Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992. Spumingin Hvaöa matur finnst þér bestur? Elísabet Siguröardóttir: Mér finnst allur matur vera góður. Ágúst Guðmundsson: Hamborgari með frönskum. Guðbjörg Guðmundsdóttir: Pitsa með skinku og ananas. Sævar R. Sigurðsson: Pitsa með nautahakki. Reynir Albert Þórólfsson: Pitsa með skinku. Salbjörg Þorbergsdóttir: Mér finnst allur venjulegur íslénskur matur vera góður. Lesendur Elín, Helga, Guðríður G.A. skrifar: Eins og eflaust margir aðrir ætlaði ég ekki að sjá leikritið Elín, Helga, Guðríöur. Ekkiaf andúð á þessu leik- riti fremur en öðrum, heldur hafði ég líklega í huga þessa guUvægu setningu „maður getur nú ekki séð allt“. En svo kom tækifærið óvænt upp í hendumar og ég sá leikritið í Þjóðleikhúsinu nýlega. Við hverju bjóst maður? Sögum af einhveijum ógæfusömum kónum á umliðnum árum? Veit ekki alþjóð hvemig þetta var? Eymd, basl og volæði upp til hópa og almenn fátækt þegar best lét, svo ekki þyrfti að hallast á? Jú, leikritið er að vísu um þetta allt en höfundur tekur aðeins fyrir þijár konur og líf þeirra. Sögumað- ur, feijumaöur, dauðinn eða bjarg- vættur - allt í senn - knýr á huga þeirra og harmi slegnar hjartalokur til að láta þær segja áhorfendum frá ævi sinni, hveija um sig. Þetta voru vel stílfærðar sögur og svo listilega undirbúnar fyrir áhorfandann, t.a.m. með viðeigandi sviðsmynd að það var eins og atburðimir meitluð- ust inn í björgin beggja vegna sviðs- ins um leið og þeir vom túlkaðir á sviðinu. - Áhrifamikiö leikrit og minnisstætt. Nú er það svo að þetta er ekki fyrsta leikritið sem höfundurinn, Þórunn Sigurðardóttir, gerir. Leik- ritiö Haustbrúöi hafði ég einnig séö. En það verk ásamt þessu, sem hér er nefnt, staðfestir einfaldlega að höfundi er einkar lagið að taka fyrir og setja í leikform atburði úr sögu lands og þjóðar. Við eigum satt að segja einkennilega fá leikrit um þetta Ur leikritinu Elín, Helga, Guóriður eftir Þórunni Sigurðardóttur. efni þótt nokkur gömul verk standi fyrir sínu. Þaö er hins vegar umhugsunarefni hve sterk ítök erlendir leikritahöf- undar eiga í hjörtum norðupólsþjóö- ar eins og okkar íslendinga. Og því sterkari sem höfundamir lýsa eymd- inni undir sól sem ekki sinna verka sakna lætur, heldur er eins konar meinvættur í mannlífinu. Já, hitinn hefur löngum hugnast íslendingum. Þess vegna er það að „Þrúgur reið- innar“ er sýnt fyrir fullu húsi mán- uðum saman, á meðan fólk veit ekki af öðm listaverki íslensku sem fylli- lega má jafna við það besta sem við sjáum frá erlendum höfundum. - Nema atburðimir íslensku standa okkur nær og maður fer ekki samur út af svoleiðis sýningu. - Eitthvað hlýtur að skorta á kynningu eöa markaðstækni þar til þetta snýst við. Umhverf isráðherra ræðir barnamorð í Brasilíu Sigurður Guðmundsson skrifar: I stað 40 manna sendinefndar ís- lands á umhverfisráðstefnu í Ríó fer nú einungis 12 manna hópur. Margir sem áöur lýstu áhuga á að fara hættu við þátttöku, og verður nú umhverf- isráðherrann einn ráðherra héðan. Eitt hlýtur þó að vekja verulega athygli