Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992. LífsstíU Verðkönnun DV í stórmörkuðunum á Akureyri: Heildarverðið er lægst í Hagkaupi Gyffi Kristján3son, DV, Akureyri; Við verðkönnun DV í matvöru- verslunum á Akureyri kom í Ijós að vöruúrval í verslununum er mjög mismunandi og erfitt að bera saman stærri verslanimar nema þá Hag- kaup og Kjörmarkað KEA í Hrísa- lundi. Af 19 vörutegundum á inn- kaupalista DV fengust 17 tegundir í báðum þessum verslunum og Hag- kaup hefur vinninginn gagnvart Hrísalundi. Af þessum 17 vörutegundum voru 12 ódýrari í Hagkaupi, þrjár í Hrísa- lundi og tvær tegundir voru á sama verði. Þrátt fyrir þetta er heildar- verðmunur ekki nema 58 krónur og munar þar mestu að á þeim þremur vöruflokkum, sem voru ódýrari í Hrísalundi, munaði alls um 200 krón- um. Þar vegur verð á nautafillet mest en það kostaði 1.807 krónur í Hrísalundi á móti 1.975 krónum í Hagkaupi. - Heildarverð 17 vöruteg- undanna í Hagkaupi var 3.789 krónur en 3.847 í Hrísalundi. Ódýrt í Nettó Aðeins fengust 9 vörutegundir af listanum í öllum verslununum þremur, Hagkaupi, KE A í Hrísalundi og hinni nýju Nettó-verslun KEA, og útkoman varðandi þessar 9 vöruteg- Akureyri Reykjavík Vörur Hagkaup KEA KEA Fjaröark. Hagkaup Bónus Nettó Hrísal. Kringlan Hveiti, Pillsbury's, 2,26 kg 145 X X 134 145 109 Cheerios, 275 g 137 X 145 130 137 125 Piparsósa, Toro, 32 g 39 36 39 39 39 36 Súpa, Maggi, aspas 48 45 48 46 48 45 Kaffi, Merrild, 500 g 249 X 290 257 249 218 Bananar, 1 kg 125 99 115 125 125 88 Kfnakál, 1 kg 163 245 144 164 285 139 Nautafillet, 1 kg, 1. fl. 1.975 X 1.807 1.842 1.695 X Pilsner, Pripps, % I 58 57 79 69 58 46 Diet-Coke, 33 cl 59 X ’ 69 59 56 Handsápa, Lux,75g 23 X 37 23 23 21 Sjampó, Nivea, 300 ml 147 159 180 151 147 134 Salernispappir, Papco, 4 rúllur 99 X 123 106 89 X Eldhúsrúllur, Papco, 2 rúllur 99 96 119 104 X X Dömubindi, Camelia, 10 stk. 76 X 89 79 76 X Tannkrem, Colgate, staukur 146 X 192 168 133 X Pylsusinnep, SS 52 48 67 52 52 10 Te, Braga, 20stk. X 73 80 79 79 X Rakvél, GilletteSensor 294 277 296 150 299 X undir var KEA Nettó mjög í hag. Þar voru 7 vörutegundir ódýrastar en tvær í Hagkaupi. Hins vegar var heildarverð þessara vörutegunda lægst í Hagkaupi eða 1.025 krónur, í KEA Nettó 1.062 krón- ur og í KEA Hrísalundi 1.087 krónur. Varðandi þessar 9 vörutegundir vakti mesta athygli verð á kínakáli sem kostaði 144 krónur í Hrisalundi, 163 krónur í Hagkaupi og hvorki meira eða minna en 245 krónur í KEA Nettó. Á töflunni hér á síðunni sést sam- anburður úr sambærilegri könnun frá verslunum í Reykjavík sem birt- ist þann 26. maí í DV. Þar sést að Hagkaup er í flestum tilfellum með sama verð í Reykjavík og í verslun sinni á Akureyri en þó er ekki sama verð í 4 tilfellum. Verðlag í Fjarðar- kaupi er á mjög svipuðum nótum og verðlag í Hagkaupi og KEA í Hrísa- lundi. KEA Nettó á Akureyri er verslun sem rekin er með Bónus-sniði. Ef verðlag þar er borið saman við Bónus í Reykjavík sést að verðlag í Bónusi er í flestum tilfellum lægra og í eng- um tilfellum hærra. í aðeins 7 tilfellum af 19 eru tegund- imar fáanlegar í öllum verslunum. Á súluritinu sést samanlagt verð þeirra tegunda í 5 verslunum. Tegundirnar sjö í innkaupakörfunni eru Toro pip- arsósa, Maggi aspassúpa, bananar, kínakál, Pripps pilsner, Nivea sjampó og SS pylsusinnep. Bónus kemur þar langhagstæðast út en á óvart kemur að KEA Nettó er með hæsta samanlagða verðið, 135 krón- um hærra en Bónus. -ÍS Grilltlminn er byrjaður - vanda skal til vals á kjötinu á grillið og til verkunar þess Óskar Finnsson veitingamaður leiðbeindi um meðferð og umgengni á grillinu og lagði rika áherslu á að það væri vel þrifið og ávallt tandur- hreint áður en grillað er. DV-mynd Hanna Sumrin hér á landi eru stutt en að jafnaði vel notuð hjá íslending- um. Eitt af því sem tilheyrir sumr- inu hér á landi er að taka fram grillið og elda .grillmat. í sumra augum táknar