Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992. 17 Fréttir Birkivín: Ný af urð í skógarbúskap Sígrún Björgvinsdóttir, DV, Egilastöðum; „Viö gerum ráð fyrir að geta safnað 400 lítrum í vor. Það er tappað af 100 tijám í Egilsstaðaskógi og álíka mörgum í Miðhúsaskógi. Það er mjög misjafnt hve mikið fæst úr hveiju tré en mest kemur um einn lítri úr tré á sólarhring. Aðeins er tekinn safi þegar trén eru að laufgast. Við settum upp flöskur í gær og fengum 30 lítra úr þeim 100 tijám sem borað var í hér og gerum ráð fyrir að álíka hafi komið á Miðhús- um,“ sagði Jóhann Þórhallsson, starfsmaður hjá Héraðsskógum, í samtali við DV. Á vegum Héraðsskóga er í sumar verið að gera tilraun með framleiðslu birkivíns. Vínið verður framleitt í Mjólkurstöð Kaupfélags Héraðsbúa og verður tilbúið til neyslu í haust. Vínið verður bragðbætt með birki- laufum en annars er uppskriftin al- gjört leyndarmál. Því miður náði fréttamaður ekki í Helga Gíslason, framkvæmdastjóra Héraðsskóga, þar sem hann var á leið til útlanda. En hann hefur þó látið í það skína að þetta vín verði Héraðsvín í þess orð fyllstu merk- ingu og ef til vill aðeins selt hér eystra. Fréttamaður smakkaði safann sem rann úr tijánum og var hann bragð- lítill. Flöskumar höfðu verið tæmdar kl. sex síðdegis en þegar fréttamann bar að um níuleytið var einungis smádropi í einstaka flösku. Trén virtust greinilega vera farin að sofa. Mest rennur úr þeim að morgni. Það var 1. apríl í vor sem fréttin um birkivínið kom fyrst fram. Senni- lega hefur mörgum orðið á að glotta út í annað og hugsa. Nei, þið platið mig ekki með svona vitleysu. Þeir geta þá væntanlegá brosað enn breið- ar í haust þegar veigamar fara að renna um hálsa. Tappað af trjánum - Jóhann Þórhallsson, starfsmaður Héraðsskóga. DV-mynd Sigrún Loöskinn Sauöárkróki: Framleiðslan selst jaf nóðum ÞórhaQur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki; Mjög vel gengur nú í sölu- og mark- aðsmálum sútunarverksmiðju Loð- skinns. Öll framleiðsla þessa árs er seld, liðlega 80 millj. kr. verðmæti, og aö sögn Birgis Bjamasonar fram- kvæmdastjóra hefði verið hægt að selja meira. Gott útht er á að öll fram- leiðsla ársins seljist beint sem gerir rúmar 200 milljónir króna. Svipaður fjöldi starfar í Loðskinni nú og áður - um 50 manns. Mokkaskinn eru mjög eftirsótt nú en Loðskinn hefur sérhæft sig í fram- leiðslu þeirra. Birgir segir mikla breytingu hafa orðið á framleiðslu og mörkuðum síðan endurskipu- lagning rekstursins hófst 1990. „Varan þótti ekki nógu góð og fyrir- tækið hafði misst öll sín viðskipta- sambönd þannig að byggja varð upp markaöinn að nýju. Við höfum náð þessum mörkuðum aftur og erum að fá nýja. Aðallega er selt til Ítalíu, Kafarinn leggur frá bátnum eftir skoðunina. Höfn: DV-mynd Ragnar Slapp óskemmdur af skerinu Júlía Imsland, DV, Hcfn; Skipveijar á Dala-Rafni VE gátu hrósað happi með að sleppa klakk- laust í innsiglingunni á Hornafirði fyrir skömmu, þegar þeir lentu á Hleininni - skeri út af Hvanney. Báturinn sigldi í 20 metra fjar- lægð frá Hvanney en venjuleg inn- siglingarleið er um 100 metrar frá eynni. Mikið högg varð þegar bát- urinn tók niðri á skerinu án þess að stöðvast. Þegar botn skipsins var skoðaður af kafara voru engar skemmdir sjá- anlegar utan rispur og menn eru að geta sér til að Dala-Rafn muni hafa runnið yfir skerið á kjölnum og slingurbrettinu. Starfsstúlkur Loðskinns aö snyrta mokkaskinn. DV-mynd Þórhallur Bretlands og svolítið til Skandinavíu. Það er jafnvel útlit fyrir að Bandarík- in fari að koma inn,“ sagði Birgir. Loðskinn fékk á síðasta hausti 100 þúsund gærur og á það að duga fyrir- tækinu miðað við þann starfsmanna- fjölda sem er í dag og 8-10 stunda viimudag. Héraösskógar: Lerki plantað í340 hektara Lerki sótt í þriggja hæða kerru sem tekur 147 bakka. DV-mynd Sigrún Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: Nú er útplöntun hafin af fuUum krafti hjá Héraðsskógum. Það verða 840 þúsund plöntur sem fara í jörð í vor. Þetta er allt lerki og nægir í 340 hektara. Af einstökum jörðum verð- ur mest plantað í Vallanesi, 180 þús- und plöntur, en alls er plantað á 31 bújörð. Bændur vinna nú í mun meira mæh sjálfir við plöntun. Það er mjög jákvætt og í samræmi við þær hug- myndir sem upphaflega voru uppi um þetta verkefhi. Þórir Ólafsson skólameistari afhendir Ástrósu Þorsteinsdóttur prófskírtein- ið. DV-mynd Kristján * Stykkishólmur: Fyrsti stúdentinn útskrifaður Kristján Sigurösson, DV, Stykkishólmi: Skólaslit Grunnskólans í Stykkis- hólmi fóru fram í Stykkishólms- kirkju miðvikudaginn 27. maí. Skóla- stjóri, Lúðvíg A. Halldórsson, flutti ávarp og veitti viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur. í tengslum við skólaslitin var einnig haldin vegleg sýning á munum er nemendur hafa unnið í vetur og vor. Sá ánægjulegi atburður átti sér stað að í fyrsta sinn var útskrifaður stúdent hér í Stykkishólmi, Ástrós Þorsteinsdóttir útskrifaðist af félags- fræðibraut frá Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi. Ástrós stundaði nám sitt í Stykkishólmi við fram- haldsheild grunnskólans en hér er rekin í tengslum við Fjölbrautaskól- ann á Akranesi 2ja ára framhalds- deild eftir 10. bekk. Eftir þau tvö ár stundaði hún námið utanskóla. Þórir Ólafsson, skólameistari Fjölbrauta- skóla Vesturlands, afhenti Ástrósu prófskírteinið og óskaði henni til hamingju með glæsilegan árangur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.