Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1992, Síða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 2. JUNl 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Alþjóðleg samstaða
Hjöönun kalda stríösins er farin að hafa róttæk áhrif
í alþjóðamálum. Hún hefur nú gert öryggisráöi Samein-
uöu þjóðanna kleift aö setja viöskipta- og samgöngubann
á Serbíu og Svartfjallaland á sama hátt og hún gerði
ráðinu kleift aö setja hhöstætt bann á írak.
Leiötogar Serba misreiknuðu leiötoga Rússa og töldu
þá mundu beita neitunarvaldi gegn banninu á þeim for-
sendum, aö báöar þjóöirnar hefðu grísk-orþódoxa trú.
Svipuö mistök geröu leiðtogar íraka, þegar þeir töldu
arabaríkin mundu vernda sig vegna íslamstrúar þeirra.
Meö þessum tveimur aögeröum á tveimur árum hef-
ur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mótað þá stefnu, aö
samfélag þjóðanna muni sjá til þess, aö þaö borgi sig
ekki fyrir eina þjóö aö ráöast á aöra þjóð til að skapa
sér aukið svigrúm í stíl Hitlers, Husseins og Milosevics.
Viðskipta- og samgöngubann mun ekki duga til að
brjóta útþenslu Serbíu á bak aftur. Líklegt er, að þaö
leiði næsta sjálfvirkt til hernaöarlegrar íhlutunar, til
dæmis á þann hátt, að evrópskir flug- og sjóherir taki
völd í lofti og á sj ó á átakasvæðinu og í nágrenni þess.
íraks- og Serbíubönnin sýna, að haröstjórar heimsins
geta ekki lengur hlaupið í faðm Sovétríkjanna, ef Vest-
urlönd amast við þeim. Á tíma íraksbannsins hafði Sov-
étstjóm Gorbatsjovs þegar tekiö heimspólitíska afstöðu
meö Vesturlöndum í stað fyrri sjálfvirkrar andstöðu.
Leiðtogar flestra arabaríkja töldu heppilegt að sýna
hinu nýja bandalagi vesturs og austurs annaðhvort hlut-
leysi eða beinan stuðning. Þau njóta nú óbeinnar upp-
skeru þess, þar sem vestrið og austrið hafa sameinazt
til vamar íslamskri þjóð á Balkanskaga.
Sovétríkin eru ekki lengur til. Arftaki þeirra er Rúss-
land, sem stendur enn nær Vesturlöndum. í stómm
dráttum má segja, að vestrið og austrið hafi sameinazt
um að styðja mannréttinda- og þjóðréttindaákvæði
stofnskrár og sáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Þetta er stærra mál en fram kemur í viðskipta- og
samgöngubanni gegn mestu vandræðastjómvöldum
heims. Allir htlu harðstjóramir í þriðja heiminum ótt-
ast einnig um sinn hag, hvort sem þeir heita Daniel
arap Moi í Kenýu eða Robert Mugabe í Zimbabwe.
Almenningur og stjórnarandstæðingar í þriðja heim-
inum sæta minni ofsóknum en áður af hálfu stjóm-
valda. Mannréttindi, sem víðast hvar hafa verið fótum
troðin áratugum saman, eru nú að skjóta rótum í fjöl-
mörgum löndum. Þetta stafar af hruni kalda stríðsins.
Harðstjórar þriðja heimsins geta ekki lengur sníkt
sér fé og vemd með því að tefla heimsveldunum saman.
Þeir fá ekki lengur peninga nema þeir fari meira eða
minna eftir stofnskrá og mannréttindasáttmála Samein-
uðu þjóðanna. Þetta er grundvaharbreyting 1 heiminum.
Vonandi leiðir vlðskipta- og samgöngubannið á Serb-
íu fljótlega til næsta skrefs, hemaðarlegrar íhlutunar
Vestur- og Austur-Evrópu í lofti og á sjó, svo að Slobod-
an Milosevic Serbíuforseti, kommúnistaflokkur hans
og sambandsher Júgóslavíu hrökkhst frá völdum.
