Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1992, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1992. 35 pv Fjölmiðlar Santos, komduhéma! Sakamálafrétt aldarinnar var flutt í upphafi fréttatíma Stöövar 2 1 gærkvöld. Fréttin snerist um þaö að Stöö 2 hefur kært flóra menn fyrir að hafa breytt afrugl- urum og komist með því hjá að geiða aíhotagjöldin. Santons viðurkenndi að hafa selt um 30 manns aðgang aö svindlinu eítir því sem hann seg- ir. Eins og nafh mannsins gefur til kynna er hann ekki íslenskur aö uppruna - og reyndar er greinilegt aö hann er austur- lenskur. „Santos, komdu hérna. Stöð 2 er mætt!“ Það var ekkert annað. Meö þessum orðum fréttamanns- ins hófst viðtaliö. Greinilegt var að Santos talar ágæta, skýra ís- lensku. Greinilegt er að þau á Stöö 2 eru ekki á sama máli, aUa vega voru þau meö skýringar- texta raeð því sem hann sagði. Reyndar fór það svo aö Santos átti verra með að skiija hvað hinn æsti fréttamaður sagði heldur en við að skilja þaö sem Santos sagöi. Stöð 2 heldur því fram að hér sé um svindl upp á tugi milljóna aö ræða. Jæja, hvaö sem sagt verður um viðtalið þá gerði Stöð 2 nokkuö sem heyrir til undan- tekninga, það er aö birta nafn, mynd og upplýsingar um vinnu- stað manns sem hefur verið kæröur og rannsókn er á byrjun- arstigi. Sem betur fer heyrir þetta til undantekninga. Nýjasta tilfell-v ið þar sem slíkt var gert var í stóra kókaínroálinu. Munurinn er sá að sakborningurinn í því máli flutti til landsins á annað kíló af kókaíni en Santos breytti afiroglara. Sigurjón Magnús Egilsson Andlát Jóhann Hjaltason kennari, Klepps- vegi 54, Reykjavík, lést í Borgarspít- alanum fimmtudaginn 3. september. Halldór Ágústsson frá Hróarsholti, Kaplaskjólsvegi 63, Reykjavík, lést í Landakotsspítala aðfaranótt 3. sept- ember. Sigrún Ingibjörg Ingimarsdóttir handavinnukennari andaðist í Landspítalanum miðvikudaginn 2. september. \ Jarðarfarir Útfór Kjartans Guðmundssonar stór- kaupmanns, Boðahlein 6, Garðabæ, áður Ásvallagötu 44, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 4. september, kl. 13.30. Útfor Guðnýjar Kristínar Þorleifs- dóttur, Lundarbrekku 14, Kópavogi, fer fram í dag, 4. september, Id. 13.30 frá Kópavogskirkju. Guðbjörg Pálsdóttir, er andaðist í Kleppsspítala 30. ágúst, verður jarð- sungin frá Innra-Hólmskirkju laug- ardaginn 5. september kl. 11. ERT ÞÚ ORUGGLEGA ÁSKRIFANDI? EINN BÍLL Á MÁNUÐI í ÁSKRIFTAR- GETRAUN i nm sölu»tafl • A»krHtar«lini 63-27-00 | Enginn sagði Lalla að það ætti að koma í búningi í veisluna. Hann fór eins og hann stóð og vann fyrstu verðlaun. - - •• Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 51100. Keflavik: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreiö sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavik 4. til 10. sept., að báðum dög- um meðtöldum, verður í Borgarapóteki, Álftamýri 1-5, sími 681251. Auk þess verður varsla í Reykjavíkurapóteki, Austurstræti 16, sími 11760, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn- ar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæöi apótekin hafa opiö fóstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavikur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfiafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar em gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavik, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miövikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyöarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavik: Neyöarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartírm Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aörir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspitalans: KI. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feöur kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtah og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Bamaspitali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19=19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspitali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geödeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Heimsóknartími: Sunnudaga kl. 15.30- 17. Vísir fyrir 50 árum Föstudagurinn 4. september: Nýtt verkfall Ófaglærðir verkamenn í smíðavinnu lögðu niður vinnu hjá Hcjgaard & Schultz og fleiri verktökum í gær. Spakmæli Það sem skiptir mestu máli í þessum heimi er að láta árin bera sig áfram. Federico Garcia Lorca Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í jrólí, júlí og ágúst alla daga nema mánudaga kl. 10-18 og um helgar í sept. á sama tíma. Upplýs- ingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavikur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Geröubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fostud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir viðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriöjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Frikirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Siguijóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriöjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél- smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17 þriðjud. - lauganl. Þjóðminjasafn Íslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-16. Leiðsögn á laugardögum kl. 14 Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavik og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Simabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, simi 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tiifellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyriiúngar AA-samtökin. Eigir þú viö áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Liflínan, KristOeg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhringinn. Stjömuspá Spáin gildir fyrir laugardaginn 5. september Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú ert dálítið viðkvæmur og virðist standa í mikilli sjálfstæðisbar- áttu. Þú vilt vinna út af fyrir þig og það gæti kostað gremju ein- hvers. Happatölur eru 7,15 og 34. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú tekst á við eitthvað óvenjulegt. Það heppnast vel og kemur þér skemmtilega á óvart. Skemmtu þér vel í kvöld. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Ráðlegt væri að hvíla sig og sjá hvemig mál þróast á næstunni. Skoðanaágreiningur gæti veikt vináttusamband. Nautið (20. april-20. maí): Fólk sem stendur þér næst virðist ansi upptekið af sjálfu sér og hefur ekki tíma fyrir aðra. Ástarmálin eru ekki upp á marga fiska enda tilfmningar á reiki. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Reyndu að hafa góð áhrif á þá sem eru í kringum þig. Það á sér- staklega við um ef þú sérð einhvem gera rangt. Láttu skynsem- ina ráða ríkjum. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Haltu þínum leyndarmálum fyrir þig. Nýtt vináttusamband er í augsýn. Dagurinn verður annasamur og mjög árangursríkur. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Veltu þér ekki upp úr vandamálunum. Reyndu að velja þér góðan félagsskap. Nýttu þér tækifæri sem bjóðast. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Mál sem háfa vafist fyrir þér ættu að skýrast mjög fljótlega. Drífðu í því að ljúka þeim verkum sem þú átt ólokið. Vogin (23. sept.-23. okt.): Reyndu að átta þig á stöðu málanna. Þú átt í einhverjum byijun- arörðugleikum í ákveðnu verkefni. Þú heyrir eitthvað sem kemur þér á óvart. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Nýttu frítíma þinn vel og reyndu aö skemmta þér. Reyndu að líta á hlutina með augum annarra. Happatölur eru 8,13 og 32. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Reyndu að sannfæra aöra um ágæti hugmynda þinna. Heppni varir ekki endalaust. Reyndu að nýta þér þína á meðan hún varir. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Gefðu þér tíma fyrir þá sem eiga í erfiðleikum. Ef þú hefur áhyggj- ur af einhveiju skaltu einbeita þér að því máli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.