Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992. íþrótdr________________ Stjörnustúlkur sigruðuVal Stjörnustúlkur sigruðu Val, 1-0, í 1. deild kvenna að Hlíðarenda í gær. Er þetta i annað sinn í sum- ar sem nýliðar Stjörnunnar sigra Valsstúlkur en áður höfðu þær slegið Val út úr bikarkeppninni. Stjömustúlkur byrjuðu af miklum kraíti og á 7. minútu átti Laufey Sigurðardóttir skot í slá. Anna Sigurðardóttir skoraði sig- urmark Stjömunnar á33. mínútu eftir laglegt samspil. Valsstúlkur sóttu meira í síðari hálfleik en náðu ekki að jafna metin. Amey Magnúsdóttir úr Val var bestl leikmaður vallarins. Hún er útsjónarsöm og hefur giíúrlega mikla yfirferð. Engin stóð upp úr í liði Stjömunnar sem kom ákveöið til leiks og var sigur þess sanngjarn. -ih Gylfi hættur með Selfossliðið Gylfi Gíslason hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari 2. deildar liðs Selfoss í knattspymu. Við starfi hans tekur Einar Jónsson sem lengi hefur leikiö meö Uðinu. Hann mun stjóma því í fyrsta sinn gegn Grindvíkingum á Sel- fossi á fóstudagskvöld en þá fer fram heil umferð í 2. deildinni sem vera átti I kvöld. KSÍ-klúbburinn KSÍ-Klúbburinn veröur með opið hús á ÍSÍ-hótelinu á sunnu- daginn fyrir landsleik íslands og ísraels í knattspyrnu. Dagskráin hefst klukkan 16.30 og þar mæta Eggert Magnússon, formaður KSI, Sveinn Jónsson, formaður KSÍ-klúbbsins, og Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari. Innheimta ár- gjalds og aíhending miða á leik- inn verður í kaffiterlu ÍSÍ klukk- an 16.30-17.30. -GH Vazqueztil Marseille Franska stórhöiö Marseille gekk í gær frá kaupum á spánska landsliðsmanninum Rafael Mart- in Vasquez frá ítalska hðinu Tor- ino. Kaupverðiö á Vaquez, sem er 26 ára, var 4,5 milljónir dollara. -GH GoKmót um helgina Opna Loftorkumótiö í golfl verður haldið á Hamarsvelh við Borgarnes á laugardaginn. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Skráning í golfská- lanum á föstudaginn frá 16-22 í síma 93-71663. Umtrésmótið haldið á Flúðum Opna Límtrésmótið verður haldið á sunnudagtnn á golfvefl- inum á Flúðum. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar og sérstök athygh er vakin á því að veitt veröa sérstök kvennaverð- laun, bæði með og án forgjafar. Panta skal rástíma í síma 98-66509 milh kl. 20 og 22 á föstudag og 14 og 22 á laugardag. -GH FírmakeppniHK íknattspyrnu Firmakeppni HK í knattspymu fer fram sunnudaginn 16. ágúst nk. Leikið verður á grasvelhnum í Smárahvammi 1 Kópavogi. Fyr- irtæki og hópar mega senda Uð í keppnina og nota 7 leikmenn inn á í einu. Nánari upplýsingar og skráning fer fram hjá Grétari í síma 44368 og Víöi f sfma 642009. Quincy Watts hjó næiTi Quincy Watts sigraði i 400 m hlaupi karla í gær á frábærum tíma. Quincy Watts frá Bandaríkjunum setti ólympíumet, hljóp á næstbesta tíma sem náöst hefur frá upphafi, er hann sigraði í 400 m hlaupinu í Barc- elona í gær á 43,50 sek. Landi hans, Butch Reinolds, á heimsmetiö, 43,29 sek., sett fyrir fjórum árum. Watts, sem er 22 ára gamall nemi, fékk frábært start og eftir 200 m leit út fyrir aö heimsmetið félh. í síðustu beygjunni fór hann að hægja örhtið á sér en kom þó í mark sem öruggur sigurvegari en heimsmetið hélt. Landi hans, Steve Lewis, kom næst- ur í mark á 44,21 sek. og Samson Kitur frá Kenía hreppti bronsið á 44,24 sek. Watts hljóp á 