagsins að hætta öllum fiskveiðum í norðvesturhluta Atl- antshafsins, rétt utan fiskveiðilög- sögu Kanada. Bannið, sem er tíma- bundið og nær til þorskveiða, tekur gildi á morgun. CrosMe sagði að það mundi ekki leysa vanda rányrkju á miðunum. Hann sagði að enn væri ekki hægt að halda uppi fullnægjandi eftirhti og að Evrópubandalagið hefði áskilið sér rétt til að hefja veiðar að nægju í lok ársins þar sem kvótar þess leyfðu. „Þetta er spor í rétta átt hjá EB en mjög er gengið á fiskistofnana og það mun taka þá mörg ár að rétta úr kútnum," sagði Crosbie. „Ef þeir gera það sem þeir segjast ætla að gera er það viðurkenning EB á slæmu ástandi ftskistofnanna." Evrópubandalagiö hafði sett sér 27 þúsund tonna þorskkvóta á þessu ári og að því er best verður séð hafa skip bandalagsins þegar veitt hann að mestu. Kanadísk stjómvöld saka fiskveiði- flota Evrópubandalagsins, sem stundar veiðar sínar rétt utan 200 mílna lögsögunnar við Nýfimdna- land, um minnkandi fiskistofna. Þá segja Kanadamenn að evrópskir fiskimenn viðurkenni ekki kvóta sem fiskveiðistofmm Norðvestur- Atlantshafsins ákveði. Evrópubandalagið heldur því fram að ofveiði innan 200 mílna lögsög- unnar sé ástæða hnmsins í fiski- stofnunum en ekki veiðar skipa bandalagsins. Reuter Yasser Arafat undir hníf inn í Jórdaníu Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestínu, PLO, var á góðum batavegi í gær eftir að læknar í Am- man í Jórdaníu skám hann upp við blóðtappa í heila. Arafat, sem er 62 ára, var fiuttur af gjörgæsludeild á sjúkrahúsi Huss- eins konungs aðeins nokkrum klukkusfimdum eftir að hann gekkst undir skurðaðgerðina. Læknar segja að blóðtappinn hafi verið afleiðing flugslyssins sem Arafat lenti nýlega í í Saharaeyðimörkinni. „Skurðaögerðin gekk mjög vel,“ sagði Youssef Qussous, forstjóri sjúkrahússins. Sharif Zeid Bin Shak- er, forsætisráðherra Jórdaníu, heim- sótti Arafat á sjúkrahúsið og sagði eftir heimsóknina að Palestínuleið- toginn væri í mjög góðu skapi. Búist er við að eiginkona Arafats, Suha Tawil, komi frá Túnis til Jórd- aníu í dag. Aö sögn embættismann ók Hussein konungur Arafat á sjúkrahúsið og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, gekkst undir skurðaðgerð í gær þar sem læknar fjarlægðú blóð- tappa við heilann. Simamynd Reuter beiö þar til aðgeröinni var lokið. Reuter Grænfriðungar hafa nú hert baráttu sína gegn því að kjam- orkuúrgangsvinnslustööin við Sellafield á Bretlandi verði tekin í notkun. Umhverfissinnar halda því fram að þar með yrði Bret- land að „kjamorkuruslatunnu heimsíns". Samtökin tilkynntu að þau mundu efha tíl fjöldamótmæla, halda tónleika með rokksveitinni U2 og leita á náöir þingmanna til að mótmæla vinnslustöðinni. Eigendur stöðvarinnar segja að hún muni ekki hafa nein áhrif á umhverfiö. Ætlunin er að þar verði éhduryinnsiá á kjaraorku- eldsneyti úr orkuverum frá Bret- landi, Evrópu og Japan. Hún veröur að fullu tekin i notkun snewma árs 1993, ef alltfgengur samkvæmt óskum. Leyfi tíl bygg- ingarinnar var gefiö 1977. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.