Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1992, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992.
15
Eigi skal skera
„Endurhæfing er lausnarorð svo ótalmargra sem þannig losna úr viöjum
ýmissa áfalla og erfiðleika... “
Það er látið í veðri vaka af valds-
mönnum dagsins að nú sé torveld
tíð aðhalds og ráðdeildar og ríku-
legs spamaðar. Og þegar aðhalds-
tíma lýkur og rofar til blasir við
mikil birtutíð og blessunarrík að
sögn sumra. En nú eru sumsé erfið-
ir tímar þó að allt sé enn undir þjóð-
arsátt þar sem launafólkið borgar
áfram brúsann með bjarta framtíð-
arvon Viðeyjarbræðra að leiðar-
hnoða ljósu.
Þetta með
fjórtánfalda muninn
Og erfiðir tímar kalla á aðhald
og ráðdeild, allt yfir í nauman nið-
urskurð, sums staðar a.m.k., því
ekki hafa hinir erfiðu tímar náð til
þeirra með fjórtánfóldu launin,
fjórtánfalda uppskeru af „erfiði"
sínu, ef miða skal við þá sem
minnst hafa og ugglaust minnst
hafa þá fyrir lífinu.
Og þetta með fjórtánfalda mun-
inn og misréttið i þjóðfélaginu hafa
menn hvorki meira né minna en
frá sjálfri Jóhönnu sem hvert böl
vil bæta og er örugglega reynslunni
ríkari eftir fimm ára æöstu forystu
í félags- og vinnumálum. Félagi
hennar, sjálfur Sighvatur, segir
hins vegar fólk almennt hafa það
alltof gott og gerir í gríð og erg ráö-
stafanir til að leiða almenning frá
óráðsíuvillu síns vegar inn á að-
haldsbrautina frá Viðeyjarundr-
inu.
En að öllu háði slepptu um tví-
saga fólk á tróni valdsins og mis-
sagnir margar um leið þá skal að
meginefni þessa greinarkoms gætt
og þar gildir alvaran ein og um-
búðalaus. - Og hún er allrar um-
hugsunar verð.
KjáUarmn
Helgi Seljan
félagsmálafuíltrú ÖBÍ
Virk endurhæfing
Við íslendingar höfum til þessa
stært okkur réttilega af mörgum
vel ræktum þáttum velferðar okk-
ar þar sem allir pjóta án tillits til
efnahags og aðstæðna. Einn þess-
ara þátta, og ekki þýðingarminnst-
ur, snýr að endurhæfingu fólks eft-
ir hvers konar áföll, veikindi og
slys.
Margur útlendur gestur hefur
undrast hversu langt við höfum
náð á þessu sviði, hve góðum ár-
angri og giftudrjúgum, og eins
hversu jafnrétti allra er þar vel
tryggt. Við eigum afbragðsstofnan-
ir á þessu sviði, sömuleiðis af-
bragðsstarfskrafta sem vinna
markvisst starf án auglýsingagnýs
eða fjölmiðlaflóðljósa. Virk endur-
hæfing á ýmsum sviðum fer fram
æ víðar um land allt og hvert ár
færir okkur þar nýja áfanga.
Það er hreint ævintýri að fylgjast
með þessu starfi, fylgjast með
hversu sá er beygður og bugaður
kemur inn á endurhæfingarstöð -
brotinn og lemstraður á líkama og
sál - gengur undrahress út á nýjan
leik til að hefja hólmgöngu sína við
lífið. Sá óvinnufæri og óvirki þegn,
sem áður var, verður fullgildur á
ný, sjálfum sér til heilla og samfé-
laginu til hins mesta halds.
Það eru mörg hljóðlát kraftaverk
sem gerast blessunarlega á endur-
hæfingarstofnunum okkar og ótal-
inn fjöldi sækir þangað þrek og
nýjan þrótt og á auðveldari lífs-
göngu fram undan fyrir bragðið. Á
tímum þar sem niðurskurðarhnif
er jafnvel beitt í blindni undir yf-
irskini aðhalds og spamaðar er
þessi þáttur sem aðrir ámóta dýr-
mætir í mikilli hættu. Og glögg
höfum við hættumerki séð, þótt því
versta hafi verið burtu bægt sem
hugmyndir voru uppi um.
