Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1992, Blaðsíða 15
'ÍS
Löggjafarstarf á
hæpinni forsendu
Þingmaður sem styður staðfestingu samningsins verður að samþykkja
hvað eina sem í þessum frumvörpum felst, segir m.a. i grein Björns.
Fyrir Alþingi liggur nú fjöldi
stjómarfrumvarpa í tilefni af EES-
samningnmn. Þingmaöur sem
styöur staðfestingu samningsins
verður að samþykkja hvað eina
sem í þessum frumvörpum felst
hvað sem honum kynni annars um
að þykja.
Nú er hugsanlegt að EES-samn-
ingurinn verði felldur í einhveiju
EFTA-ríki. Líklegust em þrjú
þeirra, sem eiga nokkra sérstöðu
um auð og ágæti, ísland, Noregur
og Sviss. Þá fellur samningurinn í
heild, þar sem hann er háður sam-
stöðu EFTA-ríkjanna. Þá er líka
horfln áðumefnd ástæða sem
þvingaði stuðningsmenn EES-
aðildar til að fallast á ákvæði hinna
einstöku frumvarpa. Löggjafar-
starfið er því unnið á hæpinni for-
sendu.
Alþingi getur vitaskuld ekki beð-
ið eftir afgreiðslu málsins í Noregi
og Sviss, en hér á landi ætti fyrst
að ganga úr skugga um afstöðu til
samningsins, áður en farið er að
breyta lögum vegna hans. Áður en
lýkur hlýtrn- samningiuinn að
verða borinn undir þjóðaratkvæði.
Vinnubrögð Alþingis yrðu best
með því að ákveða það sem fyrst.
Ef Alþingi sinnir því ekki bíður það
atbeina forseta íslands.
Spurt er hvort EES-málið sé ekki
of viðamikið til að almenningi sé
treystandi til að taka rökstudda
afstöðu til málsins. í bók minni
Hjáríki rek ég 30 ára sögu málsins,
sem er spurningin um að segja ís-
KjaUaiiim
Björn S. Stefánsson
er í Visindafélagi Norðmanna
land í lög viö ríki Vestur-Evrópu.
Niðurstaða min er sú (bls. 60-61),
að allan þennan tíma hafi fyrirliðar
þjóðarinnar ekki verið færir um
að taka rökstudda afstöðu til máls-
ins. Þeir hafi ailtaf metið rangt
stöðu íslands og framvindu mála í
umheiminum. Fyrst svo er verður
almenningur að treysta sjálfum
sér. ,
Girt fyrir bráðræði Alþingis
Þótt menn telji að breyta verði
stjómarskránni til að lögleiða megi
EES-samninginn, setur það Alþingi
ekki stólinn fyrir dymar. Meiri-
hluti Alþingis hefur að sjálfsögðu
á valdi sínu að breyta henni, en þá
verður hann að haldast eftir þing-
kosningar til að breytingin verði
staðfest. Þannig er girt fyrir bráð-
ræði Alþingis.
Öðra máli gegnir við stjómar-
skrárbreytingar í Noregj. Þar næg-
ir einfaldur meirihluti ekki, heldur
þarf % atkvæða til að samþykkja
breytingu og jafnmikið aukinn
meirihluta þarf til að staðfesta
hana efiir næstu þingkosningar.
Það girðir vitaskuid enn frekar fyr-
ir hráöar breytingar og reynir
meira á meirihlutann að afla þeim
fylgis.
Frumleg lögfræði
Það hefur verið mikill siður hér
á landi að leita ráða og fyrirmynda
á Norðurlöndum. Ég skal verða
manna síðastur til að finna að því
að menn hafni fyrirmyndum á
Norðurlöndum, en þangað getur
samt verið gott að leita ráða. Nú
stóð svo í vor, þegar utanríkisráð-
herra fól íjómm lögfræðingum að
meta afstöðu EES-samningsins til
stjórnarskrár íslands, að norska
stjómin þurfti að taka á sama máh.
Þá fór svo að lögfræðingar utanrík-
isráðherra kusu ekki auðveldasta
kostinn, að sníða álit sitt eftir áliti
norsku stjómarinnar, sem sam-
herjar hans skipa, heldur settu
fram andstætt álit. Slík viðbrögð
em enn sérstæðari fyrir það að
með tilefhinu, EES-samningnum, á
að fella íslensk mál og norsk mjög
í sama far. Frumleg afstaða fjór-
menninganna hlýtur að vekja at-
hygli meðal norrænna lögfræðinga
og má verða tilefni merkra um-
ræðna á málþingum þeirra.