43,71 sek. í undanúrshtum sem nú er þriöji besti tími frá upphafi. Krabbeog Vináttulandsleikur í knattspymu gegn Israél á sunnudag: Arnór mun leika í stöðu „sweepers" - sterkt landsliö sem Ásgeir Elíasson teflir fram Asgeir Elíasson, landshösþjálfari í knattspymu, tilkynnti í gær landshð sitt sem leikur vináttulandsleik gegn ísraelsmönnum á Laugardalsvelh klukkan 18 á sunnudaginn. Uppi- staðan í hópnum er leikmenn sem unnu hinn glæsta sigur á Ungverjum í vor en auk þeirra hafa bæst í liöiö þeir Amór Guðjohnsen, Ólafur Þórð- arson, Siguröur Jónsson og Valdimar Kristófersson, markahæsti leikmað- ur Samskipadeildarinnar. Þaö sem mest kemur á óvart í liðs- skipan Ásgeirs er aö Amóri Guðjohnsen er stillt upp sem varnar- manni. „Ég hef lengi gengið meö þaö í maganum að sjá Arnór leika í stöðu aftasta varnarmanns og þessi leikur er gott tækifæri til aö sjá hann í þess- ari stöðu,“ sagði Ásgeir á blaða- mannafundi sem KSÍ boðaöi í gær vegna landsleiksins. Landshðshóp- inn skipa eftirtaldir 17 leikmenn: Birkir Kristinsson, Fram, Friörik Friðriksson, ÍBV, Guöni Bergsson, Tottenham, Valur Valsson, UBK, Kristján Jónsson, Fram, Amór Guðjohnsen, Anderlecht, Andri Mar- teinsson, FH, Baldur Bjamason, Fylki, Baldur Bragason, Val, Amar Grétarsson, UBK, Rúnar Kristins- son, KR, Sigurður Jónsson, ÍA, Ólaf- ur Þórðarson, Lyn, Þorvaldur Örl- ygsson, Nottingham Forest, Siguröur Grétarsson, Grasshoppers, Hörður Magnússon, FH og Valdimar Kristó- fersson, Fram. Eyjólfur Sverrisson og Kristinn R. Jónsson geta ekki leikið vegna meiðsla. ísland og ísrael léku í Tel Aviv í vor og þá urðu lyktir 2-2. 21 árs liðið leikur á Skaganum Þá leika á Akranesi klukkan 14 á sunnudag 21 árs hð þjóðanna. Ásgeir valdi 18 leikmenn sem em: Ólafur Pétursson, Friðrik Þorsteinsson, Láms Orri Sigurðsson, Pétur Mar- teinsson, Gunnar Pétursson, Sigurð- ur Örn Jónsson, Óskar Þorvaldsson, Steinar Guðgeirsson, Finnur Kol- beinsson, Þórhallur D. Jóhannsson, Ágúst Gylfason, Hákon Sverrisson, Ásgeir Ásgeirsson, Bjarki Gunn- laugsson, Amar Gunnlaugsson, Rík- haröur Daðason, Þórður Guðjónsson og Helgi Sigurðsson. -GH slæmum málum Þýsku ftjálsíþróttakonumar Katrin Krabbe og Grit Breuer era í slæmum málum þessa dagana. Framkvæmdastjóri og þjálfari þeirra hafa viðurkennt að þær hafi innbyrt asmalyf sem er á bannhsta alþjóðlegu ólympíu- nefndarinnar. Hins vegar heldur framkvæmdastjóri þeirra þvi frarn að yflrvöld í Þýskalandi hafi tilkynnt þeim Krabbe og Breuer að lyfiö væri ekki á bann- lista hjá þýska frjálsíþróttasam- bandinu. Þær Krabbe og Breuer voru í fréttum fyrr á þessu ári er þær voru sýknaðar af ákæram um lyfjaát ásamt Silke Möller. Þær Krabbe og Breuer vora tvívegis teknar i lyfjapróf í síöasta mán- uði og niöurstaöa hggur nú fyrir úr öðru prófinu. Reyndist hún hlaupakonunum óhagstæö. Ekk- ert veröur gert í máhnu fyrr en niðurstöður úr síðari prófunum liggur fyrir en það verður ekki fyrr en að ólympíuleikunum loknum. Reyndar er lyfið sem þær stöh- ur eru sakaðar um aö hafa tekið umdeilt og þaö var ekki fyrr en í síöustu viku sem alþjóða Ólymp- íunefndin setti það á bannhsta og þrír búlgarskir lyftingamenn voru sendir til síns heima. Lyfið er ekki á bannlista hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu en hins vegar eru í lyfinu efni sem era á bannhsta. Það gæti því farið svo að