Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992.
Fréttir
Ríkharður Kristjánsson, verkfræðingur hjá Línuhönnun hf.:
Ekki óalgengt að sprungu-
viðgerðir gef i sig eftir 2 ár
„Sprunguviðgeröir á steinsteypu
endast ekki nema vissan tíma. Með-
alendingartími er ekki nema 7-8 ár.
Það er ekkert óalgengt að sumar við-
gerðir gefi sig strax eftir 2 ár. Það er
samt óeðlilega léleg ending. En svo
er fullt af fúskurum úti á markaðn-
um. Þeir hafa nóg að gera á þessum
tíma. Þeir beita oft viðgerðaraðferð-
um sem endast ekkert. Slíkar „við-
gerðir" geta verið ónýtar eftir fyrsta
veturinn."
Þetta sagði Ríkharður Kristjáns-
son, verkfræðingur hjá Línuhönnun
hf. Það fyrirtæki veitir ráðgjöf varð-
andi steypuskemmdir í húsum og
hefur meðal annars starfað mikið
fyrir borg og ríki.
„Þaö sem við erum einkum að
glíma við núna eru hverfi sem byggj-
ast upp á tímanum 1964-79,“ sagði
Ríkharður. „Þar eru aðallega alkalí-
skemmdir og frostskemmdir. Slíkar
skemmdir eru verstar í Breiðholts-
hverfi og Árbæjarhverfi og töluverð-
ar í Fossvogi. Þá eru talsverðar
skemmdir í blokkunum í Vogunum
en þar er aðaliega um lekaskemmdir
að ræða.“
Vond steypa
Aðspurður um hvers vegna steypu-
skemmdirjiar væru bundnar við of-
angreint timabil sagði Ríkharður að
það væri svokaliað alkalítímabil.
Steypan frá þessum tíma hefði ein-
faldlega verið verri heldur en frá
öðrum tímum. Þá hefði íslenska se-
mentið verið svokaUað háalkalíse-
ment. Að auki hefði verið notað sjáv-
arefm sem hefði verið alkalívirkt.
Mikil salt hefði verið í því sem ekki
hefði verið þvegið í burtu áður en
því var hrært saman við sementið.
Saltið yki á vatnsdrægni þannig að
steypan héldi í sér miklu vatni og
skemmdist þá frekar í frosti en ella.
„Það er hægt að gera við steypu-
skemmdir eins og krahhamein, mað-
ur sker þær burt. En það verður að
beita þeirri heimspeki að það verður
að taka þær allar í burtu. Maður sér
tíl dæmis á vissum svæðum í Breið-
holtinu og reyndar víðar að þar er
verið að brjóta burt heUu svalimar.
Ég hef verulegar áhyggjur af því
að þegar verið er að brjóta niður í
dag sé ekki brotið aUt sem er sýkt
heldur bara það sem þegar er orðið
ónýtt. Síðan er gert við þetta aftur
með því að góð steypa er limd á
steypu sem er sýkt og veldur
- fuskaraviðgerðimar oft ónýtar eftir veturinn
skemmdum síðar meir. Þama er ver-
ið að taka áhættu sem ætti að vera
búið að vara við fyrir löngu.
Spumingin er sú hvort ekki ætti
að fjarlægja skemmdar svalir eins
og þær leggja sig og setja nýjar í stað-
inn. Ég hef oft sagt að við ættum að
bjóða út Breiðholtshverfið í heUu lagi
sem alþjóða verkefni, láta saga af því
aUar svalimar og setja léttar svaUr
í staðinn.“
Endingarbetri viðgerðir
Varðandi steypuviðgerðir í heUd
sagði Ríkharður að þær fæm heldur
batnandi. Undanfarið hefðu verið
gerðar vissar ráðstafanir sem stuðl-
uðu að því að gera þær endingar-
betri. Hann kvaðst hafa fylgst með
þróuninni síðastUðin 15 ár. í upphafi
hafi ástandið verið mjög slæmt úti á
hinum almenna markaði. Nú væru
komin tUtekin samtök sem héldu
betur utan um þennan þátt. Að auki
færi fagmönnum nú fjölgandi sem
væri mjög af hinu góða. Um væri
orðið að ræða nokkuð staðlaðar lýs-
ingar og sama máU gjlti um efnin sem
væm notuð tU viðgerðanna.
„En það má segja að húseigandinn
þurfi öruggari ábyrgðir. Þá þurfa
tryggingar að vera mun betri en þær
eru í dag. Svo er hægt að tryggja sig
gegn óvönduðum vinnubrögðum
með því að fá fagaðUa tíl að segja
fyrir um hvað eigi að gera og fylgjast
með því að það verði framkvæmt."
Vandaðri nýbyggingar
„Annað er að menn veröa að vanda
sig betur í nýbyggingunum svo að
viðhaldið verði ekki svona um-
fangsmikið og dýrt. Allir gaUar eiga
sinn uppruna og hann er yfirleitt í
hönnun og efnisvaU, efnissamsetn-
ingu og framkvæmd. Það er ekkert
lögmál að byggingar skemmist svona
ört.