Th þess að svo megi verða, þarf hið nýja bandalag
austurs og vesturs að vera undir það búið að færa bann-
ið yfir á önnur lönd, sem munu reyna að brjóta það.
Þar em fremst í flokki Grikkland og Rúmenía, sem
hafa hingað th leikið tveimur skjöldum í málinu.
Ef Mhosevic-gengið hrökklast frá, hefur samfélagi
þjóðanná' tekizt það, sem ekki tókst í írak. Það verður
alvarleg áminning öðrum harðstjórum í heiminum.
Jónas Kristjánsson
„Sjúkratryggingar greiöa að fullu fyrir skoðun vegna fyrirbyggjandi meðferðar á börnum og unglingum, 15
ára og yngri.“
Nýr samningur við tannlækna:
Hvað skal greiða
tannlækmnum?
Nýr samningur milli Tann-
læknafélags íslands og Trygginga-
stofnunar hefur verið samþykktur
og tók gildi 1. maí 1992. Þessi samn-
ingur og samþykkt „bandormslag-
anna“ í vetur hafa nokkrar breyt-
ingar í fbr með sér hvað varðar
endurgreiðslur sjúkratrygging-
anna, þ.e. Tryggingastofnunar, á
tannlæknakostnaði. Hér á eftir
ætla ég að leitast við að útskýra
reglumar sem nú gilda um þátt-
töku almannatrygginga í tann-
læknakostnaði.
Fyrirbyggjandi
meðferð ókeypis
Sjúkratryggingamar greiða að
fullu fyrir skoðun vegna fyrir-
byggjandi meðferðar á börnum og
unglingum, 15 ára og yngri. Dæmi
um meðferð sem sjúkratrygging-
amar greiða fyrir að fullu er bein
og óbein fræðsla, tannhreinsun,
flúrlökkun, skorufyllur, svo og
áfangaeftirlit og röntgengreining
með vissum skilyrðum.
Almennt er miðað við að bam
njóti fyrirbyggjandi meðferðar á 6
mánaða fresti, nema þaö sé í
áhættuhópi, þá er gerð undanþága
frá þeirri reglu. Fyrir 16 ára ungl-
inga endurgreiðast 50% kostnaðar,
hvort sem um fyrirbyggjandi eða
aðrar tannlækningar er að ræða.
Fyrirbyggjandi meðferð hjá
einkatannlækni greiðir sjúklingur-
inn eftir meðferðina og endurgreið-
ist reikningurinn að fullu hjá
Tryggingastofnun eða umboðum
hennar. Sömu aðgerð hjá skóla-
tannlækni þarf ekki að greiða fyr-
ir.
Sérstaða Reykjavíkurbarna
Fyrir tannlækningar bama, 15
ára og yngri, aðrar en fyrirbyggj-
andi (skv. ofansögöu), tannrétting-
ar, gullfylbngar, krónu- og brúar-
gerð, eru 85% kostnaðar endur-
greidd. í Reykjavík, þar sem skóla-
tannlæknar starfa, geta böm, 6-15
ára, valið hvort þau fara til skóla-
tannlæknis og greiða 15% af gjald-
skrá skólatannlækna fyrir hverja
aðgerð eða fara til einkatannlæknis
og greiða að fullu samkvæmt gjald-
skrá hans og fá 68% kostnaðar end-
urgreidd hjá Tryggingastofnun.
Gjaldskrá skólatannlækna er 20%
lægri en almenn gjaldskrá.
Það þýðir að foreldrar bama á
höfuðborgarsvæðinu þurfa í sum-
um tilfellum að greiða meira og
öðmm minna úr eigin vasa vegna
tannviðgerða bama sinna en for-
eldrar á landsbyggðinni, eftir því
íivort bamið fer til einka- eða
skólatannlæknis. Fari bamið til
skólatannlæknis greiðir það 15%
KjaUarinn
Ásta R. Jóhannesdóttir
deildarstjóri félagsmála-
og upplýsingadeildar
Tryggingastofnunar ríkisins
kostnaöar af gjaldskrá skólatann-
lækna en fari þaö til einkatann-
læknis endurgreiðir Trygginga-
stofnun 68% kostnaðar. Utan
Reykjavíkur, þar sem ekki em
skólatannlæknar, endurgreiðir
Tryggingastofnun 85% af kostnað-
invun. Þessar reglur miðast við lög-
heimili bamsins. Fyrir böm yngri
en 6 ára í Reykjavík gilda sömu
reglur og fyrir böm á landsbyggð-
inni.