í Noregi hefur ekki orðið mikil
umræða um það áht norsku stjóm-
arinnar, að í EES-samningnum fel-
ist framsal á valdi, andstætt áUti
íslensku stjómarinnar. Þannig
stendur á í Noregi, að segja má,
þótt andstæðingar EES-aðildar
hefðu haft eitthvað við áUt stjórn-
arinnar að athuga, að það hefði
ekki bætt stöðu þeirra við af-
greiðslu málsms. Þeir höíðu þegar
fengið viðurkennt, að í samningn-
um feUst framsal á valdi og því
þurfi aukinn þingmeirihluta (3/«) til
að samþykkja hann.
Björn S. Stefánsson
„Alþingi getur vitaskuld ekki beðið eft-
ir afgreiðslu málsins 1 Noregi eða Sviss,
en hér á landi ætti fyrst að ganga úr
skugga um afstöðu samningsins, áður
en farið er að breyta lögum vegna hans.
Áður en lýkur hlýtur samningurinn
að verða borinn undir þjóðaratkvæði.“
Sextíu drengskaparheit
STJÓRNARSKRA
LÝÐVELDISINS ÍSLANDS
(Nr. 33 17. júní 1944, sbr. stjskl. nr. 65 30. maf 1984
ogstjskl. nr. 56 31. maí 1991.)
I.
!. gr.
íslantl er lýöveldi mcö þingbundinni stjórn.
2. gr.
Alþingi og forscti íslands fara saman mcö löggjafarvaklið. Forseti
og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öörum
landslögum fara mcö framkvícmdarvaidiö. llómcndur fara mcö dóms-
valdiö.
II.
3. gr.
Forseti Islands skal vera þjóökjörinn.
4. gr.
Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maöur, scm fullnægir
skilyröum kosningarrcttar til Aljringis. aö fráskiklu búsctuskilyröinu.
Greinarhöfundur ræðir EES og stjómarskrána með tilliti til búvörulaga.
- Stóðst lagasetningin stjórnarskrána?
I vor gáfu Úlfijótur, tímarit laga-
nema, og samtökin Röst út bókina
Stjórnkerfi búvöruframleiðslunn-
ar og stjómskipan íslands eftir Sig-
urð Líndal lagaprófessor. Ámundi
Loftsson bóndi er upphafsmaður
aö framtakinu en hann efast um
að búvörulög og reglugerðir stand-
ist stjómarskrárgreinar um at-
vinnufrelsi og eignarrétt. Greinar-
gerð prófessorsins varpar ljósi á
málið og styrkir þá skoðun. Bókin
er þó einungis álit viðurkennds
sérfræðings en ekki dómur kveð-
inn upp af dómstóh.
Sigurður telur að við setningu
búvörulaga og framkvæmd þeirra
með reglugerðum hafi viðtækt
valdaframsal átt sér stað frá Al-
þingi til framkvæmdavalds og
hagsmunahópa, án heimilda í
stjómskipunarlögum.
Mælikvarðar eftir geðþótta
Rök þeirra sem stóðu fyrir því
að koma á niðurgreiðslu- og kvóta-
stýrðu stjómkerfi búvörufram-
leiðslu vom að þannig mætti laga
framleiðsluna að innanlandsmark-
aði, tryggja afkomu bænda og við-
halda byggð. Allt þetta hefur
bragðist en samt heldur fámennur
fomstuhópur hins ólýðræðislega
Stéttarsambands bænda áfram að
segja Alþingi fyrir verkum. Nú síð-
ast er það samþykkti lög nr.
15/1992, ný búvörulög.
Búmark var það framleiðslu-
magn sem hver framleiðandi fékk
fullt verð fyrir og skapaðist hefð
fyrir hugtakinu sem gnmdvelli
framleiðslustjórnunar en það var
ekki skilgreint í lögum, kom fyrst
fyrir í reglugerð 1983 og hafði
Framleiðsluráð landbúnaðarins
mótaö það. Búmark framleiðanda
skyldi miðað við meðalframleiðslu
hans 1976-1978. í upphafi níunda
áratugarins vom bændur hvattir
KjaUarinn
Jón Hjálmar Sveinsson
landbúnaðarverkamaður
til að draga úr búvöruframleiðslu
og nokkrir gerðu það í góðri trú á
að þessum viðmiðunargrundvelli
yrði haldið.
