Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1992, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992. Fréttir dv Framlag Atvmnuleysistryggingasjóðs til Akureyrarbæj ar: Sjóðurinn veitir styrk til 200 mánaðarverka - atvinnulausir fá tímabundna vinnu hjá Akureyrarbæ Gylfi Krátjánsson, DV, Akureyrí: Ákveðiö hefur veriö að innan skanuns hefji þorri þess fólks, sem verið hefur á atvinnuleysisskrá á Akureyri, vinnu við ýmis verk á veg- um bæjarins. Atvinnuleysistrygg- ingasjóður hefur fyrir sitt leyti veitt Akureyrarbæ styrk sem nemur at- vinnuleysisbótum 100 manna í tvo mánuði ásamt 6% framlagi til lífeyr- issjóða og Akureyrarbær mun greiða fólkinu til viðbótar þannig að fuli laun náist. „Það hefur allt verið í fullum gangi þjá okkur að undirbúa þessa vinnu og er verið að ganga frá nánari út- færslu á því hversu viðamikil þau verk eru sem á aö vmna, hversu mikinn mannafla þarf og fleira í þeim dúr. í framhaldi af því verður hægt að fara að setja þessa vinnu í gang, fara yfir atvinnuleysisskráningu og fmna út hveijir muni koma til verka. Þetta er eingöngu bundið við þá sem eru á atvinnuleysisskrá," segir Hall- dór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri. Halldór segir aö um sé að ræða ýmis verkefni. „Þetta getur verið á sviði hreinsunar, gróður- og skóg- ræktarmála og í rauninni er um svo margt að ræða að það er ekki hægt að ræða það á þessu stigi. Þetta er allt frá því aö vera mjög lítil verk og upp í verk þar sem um tugi mánaðar- verka er að ræða. Spumingin er svo sú hversu mörgum mánaðarverkum við náum út úr þessari skráningu af lista yfir atvinnulausa eins og hann er en við gerum okkur vonir um að hægt verði að tæma þann lista tíma- bundið. Heimildin gerir ráð fyrir 200 mánaðarverkum en þótt töluvert á þriöja hundrað séu á atvinnuleysis- skrá þá er hluti þess fólks ekki á full- um atvinnuleysisbótum. Útfærslan verður þannig að sá sem á rétt til hálfra atvinnuleysisbóta á þá kost á hálfri vinnu,“ segir Halldór. Haft mun verða samband við alla sem eru á hsta yfir atvinnulausa. Halldór segir að þeir sem í hlut eiga muni þurfa gilda ástæðu til að hafna vinnu og sú neitun muni þurfa að vera studd rökum. Auðvitaö geti ver- ið um að ræða sjúkleika og þess hátt- ar þannig að öll störf henti ekki öll- um en störfin sem í boði verða mimu vera margvísleg. jJjKS é ’ w '^SÍ' MhKíN*-' J Á sunnudag var skátadagur á Árbæjarsafni. Á myndinni má sjá þá Andrew, Gisla og Bjarka, ákveðna á svip, við tjaldbúðastörf. DV-mynd ÞÖK Pétur Jónasson, framkvæmdastj óri Kópavogshælis: Þetta er dregið of dökkum litum - segist oftast hafa fariö meira fram úr íjárlögum „Við höfum yfirleitt farið meira fram úr fjárlögum en núna. Það stefnir í að við forum fjórum prósent- um fram úr fjárlögum á þessu ári. Ég veit að það er alvarlegt mál,“ sagði Pétur Jónasson, framkvæmdasfjóri Kópavogshælis, þegar hann var spurður hvort neyðarástand væri að skapast á hælinu. Um þijátíu starfsmenn eru að hætta störfum á Kópavogshæli. Pét- ur segir að það verði ráðið í um tutt- ugu störf og því sé ástandið ekki eins slæmt og halda mætti. „Þetta hefur verið blásið upp og það hefur veriö gert mun meira úr þessu en efni standa til. Þetta er dregið of dökkum litum," sagði Pétur. í þessum þrengingum vekur það athygli að Kópavogshæli rekur vinnustofu fyrir myndiistarmenn. Þegar Pétur var spurður hvort það væru ekki útgjöld fyrir hæhð sagði hann svo ekki vera: „Þetta er í gömlu húsi, einu af elstu húsunum í Kópa- vogi. Þar var berklaspítali áður fyrr. Við mættum ekki hafa sjúklinga þar. Það fæst aukið öryggi með hsta- mönnunum. Ef þeir sjá eitthvað öðruvísi en það á að vera láta þeir okkur vita. Listamennirnir greiða okkur leiguna með myndum." Rætt hefur verið um að kannski sé ekki eðhlegt að Kópavogshæh sé rek- ið sem sjúkrahús og það ætti betur heima undir félagsmálaráðaneytinu. „Það fást ekki meiri peningar við það eitt. Við erum með marga sjúkl- inga hér, þó svo margir þeirra sem hér eru geti búið á sambýli," sagði Pétur Jónasson, framkvæmdastjóri Kópavogshæhs. -sme