Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Blaðsíða 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SÍMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Snaróðir Serbar Serbar haga sér verr í Bosníu en Þjóðverjar og Japan- ir gerðu í hernumdu löndunum í síðari heimsstyrjöld- inni. í skjóh Serbíuhers hreinsa þeir þúsundir bæja og þorpa með því að reka íbúa þeirra á brott, samtals hálfa aðra mihjón manns á mjög skömmum tíma. Þúsundum saman haga Serbar sér eins og brjálæðing- ar. Þeir setja upp fangabúðir, þar sem óbreyttum borg- urum er hrúgað saman og látnir svelta heilu hungri, meðan drukknir varðmenn skemmta sér við að skjóta þá. Þarna er ekki Slobodan Milosevic einn að verki. Hjá Serbum sameinast þrennt; sagnfræðileg sálar- kreppa; meira eða minna stjórnlaus hernaðarforusta og kommúnismi í stjómarfari. Niðurstaðan er þjóðarbrjál- æði, sem ekki lagast, þótt hrakinn verði frá völdum hinn versti meðal jafningja, Slobodan Milosevic. Prófessorar og menntaðir menn em meðal annarra í fomstu fyrir þessu vilhdýraliði, sem fer eins og logi yfir akur og eirir engu, hvorki börnum né heimssöguleg- um hstaverkum. Serbar eru sem þjóð og einstakhngar hinn stóri svarti blettur á Evrópu nútímans. Á sama hátt og ísraelsmenn virðast Serbar telja, að hremmingar, sem forfeður þeirra urðu fyrir hálfri öld, afsaki á einhvern hátt grimmdar- og fólskuverk þeirra í nútímanum. Þetta sagnfræðilega brjálæði heldur þó Serbum í mun harðari helgreipum en ísraelsmönnum. Vesturlöndum ber að beita Serba miklu harðari tök- um, þótt ekki sé ráðlegt að fara í stríð á landi við óða menn. En þau geta tekið öh ráð í lofti og á sjó með flug- herjum sínum og flotum án þess að leggja sína menn í mikla lífshættu. Einangra þarf Serba algerlega. Með öflugum aðgerðum í lofti og á sjó, svo og traustu eftirliti á landamærum Serbíu er unnt að koma í veg fyrir, að þeir fái olíu og aðrar nauðsynjar til óhæfu- verka sinna. Setja þarf algert og óhikað bann á aha vöruflutninga til og frá Serbíu og hernumdu svæðunum. Einnig kemur sterklega til greina, að nokkur vestræn ríki taki sig saman um að sprengja í loft upp hernaðar- lega mikhvæga staði í Serbíu til að gefa forustumönnum brjálseminnar að smakka á eigin lyfjum. Evrópa hefur nefnilega ekki efni á, að Serbar vinni stríð sitt. Ef Serbum tekst að hreinsa stór svæði í nágrannaríkj- unum til að rýma fyrir sér, mun það hafa geigvænleg áhrif á þjóðrembinga í öðrum ríkjum, þar sem minni- hlutahópar búa öfugum megin landamæra. Sérstaklega er þetta hættulegt í Samveldi sjálfstæðra ríkja. Þar er víða hætt við, að hinir sterkari aðilar á hverj- um stað fari að fordæmi Serba og hefji blóðuga útrým- ingu í trausti þess, að Vesturlönd séu svo lömuð, að þau geti ekkert gert af viti í máhnu. Þá er skammt í nýja vargöld á borð við síðari heimsstyrjöldina. Vesturlönd hafa komið sér upp mörgum og dýrum stofnunum á borð við Atlantshafsbandalagið, Vestur- Evrópusambandið, Evrópusamfélagið og Óryggisráð- stefnu Evrópu, sem ahar eiga það sameiginlegt að um- gangast vitfirringu Serba með fumi og fálmi. Einu samtökin, sem hafa marktæk afskipti af málun- um, eru Sameinuðu þjóðimar, sem hafa fámennt gæzlu- hð í Sarajevo án þess að hafa ráð á því. Öryggisráð þeirra er eina stofnunin, sem reynt hefur af viti að ná samstöðu um refsiaðgerðir umheimsins gegn Serbíu. Serbar fást ekki niður á jörðina með samningaþófi, ekki frekar en Saddam Hussein. Eina leiðin til að tjónka við þá er að beita efldum refsingum og hreinu valdi. Jónas Kristjánsson FmÍMTUDÁGUR 6. ÁGÚST1992. „Kostnaður við fiskveiðarnar lækkar ekki i takt við minnkandi afla ...“ Er genaið fallið? Eitt aðalmarkmið í efnahagsmál- um hverrar þjóðar er að efla svo atvinnulífíð aö þaö geti staðiö und- ir sífellt hækkandi gengi viðkom- andi gjaldmiðils. Þannig batna lífs- kjörin. Gengi gjaldmiðils er í senn mælikvarði á styrk þess atvinnulífs og traust þess fjármálakerfis sem að baki honum stendur. íslenska krónan hefur verið ótrú- lega stöðug nú hátt á þriðja ár og stöðugleikinn í verðlaginu hefur gjörbreytt til hins betra öllum að- stæðum í rekstri fyrirtækja sem heimila. Það er því að vonum að mörgum verði hverft við þegar umræður blossa nú upp um stöðu krónunnar. Raungengi þarf að lækka Almennt hefur verið viðurkennt að raungengi krónunnar þyrfti að lækka vegna þeirra erfiðleika sem að steðja í íslensku atvinnulífi. Ekki hefur verið unnt að bæta lífs- kjörin heldur er reynt að veija þau eins og nokkur kostur er. Stefnan hefur verið sú að ná raungengis- lækkun án þess að veikja gjaldmið- ilinn, þ.e. með því að halda genginu