Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1992, Side 12
12
Spumingin
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992.
Hvaðfinnstþér
um reykingar?
Guöriður Pálmars: Ég reyki ekki
sjálf. Mér flnnst ekki nógu mikið til-
lit tekið til þeirra sem ekki reykja.
Lína Jóhannesdóttir: Ég reyki nú
sjálf. Þetta er óhollt og ég hef reynt
að hætta.
Baldur Jónsson: Ég reyki sjálfur
pípu, og hef reykt í 30 ár eða meira.
Ég get ekki hætt.
örvar Már Michelsen: Þær eru óholl-
ar.
Árni Ágúst Brynjólfsson: Reykingar
eru óhollar.
Þórunn Óskarsdóttir: Mér flnnast
þær slæmar.
Lesendur
„Mér virðist sem annars konar raddir hljómi nú og yfirgnæfi hinar fyrri.“ - Frá stofnun starfsmannafélags á Kefla-
víkurflugvelli.
Utlendur
atvinnurekstur á
Suðurnesjum
Konráð Friðfinnsson skrifar.
í maí 1951 geru íslendingar vamar-
samning við Bandaríkjamenn.
Fjörutíu og einu ári síðar eru Banda-
ríkjamenn enn hér með tól sín og
tæki á Vellinum. Ákveðin andstaða
gegn vamarliðinu hefur verið í gangi
frá upphafi og hana studdi maöur svo
sem í eina tíð, þótt hlutlaus sé nú
orðinn í dag. Það sem vekur athygli
mína núna er að mér virðist sem
annars konar raddir hljómi nú og
yfirgnæfa hinar fyrri. Þessar „radd-
ir“ efna að vísu til mótmælafundar
fyrir utan vallarhliðið í norðangarra
og stofna starfsmannafélag en þær
segja ekki eins og áður: „farið heim“.
Heldur hið gagnstæða.
En hver skyldi ástæöan vera?
Kannski hafa „raddimar" taliö sig
öraggar í faðmi bandaríska hersins
til þessa en síðan vaknað af væmm
blundi? Hver veit? Þingið í Washing-
ton gaf nefnilega út yfirlýsingu um
að útgjöld til hermála verði skorin
niður um einhveija milijarða dollara
og herstöðvum víðs vegar um heim
lokað. Verum minnug þess að her-
stöðvar hafa þegar viða verið lagðar
niður. Og fleiri lokanir munu eiga
sér stað vegna bágrar stöðu í efnahag
Bandaríkjanna.
Á hinn bóginn skil ég vel mótmæli
fólksins sem vill treysta þann grund-
völl er það hefur langi byggt á. En
fækkun herstöðva nú og niðurskurð-
ur til þeirra er bara ein sönnun þess
hve varhugavert það er aö trúa um
of á útlenda atvinnurekendur. Svo
mjög hafa menn þar syðra treyst á
störfin á Keflavíkurflugvelli að önn-
ur starfsemi og nýsköpun á Suður-
nesjum hefur beðið stórtjón af að
mínu mati.
Ég fullyrði einnig að menn muni
þurfa að búa sig undir að öll starf-
semi á Miðnesheiði verði lögð niður
á næstu ámm eða áratug. Þaö er full-
komlega rökrétt að álykta svo. Hvort
íslensk sijómvöld hafi eitthvað í bak-
höndinni til að mæta þessum skell
ef af verður hef ég ekki hugmynd xun.
En íhuga skyldi þennan möguleika í
fullri alvöra.
Brosklúbbur og sæmdarhjón
S.B. skrifar:
Sjónvarpsauglýsingar ríkissjóðs
hafa undanfama mánuði sagt frá
sæmdarhjónunum Björgu og Þór.
Þau hafa lagt til hiiðar mánaðarlega
áhtlega upphæð af laununum sínrnn
til þess að kaupa spariskírteini ríkis-
sjóðs. Þetta hafa þau gert af óbilandi
bjartsýni um eigin hag og lofsverðum
þegnskap við ríkiö, sem túlkað var
meö greinilegum velþóknunartón af
þulinum sem las textann með auglýs-
ingunni.