í dag mælir Dagfari Svavar Gestsson er fúh þessa dag- ana. Sem er skiljanleg fýla, vegna þess að hann fékk ekki að verða formaður í þingflokki Alþýðu- bandalagsins þótt sjö af níu þing- mönnum flokksins hefðu stutt hann. Eða svo hélt hann. En þá kom formaöur flokksins, Ólafur Ragnar Grímsson, og beitti sér fyr- ir því að Ragnar Amalds yrði kos- inn. Kosning innan þingflokksins fór svo að fimm greiddu Ragnari atkvæði en fjórir með Svavari. Þar með urðu sjö stuöningsmenn Svav- ars að fjórum atkvæðum og virðist svo sem Ólafur Ragnar sé þriggja manna maki í atkvæðagreiðslum innan þingflokksins. Nema þá að Ólafur hafi snúið upp á handlegg- inn á þremur stuðningsmönnum Svavars í nafni samstöðunnar og formennsku sinnar. Annað eins hefur gerst í Alþýðubandalaginu. En Svavar er alveg orðlaus og grandalaus og yfir sig hissa á þess- um atbeina Ólafs Ragnars að koma í veg fyrir að hann yrði þingflokks- formaður. Svavar hélt að það væri gott samkomulag á milli þeirra Ól- afs og hann leit á það sem sögulegt tækifæri til að jafna ágreininginn að gera sig að formanni í þing- flokknum. Ólafur hefur hafnað Ólaf ur felldi Svavar þessum sáttum. Nú kann einhver að spyija til hvers sættir þurfi þegar menn eru sammála og ef enginn ágreiningur er til staðar, hvers vegna þurfi þá aö jafna ágreining? Því getur Svav- ar sjálfur svaraö og gerir þaö raun- ar með því að segja að Ólafur Ragn- ar sé að búa tíl ágreining um ágreining sem hafi verið horfinn en muni nú lifna við aftur við það aö nota ekki tækifærið nú th að jafna ágreininginn sem Svavar hélt að væri úr sögunni. Annars er hógværð Svavars slík að hann sóttist ekki efdr þessu starfi. Það voru aðrir sem vhdu fá hann sem formann þingflokks. Hann hafði th þess fylgi og hann var þingmaður Reykjavíkur, sem er öflugasta vígi allabaha, og með kosningu hans fékkst guhið tæki- færi th að jafna ágreining í flokkn- um. Svavar taldi því ómaksins vert aö gefa kost á sér þótt hann sæktist ekkert sérstaklega eftir því. En Ól- afur Ragnar hefur greiihlega verið á öðru máh. Ólafur hefur ekkert á móti Svavari en vhdi finna for- mann sem menn gætu sameinast um. Þess vegna varð Ragnar Am- alds fyrir vaiinu meö fimm atkvæð- um gegn fjórum. Það telst fuht sam- komulag hjá ahaböhum þegar flokkurinn skiptist nánast th helm- inga og þar sem formaðurinn hefur úrshtaatkvæðið. Svavar er sár yfir þessum úrsht- um. Hann skhur ekki formanninn. Hann skhur ekki niðurstöðuna. Hann skhur ekki hvers vegna menn geta ekki sæst á sig. Hann segir að þaö hafi veriö uppi ágrein- ingur í flokknum fyrir nokkrum árum, sérstaklega þegar hann hætti sem formaður og Ólafur var kosinn í hans stað. En nú eru þeir Ólafur algjörlega sammála um póhtíkina. Þeir eru sammála um vinnubrögðin í þinginu. Þeir eru samlokur, hann og Ólafur. Þess vegna skhur hann ekki Ólaf þegar Ólafur leggst gegn því að Svavar verði formaður í þingflokknum. Ragnar Amalds var einu sinni formaður í Alþýðubandalaginu en menn héldu að Ragnar væri löngu hættur í póhtík og á þingi og væri sestur í helgan stein. Ragnar hefur aldrei skipt sér af dehum innan Alþýðubandalagsins vegna þess að hann hefur ekki áhuga á þeim og veit ekki um hvað þær snúast og hefur ekki nennt aö kynna sér þær hræringar sem halda flokknum gangandi. Ragnar hefur haft það fyrir aðal- starf á udanfomum áram að semja leikrit og það kom því flatt upp á marga að honum skyldi skjóta upp á þingflokksfundi hjá ahaböhum og verða þar formaður. En kannski er það skýringin á kosningu Ragn- ars Amalds að hann hefur ekki sést lengi. Það er gott og hentugt fyrir Alþýöubandalagið að dusta rykið af útbrunnum flokksmönn- um og dubba þá upp í formanns- stöður. Sérstaklega ef koma þarf í veg fyrir að kjósa aðra gamla og rykfailna formenn eins og Svavar. Það er meira ryk á Ragnari en Svavari. Þessu áttar Svavar sig ekki á og þess vegna er hann yfir sig bit á því að Olafur skuh ekki vhja hann sem formann th að sætta ágreining sem enginn var fyrr en núverandi ágreiningur var búinn th. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.