Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1992, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91)63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Unga fólkið og húsnæðið Eftir aö húsbréfakerfið var tekið upp á fasteigna- markaðnum hefur verið undarlega hljótt um húsnæðis- mál. Skýringin er sennilega sú að húsbréfin voru ný aðferð til að fjármagna íbúðarkaup og sú nýbreytni féll að mörgu leyti í góðan jarðveg. Fólk hefur verið að átta sig á gildi og notkun húsbréfa, markaðurinn hefur ver- ið að laga sig að breytingunum og afleiðingarnar hafa ekki verið augljósar fyrstu misserin. Nú er hins vegar fullyrt að gífurlegur samdráttur sé á markaðnum, bæði í nýbyggingum og fasteignakaup- um. Með einni undantekningu þó. íbúðabyggingum í félagsíbúðakerfinu hefur stöðugt farið flölgandi enda hafa umsóknir hrannast upp og kerfið hefur hvergi nærri undan að anna eftirspurn. Þróunin virðist með öðrum orðum vera sú að fólk treystir sér ekki til kaupa eða byggingar á eigin húsnæði en leitar eftir húsaskjóh í félagsíbúðakerfi, þar sem lánskjör eru hagstæðari en eignarhlutinn rýrari. Sérstaklega á þetta við um ungt fólk. Það hefur ekki lengur bolmagn til sjálfseignar og húsbréfakerfið hefur því miður reynst því þrándur í götu. Formaður Verktakasambands íslands, Öm Kæme- sted, hefur undanfama daga komið fram í fjölmiðlum og sett fram málefnalega og alvarlega gagnrýni á ástand og horfur í húsnæðismálum. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur vænt Öm um að setja þessa gagnrýni fram af annarlegum ástæðum, þ.e.a.s. á þeim forsendum að verktakar í byggingariðnaðinum séu að hlaupa í pilsfaðm ríkisins með sín eigin vandamál. Vera má að Öm Kæmested sé að tala máli síns atvinnurekstr- ar en málstaður hans er ekki verri fyrir það og eftir stendur að rök hans og sjónarmið eru alls góðs makleg og eiga vissulega erindi þegar þróun húsnæðismála er skoðuð. Ef hagsmunir byggingaverktaka og unga fólks- ins fara saman er allt gott um það að segja. Öm heldur því nefnilega fram með réttu að sjálfseign- arstefnan í íbúðarmálum sé í hættu. Hann bendir á að stór hópur ungs fólk sé utanveltu á íbúðarmarkaðnum. Hann bendir á gaha í húsbréfakerfinu og leiðir rök að því að félagsíbúðakerfið mismuni fólki, án þess þó að afrakstur af greiðslum í því kerfi leiði til eignamyndun- ar í samræmi við greiðslurnar. Eitt af því sem Öm bendir á er sú staðreynd að í stað þess að félagsíbúðakerfið sé hugsað til að skapa félags- legt öryggi fyrir láglaunafólk, sem hefur htla möguleika til eignamyndunar, hefur það þróast í það að vera ein- asta úrræðið fyrir ungt fólk til að leysa húsnæðisvanda þess. Öm segir: „Þannig hefur hlutfah ungs fólks (fólks um tvítugt, bamlaust eða með eitt bam) aukist verulega á sama tíma og hlutfah láglaunaíjölskyldna (hjón á milh 30 og 40 ára með 2 til 5 böm) hefur dregist saman.