Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Page 9
MIÐVIKUDAGUK 3. JÚNÍ 1992. 9 Utlönd Þrátt fyrir að vera öruggir með útnefningu flokka sinna verða Bush og Clin- ton að vara sig á H. Ross Perot. Teikning Lurie Bandarísku forsetakosningamar: Bush og Clinton ör- uggir með útnefn- ingu f lokka sinna en Ross Perot dregur frá þeim fylgi Eftir forkosningamar í gær vegna bandarísku forsetakosninganna er Bill Clinton öruggur um aö verða frambjóðandi demókrata og George Bush, forseti Bandaríkjanna, verður frambjóðandi repúblikana. Clinton fékk meirihluta atkvæða í fimm af sex ríkjum þar sem kosið var en í sjötta fylkinu, Kalifomíu, fékk hann jafn mörg atkvæði og fyrrum fylkis- stjóri ríkisins, Jerry Brown. Þrátt fyrir sigurinn geta hvorki Clinton né Bush verið ömggir með neitt í þessum efnum því að skoðana- kannanir, sem gerðar vora fyrir utan kjörstaði, sýna að margir kjósendur úr röðum demókrata og repúblikana ætla sér að kjósa Texasbúann H. Ross Perot. Perot er óflokksbundinn og hefur aldrei gegnt neinu opinbera embætti. Búist er við að hann til- kynni um framboð sitt síðar í þessum mánuði. Svo getur farið í kosningunum þann 3. nóvember að hvorki Bush né Clinton fái meirihluta atkvæða og því þurfi fulltrúaþingið að kjósa forsetann. Ef slíkt gerðist yrði það í þriðja skiptið í sögu Bandaríkjanna. Það má með sanni segja að Perot hafi stolið senunni frá Bush og Clin- ton. Sjálfur segist hann vera ósköp venjulegur borgari og ef hann kæm- ist til valda myndi hann stjóma Bandaríkjunum eins og fyrirtæki sem farið væri á hausinn. í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS sagði Perot að hann myndi leggja áherslu á að rétta við fjárlaga- hallann, breyta skattakerfinu og endurbæta menntakerfið. VESTNORRÆNT KVENNAÞING1992 F0ROYAR • ÍSLAND • KALAALLIT NUNAAT á Egilsstööum 20. - 23. ágúst Yfirskrift þingsins er Vinnumarkaðurinn en jafnframt hefur hver þingdagur sérstakt þema: Föstudagur: Vinnumarkaðurinn og menntun. Laugardagur: Hafið — Umhverfismál. Sunnudagur: Konur og möguleikar þeirra til áhrifa. Auk hefðbundinna þingstarfa verða fyrirlestrar og kynningarbásar frá ýmsum félagasamtök- um, menningardagskrá, íþróttir fyrir alla og margt fleira. Þátttökueyðublöð liggja frammi hjá Jafnréttisráði, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, ASÍ, Grensásvegi 16a, BSRB, Grettisgötu 89, Ferðamiðstöð Austurlands á Egilsstöðum, auk bæjarskrifstofa á eftirtöldum stöðum: Keflavík, Akureyri, Neskaupstað, Akranesi, ísafirði, Vestmannaeyjum, Blönduósi, Selfossi og Höfn í Hornafirði. Hægft er ad fá nánari upplýsingar og eydublöd send frá Jafnrétftisrádi, símar 91-27877 og 91-27420. Sprengjum rignirennyfir Sarajevo Serbneskar sveitir létu ffiðaróp júgóslavneskra stjómvalda eins og vind um eyra þjóta og létu sprengju- regnið dynja látlaust á Sarajevo, höf- uðborg Bosníu-Hersegóvínu, í gær- kvöldi. Serbar höfðu áður ráðist með vélbyssuskothríð að matvælaflutn- ingalest undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna og orðið bílstjóra að bana. „Útvarps- og sjónvarpshúsið hefur orðið fyrir hörðum árásum. Hávað- inn var hræðilegur," sagði Zoran Pirovic, fréttamaöur við útvarpið í Sarajevo, í símaviðtali við Reuters- fréttastofuna. Hann sagði að margir staðir í borginni hefðu orðið fyrir sprengjuárásum langt fram á kvöld, þar á meðal gamli miðbærinn. Leiðtogar Serbíu og SvartfiaUa- lands hvöttu sveitir Serba til að láta af árásum sínum. Þeir hvöttu bar- dagamennina einnig til að láta stjórn flugvallar borgarinnar afj hendi svo að hægt yrði að koma matvælum og lyfjum til tugþúsunda borgara sem era orðnir matarlausir og komast hvorki lönd né strönd. Tilraunir til að dreifa matvælum mistókust þó þegar vopnaðir menn hófu skothríö á tvær langferðabif- reiðar sem vora undir gæslu bryn- varinna bifreiða SÞ þegar þær óku inn í Dobrinja, úthverfi við flugvöll- inn. Reuter SUZUKISWIFT Suzuki Swift Sedan, árgerð 1992, er sérlega glæsilegur og rúmgóður fjölskyldubíll þar sem vel fer um farþegana og nægt rými er fyrir farangur. 1992 árgerðin er með nýrri og glæsilegri innréttingu og Qölda annarra breyt- inga. Allir Swift Sedan bílar eru nú með vökva- stýri. Suzuki Swift Sedan býðst með aflmiklum 1,3 og 1,61 vélum, búnum beinni bensíninnspýt- ingu, 5 gíra handskiptingu eða sjálfskiptingu. Einnig er hann fáanlegur með sítengdu aldrifi. Verð frá kr. 975.000 stgr. TIL AFGREIÐSLU STRAX $ SUZUKI --------------- SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 • SÍMI 685100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.