Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992. 19 ______________________Menning Edith Södergran farga sér sjálfur. Við eigum að elska langar sóttar stundir lífsins, hin þröngu ár löngunarvonar eins og þær örstundir er eyði mörkin blómgast. Þetta Ijóð dregur upp andstæðar myndir af náttúmni umhverfis. Annars vegar er hei- maland mælanda, þar sem ekkert sést fyrir Bókmenntir örn Ólafsson skógum, nema stök reykjarsúla og jám- brautarteinamir, sem tákna útþrá, „flótta". En markmið þeirrar þrár birtist í mynd sem er ekki síöur kyrrstæð og tómleg, í staö jám- brautarteinanna kemur nú tákn innilokun- ar, múrveggur, að vísu rósum skreyttur. Því verður næsta mynd aftur af heimalandinu, og nú nærmynd. Og því dregur mælandi þess ályktanir um tómið í miðju ljóðinu og á þessu byggist lífsspekin í lok þess. Merki- legt er að sjá hlutverkaskipanina, viðmæl- andi er fuiltrúi tilflnninga, útþrár, ástleitni og loks sjálfsmorðslöngunar, e.t.v. er það síð- asttalda viðbrögð við tómleikatali mælanda. Þetta ljóð sýnir margt sem er dæmigert fyrir Södergran. Hún dregur upp áhrifami- klar myndir í fáum, markvissum dráttum, af þvilíku öryggi, að útkoman virðist mjög einfold. Og sú skoðun styrkist af öðm ein- kenni, hér sem svo oft endranær, er hún að rökræða, álykta. Það em því fullkomin öfug- mæli að kenna ljóð hennar við módemisma (sem einkennist af sundurleysi, óröklegri framsetningu), enda þótt það sé málvenja á Norðurlöndum, vegna þess að ljóð hennar hafa þótt nýstárleg þegar þau komu fram á öðmm áratug aldarinnar. Rökræðin bók- menntaverk, eins og þessi ljóð Södergran, era fundið fé fyrir menntamenn, því helsta samkenni þeirra er einmitt að fást við hug- myndir. Því gera margir bókmenntatúlkend- ur ekkert annað en að pæla í hugmyndum skáldverka, rétt eins og þau væm blaða- greinar. Það sýnist mér einkenna þann feiknaáhuga á Södergran, sem er landlægur í norrænum háskólum. Því Uggur mér við að segja að hún sé ofmetinn höfundur, en hitt er þó sanni nær, að hún sé víða rangmet- in, henni sé unað fyrir yfirlýsingar um ævar- andi einmanaleik mannssálarinnar, og sér- staklega þó, irni að tilfinningaköld karlhross geti ekki skilið fíngert sálarlíf kvenna. En hver skussi getur sett fram slíkar hugmynd- ir, Södergran er fyrir annað merkilegri. Von- andi verður þetta þakkarveröa ljóðasafn til að opna augu manna fyrir því, hve máttug uppbygging ljóða hennar er. Edith Södergran: Landió sem ekki er til. Njöröur Njarðvik íslenskaði. Urta, Rvfk 1992, 71 bls. Þetta ljóð er vel upp byggt, svo einfalt sem það virðist. Orðalag er endurtekið með til- brigðum, það skapar tilfinningu fyrir víta- hring þeim sem um er rætt. í I. hluta ljóðsins hefur þýðandi skipt um röð síðustu lína og það fimist mér ekki mega gera nema nauðsyn knýi til. En slík nauðsyn verður ekki séð hér, líkamleg tengsl elskend- anna áttu því að vera hápunkturinn en ekki tímasetning á þeim. Þetta er ekkert stórmál en þó er sjálfsagt að þýða eins nákvæmlega og hægt er með góðu móti. I Dagurinn kólnar aö kvöldi... Teygaöu ylinn úr lófa mér, hönd min er sama blóðs og vorið. Taktu hönd mína, taktu hvítan arm minn, taktu þrá minna grönnu axla... Undarlegt væri að finna höfuð þitt þungt við brjóst mér eina einustu nótt, nótt sem þessa. Enda þótt margt sé líkt með íslensku og svo skyldu máli sem sænska er þá er ekki alltaf einfalt að þýða af öðru á hitt. Það birtist í skondnu vandamáli í ljóðinu „Livets syst- er“. Karlkyni og kvenkyni í íslensku sam- svarar samkyn í Norðurlandamálum, en auk Það sætir tíðindum að fá á íslensku heila bók með ljóðum þessa