langan tíma tæki að fá úr því skorið hvort Katrin Krabbe og Grit Breuer verða dæmdar í fjög- urra ára keppnisbann eöa hvort þær sleppa aftur fyrir horn. -SK Landsleikurinná Hótel íslandi Handknattleikssamband ís- lands hefur ákveðiö aö sýna leik islands og Samveldisins á breíð- tjaldi á Hótel íslandi ídag og von- ast forráðamenn HSÍ eftir góðri mætingu og mikilli stemmningu á meðan á leiknum stendur. Að- gangseyrir verður 500 krónur og um leiö og handknattleiks- unnendur fá notið leiksins á stór- um skjá styrkja þeir Handknatt- leikssambandiö. Húsið veröur opnað klukkan sex. -SK a= :z: Ólympíuleikar í sjónvarpi Kl. 12.55 Tennis og frjálsar íþróttir, úr- slit, beint. Kl. 19.00 Ólympíusyrpa, helstu við- buröir dagsins. Kl. 22.40 Ólympíusyrpa, helstu viö- buröir dagsins. Kl. 23.10 ólympíusyrpa, helstu viö- buröir dagsins. EUROSPORT ***** Kl. 1130 Ólympíufréttir. Kl. 11.45 Tennis, undanúrslit, beint. Kl. 15.30 Eurosport fréttir 1. Kl. 16.00 Tennis, undanúrslit, beint. Kl. 18.00 Sundfimi, einstaklingskeppni, úrslit. Kl. 19.00 Frjálsar íþróttir, meðal annars úrslitakeppni í langstökki karla. Kl. 20.30 Körfubolti, undanúrslit, Bandaríkin - Litháen, beint. Kl. 22.00 Ólympíuklúbburinn. Kl. 22.30 Eurosport fréttir 2. Kl. 23.00 Hnefaleikar, undanúrslit. Kl. 01.00 Ólympíuklúbburinn. Kl. 01.30 Eurosport fréttir 2. Kl. 02.00 Tennis, svipmyndir frá undan- úrslitaleikjum frá þvl fyrr um daginn. Kl. 04.00 ólympíumorgunn. Kl. 04.30 Eurosport fréttir 2. Kl. 05.00 Ólympíuklúbburinn. Kl. 05.30 Ólympíumorgunn. Kl. 06.00 Tennis, undanúrslit frá því fyrr á dagskránni. Kl. 07.00 Siglingar á kajökum og kanó- um þar sem ólympíutitlar eru í boði, beint. Kl. 09.00 Tennis, úrslit í tvíliðaleik karla, beint. SCREENSPORT Ólympiuúrslit I 5 minútur á heila tím- ooooo ooooo Dagskráin á ÓL í Barcelona Hér aö neðan birtíst dagskráin í Barcelona í dag Frjálsar íþróttir Tugþraut, seinni dagur, hástökk kvenna, undankeppni, langstökk kvenna, undankeppni, 100 m grindahlaup kvenna, undanúr- sht, 200 m hlaup kvenna, úrsht, 200 m hlaup karla, úrsht, lang- stökk karla, úrsht, 400 m grinda- hlaup karla, úrsht, 1500 m hlaup kvenna, undanúrsht, 1500 m hlaup karla, undanúrslit, 100 m grindahlaup kvenna, úrsht, 5.000 m hlaup karla, undanúrsht. Körfubolti Brasiha-Puerto Rico, Ástraha- Þýskaland keppni um 5.-8. sæti. Króatía-Samveldið, Bandarík- in-Litháen undanúrsht. Hnefaleikar Undanúrsht í öllum þyngdar- flokkum. Róður Undanúrsht í keppni á kajökum. Skylmingar Liðakeppni, undankeppni, út- sláttarkeppni og úrsht. Fimleikar Nútímafimleikar, einstakhngs- keppni. Handbolti Undanúrsht kvenna, Samveld- ið-Noregur, S-Kórea-Þýskaland. Undanúrsht karla, Svíþjóö- Frakkland, Samveldiö-ísland. Hokkí Keppni um 5.-8. sætí kvenna og 5.-12. sæti karla. Sund Úrsht í einstaklingskeppni í sundfimi. Sundknattleikur A- riðill: Ástraha-Tékkóslóvakia, Bandaríkin-Þýskaland, Sam- veldið-Frakkland. B-riðill: Ung- verjaland-Holland, Ítalía-Grikk- land, Spánn-Kúba. Borðtennis Úrslit í einliöaleik karla. Tennis Undanúrsht í einhðaleik karla,. Andrei-Cherkasov-Jordi Arrese, Marc Rosset-Goran Ivanisevic. Undanursht í tvíhðaleik kvenna. Blak Leikið um 5. sæti karla og kvenna. Undanúrsht kvenna, Kúba-Bandaríkin, Samveldið- Brasiha. Fjölbragðaglíma Undankeppni og úrsht.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.