Bjartsýnin var byggð á þeirri vissu
að bréfin þeirra væm undanþegin
eigna- og tekjuskatti enda vandlega
og margendurtekið í auglýsingun-
um. - Að vísu voru peningaseðlamir
í auglýsingunni allir á hraðri niður-
leið - sem gat áð sjálfsögðu verið ill-
ur fyrirboði.
En hvað gerist nú? Allt svikið. Nú
á að leggja bæði eigna- og tekjuskatt
á bréfin þeirra - þvert ofan í gefin
loforð! Hvað gera þau Björg og Þór
nú? Þau era auðvitað bæði sár og
reið. En að hugsa sér að gamli flokk-
urinn þeirra skuii standa fyrir þessu.
Sjálfstæðisflokkurinn sem hafði lof-
að að leggja ekki á nýja skatta - og
löngu áður lofað að afnema tekju-
skatt að fullu - gerist nú handbendi
kommúnista og hótar KGB-aðferðum
við skattheimtu.
Og hvernig fer með góða skapið í
brosklúbbnum, sem sýndur var í
öðrum auglýsingum frá ríkissjóði?
Frýs brosið? - Eða tekst áróðurs-
meisturum ríkissjóðs að búa til nýja
lygi handa einfeldningunum svo að
þeir geti aftur fari að brosa?
Er atvinnuleysi
orðum aukið?
Síðasta „trikkið“, að úthrópa mennt-
aða lækna sem atvinnuleysingja,
fellur um sjálft sig, segir bréfritari.
DV áskilur sér rétt
til að stytta aðsend
Jesendabréf.
Friðrik Jónsson skrifar:
Sífellt er klifað á atvinnuleysi og
birtar hafa verið tölur um útgreiddar
atvinnuleysisbætur hvers mánaðar.
Þetta er ekki ný bóla. Við höfum
gegnum árin verið fóðrað í fréttum
um yfirstandandi atvinnuleysi,
væntanlegu atvinnuleysi og aldrei
meira en einmitt í dag. Ekki veit ég
hvort þetta er landlægt móðursýkital
eða byggt á einhveijum raunveruleg-
um könnunum.
Hefur nokkuð verið kannað ofan í
kjölinn hvaða fólk það er sem gengur
um atvinnulaust mánuðum saman?
Ég tel það ekki atvinnuleysi þótt t.d.
hluti kvenna í frystihúsum þurfi að
víkja tímabundið úr vinnu vegna
árstíðabundinna sveiflna í afla.
Margar þessara kvenna era giftar og
era á vinnumarkaði til að dreifa tim-
anum fremur en til þess að dreifa
þunga tekjuöflunar á tvennar herð-
ar. Atvinnuhorfur langskólanema að
sumri til hafa smám saman orðið
minna og minna áhyggjuefni eftir að
lánasjóður námsmanna hefur tekið
við því hlutverki að greiða skóladvöl
og samhliða kostnað.
Hjá menntmönnum hefur heldur
ekki oröið vart neinnar kreppu
vegna atvinnuleysis. Enn vantar t.d.
kennara svo að tugum eða hundrað-
um skiptir eftir atvinnuauglýsingum
að dæma. Og síðasta „trikkið“, að
úthrópa menntaða lækna sem at-
vhmuleysingja eða útlaga frá ís-
landi, fellur um sjálft sig þegar sú
staðreynd blasir við að það getur tek-
ið fólk vikur eða mánuði að ná til
sérfræðinga í þeirri stétt og langir
biðlistar era á sjúkrahúsum vegna
meðhöndlunar þessa menntaða
starfshóps. Ég tel brýntað hætt verði
að nota atvinnuleysisgrýluna til að
draga kjarkinn úr landsmönnum?
