Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1992, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992. 25 Tilkyimingar Húnvetningafélagiö Félagsvist laugardaginn 5. sept kl. 14 í Húnabúð, Skeifunnl 17. Félag eldri borgara I Rvík Opið hús í Risinu í dag £rá kl. 13-17. Barnakór Grensáskirkju tekur á ný til starfa eför sumarhlé laug- ardaginn 5. sept. kl. 11. Þar með hefst þriðja starfsár kórsins. Kórfélagar eru um fjörutíu talsins, á aldrinum átta til þrettán ára. í vetur verður boðið upp á sérstakan kórskóla fyrir byijendur. Eirrnig verður valið í sérstakan úrvals- hóp. Stofnandi og stjómandi kórsins er Margrét Pálmadóttir söngkona. Jóga fyrir eldri borgara í Jógastöðinni Heimsljósi verður boðið upp á jógakennslu fyrir eldri borgara í vetur. Kennari verður Hulda Sverrisdótt- ir sem stundað hefur jóga í 30 ár. Jóga- stöðin er til húsa að Skeifunni 19,2. haeð. Drengjakór Laugarneskirkju er að heQa 3ja starfsár sitt og standa inn- tökupróf nú yfir. f drengjakómum em 11-14 ára drengir en í undirbúningsdeild verða 8-10 ára drengir. Stjómandi kórs- ins er Ronald Vilhjálmur. Leikhús ÞJOÐLEIKHUS© Sími 11200 Sala aðgangskorta er hafin Aðgangskortin gilda á eftirtalin verk á Stóra sviðinu: 'HAFIÐ eftir Ólaf Hauk Simonarson. *MY FAIR LADY eftir A.J. Lerner og F. Loewe. ‘DANSAÐ Á HUSTVÖKU eftir Brian Friel. 'ÞRETTÁNDA KROSSFERÐIN eftir Odd Björnsson. •KJAFTAGANGUR eftir Neil Simon. Auk þess veita þau verulegan afstátt á sýningar á Smíðaverk- stæði og Litla sviði. VERÐ KR. 7.040,- Frumsýningarkort, verð kr. 14.100,- á sæti. Elli- og örorkulifeyrisþegar, verð kr. 5.800,- Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga frá 13-20 á meðan á kortasölu stendur. Miðapantanirfrá kl. 10 virka daga i sima 11200. Greiðslukortaþjónusta -Græna linan 996100. LEIKHÚSLÍNAN 991015. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sala aögangskorta hefst í dag. i áskrift eru sex leiksýningar, fjórar sýn- ingar á stóra sviði og tvær aö eigin vali á stóra eða litla sviði. Verkefni vetrarins eru á stóra sviði: Dunganon eftir Björn Th. Björnsson Heima hjá ömmu eftir Neil Simon Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren Blóðbræður eftir Willy Russell Tartuffe eftir Moliére og á lltla sviði: Sögur úr sveltinni: Platonof og Vanja frændi eftir Anton Tsjékov. Dauðlnn og stúlkan eftir Ariel Dorf- man. Verð á aðgangskortum kr. 7.400,- Á frumsýningar kr. 12.500,- Elll- og örorkulifeyrisþegar, kr. 6.600 Miðasalan er opin alla daga frá kl. 14-20 á meðan kortasalan stendur yfir, auk þess er tekið á móti miða- pöntunum í sima 680680 alla virka dagakl. 10-12. Greiðslukortaþjónusta. Faxnúmer 680383. Silfurlínan sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga frá kl. 16-18. Fyrirlestur um áhugahvöt og vinnugleði Prófessor Marianne Frankensheuser heldur fyrirlestur í Norræna húsinu 2. sept. kl. 17. Fyrirlesturinn nefnist Er hægt að skipuleggja áhugahvöt og vinnu- gleði? Fyrirlesturinn er fluttur í tilefni vinnuvemdarársins. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum í Norræna húsinu sem verður fluttur á sænsku. Dansskóli Jóns Péturs og Köru hefm- sitt fjórða starfsár nú í haust og mun bjóða upp á danskennslu fyrir alla aldurshópa. Almennar dansæftngar verða reglulega á fóstudagskvöldum í vetur undir stjóm danskennara. Ýmsir erlendir gestakennarar munu heimsækja skólann og aðstoða keppendur fyrir dans- keppni vetrarins. Kennarar í vetur verða Jón Pétur Úlfljótsson, Kara Amgríms- dóttir, Hinrik Norðfjörð Valsson og Auð- björg Amgrímsdóttir. Innritun á dans- námskeiö skólans stendur yfir dagana 1.-8. sept. kl. 12-19. Kennsla hefst mið- vikudaginn 10. sept. Litli tónlistarskólinn Hlóðver/Stúdíó, Fumgrund 40, Kópavogi. Skólinn býður upp á tónlistamám fyrir almenning, jafnt byijendur og þá sem lengra em komnir. Kennt er í 10 vikna námskeiðum, einn 45 mín. tími á viku, sem em einkatímar, nema um annað sé samið. Kennt er á hljómborð, píanó, org- el, hljóðgervla, skemmtara, gítar og bassa. Tölvuvinnsla er einnig ríkur þátt- ur af því sem í boði er. Samhliða tölvutón- listinni er farið út í útsendingar á lögum og boðið upp á hljóðupptökur af verkefh- um nemenda í lok námskeiðanna. Kennsla hefst mánudaginn 14. sept. Inn- ritun fer fram til 12. sept. í síma 43611. Tapaðfundið Búbbulína tapaöist nýlega frá Öldugranda. Hún er svört með hvíta bringu og hvitar loppur, ómerkt og 11 ára. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í Elínu í síma 25208. Hundurinn Tíla tapaöist frá Kjarrmóum 5, Garðabæ, sunnudag- inn 23. ágúst sl. Hún er með sperrt eyru og lafandi skott, ljós á bringu og dökkleit í framan. Hún er með hálsól og svipar til lítils scháfers og er mjög gæf og blið. Finnandi eða þeir sem hafa séð hana eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Eirík, s. 656004 eða 627222, Atla, s. 96-22582, eða Ástu, s. 51031. Veiðivon Allt í yeiðiferðina LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751 SJÁIST með endurskini • Þessi mynd lýsir staðháttum vel við Mýrarkvíslina en hérna renna veiðimenn viö Stokkinn. Veiðst höfðu 288 laxar í ánni í gærkvöldi. DV-myndir HS „Aldrei séð svona mikið af laxi í Breiðdalsánni" - segir Gunnlaugur Stefánsson „Veiðin gengur vel þessa dagana í Breiðdalsánni og á þessari stundu er áin að skríða í 200 laxa. i fyrra voru þetta 118 laxar,“ sagði Gunnlaugur Stefánsson, alþingsmaður og klerk- ur, í gærkveldi. „Ég renndi stuttan tíma um helgina og fékk fjóra laxa, frá 5 upp í 7 pund, í Tinnudalsá. Þetta voru allt ný- gengnir laxar. Veiðimenn hafa veitt vel í ánum í Breiðdalnum og veiði- menn sem voru þar fyrir fáum dög- um veiddu 13 laxa. Aðrir veiddu 7 laxa. Það er ótrúlega mikið af laxi, ég hef aldrei séð svona mikið. Með sama áframhaldi ætti þetta að enda nálægt 300 löxum. Við veiðum í Breiðdalsánni til 20. september og veiðileyfið er ekki dýrt miðað viö veiðivon, 2500 tU 7000 þúsund," sagði Gunnlaugur ennfremur. Sama mokveiöin í Laxá á Refasveit „Á þessari stundu er Laxá á Refa- sveit að skríða í 240 laxa sem er meiriháttar veiði,“ sagði Sigurður Kr. Jónsson á Blönduósi er við spurðum frétta í gærkveldi. „Veiðimenn, sem voru þar fyrir fáum dögum, veiddu 16 laxa og þá flska veiddu þeir flesta á tveimur tímum. Það kom rigning og áin var aðeins lituð, það gerði gæfumuninn. Flestir af þessum 16 löxum veiddust í Göngumannahyl. Ég kíkti í hylinn nýlega og þama hafa verið á milli 40 og 50 laxar. Blanda er alveg dauð þessa dagana og veiðimenn nenna ekki að renna þar lengur. 390 laxar hafa veiðst þar,“ sagði Sigurður Kr. í lokin. Stærsti laxinn í Mýrarkvísl 19,5 pund „Mýrarkvislin hefur gefið 288 laxa og sá stærsti er 19,5 pund,“ sagði Helgi Sigfússon í gærkveldi er við spurðum um Mýrarkvíslina. „Kristján Jónsson á Dalvík og fleiri voru að koma úr kvíslinni, þeir veiddu 10 laxa og var sá stærsti 10 pund,“ sagði Helgi. Hofsá í Vopnafirði komin meö 1977laxa „Við erum komnir með 140 laxa eftir tveggja daga veiði og það er mjög gott,“ sagöi Eiríkur Sveinsson á bökkum Hofsár í gærkveldi. En þá var holl þeirra noröanmanna komið með 140 laxa eftir tveggja daga veiði í Hofsá í Vopnafirði. „Áin hefur gefið 1977 laxa og marg- • Þeir eru vigalegir við Mýrarkvíslina, þeir Helgi Sigfússon og Guðni Sig- þórsson, með tvo 6 punda laxa. ir okkar hafa veitt kvótann en það eru 8 laxar á dag. Þaö er bara spónar sem gefa okkur þessa veiði, einn flugulax er kominn á land í þessu holli. Það er kalt héma, norðanátt og fimm gráða hiti. Besta hollið í sumar hefur fengið 152 laxa og viö ætlum að reyna að veiða meira núna, ég held að það takist á næstu klukku- tírnum," sagði Eiríkur. Fréttirfrá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Elliðaámar em aö komast í 1200 laxa og það er í góðu lagi. Úr Brynjudalsá í Hvalfirði era komnir kringum 170-180 laxar á land. í Laxá í Leirár- sveit hafa veiðst næstum 600 laxa. Gljúfurá í Borgarfirði hefur gefið 220 laxa. Miðá í Dölum 160 laxa og 500 bleikjur. í Stóra-Laxá í Hreppum hafa veiðst 320 laxar og hefiir svaeði eitt og tvö gefið best, 160 laxa. Hvítá í Borgar- firði hefúr gefið 50 laxa. -G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.