Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Blaðsíða 4
Fréttir FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992. Úttekt á tekjum forstjóra: Hæstu f orstjóratekjur eru á aðra milljón á mánuði - stóreignamaöurinn Herluf Clausen með vinnukonuútsvar Þrátt fyrir efnahagslegan samdrátt í þjóðfélaginu þurfa forstjórar stór- fyrirtækja ekki aö lepja dauöann úr skel, samkvæmt úttekt sem DV hefur gert á tekjum þeirra síöastliðiö ár. Tekjuhæstur reyndist Thor Ó. Thors hjá Sameinuðum verktökmn með tæplega 1,3 milljónir á mánuði. Af tuttugu forstjórum reyndust flmmtán hafa meira en hálfa milljón í mánaðartekjur, þar af níu með meira en 800 þúsund. Auk Thors voru þrír með meira en milljón í mánaöartekjur; Hörður Sigurgests- son, Eimskip, Guðjón B. Ólafsson, SÍS, og Indriði Pálsson, Skeljungi. Athygli vekur að stóreignamaður- inn og heildsalinn Herluf Clausen hefur einungis um 102 þúsund krón- ur í mánaðartekjur eða minna held- ur en mörg vinnukonan. Hann á miklar fasteigiúr í Reykjavík, þar á meðal fjölda húsa við Laugaveg. Ekki síður vekur athygli að tekjur nokkurra forstjóra hafa minnkað miðað við sambærilega úttekt DV í fyrra. Þá voru til dæmis mánaðar- tekjur Davíðs Scheving Thorsteins- sonar, Sól, um 825 þúsund krónum hærri. Gunnar Hansson hjá Nýheija lækkar um 193 þúsund, Christian Roth hja ÍSAL um 46 þúsund og Ólaf- ur B. Thors hjá Sjóvá-Almennum um 169 þúsund. Hins vegar hækka tekjur margra forstjóra umtalsvert milli ára. Tekjur Thors Ó. Thors hækka um 190 þús- und á mánuði, Indriða Pálssonar um 243 þúsund og Sigurðar Helgasonar, Tekjur forstjóranna framreiknaðar mánaðartekjur 1991 í þús. kr. miðað við verðlag í júlí 1992 — 102 Herluf Clausen Jón Ásbergsson, Hagkaupigg§lg»H Garðar Valdimarss. skattstj. Höskuldur Jónsson, ÁTVR Ólafur B. Thors, Sjóvá/Alm. Ingim. Sigfússon, Heklu| Jóh. Ó. Guðmss., Securitas Davíð Sch. Thorsteinss., Sól Halldór Jónatanss., Landsv. Ingi R. Helgason, VÍSP Christian Roth, ísal Gunn. Hansson, Nýherja/IBM Geir Magnússon, Olíuf. Sig. Helgason, Flugleiðum Stefán Friðfinnss., ísl. aðalvt. Kristján Bjarnason, Skeljungi Hörður Sigurgestss., Eimskip Guðjón B. Ólafsson, SÍS Indriði Pálsson, Skeljungi Thor Ó. Thors, Sam. verktJ Flugleiðum, um 116 þúsund. Hörður Sigurgestsson hjá Eimskip, Guðjón B. Ólafsson hjá SÍS og Ingi R. Helga- son hjá VÍS hækka minna milli ára eða um 33 til 77 þúsund. Samkvæmt úttektinni eru tekjur forstjóra einkafyrirtækja mun hærri heldur en ríkisstofhana. Halldór Jónatansson hjá Landsvirkjun, stærsta fyrirtæki landsins, er til dæmis með 680 þúsund krónur í mánaðartekjur og Höskuldur Jóns- son hjá ÁTVR með 439 þúsund. Rétt er að taka fram að úttekt þessi nær einungis til tekna en ekki launa. Um er að ræða skattskyldar tekjur á mánuði eins og þær voru gefnar upp, eða áætlaðar, og útsvar reiknast af. Tekjumar miðast við 1991 og fram- reikningur á þeim byggist á um 3,8 prósent hækkun framfærsluvísitölu frá meðaltali 1991 til júh 1992. -kaa Höfuðstöðvar stóreignamannsins Herlufs Clausens, en uppgefnar tekj- ur hans eru litlar 102 þúsundir á mánuði. DV-mynd BG Útsvar samkv. álagn. '921 þús. kr. Tekjur á mán. '911 þús. kr. Thor Ó. Thors, Sameinuðum verktökum 1.028 1.223 Indriði Pálsson, Skeljungi 889 1.105 Guðjón B. Ólafsson, SÍS 831 1.033 Hörður Sigurgestsson, Eimskip 826 1.027 Kristinn Björnsson, Skeljungi 693 861 Stefán Friðfinnsson, isl. aðalverktökum 691 859 Sígurður Helgason, Rugleiðum 670 833 Geir Magnússon, Olíufélaginu 662 823 Christian Roth, ÍSAL 643 765 Gunnar Hansson, Nýherja/IBM 641 798 Ingi R. Helgason, VlS 561 69ð Halldór Jónatansson, Landsvirkjun 527 655 Davíð Sch. Thorsteinsson, Sól 513 610 Jóhann Óli Guðmundsson, Securitas .489 609 IngimundurSigfússon, Heklu 480 597 Ólafur B. Thors, Sjóvá-Almennum 360 447 Höskuldur Jónsson, ÁTVR 340 422 Garðar Valdimarsson skattstjóri 324 403 Jðn Ásbergsson, Hagkaupi 281 350 Herluf Clausen heildsali 79 98 í dag mælir Dagfari íslenskir ólympíusigrar Dagfari gleðst ipjög yfir