Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1992, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR '4: SEPTEMBER 1992. 11 Útlönd Ungverska yngismærin Zita Rajcsanyi segir frá lífi sínu með Bobby Fischer: Skrifaði eins innilega til Fischers og ég gat - meistarinn hringdi ári síðar og bauðst til að aðstoða við skákæfingar „Ég skrifaði honum bréf fyrir um tveimur árum og ári síðar hringdi hann í mig. Ég er mjög hrifin af hon- um og hef víst lagt hug minn og hjarta í bréfið. Það var eins innilegt og ég gat haft það,“ segir ungverska yngismærin og skákkonan Zita Rajcsnyi um upphaf kynna sinna af Bobhy Fischer. Þau létu ekki bréf og símtöl nægja því í apríl í vor fór Zita vestur um haf og heimsótti átrúnaðargoðið. Með þeim tókust ástir og nú búa þau saman. Það er mat flestra sem til þekkja að Zita eigi mikinn þátt í að Fischer ákvað að koma aftur fram og mæta Borís Spasskíj í einvígi. Zita segir að í fyrstu hafi hún að- eins dáð Fischer sem skákmann. Það var áður en hún kynntist manninum. Hún er mikil áhugamanneskja um Zita Rajcsanyi skrifaði Fischer inni- legt bréf. Hann beið í ár með að svara. Simamynd Reuter skák og vildi fá ráð hjá Fischer. Hún segir að hann hafi bætt skákstíl sinn ny ög enda æfi þau reglulega saman. Zita er nítján ára gömul, fædd árið 1973, ári eftir að Fischer og Spasskíj mættust í einvíginu í Reykjavík. Fischer er 49 ára gamall. Fischer var á árum áður kunnur fyrir að gera htið úr skákhæfileikum kvenna. Árið 1961 lýsti hann því yfir að konur ættu ekki að tefla vegna þess að þær stæðust aldrei saman- burð við karla í listinni. Zita segir að yfirlýsignar af þessu tagi séu mjög líkar Fischer. Hann sé enn vantrúaður á skákhæfileika kvenna og hafi t.d. htla trú á löndu sinni Judit Polgar þótt hún sé í röð sterkustu skákmanna heims. Zita ætlar að tefla á heimsmeistara- móti unglinga í Argentínu í október. Hún á ekki von á að Fischer fylgi sér þangað eins og hún fylgir honum til Svartljallalands. Nærvera meistar- ans gæti líka verið þvingandi fyrir hana. Reuter Þrír Danir, sem dæmdir voru fyrir kjmferöislega misnotkun á ungum stúlkum fyrir tveimur árum, hafa verið látnir lausir úr fangelsi vegna þess aö sannanim- ar gegn þeim hafe verið hraktar og lýstar ómerkar. Mennirnir voru dæmdir á grundvelli framhurðar stúlkanna en nú þykir sannað að þær hafi látið ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur. Hinir dæmdu héldu alltaf fram sakleysi sínu. Dómur gekk í máhnu árið 1990 og hafa mennirnir setið inni upp frá því. Ekki er ljóst hvort þeir fara í skaðabótamál á hendur rík- inu vegna rangra dóma. 4*5 9 Margar gerðir til af skrifborðsstólum í ýmsum verðflokkum. BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.