Árið 1985 brá svo við aö búmark
var einfaldlega lagt niður en full-
virðisréttur tekinn upp í staðinn
og skyldi hann vera miðaður við
mj ólkurframleiðslu framleiðanda
innan búmarks verðlagsárið
1984/1985 og sauðflárafurðir inn-
lagðar verðlagsárið 1985/1986.
Hverju nafni sem framleiðslukvót-
inn var kallaður var hann og er enn
tengdur lögbýli.
Þeim sem hlýðnuðust tilmælum
Framleiösluráðs um samdrátt eða
af öðmm ástæðum höfðu framleitt
lítið, jafnvel ekkert á þessum nýju
viðmiðunartímabilum, var nú refs-
að. Með þvi að breyta viðmiðunar-
grundvellinum með einu penna-
striki vom tekjumöguleikar þeirra
skertir og verðgildi jarða þeirra
rýrt á tilviljanakenndan, víðtækan
og varanlegan hátt. Þetta er óum-
deilt.
Bændur eiga enga kröfu til fram-
búðar á ríkið til verðábyrgðar á
framleiðslu sína, ekkert frekar en
nokkur önnur stétt. Hins vegar
hafa þeir aldrei afsalað sér vemd
ákvæða stjórnarskrár um atvinnu-
frelsi og friðhelgi eignarréttar, en
í bók Sigurðar em færð rök að því
að bæði ákvæðin hafi verið brotin
á bændum. Þaö er þetta sem svo-
kölluð bændaforusta og landbún-
aðarráðherrar hafa síðastliðin ár
hælst um af sem „árangri í aðlög-
um að markaðsaðstæðum."
Fremur autt en rautt
Dýrar, vanþróaðar landbúnaðar-
afurðir og stöðugt hrapandi sölu-
tölur sýna að hér er ekki um neina
aðlögun að neytandanum að ræða.
Með þessu hefði störfum í landbún-
aði einnig fækkað mjög, jafnvel
byggðir eyðst. En þá hefðu frjálsir
framleiðendur orðið efiir sem
hefðu haft afkomu sína af því að
þjóna neytendum en ekki betla hiá
ríkislaunuðum reglustrikukom-
missörum við Hagatorg. Og er
byggð 1 sjálfu sér svo mikilvæg að
viðhald hennar komi ofar virðingu
atvinnufrelsis og vemd eignarrétt-
ar? - Land er betur komið í eyði
en byggt réttlausri, kúgaöri starfs-
stétt.
Þeim sem skellt höfðu skolleyr-
um við tilmælum um samdrátt eða
fyrir aðrar orsakir haft mikla fram-
leiðslu á nýju viðmiðunartímabil-
unnum var ríkulega umbunað,
tekjumöguleikar þeirra jukust og
verðgildi jarða þeirra einnig. Þetta
hefur þó reynst skammgóður
vermir því nú hefur verið settur
þriðji viðmiðunargrundvöllurinn.
Greiðslumark, sem er það hlutfall
af framleiðslurétti sem framleið-
andi fær fullt verð fyrir og ákvarð-
ast það árlega af eftirspum afurða,
eftirspum sem er dæmd til að hrið-
falla áfram, fyrst og fremst vegna
sjálfs stjómkerfis búvörufram-
leiðslunnar.
Sigurður rekur í bókinni nokkur
ummæli þingmanna við setningu
búvörulaga. Við lestur þeirra sést
að þingmönnum hefur ekki veriö
hugleikið hvort lagasetningin
stæðist stjómarskrána, plagg sem
þeir allir hafa unnið drengskapar-
heit að við töku sætis á Alþingi.
En þegar hindra á framgang EES
er rykið allt í einu dustað af henni
og allir verða uppteknir af hvort
EES, og þar með fijálsir, nútíma-
legir viðskiptahættir, standist
hana. Það er slæmt fyrir heila þjóð,
vonlaust fyrir eina starfsstétt að
eiga frelsi til að skapa sér afkomu
undir svona miklum „drengskap".
Jón Hjálmar Sveinsson
.. samtheldurfámennurforustu-
hópur hins ólýðræðislega Stéttarsam-
bands bænda áfram að segja Alþingi
fyrir verkum. Nú síðast er það sam-
þykkti lög nr. 15/1992, ný búvörulög/