landsmanna og væntanlega annarra þjóöa þegar þar að kemur ef umhverfisráöherra fylgir eftir yf- irlýsingu sinni hér heima. Hann hef- ur lýst því yfir að hann muni nýta hvert tækifæri á ráðstefnunni til að lýsa yfir andstöðu íslenskra stjóm- valda til „bamamorðanna“ í Ríó og öðrum borgum Brasilíu. Þessi meintu bamamorð hafa þó ekki ver- ið sönnuð, svo ég viti, og allra síst á lögreglu landsins, hvað sem orðum umhverfisráðherra líður. Og íslenska sendinefndin verður að vera ofurseld vernd þessarar sömu lögreglu meðan á dvöl hennar stendur í Brasilíu. Lögreglunnar sem umhverfisráðherrann íslenski ætlar að nýta hvert tækifæri til að ásaka um bamamorð í gistilandinu. - Þaö verður áreiðanlega uppi fótur og fit þegar ráðherrann fer í ræðustól með þessar ásakanir á hendur ríkisstjóm Brasilíu. Fráleitt er að ætla að forseti íslands sem þama er staddur fari varhluta af spumingum fréttamanna þegar íslenski ráöherrann hefur notað öll sín tækifæri til að ræða bamamorð- in. Umhverfisráðherra íslands hefur lýst því yfir að hann fari ekki með fullt og ótakmarkað umboð á ráð- stefnunni, og þurfi aö hafa samráð við ríkisstjómina komi upp atriöi sem orki tvímælis. Því hlýtur maður að spyija, hvort ráðherrann hafi fengið umboð ríkisstjómar íslands til að ákæra ríkisstjóm gistilandsins fyrir bamamorð. Fyllirfísfréttir í vikulokin „Miðborg höfuðstaðarins er ein svínastia að næturþeli um helgar," segir bréfritari m.a. Gunnar Árnason skrifar: Maöur fer að verða ónæmur fyrir því að heyra og lesa fréttir um óspektir og illvirki í þessu landi, svo tíðar em fréttimar. Hitt er verra og afar illt til afspumar að hlusta viku- lega á fréttir af því hvemig drykkju- skapur gengur fyrir sig í miðborg Reykjavíkur á fostudags- og laugar- dagskvöldum. - Skyldi nokkurs stað- ar í veröldinni vera til siðs að lesa útvarpsfréttir um hvemig ræst hafi úr drykkjuskap í höfuðborg landsins þessa eða hina helgina? Mér finnst þetta orðið sjúkt þjóðfélag, eða hvað finnst fólki? Já, ég meina sjúkt í fyllstu merk- ingu þessa orðs. Víst er það sjúkt að drykkjuskapur skuli vera svo ríkur þáttur í fari þjóðarinnar að það þyki alveg eðlilegt að tilkynna um gang drykkjunnar og draslaragangsins í útvarpi og blöðum eftir háannatím- ann - fóstudaga og laugardaga. Þessi fréttaflutningur er orðinn jafn al- gengur og veðurfréttir og fær ávaUt fastan tíma í fjölmiðlum. Svona frétt- ir ætti yfirleitt ekki að bera á borð fyrir landsmenn heldur ætti lögregl- an einfaldlega að gera áhrifaríka „rassíu“ með vissu millibili og láta sverfa til stáls í þessari þjóðarmein- semd sem drykkjuskapur í miðborg Reykjavíkur og Ákureyrar er orðinn. Við vitum fullvel að miðborg höf- uðstaðarins er ein svínastía að næt- urþeli um helgar. Það er vandamál sem takast verður á við í eitt skipti fyrir öll. Svo brýnt er að komið verði í veg fyrir að þjóðin verði sér til skammar og athlægis, t.d. gagnvart erlendum feröamönnum sem sitja um að taka myndir af þessu fátíða fyrirbæri og sýna í heimalandinu, að hér dugar ekki annað en róttæk aö- gerð. Ein þeirra væri t.d. sú að hafa slökkviliðsbíla tiltæka og sprauta vatni á hersinguna sem safnast sam- an í miðborginni að nóttu til. - Það þarf að spúla götumar í miðbænum hvort eð er að morgni. 