Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992. 15 Ný vídd í stjórnmálasöguna Ed. 349. Frumvarp til laga T181. mál] um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við islenska stjómmálaflokka. Flm.: Stefán Jónsson, Oddur ólafsson, Jón Árm. Héðinsson, Steingrimur Hermannsson. 1. gr. íslenskum stjórnmálaflokkum er óheimilt að taka við gjafafé eða öðrum fjár- hagslegum stuðningi til starfsemi sinnar hérlendis frá erlendum aðilum. 2. gr. Lög þessi taka til stjórnmálaflokka og félagasamtaka þeirra, svo og til hvers konar stofnana, sem starfa á þeirra vegum, beint eða óbeint, þ. á m. blaða. 3. gr. Bann það, sem felst i 1. gr. þessara laga, nær til hvers konar stuðnings, sem metinn verður til fjár, þ. á m. til greiðslu launa starfsmanna eða gjafa í formi vörusendinga. 4. f?r- Erlendir a8ilar teljast i lögum þessum sérhverjar stofnanir e6a einstaklingar, sem hafa erlent rikisfang, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða ekki. 5. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum allt að tiu milljónum króna og varðhaldi, ef sakir eru miklar. Fjármagn, sem af hendi er látið í trássi við lög þessi, skal gert upptækt og rennur til ríkissjóðs. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. „... vorið 1978 fluttu nokkrir þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi frum- varp til laga um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka." Frásagnir Jóns Ólafssonar, fréttamanns Ríkisútvarpsins, frá Moskvu og Sovétríkjunum fyrrver- andi hafa vakið verðskuldaða at- hygli. Er lofsvert, að unnt hafi reynst að gefa jafnfærum frétta- manni tækifæri til að segja frá hruni kommúnismans og leita í rústunmn að því, er snertir ísland sérstaklega. Leit Jóns Ólafssonar að heimildum, er varða íslandssöguna og stjómmál líðandi stundar, hefur borið merkan árangur eins og fréttir Sjónvarps hafa hvað eftir annað sýnt. í útvarpsþætti hinn 9. júli síðast- liðinn sagði Þór Whitehead sagn- fræðiprófessor meðal annars: „Ég vil benda á það, að fyrir nokkrum mánuðum kom Jón Ölafsson hing- að heim með gögn sem að mínu mati vörpuðu nýju Ijósi á íslenska stjómmálasögu, þó að það hafi eng- inn fjölmiðill nema Sjónvarpið fjallað um þau gögn enn þá. Og þessi gögn sýndu að árið 1940, vor- ið 1940, einu og hálfu ári eftir að Sósíalistaflokkurinn var stofnaður, eftir að öll samskipti vom rofin formlega við Moskvu, sótti Krist- inn E. Andrésson fyrirmæli til höf- uðstöðva Komintern [miðstöðvar heimskommúnismans í Moskvuj um stefnu og starfshætti Sósíalista- flokksins á Islandi. Og þessi flokk- ur hann starfaði hér frá 1940 og alveg fram á þennan tíma sem við erum að ræða um hér. Ég segi: Hvenær endaði þessi stjóm? Hve- nær lauk henni? Það hefur ekki verið upplýst enn þá, ég veit ekki hvort Jón er einhveiju fróðari um það. Þannig að þetta er sem sagt forsagan og þetta er að mínu viti ný vídd í íslenskri stjórnmálasögu, við erum að tala hér um völd og ítök erlends ríkis í einum stjórn- málaflokki íslands, stjórnmála- flokki sem átti aðild að tveimur rík- isstjórnum." Styrkur til Kristins Hinn 27. júlí síðastliðinn sagði Kjallaiinn Björn Bjarnason alþingismaður Jón Ólafsson frá því í fréttum Sjón- varpsins, að gögn sovéska komm- únistaflokksins sýndu, að Kristinn E. Andrésson, sem fór til Moskvu eftir fyrirmælum 1940, hefði enn verið í nánu sambandi við flokkinn 1970. Þá var Kristinn fram- kvæmdastjóri Máls og menningar og fór þess á leit við sovéska komm- únistaflokkinn, að hann styrkti út- gáfufélagiö til að forða þvi frá gjald- ■þroti. í skjölunum í Moskvu stendur, að hinn 9. maí 1970 hafi Kristinn verið kallaður í sovéska sendiráðið í Reykjavík og honum tilkynnt að sovéski kommúnistaflokkurinn myndi veita Máh og menningu 20 þúsund dollara styrk. Komu pen- ingarnir til landsins 21. maí 1970 og voru afhentir 22. maí. I Moskvu- skjölunum segir, að Mál og menn- ing hafi fengið sambærilegan styrk 1968. Þótt margar leiðir hafi verið farn- ar við peningaþvott, er óhklegt, að fyrirtæki á barmi gjaldþrots teldi það sér helst th bjargar að gefa út verk Leníns. - Hugmyndinni hefur þó