Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Síða 7
 1 ■ ■ PfWfS mm LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992. Fréttir Smákóngaveldið í verkalýðshreyfingunni verður að hverfa: Aðeins eitt stéttarfélag - segir Hraínkell A. Jónsson, formaður Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði „Ég tel aö ef ekki koma til róttækar skipulagsbreytingar á verkalýðs- hreyfingunni sé henni hætta búin. Ég hef strnidum talað ógætilega um smákóngaveldið í hreyfingunni og gerði það víst líka á aðalfundi Al- I þýðusambands Austurlands á dög- unum. Þá varpaði ég fram þeirri hugmynd að í hverju kjördæmi yrði aðeins eitt stéttarfélag fyrir allt vinn- andi fólk, bæði í einkageiranum og opinbera geiranum," sagði Hrafnkell A. Jónsson, formaður Verkalýðsfé- lagsins Árvakurs á Eskifirði, í sam- tah við DV. Hugmynd Hrafhkels er vissulega umdeild en hún hefur eigi að síður vakið verðskuldaða athygh. „Sannleikurinn er sá að í allt of mörgum litlum verkalýðsfélögum er formaðurinn í raun félagið allt. Það er ekkert auðvelt lengur að fá fólk til að starfa í verkalýðsfélögum. Hér á Austurlandi eru á milli 10 og 20 verkalýðsfélög, það fjölmennasta með 600 félaga en það minnsta með 20. Stærstu félögin eru ef til vill nógu öflug til að veita sínu fólki einhveija þjónustu en þau litlu hafa enga getu tU þess. Það fer mjög eftir fórnfýsi I þeirra sem eru í forystu fyrir þessi htlu félög, launalausir og upp á náð og miskunn vinnuveitenda sinna komnir, hvað þau geta veitt mikla þjónustu. Eins og tæknin er orðin í dag sé ég ekkert því til fyrirstöðu að svæði eins og til að mynda Austur- landskjördæmi yrði með eitt deildar- skipt verkalýðsfélag. Eins og ég vil sjá verkalýðshreyfinguna í framtíð- inni þá innihéldi hún alla launþega, hvort sem þeir vinna hjá einkaaðil- um eða hjá hinu opinbera. Ég full- yrði að sú sundrung sem núverandi skipulag launþegahreyfingarinnar í landinu leiðir af sér er beinlínis skað- leg,“ sagði Hrafnkell. Hann nefndi sem dæmi sjúkrasjóði verkalýðsfélaganna þar sem í umferð væri töluvert fjármagn. Það nýtist hins vegar ekki nema að litlu leyti til hagsbóta fyrir launþega vegna þess hve dreifð verkalýðshreyfingin Eyðahálku í Sundlaug Vesturbæjar Loka þurfti Sundlaug Vesturbæjar í nokkra klukkutíma á miðvikudags- kvöld þar sem mála þurfti sundlaug- arbarminn og tröppur ofan í laugina. Þau mistök voru gerð við endur- bætur í sumar að málning, sem verð- ur mjög hál við bleytu, var notuð við laugina og átti fólk í mestu vandræð- um með að fóta sig. Nú hefur verið málað upp á nýtt með málningu með sandi í og hættu- ástandi aflýst við sundlaugarbarm- inn. -ból Heimdallur: Hafnarað hafna EB-aðild Á aðalfundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, var felld tillaga stjómar félagsins um að í stjómmálaályktun stæði að ís- land eigi að hafna aðild að Evrópu- bandalaginu. Tillaga um að þessu yrði sleppt úr stjómmálaályktuninni fékk stuðn- ing mikils meirihluta fundarmanna. -sme er. Stærri og öflugri félögin geta veitt sínum félögum góða tryggingu í gegnum sjúkrasjóðina. Minnstu fé- lögin hafa aftur á móti enga burði til að gera það. Ef sjúkrasjóðakerfið væri rekið sameiginlega yrði allt annað upp á teningnum. Hann sagði að þáð sama væri raunar upp á ten- ingnum varðandi svo ótal margt ann- að í starfi verkalýðsfélaganna. Hrafnkell sagði að skipulagsmál yrðu mjög til umræðu á Alþýðusam- bandsþinginu í nóvember. Hann sagðist búast við því að koma þessum sjónarmiðum sínum þar á framfæri. -S.dór JiIayjifj&jL a LSg) vw LÉllíjtfúDMtti} J, jS^PiAÍJ NR.IS3 ?. T0U gj, ARI ©KtéSPR m? KR- 4f JJJjLiUJJJj'J jJjL'iJiJJijj'J \A 'fyMhUJÁ J) JJJJ biJ JiiJjJ verði í hverju kjördæmi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.