Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992. 15 Homsteinn nýrrar fiskveiðistefnu: Auðlind hafsins - sameign þjóðar Enn einu sinni hefur maður heyrt á fundum og í umræðum á opinberum vettvangi að ekki séu menn með neinar aðrar hugmyndir um fyrirkomulag veiða og vinnslu en margumrætt kvótakerfi felur í sér. Þetta er alrangt. Við sem viljum kvótakerfið burt sem fyrst höfnum þessu alfarið og hér vil ég í stuttu máli draga fram nokkur atriði sem oft hafa verið nefnd og kæmu fram í nýrri fisk- veiðistefnu. Fylgi við flestöll atrið- in er mikið en stjómvöld úndan- farinna ára hafa þverskallast við að ljá þessum sjónarmiðum eyra. - Nú er tími til að láta heyra í sér. í Alþýðuflokknum er sú rödd uppi nú að ekki megi ræða um þetta innan flokksins svo að það trufli ekki vinnu í „tvíhöfðanefndinni", sem sífellt er að hugsa en kemst ekki að niðurstöðu. Hér á eftir fara hugmyndir sem væri þess virði að gefa gaum, t.d. á flokksþingi því sem Alþýðuflokk- urinn stefnir til nú innan nokkurra daga. Ákveðin stýring Núverandi aflamarkskerfi með frjálsu framsali verði afnumið sem fyrst. Frelsi til veiða á fiski sé horn- steinn nýrrar stefnu. Sú stefna verði þó fullkomlega háð ákveðinni stýringu af hálfu hins opinbera og landhelgin verði hólfuð niður hvað varðar veiðisvæði og tíma á árinu. Jafnframt verði skipum og bátum Kjallarinn Jón Ármann Héðinsson fyrrv. alþm. Var form. fyrstu landhelgisnefndar 1969 skipulega ákveðin viss veiðisvæði (að undangenginni nákvæmri at- hugun á samsetningu flotans, skiptingu eftir veiðarfærum og staðsetningu, t.d. miðað við 5 sl. ár). Rökstuðningur: Fyrsta grein nú- verandi laga kveöur svo á að auð- lind hafsins sé sameign þjóðarinn- ar og því er það að okkar mati brot á stjómarskrá okkar að rétthafi á kvóta geti braskað með hann í nær óheftri sölu og stungið hagnaði í eigin vasa. Sameiginleg verðmæti þjóðarinnar mega ekki vera háð gróðasjónarmiði fárra útvaldra. Allur afli, sem kemur inn fyrir borð á veiðiskipi, skal færður að landi. Unnið skal að því að öllum afla landsmanna verði komið í gegnum sölukerfi opins markaðar hér á landi. Átak í aflameðferð Skipulagt átak í meðferð á öllum afla frá fyrstu til síðustu handar. íslenskur fiskur vinni sér það álit að hann sé ætíð fyrsta flokks vara. Hafrannsóknastofnunin verði efld til víðtækra og aukinna verkefna og mat vísindamanna á hverjum tíma til veiðimagns verði rætt á opnum fundum þar sem sjómenn „í Alþýðuflokknum er sú rödd uppi nú að ekki megi ræða um þetta innan flokksins svo að það trufli ekki vinnu 1 „tvíhöfðanefndinni‘\ sem sífellt er að hugsa en kemst ekki að niðurstöðu.“ „Víðtæk rannsókn fari fram á þvi hvað kostar að veiða hvert kiló af fiski eftir stærð báta eða skipa ...“ segir m.a í grein Jóns Ármanns. geti sett fram skoðanir sínar ef þurfa þykir. Allar veiðar á öngul verði gefnar frjálsar á næstu tveimur árum. Víðtæk rannsókn fari fram á því hvað kostar að veiða hvert kíló af fiski eftir stærð báta eða skipa og með hvaða veiðarfærum. Þetta feh í sér raunhæft mat til stefnumótun- ar til langrar framtíðar, m.a. hvað varöar samsetningu flotans og gæði aflans ásamt vinnu í landi fyrir fiskvinnslufólkið og nýtingu fiskvinnsluhúsa sem nú eru til. Fiskveiðitímabil verði þijú á 12 mánuðum. Óhjákvæmilegt er að setja höml- ur á viss veiðarfæri, bæði hvað varðar frjálsa notkun, tíma og stað- setningu innan landhelginnar. Refsing gegn brotum Landhelgisgæslan fái stóraukið vald til að fylgjast vel með veiðum og settar reglur verði virtar. Þung refsing sé gegn brotum. Markmið þessarar nýju stefnu er að tryggja raunhæfan jafnstuðul afla milli ára og t.d. setja það markmið að þorsk- afli verði 360-420.000 tonn. Annar afli með hliðsjón af hámarksnýt- ingu undanfarinna ára. Það er skoðun okkar að með gjör- breyttu fyrirkomuiagi megi stór- auka .verðmæti sjávarafla og mönnum verði gert það alveg ljóst að það er á eigin ábyrgö hvernig tekst til um árangur og hagsæld en ekki byggt á braski og peninga- magni, jafnvel frá erlendum aðil- um. Þessi breytta stefna þarf að hefj- ast nú þegar í haust. Það er stað- reynd að núverandi kvótakerfi og útfærsla á því hefur leitt af sér ægilegt