verið komið á framfæri! Líklegra er, að bræðraflokkarnir í austri hefðu styrkt Mál og menn- ingu með þvi að afhenda forlaginu fuhbúnar til sölu á íslandi bækur eftir höfuðsnilhngana Marx og Lenín. Ekki einsdæmi Skömmu fyrir kosningar vorið 1978 fluttu nokkrir þingmenn úr öhum flokkum á Alþingi frumvarp til laga um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við ís- lenska stjórnmálaflokka. Var Stef- án Jónsson, þingmaður Alþýðu- bandalagsins, fyrsti flutningsmað- ur; hann er nú látinn. í greinargerð með frumvarpinu segir:....Upp komst nú í vetur og hggur fyrir játning eins stjórn- málaflokks, Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga er- lendis frá og fái nú þaðan peninga th þess að kosta útgáfu blaðs síns og standa straum af annarri stjóm- málastarfsemi á landi hér.“ í framsöguræðu með frumvarp- inu komst Stefán Jónsson svo að orði: „Ætti raunar að nægja að vísa th þess, að íslenskum þegnrétti hlýtur að fylgja sú kvöð að taka ekki á hendur neins konar skuld- bindingar við útlenda aðila, ein- staklinga og hagsmunasamtök, sem gætu haft áhrif á afstöðu ís- lendingsins í hugsanlegum deilum eða átökum sem varða hagsmuni landsins, þar eð slíkar skuldbind- ingar hljóta að skaða rétt hans th aðhdar að stjórnmálum á landi hér, þó ekki sé í annarri mynd en þeirri að gera hann e.t.v. tortryggi- legan í augum síns fólks.“ Fyrirmæli og fjárstyrkir Hvað eftir annað hefur flokksfor- ysta Alþýðubandalagsins verið hvött th þess að gera hreint fyrir dyrum flokks síns með uppgjöri við hina kommúnísku fortíð hans. Hvort heldur kröfurnar hafa komið fram innan flokksins eða utan hef- ur verið brugðist við þeim með hrokafullum ofstopa. Var sérkennheg reynsla að vera vitni að því oftar en einu sinni í þingsölum á hðnum vetri, hvernig þinghð Alþýðubandalagsins brást við, þegar minnst var á sögu flokks pess. Virtust þingmennirnir í eins- konar fortíðarfjötrum, þegar litið var th stefnu og starfa Alþýðu- bandalagsins. Yfirlætislegur hroki og jafnyel hótanir einkenndu svör þeirra, þegar eftir þeim var gengið. 1978 beittu alþýðubandalags- menn sér fyrir lagasetningu, þegar forystumenn Alþýðuflokksins viö- urkenndu, að Alþýðublaðið og flokkurinn nytu stuðnings frá út- löndum. Hvorki Alþýðubandalagið né Mál og menning verða skylduð með lögum til þess að upplýsa áhrh fyrirmæla og fjárstyrkja frá Moskvu. Á hinn bóginn er Alþýðubanda- lagið í þeim stellingum, sem Stefán Jónsson lýsti í ofangreindri ræðu, að réttur þess til aðildar að stjóm- málum á landi hér er í húfi, þó ekki sé í annarri mynd en þeirri, að flokkurinn er tortryggilegur í augum síns fólks og annarra. Björn Bjarnason „Þótt margar leiðir hafi verið farnar við peningaþvott, er ólíklegt að fyrir- tæki á barmi gjaldþrots teldi það sér helst til bjargar að gefa út verk Leníns - Hugmyndinni hefur þó verið komið á framfæri!“ 100 milljónir í forvamarstarf! „Neyðarvarnir eru þriðja stig forvarna. Neytandinn er djúpt sokkinn i neyslu og er sér og öðrum tll mikilla vandræða." Forvarnir hafa með einhverjum hætti fengið á sig ævintýrablæ sem lausnarorð í baráttunni við áfengið og önnur fíkniefni. í hugum flestra þýða forvamir að unnið sé að fyrir- byggjandi starfi en óvissan hefst þegar rætt er um það hverjir eigi að annast forvamarstarf á Islandi; skólinn, heimhin, frjáls félagasam- tök eða lögreglan, læknarnir og heilsugæslan. Hjá þeim sem starfa að vímu- vörnum hefur meira að segja borið á átökum um „einkarétt" á notkun orðsins. Þessi togstreita um hug- takið „forvarnir" hindrar rétta notkun þess og einhver virðist hafa hag af því að forvamaruglingurinn haldi áfram. Misskilningurinn er að hluta th settur á svið því vísvit- andi er reynt að fá landsmenn th að trúa því að forvamir eigi alfarið að vera í höndum lækna og lög- reglu. Svona einfalt er þetta ekki. Stigskipting forvarna í mörgum nágrannalöndum okk- ar hefur þrískipt skhgreining á for- varnastaríi lengi verið notuð: Grunnvamir em fyrsta stig for- varna. Oftast er hér um að ræða fræðslu- og uppeldisstarf sem beint er að þeim sem aldrei hafa snert fíkniefni. Einnig er upplýsingum í formi