Dæmi um mismunandi kostnað:
Tannviðgerð, sem felur í sér
áfangaeftirht, deyfingu, silfurfyll-
ingu (1 flötur), silfurfyllingu (2 flet-
ir) og gúmmídúk, kostar sam-
kvæmt taxta Tannlæknafélagsins
og Tryggingastofnunar 7.080 kr. en
skv. taxta skólatannlækna 5.665
krónur. Reykjavíkurbam, 6-15 ára,
greiðir fyrir þessa aðgerð 850 krón-
ur hjá skólatannlækni (15%) en
2.265 krónur hjá einkatannlækni
(32%). Önnur böm greiða 1.060
krónur fyrir sömu aðgerð eða 15%
af taxta einkatannlækna.
Sérfræðingar hafa rétt á að inn-
heimta 32% sérfræðilálag. Fyrir
ofangreinda aðgerð hjá sérfræðingi
væri kostnaöarhlutur Reykjavík-
urbamsins 2.990 krónur en ann-
arra bama 1.400 krónur.
Greiðslu vegna
tannréttinga hætt
Nýi samningurinn við tannlækna
nær yfir tannlæknaþjónustu aöra
en tannréttingar. Reglur um end-
urgreiðslu vegna tannréttinga em
sem hér segir: Tannréttingar, sem
ekki var sótt um endurgreiðslu á
fyrir 15. mars sL, er ekki greitt fyr-
ir af almannatryggingunum nema
um alvarlega skekkju sé að ræða,
fæðingargalla eða slys. Tannrétt-
ingar, sem hófust fyrir þann tíma,
greiðast eftir þeim reglum sem
giltu þegar meðferð hófst. Ekki
verður greitt fyrir neinar tannrétt-
ingar frá árslokum 1993, nema al-
varlegu tilfellin.
Tannlæknakostnaður
lífeyrisþega
Tryggingastofnun tekur þátt í
tannlæknakostnaöi elh- og örorku-
lifeyrisþega eftir ákveðnum regl-
um. Hafi þeir fuha tekjutryggingu
endurgreiðist kostnaðurinn að
fuhu. Sé tekjutryggingin skert
greiðir Tryggingastofnun 75%
kostnaðar og hafi lifeyrisþeginn
enga tekjutryggingu greiðist helm-
ingur. Sama ghdir um gervitennur
og er unnt að fá nýjar tennur á
þriggja ára fresti. Tryggingastofn-
un greiðir aldrei fyrir gullfyllingar
krónur og brýr.
Lífeyrisþegi, sem telst langsjúkur
og dvelst á sjúkrastofnun, fær
tannviögerðir greiddar að fuhu ef
hann nýtur eingöngu vasapeninga.
Viö endurgreiðslu framvísar líf-
eyrisþegi reikningi frá tannlækni.
Örorkulífeyrisþegar þurfa einnig
að framvísa örorkuskírteini sem
fæst hjá lífeyrisdehd Trygginga-
stofnunar eða umboöum hennar
utan Reykjavíkur.
Þess ber að geta að almennir
tannlæknareikningar eru endur-
greiddir að Tryggvagötu 28 í
Reykjavík en hjá umboðunum utan
Reykjavíkur.
Ásta R. Jóhannesdóttir
„Reykj avíkurbarn, 6-15 ára, greiðir
fyrir þessa aðgerð 850 krónur hjá skóla-
tannlækni (15%) en 2.265 krónur hjá
einkatannlækni (32%). Önnur börn
greiða 1.060 krónur fyrir sömu aðgerð
eða 15% af taxta einkatannlækna.“