“ Fólki, sem er að stofna heimili, er í rauninni att nauð- ugu til umsókna og kaupa í félagskerfinu með þeim af- leiðingum að það hefur htla sem enga möguleika í fram- tíðmni til að nýta það sem stökkpah th sjálfseignar. Öm Kæmested leggur ekki th að húsbréfakerfið sé lagt th hhðar. En hann vhl að lánshlutfah þeirra sem em að eignast sína fyrstu íbúð verði hækkað í 80% af kaupverði og að þeir sem eignast sína fyrstu íbúð fái affoh af húsbréfum endurgreidd að fuhu á fyrsta árinu. Markmiðið er að létta ungu fólki róðurinn th að eignast sjálft sínar eigin íbúðir. Sú sjálfseignarstefna á fuUan rétt á sér. EUert B. Schram FþSTUD^QUIi.4.,SEPTEM^fi 1992. Nýjasta örþrifaráð Bush Banda- rílqaforseta, þegar hann horfir nú upp á sigurinn mikla í Kúveit í fýira verða að dufti og ösku, er að lýsa yfir loftferðabanni yfir suður- hluta íraks undir því yfirskini að verið sé að vemda ofsótta shia múslíma þar. Tilgangurinn er vit- anlega sá einn að ögra írökrnn til andsvara, sem myndi aftur kalla á fulla hemaðaríhlutun á ný í írak, og þar með yrði Bush aftur aö sig- ursælum stríðsherra, rétt á síðustu stundu fyrir kosningamar sem hann virðist vera að tapa. Þetta ætti ekki að koma á óvart, lengi hefur verið búist við ein- hveiju álíka. Lengst af var búist við að tregöa íraskra stjórnvalda til að leyfa eftirlitsmönnum Sam- einuðu þjóðanna að ganga meö þótta inn í hverja hirslu í öllum opinberum byggingum landsins, yrði notuð sem átylla til loftárása á Bagdad. En síðan runnu tvær grímur á Bandaríkjamenn þegar í ljós kom að loftárásir kynnu aðeins að styrkja stöðu Saddams Hussein „Mannréttindi verða ekki vernduð með herþotum. Ef írakar eru að of- og snúa almenningsáhtinu honum sækja sjíta gera þeir það á landi", segir m.a. í grein Gunnars. í hag. Símamynd Reuter. Hin mátt- vana bræði Því var hætt við loftárásir í bih en treyst á í staðinn að írakar mundu gefa tilefni th hernaðará- taka með því aö grípa til vopna gegn flugferðabanninu í Suður- Irak. Sú von hefur enn ekki ræst. - Enginn veit hvað gerast kann, en ólíklegt er að nokkur breyting verði á sigurlíkum Bush í kosning- innum vegna frumkvæðis Sadd- ams Hussein. Bitur sannleikur Sá bitri sannleikur er nú loks að renna upp fyrir almenningi í Bandaríkjunum eftir djúpa sigur- vímu mánuðum saman eftir Eyði- merkurstorminn, að eini árangur- inn var sá að koma aftur til valda emímum af Kúveit, með öllum sín- um 70 hjásvæfum, hirðfíflum sín- um, þjónum og öðru hyski, og þar með afhenda honum á ný einka- yfirráð yfir 15 prósentum af allri ohu sem vitað er um á jörðu. Ekk- ert annað ávannst í stríðinu, sama hversu staglast er á glæsilegri her- mennsku Bandaríkj amanna, enda hafði fjölþjóðaherinn ekki umboö til neins annars en reka íraka frá Kúveit. Nú er þrástagast á því aö Bush hafi hætt stríðinu of snemma og þess vegna sé Saddam Hussein enn við völd. Þeir menn gleyma því að Sameinuöu þjóðimar gáfu aldrei heimhd th annars en reka íraka frá Kúveit. Sérstaklega var tekið fram í samþykktum Öryggisráðsins að stríðinu væri ekki beint gegn írak sjálfu. Engin arabaþjóð, ekki einu sinni Kúveitar sjálfir, hefðu tekið þátt í því að reyna að koma upp bandárískri leppstjóm í Bagdad. Enginn hefði tekið þá stjóm alvar- lega, ahur arabaheimurinn, utan og innan íraks heföi risið upp og bandaríska hemámshðið í írak heföi lent í svipaðri aðstöðu og ísra- elsmenn lentu í í Líbanon eftir inn- rás sína þar 1982. Samt er nú talaö af vandlætingu um þá vitleysu Bush að stöðva stríðiö þegar það var gert enda þótt því hefði þá ver- ið haldið áfram tveimur dögum lengur en ástæða var th því að írak- ar höfðu gengið