námsefnis beint th þeirra sem sjá um uppeldi og forsjá ung- menna. Ávanavarnir em annað stig í for- vörnum og beinast að þeim sem era neytendur, teljast áhættuhópur eða þá sem eiga jafnvel við fíkni- efnatengd vandamál að stríða. Reynt er að koma í veg fyrir að fólk neyti efnanna við ákveðnar aðstæður (t.d. akstur, hehsufar, vinna eða meðganga). Neyðarvamir em þriðja stig for- KjaUarinn Guðni R. Björnsson uppeldisfræðingur, verkefna- stjóri í grunnvörnum vama. Neytandinn er djúpt sokk- inn í neyslu og er sér og öðrum th mikiha vandræða. Th að komast aftur „til manns“ þarf hann sér- staka aðstoð sérfræðinga á sviði hjúkmnar, löggæslu og félagsmála. Reynt er með öhum ráðum að fá neytandann th að halda sig alfarið frá fíkniefnum. Að einhverju marki skarast þessi hugtök en aö langmestu leyti standa þau sér og þegar frá eru taldar upplýsingar um fíkniefnin sjálf hggur munurinn í mörgum öðrum þáttum, s.s. markmiðum starfsins, framsetningu efnis, mis- munandi neytenda- og aldurshóp- um og hagnýtingu íjármagns. Neyðarvarnir í stað grunnvarna! Hvemig á síðan að nota þessar skhgreiningar? Fyrir starfsmann í vímuvörnum ætti þessi stigskipt- ing að nýtast nokkuð vel ef mark- mið starfsins er að öðru leyti vel upplýst. Augljóslega þarf sá eða sú sem farið hefur í nokkrar meðferð- ir ekki á fyrsta stigs forvörnum að halda, þ.e. grunnvörnum. Ávana- og neyðarvarnir koma honum eða henni aðeins th hjálpar og að öhu ólöstuðu þá em íslendingar þekkt- astir fyrir þá tegund vímuvarna- starfs. En hversu langt dugar neyð- arvömin? Dugar aðstoð við sjúka neytendur th að ná árangri í fyrsta stigs vörnum eða, eins og oft er sagt: Verður það einhveijum víti th vamaðar? Ef ungu fólki er t.d. sýnt hversu langt sé hægt að sökkva í fíkniefnaneyslu og síðan hversu vel er hlúð að þeim sem vhja hætta, breytir það þá ein- hveiju fyrir ungt fólk sem notar ekki ennþá vímuefni? Tæplega! Eitthvað meira þarf að koma th. Grunnvarnir eru í eðU sínu upp- eldisstarf. Ásamt heimhinu sjá skólamir að mestu um uppeldi og mótun einstakUngs og dulin áhrif íjölmiðla og skóla eru einnig sterk. Viðhorf og lífsvenjur mótast þann- ig af eðlhegu umhverfi hvers og eins. 100 milljónir skipta máli! Neyðarvarnir kósta okkur mikið fé árlega en fjármunir th grunn- varna koma í afgang. Samkvæmt upplýsingum landlæknis kostar ein meðferð eins vímuefnaneyt- anda þjóðfélagið um eina milljón eða 100 miUjónir fyrir 100 neytend- ur (1x100:100). Enginn efast um mikhvægi þess að unnið sé vel að neyðarvömum en vægi gmnn- varna er á sama tíma lítið sem ekk- ert metið. En fyrir sömu upphæð, 100 milljónir, sem aldrei hefur ver- ið reynt, er t.a.m. hægt að standa fyrir umfangsmiklu grunnvarnar- starfi í eitt ár og ná til 250.000 manns (allra íslendinga) minnst 25 sinnum (25x100:250.000). Gmnnvamarstarfið freistar margra en skýringin á Utlu vægi þess liggur að miklu leyti í villandi meðferð á hugtakinu „forvarnir" og ef ekki verður bætt úr því gæti fjölgað „tilfellum" þar sem fjár- magn, ætlað th grunnvarna, lendir á röngum stað. Þetta gerist þegar einn aðhi reynir að afla fjár inn á forvarnarstarf og eyðir því síðan í allt annað en grunnvarnir. Styrktaraðhinn er hins vegar í góðri trú þar eð nánari skýringar á „forvarnastarfinu“ em ekki á hreinu. Hættan liggur í því að fólk fer að trúa því að einn og sami aðilinn geti séð um allt forvarnastarf og ruglar einfaldlega saman forvörn- um og grunnvömum og þann mis- skilning vhja ekki allir leiðrétta. Krafan um árangursríkar „for- varnir“ heldur áfram, fólk biður um „forvarnir", meinar grunn- varnir, en fær síðan lítið eitt af ávana- og neyðarvörnum. Þennan rughng verður að laga ef þetta umtalaða „forvarnastarf' á ein- hvern tímann að skila þeim mark- miðum sem sett em í vímuvörnum. E.t.v. skipta 100 milljónir suma meira máli en árangur í grunn- vornum? Guðni R. Björnsson „Hættan liggur í því að fólk fer að trúa því að einn og sami aðilinn geti séð um allt forvarnastarf og ruglar einfaldlega saman forvörnum og grunnvörnum og þann misskilning vilja ekki allir leið- rétta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.