fræga skálds. Hún lést á árinu 1923, aðeins rúmlega þrítug. Eitthvað hefur verið þýtt eftir hana á íslensku áður en ég hef ekki upplýsingar um það. Reyndar finnst mér að þær hefðu mátt vera í formála sem er stuttur en greinargóður. Hann skrifar þýðandinn, Njörður Njarðvík. Hér era tæp sextíu ljóð, það er rúmur fjórð- ungur allra ljóða Södergran. Það má telja vel að verið enda sýnist mér hér vera m.a. kunn- ustu ljóðin. Hér era þó ekki afórismar henn- ar, stuttar, spakmælakenndar klaustm- í lausu máh. Það hefði gefið fyllri mynd af verkum skáldsins að þýða nokkurt úrval þeirra. Ekki treystist ég til að leggja mat á val þýðandans að öðra leyti enda er eðlilegt að það sé huglægt, menn þýða það best sem til þeirra höfðar. Þú leitaðir blóms og fannst aldin Þú leitaðir lindar og fannst haf. Þú leitaöir konu og fannst sál - þú ert vonsvikinn. þess er í því máli hvorugkyn. Nú kaus skáld- konan að tala um líf og dauða sem systur, en bæði orðin era samkyns í sænsku. En nafnorðið dauði er karlkyns í íslensku, og því þýðir Njörður „Livets syster" sem „Bróð- ir iífsins", og breytir um kyn allt ijóðið í gegn; kvenvera verður karl. Þetta finnst mér of langt gengið enda er persónugerð mynd dauðans í ljóðinu mjög kvenleg samkvæmt ríkjandi hugmyndum. Þá hefði verið sköm- minni skárra að þýða: „Lífið líkist helst Hel, systur sinni“, enda þótt „hel“ sé hátíðlegra orð en „döden“. Ogjafnvel hefði verið skárra að segja: Dauðinn er systir lífsins, o.s.frv. Önnur dæmi um þýðingarskyssur eru fá, nefna má að í lokahnu ljóðsins „Tvær gyðj- ur“ ætti að standa: „og þeirri þungu bölvun sem hvfiir með bömum í mæðranna skauti"; hér á að vera með í stað á, bölvunin hvílir á 'mæðrunum, en ekki á bömunum. í ljóðinu „Famtíð mín“ var mesti óþarfi að breyta „skal“ í „mim“, skal fer betur þegar einhver talar í eigin nafni, því „munu“ merkir að hann geri ráð fyrir einhveiju, búist við því. En mælandi þessa ljóðs veit mætavel hvað hann ætlar sér að gera. Við skulum að lokum hta á eitt af seinni Ijóðum Södergran, áður en hún gerði tveggja ára hlé á yrkingum. Ekkert Ver rótt, mitt bam, því það er ekkert til, og allt eins og þú sérð: skógar, reykur og flótti brautarteinanna. Einhvers staðar langt í burtu í fjarlægu landi er blárri himinn og múrveggu með rósum eða pálmi og hlýrri vindur - og það er ailt og sumt. Það er ekkert annað til en snjór á grenigrein. Það er ekkert til að kyssa hlýjum vörum, og allar varir kólna um síöir. En þú segir, bam mitt, að hjarta þitt sé máttugt, að lifa til einskis sé minna en að deyja. Hvað vildir þú dauðanum? Finnur þú viðbjóðinn sem leggur af klæðum hans, og ekkert meiri viðurstygð en aö Þýðingin Yfirleitt þýðir Njörður afar nákvæmlega, skhar hrynjandi auk orðanna hljóðanar í réttum blæbrigðum stíls og á eðlilegri ís- lensku. Þetta má sjá t.d. á fyrsta ljóðinu, „Dagurinn kólnar...“ IV. hluti þess er með kunnustu ljóðum Södergran (hér er leiðrétt prentviha sem slæðst hefur inn í þriðju línu, þar stendur óvart: Þau í stað: Þú): . Njörður Njarðvík hefur þýtt Ijóð Edith Södergran. Hressóskáldin í þessu safni birtast verk eftir fimm höf- unda, auk formála Haralds Ólafssonar. Ekki segir hver hafi vahð í þetta bindi, hvað þá frá hvaða sjónarmiðum. Helst er að skiija að tengsl höfunda séu fyrst og fremst borð á Hressingarskálanum og gamah kunnings- skapur yfir kaffibohum þar. En þetta era býsna ólík verk. Agnar Þórðarson og Bjöm Bjarman eiga eina smásögu hvor, tólf ljóð era hér eftir Gunnar Dal en tvö eftir Þorgeir Þorgeirsson, sem auk þess á hér endurskoð- aða frásöguna „Hindurvitni" sem upphaflega