að öhum skhyrð- um Sameinuðu þjóðanna nokkm áður en Bandaríkjamönnum þótti tímabært að hætta hemaði. Það eina sem Bush gerði rétt í þessu stríöi var að stöðva þaö. Upplausn Upplausnin sem á eftir fór í Norð- KjaUaiinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður ur- og Suður-írak kom svo öhum í opna skjöldu þótt ábyrgir aöhar hefðu átt að vita betur. Allur heim- urinn fékk samviskubit út af hremmingum Kúrda með alkunn- um afleiðingum og gleymdi þvi að erfðafjendur þeirra em Tyrkir en ekki írakar, þrátt fyrir hefndarað- gerðir írakshers 1988 í refsingar- skyni fyrir samvinnu sumra Kúrda við íran í stríðinu 1980 th 88. Sjít- amir gleymdust, enda erfiðara að afla frétta af þeim, en þeirra upp- reisn var bæld niður af ekki minni hörku en Kúrda. Kúrdar og sjítar em oft nefndir í sömu'andrá eins og þetta séu sérs- takir kynþættir. Svo er um Kúrda, sem em ekki arabar, en shia mú- slímar í Suður-írak em arabar af ýmsum ættbálkum og trúgreinum. Því er haldið fram að þeir vilji stofna sitt eigið ríki en það eru get- gátur einar. Fram að stríðinu hafði aldrei leikið vafi á því að mestur hluti sjíta í Basra og öðrum svæðum Suður-íraks taldi sig vera íraka. Nú á Saddam að vera að útrýma þeim. Fyrir því em engar heimildir aðrar en bandarískar flugufregnir, og bandarískar fréttir frá írak eru álíka áreiðanlegar og fréttir græn- friöunga af hvalveiðum íslendinga. Fenjasjítar Enginn efast um hörku og mis- kunnarleysi Saddams. Meira að segja nýtur hann talsverðrar að- dáunar meðal margra araba ein- mitt vegna þess. í þeim heimshluta em menn ekki öðm vanir. Fárán- legt er að dæma araba á skandinav- ískan mælikvarða. Átökin á fenja- svæðunum syðst í írak eiga sér upptök í því að íraska stjómin hef- ur lengi ætlað að þurrka upp fenin og gera þau að nýtanlegu landi, en um 50 þúsund fenjabúar, sem hafa hafst þama við í margar aldir, vilja ekki breyta sínum lífsháttum. Þetta er sá flugufótur sem er fyr- ir ofsóknum Saddams á hendur sjítum, og þetta er nú sú átyha sem notuð er til að ögra Saddam th að gefa Bush tækifæri th að sýna hemaðaryfirburði Bandaríkjanna. En þetta er einhliða ákvörðun sem styöst ekki við samþykktir Samein- uðu þjóðanna, eins og ahar aðrar aðgerðir gegn írak hafa þó gert. Þetta er ólöglegt í alþjóðalögum og að auki bæði thgangslaust og að líkindum ástæðulaust. Mannréttindi verða ekki vemduð með herþotum. Ef írakar eru að ofsækja sjíta gera þeir það á landi. Herflugvélar hafa þar engin áhrif. Að auki hafa írakar boðist th að hleypa alþjóölegri eftirhtsnefnd suður eftir tíl að kynna sér ástand- ið, en því hafna Bandaríkjamenn. Það er nefhhega hugsanlegt að í Ijós komi að engar skipulegar of- sóknir eigi sér stað. Aðeins sé um að ræða þá venjulegu harðýðgi í samskiptum sfjómenda við þegna sem einkennt hefur íbúa Mesópót- amiu aht frá dögum Nebúkadnes- ars. - Og Nebúkadnesar er einmitt sá herkonungur fom sem Saddam Hussein vhl láta líkja sér við. Gunnar Eyþórsson „Það er nefnilega hugsanlegt að í ljós komi að engar skipulegar ofsóknir eigi sér stað. Aðeins se um að ræða þá venjulegu harðýðgi 1 samskiptum stjórnenda við þegna sem einkennt hefur íbúa Mesópótamíu allt frá dögum Nebúkadnesars.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.