3g vil taka undirmeð GíslaEin- arssyni sem skrifaði í DV fyrir stuttu aö enn væri pláss fyrir nýja útvarpsstöð. - Þaö er hár- rétt. Það vantar sárlega betri tónlíst á nýju rásimar, einkan- lega á nóttunni. Það em margjr sem vaka fram eför nóttu bæöi viö vinnu heima hjá sér og ann- ars staöar eöa hreinlega em að slappa af. - Þá væri gott að fá sveitimar og söngvarana sem enn eru leiknir aö þvi er virðist alls staðar nema hér á landi. Sknrpkéðinn hringdi: Mér er óskiljanlegt hvers vegna svona mikið kapp er lagt á bringusund við sundkennslu hér á landi. Þetta sund er bæði þreyt- andi og óhollt aö mínu viti. Skrið- sund er miklu betur fallið til sundiðkunar og heppilegra í alla staöi, þ.m.t. við erfiöar aðstæður. - Hvers vegna þá aö leggja áherslu á bringusund? Hvaðkostar áEJstahátíð Eysteinn skrifar: Þaö er mikið fiallað um Lóstahá- tíð í Reykjavík þessa dagana. Mér finnst umfjöllunin vera takmörk- uð, og ekki vera um auðugan garð að gresja í dagskránni. Ég held að fólk, svona almennt, hafi ekki mikinn áhuga á þessari hátíö, miðað við kynningu í Sjónvarp- inu sl. sunnudagskvöld. - En það sem verra er; maður rennur al- veg blint í sjóinn hvaö varðar aðgangseyrinn. Á hann var ekki minnst í umfjöUun um Listahá- tíö. Þetta er þó atriði sem skiptir fólk miklu máh, suma öUu máli. Knattspyrna - bflasport B.R. skrifar: Ég get ekki lengur orða bundist yfir þeirri miklu umfiöUun sem knattspyman fær. í blöðum t.d. 2 og upp í 3-4 síður eför helgar - á meðan aðrar íþróttir eru látnar sitja á hakanum að mestu. Og nú byrjar útlendur bolti í hálfan mánuð í sjónvarpi meö tilheyr- andi frestun og seinkun á öðru sjónvarpsefin. Umsjónarmenn íþróttaefnis ættu að hugsa sig um. Því má ekki gera fleiru betri skU; bfla- sport (torfæra og rallíkross) er álíka vinsælt og fótboltinn. Hvað mæta margir á landsleiki? Þetta 4-5000 raanns. Á torfæruna í Jó- sefsdal mættu 6000 manns, og á rallíkross 24. maí mættu yfir 4000. Miöað við 2 tíma beinar útsend- ingar á landsleikjum fær bíla- sportið 30 mín. á viku og svo nokkrar línur í blöðunum. - Að lokum til Stöðvar 2: Hvemig væri að auka tímann fyrir bílasportið upp í elna Wukkkustund? Þaö veitir síst af því. Sendibflahf. Þorsteinn Einarsson hririgdi: Mig langar til að geta þess hve símaþjónusta Sendibila hf. hefur teklð miklum stakkaskiptum tU batnaðar frá þvi sem áður var, Sú þjónusta var hreint orðin óþolandi. Núna hefur þetta heid- ur betur snúist við pg með til- komu konu að naftú Ágústa, sem er svo einstaklega hlý og vinsam- leg í samskiptum í sfmanum, er þetta oröiö þannig að maður veröur að halda aftur af sér svo maður ekki hríngi aftur og aftur. Það er sjálfsagt að geta þess þegar svo mikilvægar breytingar eiga sér stað hjá annars ágætu þjónustufyrirtæki sem Sendibíl- ar hf. eru. Ég óska þeim á stöð- inní alls hins besta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.