Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992. 5 Fréttir Atvinnuleysi í Reykjavík 1 júlí: Minnkaði um 15% milli mánaða -138% aukning milli ára Hjá Ráöningarskrifstofu Reykja- víkurborgar voru 1375 manns á at- vinnuleysisskrá um síðustu mánaða- mót. Þar af voru 772 konur, 601 karl og 2 skólapiltar. í heild er þetta 15% minna atvinnuleysi en fyrir júní síö- astliðinn. Miðað við sama tíma í fyrra hefur atvinnuleysi í Reykjavík aukist um 138%. Sumarvinnu skólafólks er víða lok- ið þannig að tölur fyrir námsmenn eru ekki marktækar að þessu sinni. Fyrir mánuði var 151 námsmaöur skráöur atvinnulaus. Þegar starfs- hópar eru skoðaðir kemur í ljós að flestir atvinnulausra eru meðal kvenna í verslunarstörfum. Um mánaðamótin voru 259 verslunar- konur atvinnulausar í Reykjavík. Alls voru 235 verkakonur atvinnu- lausar en 216 verkamenn. Atvinnu- lausir karlmenn í verslunarstörfum um mánaðamótin voru 84. Þá voru 69 öryrkjar án atvinnu. Athygh vek- ur að 5 flugmenn voru á atvinnuleys- isskrá, 2 verkfræðingar og 1 lyfja- fræðingur. -hih Skráning atvinnulausra í Reykjavík 7. ágúst 1992 772 1. ágúst 1991 323 254 Karlar Konur Karlar Konur ssa Fjöldi ölvaðra ökumanna sem teknir hafa verið um verslunarmannahelgi 1987 - 1992 1987 1988 1989 1990 1991 1992 DV 70 umferðaróhöpp á einni helgi - ölvunaraksturmesturfrál988 Samkvæmt upplýsingum Umferö- arráðs urðu 70 umferðaróhöpp um verslunarmannahelgina. Þrír hlutu alvarleg meiðsh en 11 manns meidd- ust lítillega. í átta tilfellum var ekið út.af vegi, fjórir bhar ultu og 47 árekstrar urðu, þar af 21 í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík. Umferðarráð telur umferðina hafa að flestu leyti gengið vel um þessa helgi í ár. Það setur þó svartan blett á hana hve margir voru teknir grun- aðir um ölvun við akstur, en þeir voru ahs 107 talsins og hafa ekki verið fleiri síðan 1988. Athygli vekur hve margir voru teknir að morgni dags, er þar greinilega um bílstjóra að ræða sem talið hafa óhætt að aka þrátt fyrir næturdrykkju. Umferðin var mjög mikh. Vegagerð ríkisins taldi, fyrir Umferðarráö, bUa sem fóru um ákveöna mælingastaði og reyndust þeir vera rúmlega 99 þúsund eða 1,2% fleiri en á sama tíma í fyrra en þá var metumferð sé miðað við talningar frá árinu 1978. -HK UTSALA ítenu GARÐURINN Kringlunni Tækifæri til að gera góð bflakaup fyrir helgina! Tegund Árgerð Verð Ford Escort 1985 350.000 Ford Fiesta 1983 130.000 Lada Samara 1989 320.000 Lancia Y-10 1988 170.000 Mazda 626 GLX 1983 250.000 MMCGalant 1984 280.000 MMC Lancer STW 1986 390.000 Nissan Pulsar 1986 340.000 Opel Ascona 1984 350.000 BMW728 1979 100.000 Opel Kadett 1985 350.000 Peugeot309 1988 390.000 OPIÐ: Virka daga kl. 10-19 og laugardaga kl. 13-17 ENGIN UTBORGUN RAÐGREIÐSLUR TIL 18 MANAÐA SKULDABRÉF TIL 24 MÁNAÐA Bflaumboðið hf. Krókhálsi 1 Reykjavík - Sími 686633 - Sími í söludeild notaðra bíla er 676833

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.