DV
VeHerð veitur
áfreisi
Ó.P. skrifar:
Sumir kratar virðast óónægðir
með þróun velferðarmála hér og
hyggjast koma höggi á formann
flokksins af því tilefhi. Halda
e.tv. aö varaformaðurinn, Jó-
hanna Sigurðardóttir, muni snúa
flokknum frá stefnu, sem þeir
kenna við Sjálfstæðisflokkinn og
segja krata lieinlínis ofurselda
honum í stjóraarsamstarfinu.
Það er einmitt núverandi vara-
formaður Alþýðuílokksins sem
leitt hefur málefni félagsþjón-
ustunnar hin seinni ár. Afnám
úreltra reglugerða á stóran þátt
ibreytingu til batnaðar. Velferðin
veltur á því að innleiða óheft
frelsi, þáð hefiu lika tekist í tíð
núverandi ríkisstjómar.
Aboihí & vmnu-
stöðum
Gísli Magnússon hringdi:
Eftir fréttimar ura áreitni við
konur á vinnustöðum hér á iandi
hefur verið úthrópað sem gert
hefur verið, er manni næst skapi
að hætta öllum samskiptum við
blessað kvenfólkið, a.m.k. á
vinnustað. - Þar sem ég vinn tek
ég líka eftir þvf að karlmennimir
era orðnir afar varfærnir í tali
og sumir sneiða alveg hjá lyft-
umú er þeir sjá konu í henni. -
Þetta er allt að verða hið óþægi-
legasta mál sem þarfnast endur-
skoðunar.
Þeirfæla fuglana
Sigríður hringdí:
Eg vil byrja ó að senda Þór-
unni, sem skrifaði í DV 18, maí
sl. undir fyrirsöginni „Hvar era
fuglar?“ bestu kveðju. Hún er
ekki ein um að sakna fuglanna
úr umhverfi sínu. Ég bý t.d. í
grennd við Miklubrautina, aust-
an Lönguhlíðar, þar er sama sag-
an. Uro haustið 1990 hurfu þeir
að mestu og hafa ekki sést síðan.
: Ástæðumar era raargar en aö
mínu mati helstar þær að köttum
í borginni hefur fjölgað gífurlega
- sagðir vera um 8-10 þúsund!
Einnig hefur huudum íjölgað.
Það þarf því ekki að fara I grafgöt-
ur um meginástæður fuglahvarfs
hér í borg.
Þeir voru þá 12!
Reynir hringdi:
Eg ætlaöi sannarlega að kaupa
miöa á tónleikana meö Gipsy
Kings í Laugardalshöllinni. Kg
var staddur í London þegar þeir
héldu hjjóriileika þar enfékkekki
miða. Ég hugðist því bæta mér
þetta upp núna. - En hvað var
nú þetta? í öllum auglýsingum
og umíjöílun um tónleikana var
tekið skýrt fram aö þeir væra
bara 6 sem kæmu hingað. Á ein-
um staö var reyndar talaö um 7
manns. Það fannst mér ekki nógu
gott mál því á öðrum hljómleik-
um er hljómsveitin skipuö 12
manns. - Eg keypti því ekki miða
í þetta sinn. - Svo kemur bara í
Ijós að þeir voru þá 12 í hjjóm
sveítinni hér eftir allt! Ég tel þvi
að um alvarleg mistök hafi veriö
aö ræða í kynningu á tónleikum
Gipsy Kings hér á landi.
Frábærkvikmynd
Tryggvi hringdi:
Eg vil þakka Háskólabíói fyrir
að fá kvikmyndina „Steiktir,
grænir tómatar" til sýiúngar hér.
Þetta er kvikmynd sem liægt cr
að mæla með fyrir alla fjölskyld-
una. Hún er um (jölskyldu í einu
suðurríkja Bandaríkjanna. Sag-
an er endurminnlngar konu sem
komin er á elliheimili. - Leikur-
iim er fádæma góöur og sviðsetn-
ing svo raunveruleg að manni
finnst maður mitt í atburðarás-
iiuii. - Góð skenuntun og góð