Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1992. 17 getrauninni, „enda hef ég aldrei áður á ævinni unnið neinn vinning", sagði Heiða þegar hún veitti bílnrnn við- töku þann 20. mars. Góð „sumargjöf" Dregið var í fimmta sinn í áskrift- argetrauninni á síðasta vetrardag, 22. apríl, og þá kom nafn Þorbjargar Haraldsdóttur úr Garðinum upp úr pottinum og kom öll fjölskyldan, eig- inmaðurinn og þrír strákar (en von var á fjórða baminu innan tíðar), til Reykjavíkur til að taka við þessari óvæntu „sumargjöf', glæsilegum Honda Civic DX. Þau sögðust btið hafa hugsað út í áskriftargetraunina, enda sagðist Ingimundur, eiginmaður Þorbjargar, hafa haldiö að hún væri bara fyrir nýja áskrifendur. „Áskrifendur frá því að við byrjuðum að búa“ „Við erum búin að vera áskrifend- ur frá því að við byrjuðum að búa fyrir tíu árum,“ sögðu hjónin Brynja Þrastardóttir og Reimar Ingimund- arson frá Þorlákshöfn þegar þau veittu sjötta bílnum, Volkswagen Golf frá Heklu hf„ viðtöku þann 21. maí, en Reimar hafði verið úti á sjó þegar nafn hans var dregið úr pottin- um með nöfnum skuldlausra áskrif- enda daginn áður. „Þetta voru góð endalok á vertíð- inni,“ sagði Reimar, en þeir voru að taka upp netin í síðasta róðri vertíð- arinnar þegar hann fékk tíðindin út á sjó. „Eitt það ánægjulegasta sem fyrir mig hefur komið“ Þegar nafn sjöunda vinningshafans í áskriftargetraun DV var dregið út var röðin aftur komin að áskrifanda úr Reykjavík, Kjartani L. Sigurðssyni, að hljóta vinning, sem að þessu sinni var Ford Orion CLX frá Globusi hf. 7. Ford Orion CLX frá Globusi M. „Þetta er það ánægjulegasta sem fyrir mig hefur komið,“ sagði Kjartan L. Sigurðsson sem hlaut sjöunda bílinn, Ford Orion CLX frá Globusi. Hér tekur hann við lyklunum að bílnum frá Sigurði Hreiðari, öörum umsjónarmanni DV Bíla, en eiginkonan, Rósa Sigurbjörnsdóttir, ásamt tveimur afastrákum, þeim Högna Kjartani og Stefáni, og vini þeirra, Davíö Jóel, komu með til að taka við bilnum. Lengst til hægri er Hann- es Strange, sölustjóri hjá Globusi. 8. Toyota Carina E frá P. Samúelssyni M. „Ævintýrin gerast enn,“ sagði sjötíu og fimm ára Reykvíkingur, Gunnar Gíslason þegar hann tók við lyklunum að Carina E 2000 bílnum úr hendi Jóhannesar Reykdal, umsjónarmanns DV Bila, en með honum var eigin- konan, Kristín Waage. Lengst til vinstri er Egill Grimsson, markaðs- stjóri Toyotaumboðsins, P. Samúelssonar hf. 9. Opel Astra GO frá Jötni M. Það var ung, einstæð móðir í Vestmannaeyjum, Aðalheiður Þorleifsdótt- ir, sem hlaut níunda bílinn í áskriftargetrauninni, en hún og litla dóttir hennar, Karen, komu kampakátar til að taka vlð bílnum úr hendi Svan- hvítar Valgeirsdóttur, starfsmanns auglýsingadeildar. Lengst til hægri er Bjarni Ólafsson frá Jötni hf. Sviðsljós „Þetta er eitt það ánægjulegasta sem fyrir mig hefur komið," sagði Kjartan, „ég hef aldrei unniö neitt í happdrætti, nema þá minnsta vinn- ing í SÍBS fyrir fjöldamörgum árum.