óbreyttu en ná verðbólgu og kostn- aðarhækkunum niður. Þessi stefna hefur hingað til tekist mjög vel. Verðbólga á íslandi hefur verið lægri en í viðskiptalöndunum og raungengi krónunnar hefur af þeim ástæðum lækkað um 2% á einu ári og er svipað nú og það var að meðaltali á árinu 1989. Raungengið þarf að lækka enn frekar en þrýstingur á gengi krón- unnar hefur þó ekki myndast enn vegna þess aö stefnan hefur haldið áfram að virka. Þenslan í efnahags- lífinu á fyrri hluta árs 1991 hefur verið að hverfa. Innflutningsaukningin, sem varð framan af síðasta ári, hefúr verið að ganga til baka. Hallinn á vöru- skiptunum á fyrstu mánuðum þessa árs varð minni en í fyrra. Vextir hafa farið lækkandi og ró er yfir fjármagnsmarkaði. Atvinnuleysi er orðiö tilfinnanlegt jafnvel um mitt sumar og stefnir í tvöfoldun þess frá því í fyrra. Það hefúr nú í fyrsta sinn í langan tíma bitnað á verslun og þjónustugreinum ekki síður en öðrum. Við þessi skilyrði er ekki að vænta mikils þrýstings á gengi krónunnar. Ekkert hefur ennþá komið fram í framboði og eftirspum eflir erlend- um gjaldmiðlum sem hefur ógnað þeirri stefiiu ríkisstjómarinnar að ná raungenginu niður með hverf- andi verðbólgu og stöðugu gengi. Verðhjöönun nauðsynleg En það kraumar undir og nýjustu staðreyndir um nauðsyn þess að draga enn saman þorskveiðar hafa KjaUarinn Vilhjálmur Egilsson alþm. og framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands vakið upp að nýju umræður um stöðu krónunnar. Raungengi krón- unnar verður að lækka enn frekar en áður var tahn þörf á. Spurning- in er sú hvort raungengið geti lækkað nægilega með því að halda gengi krónunnar föstu eða hvort það þurfi eitthvað að breytast. Hvert prósent í lægri verðbólgu hér á landi en erlendis þýðir samsvar- andi lækkun á raungengi meðan gengi krónunnar er fast. Verðbólg- an hér á landi, sem hefur veriö um 2%, þarf þá að lækka enn frekar og reyndar þarf að verða verð- hjöðnun. - Það gerist hins vegar tæpast nema með miklum harm- kvælum í atvinnulifinu og enn meira atvinnuleysi en við höfum þekkt. Hækkun raungengis fyrir sjávarútveg Raungengið er ekki alveg réttur mælikvarði gagnvart sjávarútveg- inum þar sem verðlag sjávarafurða hefur lækkað á erlendum mörkuð- um um 3% frá meðaltali í fyrra. Verðlag sjávarafurða hefur því ekki fýlgt verðlagi erlendis eins, sem er grundvaharforsenda þegar raungengi er notað sem viðmiðun fyrir stöðu sjávarútvegs. Tekjutap sjávarútvegsins af þessari verð- lækkun á erlendum mörkuðum er á þriðja milljarð og þetta tekjutap kemur aht fram í lakari afkomu fyrirtækjanna. Ennfremur verður að taka tillit til þess að tregafiskiríið á togara- flotanum gerir veiðarnar mun óhagkvæmari en ella. Kostnaður við fiskveiöamar lækkar ekki í takt við minnkandi afla þar sem flotinn þarf svipað úthald til þess að ná kvótanum. 5%-10% tilefni Það ógnar núverandi gengis- stefnu ef svo dregur úr tekjuöflun- arhæfni sjávarútvegsins í heild að útflutningstekjurnar hrynji. Skuldastaða sjávarútvegsins er hrikaleg eða nálægt 100 mihjörðum króna en hann hefur innan við 10 milljarða króna til þess að standa undir skuldunum. Sum fyrirtæki eru reyndar með lágar skuldir og tiltölulega mikinn afgang úr rekstri en obbinn af sjávarútvegsfyrir- tækjunum í landinu er í stórhættu. Gjaldþrotaskriða í sjávarútvegi setur því tekjuöflunarmöguleika greinarinnar í heild í hættu. Því miður er ekki um það að ræða að örfá fyrirtæki geti lagt upp laupana en greinin í heild staðið sterkari en áður. Markaðsgengi á krónunni er raunhæfasti kosturinn í stöðunni. Enginn þráir að sjá gengi krónunn- ar falla en hins vegar verður aö horfast í augu við staðreyndir. Markaður með gjaldeyri er virk- asta leiðin til þess að skera úr um það hvort krónan er of hátt skráð. Þótt markaðsskráning yrði tekin upp nú yrði ekki mikih þrýstingur á gengið fyrr en hða tæki á árið eða þegar kæmi fram á næsta ár. Þær breytingar, sem orðiö hafa á stöðu sjávarútvegsins, gefa einar og sér tilefni til þess að gengið gæti þá lækkað um 5%-10%. Það er þó ekki óyggjandi að gengið láekki með þeim hætti. Harðari samdráttur með beinum kostnaðarlækkunum og minni eförspum gæti komið á móti en nauðsynlegt er að markaö- urinn sé dómarinn en ekki sá sem ákveður sjálfur verðgildi krónun- ar. Vilhjálmur Egilsson „Þótt markaðsskráning yrði tekin upp nú yrði ekki mikill þrýstingur á gengið fyrr en líða tæki á árið eða þegar kæmi fram á næsta ár. Þær breytingar, sem orðið hafa á stöðu sjávarútvegsins, gefa einar og sér tilefni til þess að gengið gæti þá lækkað um 5% -10%.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.