Varast skyldi
sparnaðarsnilli
Á ári hveiju njóta hundruð, ef
ekki þúsundir fólks, verulegrar
endurhæfingar á ýmsan veg. Eftir
slys, eftir erfiðar aögerðir, eftir
snögg áfoll, eftir síendurtekna
slæma meðferð á sjálfum sér. Þetta
fólk á að standa vörð um þennan
velferöarþátt - vemda hann og
styrkja enn traustar undirstöður
hans. Samfélagið tapar einungis á
því ef dregið er úr endurhæfingu,
ef þróun hennar fær ekki sinn eðh-
lega framgang, ef okkar góðu kraft-
ar svo viða á vettvangi fá sín ekki
að fullu notið. Endurhæfing er
lausnarorð svo ótalmargra sem
þannig losna úr viðjum ýmissa
áfalla og erfiðleika, léttir þeim
sporin áfram um lengri og umfram
allt hamingjuríkari framtíð en ann-
ars hefði orðið.
Valdsmenn skyldu því varast að
sýna spamaðarsnilh sína á þessum
mikilvæga hð heilbrigðisþjónustu
okkar. Sá „spamaður" fær illa upp-
skera, ekki síst til lengri tíma htið.
Þar skal, eins og í fleira, aðgát höfð
og mætti gjama hafa þar sem
mottó: Eigi skal skera. Þá næst
fram sparnaður í raun.
Helgi Seljan.
„Samfélagið tapar einungis á því ef
dregið er úr endurhæfingu, ef þróun
hennar fær ekki sinn eðlilega fram-
gang, ef okkar góðu kraftar svo víða á
vettvangi fá sín ekki að fullu notið.“
Stjórnarskrá hér og stjómarskrá þar
„Hver einstök breyting telst þá samningur sem Alþingi fjallar um sam-
kvœmt ákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir m.a. í greininni.
Utanríkisráðherra sagði við
Morgimblaðið 5. þ.m.: „Ég er alveg
ásáttur með að bíða þeirrar niður-
stöðu (um hvort EES-samningur-
inn standist ákvæði sfjómarskrár)
en bendi á að máhð hefur verið
rannsakað rækilega af þjóðréttar-
sérfræðingum aðildarríkja EFTA
og það er athyghsvert að alls staðar
nema í Sviss hafa þeir komist að
þeirri niðurstöðu að ekki verði gerð
krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu
vegna þess að samningurinn kalh
ekki á breytingar á stjómarskrá.
Framsal á valdi
Ég þekki nokkuð til umræðu um
þetta mál í Noregi en ekki í öðrum
EFTA-löndum. Það er ekki von að
þjóðréttarfræðingar í Noregi telji
að þar verði að halda þjóðarat-
kvæðagreiðslu vegna EES-málsins.
Þar í landi em nefnilega engin al-
menn ákvæði um þjóðaratkvæða-
greiðslu. Ef alþingi Norðmanna vih
viðhafa slíka atkvæðagreiðslu
verður þaö að ákveða það í hvert
skipti og hvort það er ráðlegt geta
þjóðréttarfræðingar ekki dæmt um
með meiri rétti en aðrir þegnar
landsins.
Það er ekki heldur von að norsk-
ir þjóðréttarfræðingar telji að
samningsuppkastið um EES kalh á
breytingar á sfjómarskrá Noregs.
í henni er nefnilega ákvæði um
hvemig fara skuh með samninga
sem fela í sér framsal á váldi til
alþjóðasamtaka, valdi sem stjóm-
arskráin áskilur norska ríkinu sem
grundvaharatriði. Ákvæði um
þetta var sett árið 1962. Þvi hefur
aldrei verið beitt. Árið 1972 stóð til
að beita því um samninginn .um
aðild Noregs að Evrópska samfé-
laginu (ES). Samningurinn var
fyrst borinn undir þjóðaratkvæði.
Ríkisstjómin hótaði afsögn sinni
ef þjóðin samþykkti hann ekki.
Hann var fehdur og stjómin sagði
af sér en samningurinn var aldrei
lagður fyrir þingið til staðfestingar.
KjaHarinn
Björn S. Stefánsson
dr. scient
Hvenær á ákvæðið við? Það á ein-
faldlega við þegar um er að ræða
framsal á valdi til alþjóðlegra sam-
taka sem Noregur er aðih að. Það
er óumdeilt í Noregi meðal þjóð-
réttarfræðinga og stjómmála-
manna að það eigi við EES-samn-
inginn, þar sé um að ræða framsal
á valdi (sem einhverju nemur).