Einkum er varhugavert ef Utlir
verktakar era að byggja og selja, láta
hanna fyrir sig sjálfir á ódýrasta
máta. Oft er byggt svo til eftirUts-
laust nema það Utla sem byggingar-
fúUtrúi tekur út. Menn era að byggja
flókin þök sem era oft algjörlega vit-
laust uppbyggð og enginn hefur
hugsað tíl enda.“
-JSS
Víða sjást fjölbýlishús sem líta út eins og krossgátur vegna sprunguviögerða. Mestur er vandinn í Arbæjarhverfi
og Breiðholtshverfi. Vel ber að vanda til vals á þeim aðila sem tekur að sér viðgerðina, ella er hætta á að hún
endist skammt, kannski ekki veturinn. DV-mynd BG
„ÖU umræðan beinist að því,"
sagði Ari Edwald, aðstoðarmaður
dómsmálaráðherra, þegar hann
var spurður hvort komið hefði tU
áUta að héraðsdómarar í Hafhar-
firöi væru hugsanlega vanhæfir til
að gegna embættum.dómara.
„Þær spurningar, sem verið hafa
í blöðunum, eru spurningar um
hvort þetta sé í eðUlegu horfi eins
og það er. Ég er ekki reiðubúinn
að svara hvort svo sé. Þetta era
alvarlegar og víðtækar athuga-
semdir," sagði Ari Edwald.
Þorsteinn Pálsson ráðherra og
Þorsteinn Geirsson ráöuneytis-
stjóri eru báðir staddir erlendis.
Þar tíl þeir koma aftur veröur ekk-
ert gert í málinu. Dómararnir, Guö-
mundur L. Jóhannesson og Finn-
hogi Alexandersson, taka báðir við |
embættum dómara við hiim nýja
Héraðsdóm Reykjaness um næstu
mánaðamót. Það gerir einnig Már
Pétursson, fógeti í Hafharfiröi og
núverandi yfirmaður Guðmundar
og Finnboga. En þarf ráöuneyöð
ekki að Jjúka þessu fyrir næstu
mánaðamót?
„Það er enginn sérstakur tíma
punktur í þessu. Þeir menn, sem
gagnrýni beinist að, eru dómarar
núna og verða þaö áfram eftir 1.
júlí og staða þeirra breytist ekkert
við það þó að þeir starfi við annan
dómstól," sagði Ari Edwald.
Ari sagði að ráðuneytismenn
málavöxtum.
Gyffi Kristjáneácm, DV, Akureyri;
Leikfélag Akureyrar hefur
ákveöið aö setja upp óperettuna
Leðurblökuna eftir Strauss á
næsta leikári og er um þessar
mundir verið að auglýsa eftir
söngvurum til aö taka þátt í upp-
færslunni.
Ákveðið er að Kolbrún Hall-
dórsdótör verði leikstjóri, tónlist-
arsfjóri verður Roar Kvam en
Karl Aspelund hannar búninga
og leikmynd.
Af öðrum verkefnum Leikfé-
lags Akureyrar á næsta leikári
má nefha barnaleikritið um Línu
langsokk sem verður fyrsta verk-
„The Foreigner“ sem Böðvar
Guðmundsson er að þýða.
Mercedes Benz 250,
árg. 1979, álfelgur,
topplúga, beinsklptur.
Verð 490.000 stgr. Til-
boðsverð 390.000.
TILBOÐ VIKUNNAR!
N
otaðir bílar í miklu úrvali!
Opiö virka daga kl. 10.00 - 19.00
og laugardaga kl. 13.00 - 17.00
Di'lnnmUnAiA L.Z nenault bxpress árg. BMW323Í árg. 1984, ekinn Subaru 1800, sedan og Mazda 626 GLX 2000, árg. Renault 18 Chamade, ek-
DllaUÍTlDOOIO nT 1987' með gluggum og 130.000 km, blæjubill, ál- slalion.árg. 1987og 1988. 1987, ekinn 90.000, hvitur, inn 7.000 km, 5 gira,
Krókhálsi 1 110Revkiavík sætum. Ekinn 80.000 km. felgur. Verð 890.000 stgr. sjálfsk., rafrúður, centrall. vökvastýri, samlæsingar,
Simi 686633 og 676833 Verð 480 000 ^
sjálfsk., rafrúður, centrall.
Verð 690.000 stgr.
Verð 980.000 stgr.
BMW 318ÍA með öllu.
Nýr bill.
Ford Bronco árg. 1985,
ekinn 60.000 km, svartur,
4 gíra, 300 cub„ 6 cyl.
Verð 1.180.000 stgr.
Suzuki Fox árg. 1988,
ekinn 54.000 km, óbreytt-
ur. Verð 530.000 stgr.