Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992. Svidsljós Brúðkaup úti á sjó Óvenjuleg hjónavígsla fór fram um borð í Djúpbátnum Fagranesi á ísa- íjarðardjúpi laugardaginn 1. ágúst. Þar gengu í hjónaband Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður og sjón- tækjafræðingur, og Guðjón Brjáns- son, félagsráðgjafi og skakari. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði, gaf þau saman. Það var síðdegis á laugardaginn sem Fagranesið lagði úr höfn á ísafirði og hélt inn Djúpið. Skipstjóri var samkvæmt venju Hjalti M. Hjaltason en í þessum túr var faðir brúðarinnar, Torfi Bjömsson, eins konar fiskiskipstjóri. hann er gamal- reyndur skipstjóri og hundkunnugur miðunum. Að ráði Torfa var haldið á Kirkjumiðin út af Unaðsdal þar sem er úrvals rækjuslóð á 40 faðma dýpi og þar fór athöfnin fram. Eftir að sýslumaður hafði gefið Dýrfinnu og Guðjón saman var geng- ið til brúðkaupsveislu í bílaflutn- ingalest skipsins og var eingöngu boöið upp á sjávarrétti. Veislugestir voru um 100. Þegar Fagranesið var aftur lagst við bryggju á ísafirði um kvöldið var slegið upp balli og dansað í skipinu fram á rauða nótt. Það er af hjónunum nýbökuðu aö segja að Guðjón er þessa dagana á forum til Bandaríkjanna þar sem hann hyggst leggja stund á fram- haldsnám í félagsráögjöf næstu árin. Dýrfinna fylgir manni sínum um áramótin og mun stimda skúlpt- úmám við myndlistarskóla. Brúðhjónin ásamt feðrum. T.v. er Torfi Bjarnason skipstjóri, faðir Dýrfinnu, og lengst til hægri er Brjánn Guðjónsson, faðir Guðjóns. Að athöfn lokinni var veisla í bílaflutningalest skipsins. í miðið má sjá Júl- íus Brjánsson leikara og konu hans, Ástu. Brúðarbíllinn var ekki af verri endanum. Hann er i eigu Torfa Bjarnasonar en var áður bifreið forsetaembættis- ins. Þess má geta að Dýrfinna og Guðjón eiga bil sem ekki er siður frægur, jeppa fyrrum umhverfisráðherra, Júlíasar Sólnes. WAtSSuáóWJ® CROWN M AÍS í D0S 482 G WELLA ÁÐU K 349,- FORMULA ’77 ÁÐUK 79,- ÁÐUR 299,- HAGKAUP - allt í einni ferd Hlynur Þór Magnússon, DV, fsafirði:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.