Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1992, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1992, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992. Spumingin Lesendur Einar Sigurðsson hringdi: Fyrir nokkrum árum sá ég teikningu í blaði eða tímariti, en man ekki hvaða, þar sem voru ýmsar gamlar teikningar af skipulagi á Reykjavík og einstök- um hverfum. - Þar á meðal var éin eftir Guðjón heitinn Samúels- son sem hann nefhdi „Háborg menningarinnar“ og átti að standa á Skólavörðuholtinu. Get- ur einhver upplýst mig - og þá aöra í leiðinni - hvar þessa teikn- ingu megi finna? - Lesendasíða DV er fús tíl taka við ábendingum. Helgi Jónsson hringdí: Þaö kemur manni ýmislegt til aö halda að allt þetta tal um at- vinnuleysi sé eintómur áróður frá ákveðnu, jafhvel með þegj- andi samkomulagi ráöamanna. Þaö kemur nefiiilega í ljós, eins og í fréttinni í DV í gær (28.8.), að þetta stóraukna atvinnuleysi á ekki við um fiskvinnsluna. Hingað til hafa þó slagorðin um atvinnuleysið einna helst beinst að þeim sem oft, en ranglega þó, og vinna við fiskvinnsluna. Eig- um viö ekki eftir að sjá aörar töl- ur um atvinnuleysisspár í haust þegar td. skólafólk hefur yfirgef- iö vinnumarkaðinn? Fskmefnarann- sóknlömuð? B.S. hrmgdi: Undarleg eru viðbrögð RLR og lögreglustjóra gagnvart nýjasta fikniefhamálinu ef rannsókn á því verður færö frá fikniefnalög- reglunni. „Tálbeita“ og annaö viðlíka til aö koraast á spor ódæö- ismanna er alþekkt rannsóknar- bragö erlendis. Það er svo sem eftir öðru hér ef fíkniefiiarann- sóknir verða lamaöar vegna þröngsýni og móðursýki vegna alkunnra aðferða til aö nálgast fikniefhasala og aöra slíka af- brotamenn. Sjónvarpsauglýs- Sigurjón skrifar: Þaö er mái manna, sem ég hef rætt við vegna þess að mér er málið skylt og hef notað talsvert auglýsingar, að sjónvarpsauglýs- ingum hafi stórlega farið aftur á umliðnum mánuðum. Bæði er aö leiknum auglýsingum hefur fækkað vegna kostnaöar við gerð þeirra og svo hitt að margar þess- ar auglýsingar era hreinlega svo bjánalegar að það er líkast því sem þær séu miðaöar við óvita eöa í besta falli sem gríninnlegg. Ég hef hvergi séð eins mikið samansafn af heimskulegum auglýsingum sera vísa að litlu leytí til þess sem auglýsa á - Gott ef merki eða heiti viðkomandi fyrirtækis sést i lokin. Elsa Georgsdóttir skrifan Getur ekki gott veöur breytt hugsunarhætti manna? - Einn besti dagur sumarsins en nýlið- inn. Loftið var á viö besta svala- drykk. Væri nú ekki vit í fyrir menn, í stað þess að hírast inni við verslunarstörf ogaðra vinnu, að notfæra sér góða veðrið eins og það var þennan dag. Menn tækju sér frí frá störfum, allir sem mögulega gætu, og skunduðu til Þingvalla, færu í fjallgöngur ognytu kraftsins sem er í loftinu. Þaö er sannarlega hægt að vera í félagsskap við náttúruna, Væri ekki gott aö gera svona nokkuð á góðum degi einu sinni á ári? Já, alveg óvænt. Skógrækt - ekki er allt sem sýnist Einar Vilhjálmsson skrifar: Á undanfomum árum hafa lands- feðumir att mönnum út í nýjar at- vinnugreinar, án eðlilegra rann- sókna um arðsemi, og veitt til þess ómældum fjármunum almennings. Martröð okurvaxta leggst síöan á almenning og þær atvinnugreinar sem hafa gefið okkur lífsbjörgina; sjávarútveginn, iðnaðinn - já, og landbúnaöinn. Ábyrgðarlausir há- launamenn (í ábyrgðarstöðum að sjálfsögðu!) hafa ráðstafað arðinum af vinnu fólksins til fyrirtækja sem aldrei áttu sér lífs voii með þeim hætti er að uppbyggingu þeirra var staðið. Fyrirtæki af þessu tagi era mörg en nægja ætti að nefna sjónvarps- rekstur, kanínurækt, refarækt og laxeldi og era dæmigerð fyrir verk undirmálsmanna á sviði fjármála og stjómmála. - Og nú er sunginn lof- söngur um eitt átakið enn af þessu tagi - skógræktina. Þama virðist eiga að lokka menn til áhættufjárfestinga í fyrirtæki sem fyrst er orðið arð- gæft eftir svo sem 70-80 ár, ef draum- urinn rætist en verður ekki að einni martröðinni enn. í umræðunni vilja gleymast ýmsir þættir er horfa til kostnaðar og áhættu. - Hvað hefur t.d. verið rætt um branahættu, frostskemmdir, skemmdir af völdum eldgosa eða sníkjudýra? Hver eru nú afnot og arður landsins sem fer undir skóga á komandi árum? Hver er áætlaður rekstrar- og viðhaldskostnaður skóg- anna á biðtímanum fram að nýtingu? Hver er vátryggingarkostnaöur til þess tíma? Er þessi atvinnugrein