Ákvæðiö er þess efnis að slíkur
samningur þarf stuöning % at-
kvæða í þinginu til að verða stað-
festur.
Þótt það þyki ótvírætt í Noregi
að í EES-samningnum fehst fram-
sal á valdi þarf ekki að breyta
stjómarskránni, heldur mælir hún
fyrir um hvernig með skuh farið.
Stjómarskrá íslands er aö því leyti
eins og norska stjómarskráin að
framkvæmdavald, dómsvald og
löggjafarvald skal vera í höndum
tilgreindra stofnana ríkisins. Ef
það er rétt metið, sem þykir raunar
ótvirætt í Noregi, felur EES-samn-
ingurinn einnig í sér framsal á
valdi íslenska ríkisins til erlendra
aðila. TU shks framsals verður Al-
þingi að breyta stjómarskránni.
Eins og á færibandsborði
Hér hef ég ekkert sagt um með
hvaða rökum Norðmenn eru svo
sammála um það að í EES-samn-
ingnum fehst framsal á valdi. Ég
hef gengið úr skugga um að endan-
leg gerð samningsins hefur ekki
breytt áhti þeirra að þessu leyti.
Óháð rökum Norðmanna má at-
huga hvort löggjafarvald er fram-
selt með EES-samningnum. Því
hefur verið haldiö fram með eftir-
farandi rökum að svo sé ekki. í
upphafi er það löggjafans að stað-
festa samninginn samkvæmt 21.
grein stjómarskrárinnar um
samninga við erlend ríki. í því felst
að láta lög og reglugerðir ES á sviði
efnahagsmála þegar taka gUdi
(60.000 blaðsíður fyrir tveimur
ámm að sögn norsks lögræðipró-
fessors).
Síðan ræður ES öUu um breyting-
ar á þeim lögum og reglugerðum,
EFTA-ríkin hafa þar ekki einu
sinni tUlögurétt. EFTA-ríki sem
ekki sveigði lög sín og reglugerðir
að sérhverri breytingu á samnings-
sviðinu brýtur með því samning-
inn og mættu þá hin ríkin telja sig
laus allra mála. Það á einnig við
um þau ákvæði sem ekki yrði á
valdi ES að breyta, svo sem viö-
skiptalqör fyrir sjávarafurðir. Þar
eð það yrði á valdi Alþingis við
sérhverja breytingu að leiða hana
í lög eða láta það vera, hefur verið
ályktaö sem svo að ekki sé um aö
ræða framsal á löggjafarvaldi.
Hver einstök breyting telst þá
samningur sem Alþingi flaUar um
samkvæmt ákvæði stjómarskrár-
innar.
ÓsennUegt er að þjóðréttarfræð-
ignar geti bent á nokkurt dæmi um
samskipti ríkja af þessu tagi, þar
sem „samningar" koma frá öðmrn
aðUanum eins og á færibandsborði,
en sá sem er viö neðri enda borðs-
ins hefur ekki rétt til að biðja um
eitt né neitt og verður að taka því
sem berst, að öðrum kosti hverfi
hann réttlaus á braut.
Þaö er óhugsandi aö nokkrum
sem komið hefur að samningu ís-
lensku stjómarskrárinnar eða end-
urskoðun hafi hugkvæmst að kaUa
slíkar tilkynningar hverja fyrir sig
samning við erlend ríki (21. grein)
eða telja slikt fyrirkomulag löggjaf-
arvald (2. grein), svo að segja megi
um ríki sem taki upp slíka stjómar-
hætti að það haldi óskertu löggjaf-
arvaldi. Hugvitsemi af þessu tagi
er algjört nýmæh í samskiptum
ríkja hér um slóðir enda vantar orð
umfyrirkomulagið. Siðskiptamenn
skirrast ekki við að breyta merk-
ingu orða. Það þarf siðskiptamann
til að kaUa aðstöðu íslenska ríkis-
ins í sambandi við breytingar á
EES-reglum löggjafarvald.
Björn S. Stefánsson
„Siðskiptamenn skirrast ekki við að
breyta merkingu orða. Það þarf sið-
skiptamann til að kalla aðstöðu ís-
lenska ríkisins í sambandi við breyt-
ingar á EES-reglum löggjafarvald.“