Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1992. Fréttir Rannsókn Vinnueftirlits ríkisins á íslenskum konum: Krabbamein algengast hjá hjúkrunarfræðingum Krabbamein er algengara meöal hjúknmarfræðinga en annarra ís- lenskra kvenna, einkum bijóst- krabbamein. Þetta er niðurstaða ný- legrar rannsóknar á vegmn Vinnu- eftirlits ríkisins. Þessar niðurstöður eru sams konar og fengist hafa í rannsóknum erlendis, að sögn Hólm- fríðar Gunnarsdóttur, hjúkrunar- fræðings hjá Vinnueftirlilinu. - sams konar niðurstöður og 1 erlendum rannsóknum „Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar meðal starfsfólks í heilbrigð- isstéttum í Finnlandi var bijóst- krabbamein tvöfalt algengara meðal hjúkrunarfræðinga en sjúkrahða. Þetta leiðir hugsunina að muninum á verkefnum og þeirri staðreynd að hjúkrunarfræðingar meöhöndla lyf- ekki sjúkraliðar," segir Hólmfríður. Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að bijóstkrabbamein er algengara meðal kvenna á „hærri þjóðfélags- stigum“. Þykir það benda til aö ein- hver atriöi í lífsháttum þeirra séu afgerandi. „Þær eignast kannski færri börn og eru eldri þegar fyrsta barnið fæðist en það er tahð skipta máh,“ segir Hólmfríður. Hún bendir á að konur í hjúkrunarstétt hafi á sínum tíma eignast börn seinna en aðrar vegna náms. Þær hafi verið á heimavist og andinn sem sveif yfir vötnunum í hjúkrunarskólunum hafi ekki stuðlað að bameignum. „Þaö er margt sem við eigum eftir að rannsaka í þessu samhengi, viö erum bara rétt byijuð." Hólmfríður mun gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar á norrænni vinnu- umhverfisráðstefnu sem haldin er í Reykjavík í þessari viku. Tvö meginþemu verða á ráðstefn- unni. Annað verður mannleg sam- skipti á vinnustað. „Það er aö vakna mikih áhugi á þessu og ég er sann- færð um að það verður það málefni sem hæst ber í vinnuvemd næsta áratuginn,“ segir Hólmfríður. Hitt meginþemað er húsasótt og inniloft almennt. -IBS Hópur Litáa, sem hefur verið á námskeiðum hjá Stjórnunarfélagi íslands frá því í júli í sumar, lagði leið sína á ritstjórnarskrifstofur DV í gær til þess að kynna sér starfsemi blaðsins. Hópurinn hefur veriö á námskeiðum á morgnana en farið eftir hádegi i íslensk fyrirtæki til að kynna sér starfsemi þeirra. Litáarnir hverfa aftur á heima- slóðir næstkomandi laugardag með dýrmæta reynslu í farteskinu. DV-mynd GVA Háskólarektor um niðurskurö: Óttast að nemendur fái lélegri kennslu - um hundrað manns kennt í einu 1 sumum deildum „Við óttumst aö spamaðurinn hafi þau áhrif að nemandinn fái miklu lélegri kennslu. Hann fær ekki leng- ur tækifæri til að tala við kennara heldur verður hann í rúmlega hundrað manna hópi í stórum sal þar sem kennarinn er lengst í fjarska," segir Sveinbjöm Bjömsson háskóla- rektor. Háskólaráð hefur samþykkt ýmsar spamaðaraðgerðir til að auð- velda deildum að skera niður. Aðgerðimar byggjast yfirleitt á að valnámskeið era fehd niður, sérstak- lega ef nemendur era fáir. Dregið verður úr aðstoðarkennslu og í sum- um deildum verður kennt í rúmlega hundrað manna hópum í stað 25 til 30 áður. Rektor segir heildarfjárveit- ingu til háskólans með skrásetning- argjöldum vera 1.568 mihjónir. „Við teljum að til að reka skólann, með svipuðum hætti og í fyrra hefð- um við þurft 129 mihjónir í viðbót. Þaö era þær sem við eram að reyna að spara. Við köllum þetta svelti- stefnu því við erum í raun að reyna að sinna öhum verkefnum sem við höfum verið með en bara á fátæk- legri hátt en hingað th. Það gengur ekki th lengdar. Það alvarlegasta er að við óttumst að nemendur tefjist í námi ef farið veröur að gera verr viö þá í kennslu." Önnur alvarleg afleiðing, að mati háskólans, er sú að sparnaðurinn kemur niður á stundakennuram. „Það eru þeir sem missa vinnu. Þetta er oft ungt fólk sem viö höfum treyst á að myndi síöar sækja um störf hér. Það er jafnvel hætt við að margt af fólkinu, sem nýkomið er frá námi í útlöndum, eigi meiri möguleika á að fá atvinnu við sinn gamla skóla er- lendis heldur en hér, eins og ástand- ið er núna. Þaö gæti verið að með þessu væram við aö senda fólkið út,“ segir rektor. -IBS í dag mælir Dagfari Deilur í viðtengingarhætti íslendingar hafa ekki kynnt sér samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið. Það sem er þó enn verra í málinu er að Alþingi getur ekki komið sér saman um það hvort EES- samningurinn sé ghdur eða hvort Alþingi geti samþykkt hann. Alþingismenn þurfa því aö gera meira en það að kynna sér samninginn sem þjóðin nennir ekki að kynna sér. Alþingismenn verða líka að gera það upp við sig hvort þeir megi samþykkja samn- inginn, jafnvel þótt þeir skhji hann og samþykki hann. Það gerir stjómarskráin. Stjóm- arandstæðingar halda mikið upp á stjómarskrána og segja að samn- ingurinn um EES bijóti í bága við stjómarskrána. Þaö segja allabail- ar og það segja kvennalistakonur og það segir Steingrímur og Fram- sóknarflokkurinn. Steingrímurvhl að við breytum stjómarskránni áður en viö göngum 1EES en alla- bahamir vilja ekki samþykkja EES af því aö það brýtur í bága viö stjómarskrána og þeir vhja ekki breyta stjómarskránni og era þar af leiöandi á móti EES af því stjóm- arskráin gerir ekki ráö fyrir EES. Nú er þaö th fróðleiks rakið að stjómarskrána fengum við áriö 1874 og var hún aö mestu stohn frá Danmörku með hrárri þýöingu á dönsku stjómarskránni en sú stjómarskrá var sett rúmlega hundrað árum áður en Evrópska efnahagssvæðið komst á blað. Það vora framsýnir menn sem settu stjórnarskrána en það veröur að virða þeim th vorkunnar þótt þeir hafi ekki gert ráö fyrir EES um miðja síðustu öld en þar stendur hnífurinn akkúrat í kúnni. Helsti gúrú þeirra stjómarskrár- manna er Bjöm Þ. Guðmundsson prófessor en hann segir einmitt um þetta atriði: „Ef htið er á stjómarskrárvhjann einan, þ.e.a.s. það sem vakti fyrir íslendingum, þegar þeir settu sér stjómarskrá, þykir mér alveg Ijóst að hann teldi valdframsahð sam- kvæmt ESS-samningnum óheimht. Því th stuðnings nægir aö nefna þær aðstæður sem við íslendingar bjuggum við þegar stjómarskráin var sett. Það hefur varla hvarflað aö nokkrum íslendingi þá aö við myndum framselja ríkisvald th er- lendra aðila eða þjóðréttarlegra stofnana." Þetta er skarplega athugað hjá prófessor Bimi og er höfúðrök- semdin fyrir andstöðu hans gegn EES að íslendingar geröu ekki ráð fyrir EES þegar þeir settu sér stjómarskrá. Einhver kynni að halda því fram að heh þjóð gæti ekki skorðað sig fasta í lagasetningu frá því á síð- ustu öld þegar samskipti þjóða og þjóðfélagið sjálft hefur þróast th nýrra fjölþjóðlegrar samvinnu við aðrar aöstæður og forsendur. Spumingin er einfaldlega sú hvort taka eigi hundraö ára gömul lög fram yfir framfarir og hagsmuni th framtíðar. Þessari spumingu svara and- stæðingar EES með því að benda á aö stjómarskráin sé öðrum lögum æðri og ekki megi setja önnur lög sem bijóti í bága við stjómar- skrána. Th þess verður að breyta stjómarskránni án þess þó að þeir vhji breyta henni. Nú hefúr því að vísu verið haldið fram af gagnmerkum lögfræöing- um að EES-samningurinn bijóti ekki í bága við stjómarskrána og enginn geti sagt fyrir um það nema dómstólamir sjálfir hvort lögbrot séu framin eða ekki og dómstólar kveða ekki upp slíka dóma, nema þeir fái þau ágreiningsmál th úr- skurðar. Andstæðingar EES taka þetta ekki ght og segja aö ef stjóm- arskráin er brotin mundi það vera stjómarskrárbrot ef dómstólar mundu komast að þeirri niður- stöðu ef EES-samningurinn færi fyrir dómstóla og við megum ekki setja lög sem mundu bijóta hugs- anlega í bága við stjómarskrána, nema með því að breyta stjómar- skránni fyrst th að lögin bijóti ekki í bága við hana. Þessi deha fer fram í viðtenging- arhætti og snýst um það hvað mundi verða ef við mundum gera eitthvað sem mundi vera stjómar- skrárbrot, ef við mundum ekki taka mark á því hvað muni gerast ef eitthvað gerist. Stjómarskráin er æðri EES-samningi og það þarf aö breyta henni th aö EES-samn- ingur sé ghdur, án þess þó að menn séu að segja aö þeir muni vera með því að breyta stjómarskránni ef það er tahð nauðsynlegt th að EES- samningurinn taki ghdi, því þeir era með stjómarskránni en á móti EES. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.