kannski undanþegin tryggingar- skyldu? - Er gert ráð fyrir auöum beltum til þess að hefta hugsanlega skógarelda. Tíðkast hefur að halda útisamkom- ur í skógum landsins með tilheyr- andi ölvun og vímuefnaneyslu. Tjaldbúðir rísa í skógunum og gas og kolaeldur er notaður við matar- gerð. Reykingamenn kasta frá sér vindlingastúfum með glóðinni. Hvert eða hvenær hlýst af þessu harmleik- ur? Hvað um bensínstöðina neðan vegar í Hallormsstaðarskógi á móts viö skólann og hótelið? Er alls örygg- is gætt? Hvert er viðhorf Slysavama- félags íslands og Almannavama til þessa máls? Hafa menn gleymt sér í ákefðinni yfir skógræktarátakinu? - Skógareldur i Þrastarlundi. Hálf öld á milli gönguferða? Ólafur Björgvinsson frá Björgvins- haga (í 50 ár) skrifar: í tilefni umfjöllunar um „erlend- an“ sjóngleijafræðing og fram- kvæmdir við sumarbústað hans við Elliðavatn vil ég að eftirfarandi komi fram: Þessi „erlendi" sjóngleijafræðing- ur fæddist að vísu í Austurríki en hefur undanfarin tíu ár haft íslensk- an ríkisborgararétt og er kvæntur íslenskri konu. Fyrir rúmum tíu áram keypti hann notaöan sumarbústaö við Elliðavatn, sem hefur nú staðið þar í a.m.k. 50 ár. Sumarbústaði þessum fylgdi grjóthleðsla, sem nær einhverja metra út í vatnið, og hefur hleösla þessi staðið frá því að bústaðurinn var byggður. Þaö eina, sem „er- lendi“ sjónglerjafræðingurinn hefur gert í sambandi við hleðslu þessa, er að halda henni við þannig að hún sé ekki særandi fyrir augað. Nöldurseggur sá, sem kvartaði í blöðum undan þessari hleðslu, ekki síst vegna þess að nöldurseggur get- ur nú ekki lengur gengið sinn hring í kringum Elliöavatn, hlýtur að vera kominn vel til ára sinna, þegar a.m.k. hálf öld líður á milli gönguferða, jafn- framt því að taka ekki eftir fjórum svipuðum gijóthleðslum í nágrenn- inu sem tilheyra öðrum sumarbú- stöðum í eigu „íslenskra “ aðila. Ég hef þekkt „erlenda" sjónglerja- fræðinginn í aUmörg ár og tel hann til minna bestu vina, enda er hér um einstakt ljúfmenni að ræða, og sem er meiri Islendingur í sér en margir okkar hinna sem uppheíjum okkur af okkar annars ágæta þjóðemi. Sigurður Sigurðsson: Nei, af hverju ætti ég að gera það? Tove Lassen: Nei, veturinn er góður. Bragi Guðmundsson: Nei, veturinn kemur og veturinn fer. Ólafur Pálsson: Nei, ég er bæði heil- brigður og hraustur. Soffia: Nei, það er allt í góðu lagi með veturinn. Kvíðir þú fyrir vetrinum? Natalie Simone: Nei, alls ekki. Á vet- uma er ekki eins rakt og veðrið er meira hvetjandi. Stopp-merki við Grensásveg/Breiðagerði Einar Ingvi Magnússon skrifar: Eitt kvöldiö fyrir skömmu, þegar ég var á gangi upp Grensásveg á leiö upp í hverfisverslun Miklagarðs, varð ég vitni að heldur harkalegum árekstri á gatnamótum Grensásveg- ar og Breiðagerðis. Árekstrar era algengir og fólk annað hvort lendir í þeim sjálft eða sér þá. Einnig má lesa nánast daglega um þessi óhöpp 1 blöðum eða sjá atburðina gegnum fjölmiölun Ijósvakans. Áðumefndur árekstur þykir mér ekki síður umtalsverður vegna þess aö á þessum gatnamótum er ein- göngu biðskyldumerki en ekki skil- yrðislaus stöðvimarskylda. Gatna- mót þessi era mjög varhugaverð þar sem bílar koma oft á miklum hraða niður Grensásveg og bifreiðarstjórar gæta oft ekki nógu vel að biðskyld- unni sem þama er. Útsýni frá þess- um gatnamótum upp Grensásveginn og einnig frá Grensásvegi niður, inn Breiðagerðiö, er mjög lítiö vegna hárra og þéttra tijáa. Þama þyríti aö vera stöðvunarskylda svo að aðal- brautarrétturinn væri virtur þar sem þama hafa orðið harkalegir árekstrar og munu verða áfram ef ástandið verður óbreytt og bið- skyldumerkið látið standa. Fyrir fáeinum áram var biðskyldu- merkið tekið niður við Heiðargerði, til mikfila bóta og öryggis. Þar er nú rauða STOPP-merkið uppi. Eins var þessi breyting gerð við Sogaveg og Armúla. Hvers vegna gatnamót Breiöagerðis og Grensásvegar urðu útundan skil ég ekki. Nema ef vera kynni að þau hafi hreinlega gleymst. Þessi gatnamót era ekki minna var- hugaverð en önnur umrædd gatna- mót við Grensásveginn. Vonandi verður STOPP-merkið sett upp við Breiðagerðið sem allra fyrst svo að síður megi búast við umferðaróhöpp- um þama. DV áskiiur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. Gatnamótin við Breiðagerði/Grensásveg. Bréfritari segir þau varhugaverð. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.