þjóðarslys hvaö varðar þróun í aíla og eignarhald á veiði- skipum og bátum. Menn verði fijálsir að því að velja það sölu- kerfi á afurðum sem tryggir besta afkomu. Ríkisvaldið hætti að gera sérstakar efnahagsaðgerðir tii að tryggja afkomu einstakra greina og menn geti ekki lengur gert út á það. Jón Ármann Héðinsson Af litlum prent- villum og stórum Ráðhús Reykvíkinga er risið í allri sinni dýrð og búið að vígja það með pompi og pragt. Reykvíkingar hafa svo tugþúsundum skiptir skoðað glæsilegt hús sem kemur til með að standa föstum fótum þar sem því var valið aðsetur. Af lítilli prentvillu Nokkrum dögum fyrir vígslu ráð- hússins uppgötvaðist lítil prent- villa í ljóði sem sandblásið var á einn glugga hússins. Enda þótt ,j“ sé hinn ágætasti stafur og alls góðs maklegur þá verður hann að standa í réttu umhverfi til að njóta sín. Þegar honum-er skotiö inn þar sem hann á ekki heima virkar hann hins vegar eins og skrattinn úr sauðarleggnum og getur jafnvel eyðilagt heilt ljóð. Því var kostað til þess allt að einni milljón króna að fjarlægja ,joðið“ úr glugganum svo heildarmynd ljóðsins nyti sín. Allt fór því vel á endanum. Aföllu stærri prentvillu Á sama hátt og röng staðsetning ,joðsins“ var mönnum óbærileg í ljóði Tómasar er það mín skoðun að enda þótt Ráðhúsið sé vafalaust hin vandaðasta og besta bygging út af fyrir sig er staðsetning þess í enda Tjarnarinnar meiri háttar stílbrot. Útsýniö af Skothúsvegin- um upp mót bænum var eitt af fáum stöðum í bænum þar sem heiileg götumynd blasti við. Tjamargatan með húsaröð sem samsvarar sér vel, Alþingishúsið, KjaHarinn Gunnlaugur Júlíusson form. Alþýðubandalagsins í Reykjavík og fulltr. í ferðamála- nefnd Reykjavíkur Iðnó og Iðnaðarmannahúsið fyrir enda Tjarnarinnar og síðan Kenn- araskólinn, Fríkirkjan og fleiri byggingar suður Fríkirkjuveginn sköpuðu heillegan og að mörgu leyti fallegan ramma utan um Tjörnina. Þessari götumynd hrá m.a. fyrir í sjónvarpinu um dag- inn,þegar sýnd var samantekt um Halldór Laxness. Hún heyrir sög- unni til, eftir að Ráðhúsið reis og trónir nú fyrir norðvesturenda Tjarnarinnar. Afsovéskri hliðstæðu Ég kom í fyrra til Sovétríkjanna þáverandi og kom þá meöal annars inn fyrir Kremlarmúra. Þar stend- ur Þinghús Sovétríkjanna sem byggt var fyrir nokkrum áratug- um. Það er gríðarleg bygging úr gleri og steinsteypu, sem stingur vægt sagt óþyrmilega í stúf við nærliggjandi byggingar sem erú frá sautjándu og átjándu öld, meðal annars hinar frægu kirkjur með gulllögðu þökunum. Þetta athæfi Sovétmanna, að troða gler- og steinsteypuferlíki niður fyrir innan Kremlarmúra, og skemma þar með heildarmynd svæðisins út frá byggingarlegu og menningarlegu sjónarhomi, vakti mikla gremju víða um heim. Hún var svo mikil að Sovétríkin misstu stöðu sína í stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem annast slík menn- ingarmálefni og fjárframlög frá þeim. Ég verð að segja eins og er að þegar ég geng yfir Skothúsveginn og horfi norður yfir Tjörnina þá verður mér iðulega hugsað í aust- urveg til gler- og steinsteypuferlík- ins innan Kremlarmúra því þar er nokkra samsvörun að finna. Mistök sem ekki verður úr bætt Ráðhúsið er staðreynd og verður ekki flutt þaðan sem það er. Um það þýðir ekki að fást hve vel fólki líkar sú staðreynd. Ekki er um það deilt að sem hús er byggingin að mörgu leyti vel úr garði gerð. En sá réttur fólks að hafa skoðun á því hvort það sómi sér vel eða illa í núverandi mynd verður samt ekki frá því tekinn. Bygging eins og Ráðhúsið á að hafa rúmt um sig og sjást víða aö fyrst farið var að byggja það á ann- að borð en ekki hljóta þau örlög að vera troðið niður í tjamarendann þar sem er hvorki pláss fyrir þaö né umhverfi sem því hæfir. Stað- setning Ráðhússins er dæmi um byggingarleg og skipulagsleg mis- tök þannig að það stingur jafnt í stúf við umhverfi sitt og auka, joð- ið“ í ljóði Tómasar en því miður eru leiðréttingar ómögulegar í þessu tilviki. Gunnlaugur Júlíusson „Staðsetning Ráðhússins er dæmi um byggingarleg og skipulagsleg mistök þannig að það stingur jafnt 1 stúf við umhverfi sitt og auka, joðið“ í ljóði Tómasar... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.