“ Það kom sér líka vel fyrir Kjartan að fá bíl í vinning, því heimilisbíll- inn, sem var nokkurra ára, var bilað- ur og því hafði Kjartan þurft að nota bíla strákanna sinna á meðan. „Ævintýrin gerast enn“ „Ég er nú ekki kominn niður á jörð- ina enn,“ sagði Gunnar Gíslason, sjö- tíu og fimm ára Reykvíkingur, þegar hann kom ásamt konu sinni, Krist- ínu Waage, til að veita áttunda bíln- um í áskriftargetrauninni, glæsileg- rnn Toyota Carina E 2000, viðtöku í Kringlunni þann 22. júlí. „En ævintýrin gerast enn,“ sagði Gunnar, sem er fyrrverandi vél- stjóri, þegar verið var að koma bíln- um út úr Kringlunni og gera hann kláran til aksturs. Aðeins nokkrum vikum áður hafði Gunnar einmitt stuðlað að því að bróðir hans keypti sér svona bíl. Níundi bíllinn til Eyja Það voru kátar mæðgur, Aðalheið- ur Þorleifsdóttir og Utla dóttir henn- ar Karen, hðlega þriggja ára, sem komu frá Vestmannaeyjum til að veita níunda bílnum í áskriftarget- rauninni viðtöku, Opel Astra frá Jötni hf„ sem dreginn var út þann 26. ágúst. Aðalheiður, sem er ung, einstæð móðir, ættuð og uppalin austur á landi, hefur undanfarin tvö ár búið í Eyjum, þar sem hún rekur nudd- stofu og nuddar vinnuþreytuna úr vinnulúnum Eyjamönnum. Hana var búið að dreyma fyrir þessu, „en ég þorði ekki að segja neinum frá því“, sagði Aðalheið- ur. „Ég var búin að skoða DV vel und- anfarið því ég var að leita mér að bíl og hafði raunar skoðað vel bílinn sem var í vinning hjá ykkur þennan mánuðinn," sagði Aðalheiður, sem ekki hafði átt bíl um nokkum tíma. Fjórir bílar eftir í pottinum Nú er farið að síga á seinni hlutann í þessari áskriftargetraun DV, því nú á eftir að draga út fjóra bfia. Næstur í röðinni er Mazda 121 frá Ræsi hf. sem dreginn verður út þann 23. sept- ember, þá kemur Lada Sport frá Bif- reiðum og landbúnaðarvélum hf. sem verður eign einhvers heppins áskrifanda þann 21. október. Næst- síðasti bíllinn er vinningsbOl nóv- embermánaöar, Fiat Uno 45S frá ít- alska verslunarfélaginu, sem dreg- inn verður út 25. nóvember og loks verður það einhver heppinn, skuld- laus áskrifandi sem hlýtur óvænta , jólagjöf ‘ í desember en síðasti bOl- inn í getrauninni er fjórhjóladrifinn Subaru Legacy station 2000 frá Ing- vari Helgasyni hf. sem dreginn verð- ur út þann 22. desember. Allir eiga möguleika Rétt er að undirstrika aftur að allir áskrifendur eiga jafnan möguleika á því að eiga „sitt númer" í pottinum þegar dregið er um þann áskrifanda sem á kost á nýjum bO þá fjóra mán- uði sem eftir em af þessari áskriftar- getraun. Þeir sem hafa verið áskrifendur áður verða að vera skuldlausir tO að vera með í pottinum og nýir áskrif- endur komast sjálfkrafa í pott- inn. Aðeins þarf að hringja í símann okkar 63 27 00 og biðja um áskrift og þeim sem búa úti á landi bendum við á „græna númerið" 99 62 70, en með því að hringja í það númer greiða þeir sem búa úti á landi sama gjald fyrir símtahð eins og væm þeir aö hringja innanbæjar. Þá er DV með umboðsmenn um aht land sem taka við nýjum áskrifendum. Nýjum jafnt og eldri áskrifendum vftjum við benda á hagkvæmni þess að notfæra sér þjónustu greiðslu- kortafyrirtækjanna og greiða áskriftina með korti. Þetta sparar blaðbemm okkar sporin við inn- heimtu áskriftargjaldanna og tryggir um leið að viðkomandi sé ömgglega skuldlaus þegar dregið er úr pottin- um. -JR Þessir bílar eru enn í pottinum: 23. september: Mazda 121 frá Ræsi hf. 21. október: Lada Sport frá Bifreiðum og landbúnaöarvélum M. 25. nóvember: FiatUno 45 S frá ítalska verslunarfélaginu M. »' v . ííSlt i , | 22. desember: Subaru Legacy station frá Ingvari Helgasyni M.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.