það byrjun sumars- ins þegar fyrsta griUmáltíðin er etin. Það telst orðið til undantekn- inga að ekki sé til grill á hveiju heimili, kola- eða gasgrill. Á síð- ustu árum hefur úrval tegunda af grillum stóraukist og verðið er orð- ið viðráðanlegt fyrir flesta. Gas- grillin hafa til að mynda lækkað í verði um allt að helming á síðustu 3-4 árum og hægt er að fá ágætt gasgrill fyrir allt niður í 15 þúsund krónur. Á hinn bóginn er hægt að fiárfesta á íburðarmiklum gasgrill- um fyrir allt að 100 þúsund. Grillnámskeið í fyrsta sinn Hingað til hafa áhugasamir • grillarar notast við eigin hugvit, lært af sjálfum sér og öðrum við eldamennskuna. En vera kann að breyting verði þar á. Steikhúsiö Argentína efndi í maímánuði til grillnámskeiða í samvinnu við Bylgjuna og voru þau geysivel sótt. GreinUegt er að áhugi fólks fyrir eldun úti við á kola- eða gasgrilli er mikill enda er bragð matarins allt annað og frísklegra en þegar notast er við bakaraofnin eða eldun á hellu. Einn af leiðbeinendunum á nám- skeiðinu var Jónas Þór kjötverk- andi. „Við auglýstum þessi nám- skeið í 3 eða 4 skipti í byrjun maí og ætluðum að halda alls 10 nám- skeið. Það fylltist strax í þau öll því áhuginn var svo mikill. Við urðum meira aö segja aö bæta við tveimur námskeiðum og komust færri að en vildu. Þetta er í fyrsta sinn sem grill- námskeið er haldið hér á landi en örugglega ekki í það síðasta. Ég er sannfærður um að það væri hægt að vera með grillnámskeið allt Neytendur sumarið með nægilegri þátttöku. Áformað er að halda grillnámskeið í apríl- og maímánuði á næsta ári. Þessi námskeið voru nfiög gagn- leg, ekki bara fyrir þá sem sóttu námskeiðin heldur og fyrir okkur. Við leiðbeinendumir lærðum einn- ig heilmikið og fengum praktískar upplýsingar frá áhugasömum grUl- urum,“ sagði Jónas Þór. Val á hráefni Blaðamaður neytendasíðu átti þess kost að sælfia eitt námskeið- anna. Var greinilegt af þátttakend- um að þeir voru ánægðir með kennsluna. Eitt af því sem tekið var fyrir á námskeiðinu var val á hrá- efni en um þann þátt sá Jónas Þór. Hann lagði mikla áherslu á mis- munandi verkunartíma kjöts eftir tegundum. Nautakjöt þarf langa verkun, 15-20 daga, en feitt nauta- kjöt heldur skemmri tíma. Lamba- kjöt þarf styttri tíma, 5-7 daga, og svínakjöt aðeins 4-6 daga. Ef kjöt er lagt í marineringu flýt- ir það niðurbroti kjötsins og styttir verkunartímann. Við val á kjöti skal athuga ht þess og fitumagn. Varast skal að velja mjög dökkt kjöt því þaö er óhæft í grillsteikur og fitan á Kjötinu þarf að vera hvít og stinn. Fita er merki um gott eldi og fltuinnvaf í vöðva tryggir mýkt og meira bragð. Jónas Þór lagði áherslu á að ef viðskiptavinur er óánægður með það kjöt sem hann kaupir beri honum skilyrðislaust að skila því til seljenda og bera fram kvörtun. Óskar Finnsson, veitingamaður á Argentínu, var með fyrirlestur um meðferð grfllsins. Hann benti á nauðsyn þess að þrífa grilhð ávaUt vel og hafa það tandurhreint. GriU- grindina er best að þrífa með vír- bursta, síðan með hráum lauk og pensla teinana með mataroUu fyrir griUun. „Fyrir mér er það sama að griUa á óhreinni grind og að bera fram mat á óþvegnum diski,“ sagði Óskar. Ef steinar eru í gasgriUi þarf að sjóða þá reglulega í vatni tíl að losna við óhreinindi af þeim. Óskar minntist einnig á það að bragð matarins þykir einnig betra af kolagriUum en gasgriUum en margir tækju þó gasgrillin fram yfir þar sem mun þægUegra er að elda á þeim. Aðrir leiðbeinendur á grillnám- skeiðinu voru Birkir Elmarsson sem sá um leiðbeiningar um val á víni með griUmat, Ingvar Sigurðs- son sem sá um eldun á grilU og Krisfián Sigfússon sem kynnti margbreytilegan griUmatseðU. í lok námskeiðsins var þátttakend- um leyft að smakka á íslensku nautakjöti sem hafði hlotíð tæplega mánaðarverkun og var það kjöt fullkomlega sambærilegt við það besta sem gerist erlendis. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.