árangri íslensku keppendanna á ólympíu- leikunum. Enda þótt mest hafi bor- ið á sigrum handboltamannanna mega menn ekki gleyma ágætri frammistöðu annarra íþrótta- manna. Má þar nefna badminton- fólk, júdókappa og svo skotmann- inn Carl J. Eiríksson. Carl náði að vísu ekki hópi þeirra fremstu í skotkeppninni en skýringin var sú að hans eigin sögn aö hann fékk of mikinn hjartslátt einmitt þegar keppnin fór fram. Það er ekki við þvi að búast að menn verði bestir eða efstir ef hjartað tekur upp á þeim déskota að slá hraðar en venjulega einmitt á þeim tíma sem keppendur keppa og þess vegna er Cari löglega afsakaður þótt hann hafi þurft að láta í minni pokann að þessu sinni. Dagfari vekur at- hygli á því að Carl J. Eiríksson hefur öðlast mikla reynslu af þátt- töku sinni á leikunum og hann á framtíðina fyrir sér. Afrek Carls á þessum leikum er hins vegar fólgið í því samkvæmt fréttum frá Barcelona að hann hef- ur klifraö upp á þak byggingarinn- ar sem hann og íslensku keppend- umir búa í og stillt tæki sín með þeim hætti að hann nær öllum út- varpsfréttum frá gömlu gufunni og getur þar af leiðandi upplýst ís- lendingana um allt það sem segir í fréttum hér heima. Af þessu má sjá að Cari er ómissandi maður í ís- lenska keppnisliðinu. Sundstédkumar okkar stóðu sig ágætlega miðað viö það að þær vom þreyttar og náðu sér ekki á strik í sundinu sjálfu. Að öðm leyti leið þeim vel í Barcelona og það er jú fyrir mestu að fólki höi vel á undan keppni og eftir keppni þó svo iha hafi viljað til aö þær hafi verið þreyttar meðan á keppninni stóð. Það getur jú komið fyrir aha. Um júdókappana er það að segja að þeir voru óheppnir. Þeir lentu í að ghma við keppendur sem voru betri en þeir. Það sjá allir að það er ekki að marka. Kúlukastarinn Pétur Guðmunds- son náði ekki í úrsht en það var aldrei við því að búast vegna þess að hann var meiddur fyrir leikana og gat ekki kastað almennhega í tvær vikur. Pétur segir að hann sé laus við meiðsh og það hafi glatt hann hvaö mest á þessum ólympíu- leikum. Það er ekki dónalegt fyrir íslenska íþróttamenn að geta notaö ólympíuleika th að finna út að þeir séu ekki meiddir og Pétur segir að nú sé hann thbúinn í slaginn og ætlar að keppa á mörgum mótum í haust. Þannig að ólympíuleikam- ir hafa heppnast vel þar sem Pétur er annars vegar. Vésteinn Hafsteinsson fékk gæsahúð þegar hann sá íslenska fánann blakta við hún eftir að hann hafði orðið tólfii í undankeppni kringlukastsins. Það er toppurinn á ferh Vésteins og segiöi svo aö gæsahúð komi ekki að gagni! Það eina sem kom í veg fyrir að Vé- steinn kastaði lengra var að hans sögn að hann var of sterkur í tveim köstum eftir að hann hafði kastað lengst í fyrsta kasti. Dagfari hefur ahtaf sagt þaö og segir enn að menn eigi að varast að vera of sterkir, sérstaklega í keppni þar sem menn þurfa að vera sterkir því ef menn eru of sterkir þá geta þeir ekki kast- að eins langt og hinir sem ekki eru eins sterkir. Vonandi passar Vé- steinn sig á þvi í framtíðinni að sthla styrk sínum í hóf svo að hann geti kastað jafn langt og hinir. Handboltamennimir okkar hafa slegið í gegn. Þeir eru nánast komnir í úrsht. Enginn reiknaði með því að handboltahðið okkar sphaöi á ólympíuleikum en engu að síður eru strákamir meðal þeirra bestu. Þetta sýnir að ahar æfingar og undirbúningur undir svona leika er hreinasti óþarfi. Því minna sem menn undirbúa sig því betri árangur, sem sannast í hand- boltanum. íslenskir íþróttamenn eiga að hætta að æfa þegar ólymp- íuleikar nálgast og bíða þess ein- faldlega að einhveijar þjóðir heltist úr lestinni eða verði dæmdar úr leik eins og gerðist með Júgóslaf- ana. Það er mikh gæfa fyrir íslenskan handbolta að þetta stríð skuli geisa í Júgóslafíu. Við eigum að senda Serbum baráttukveðjur og fagna því að borgarastyrjöldin skyldi hafa brotist út þar í landi. Annars hefðum við ekki komist á ólympíu- leika og ekki fengið tækifæri th að spha um guhið eða bronsið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.