birtist í bókinni Kvunndagsfólk fyrir átján árum. Ennfremur er hér ríma eftir Svein- bjöm Beinteinsson. Ríma Sveinbjöms finnst mér afleit. Og þar kenni ég fyrst og fremst um bragnum sem er eins og draugur upp úr öðram draug, svip- ur einn. Sú var tíðin að mönnum þótti mergj- að að hafa klám hringhent, aht klingjandi af rími. En það er nú orðið stingandi að orð era valin með tilhti til ríms og stuðlunar en ekki stíls. Þvi fara öh blæbrigði framsetning- ar forgörðum, hún verður mjög geigandi í merkingarhtlu orðahröngh. Dæmi af skásta tagi: Kvendið hnekkti hægð og spekt. Hóflaus nektin birtist. Nautnaskektu fleytt var frekt, fleyiö lekt þó virlist. Eikin trafa stinnan staf studdi grafalvarleg. Eftir gaf, svo gekk á kaf gaur í safans farveg. Bókmenntir Örn Ólafsson Ljóð Gunnars Dal era kunnugleg. Þetta era einfaldlega hugsanir, settar fram á sem ein- faldastan hátt. Mikiö ber á viðkvæmni, oft er þetta í mæðulegum tón. Mér finnst þetta tilkomuhtið, mest heldur flatrímaðar khsjur, t.d. er heimurinn sagður „frjáls og fagur“. Og það er eins og við var aö búast að htið bam bæri „ljós og yl“ með vorinu. En þetta höfðar víst til einhverra: Langferð Þú leggur í langar ferðir, litla barnið mitt. Hinum megin við homið er húsið þitt. Heimurinn frjáls og fagur þér fagnandi mætir nú. f vatninu vaðið þið saman vorið og þú. Bamið mitt í bæinn berðu Ijós og yl. Við skulum hjálpa vorinu að verða til. Stóram skárri era prósaverkin. Þorgeir Þorgeirsson birtir hér aftur lokasöguna úr Kvunndagsfólki. Sagan er nokkuð breytt, aðahega orðalagsbreytingar, einnig er fáein- um efnisatriðum sleppt og hugleiðingar sett- ar í staðinn. Ekki firmst mér það tíl bóta. En sjálfsagt nær þetta hefti til ýmissa sem ekki hafa lesið Kvunndagsfólk. Þetta er prýð- issaga og leynir svolítið á sér. Annars vegar er mósaíkmynd bemsku, gerð úr gömlum minningabrotum. Hún virðist ólíkt ham- ingjuríkari en tómleg vera sögumanns. En það er alkunna hve mikU sköpun er lögð í gamlar minningar, hins vegar er nútíma- myndin einkennUeg, hversdagslegustu atvik hanga ekki saman þegar farið er að grufla í þeim. Saga Bjöms Bjarman segir frá jólum á Akureyri laust fyrir 1930, frá sjónarhóh htíls drengs. Hann missir afa sinn og fær systur í staðinn. Það finnst honum U1 skipti, enda er því vel lýst hvíhk upphefð honum var í því að virðulegur afinn meðhöndlaði hann sem jafningja. Þetta er geðþekk mynd af hugarheimi drengs á löngu hðnum tíma en ekki sérlega áhrifamikU né eftirminnUeg, enda stutt (10 bls.). Einna mestur fengur þykir mér í sögu Agnars Þórðarsonar sem segir frá sunnudag- sökuferð vel stæðra miðaldra hjóna. Þessu er lýst frá sjónarmiði konunnar sem er mædd á því hve mikih tréhestur kallinn hennar er, hugmyndasnauöur vinnusjúkl- ingur sem aldrei getur unnt sér smáhvíldar tíl að pjóta ahs þess sem hann hefur aflað. Að vísu er sagan óþarflega kennimannleg, það er svo mikið kappsmál að keyra boðskap- inn ofan í lesendur að ekki virðist gert ráð fyrir umtalsverðum skilningi þeirra. En sag- an skiptir inn gír þegar hún berst inn að Kleppi, bernskuslóðum höfundar. Þá verður frásögnin aUt í einu myndræn og lifandi, öðlast sjálfstætt gUdi í stað þess eins að koma lesendum í skilning um lifsspeki. Þetta hefti er merkt nr. 1, og lofar hreint ekki góðu. Vonandi taka aðstandendur skáldskapinn alvarlegar næst. Svo era önnur kaffihús á íslandi sem era enn þéttsetnari skáldum, einkum Mokka. Svona kaftihúsa- hefti geta verið ágæt bókmenntakynning. Hressóskáldin, 1. bindi. Hringskuggar, Rvik 1992, 52 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.