Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Síða 8
8
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992.
Svipmyndin
Hver er
maðurinn?
Sá sem svipmyndin er af er stór-
vaxinn. Hann er 109 kílógrömm á
þyngd og 193 sentímetrar á hæð.
Og hann notar skó númer 46. Hárið
er byrjað að þynnast á hvirflinum.
Hann er örvhentur. Þegar við
sáum hann í sjónvarpi var hann
með úr á báðum úlnliðum svo hann
gæti betur gert sér grein fyrir því
hvað tímanum liði í Bandaríkjun-
um.
Opinber lýsing á honum segir
hann vera með greindarvísitöluna
170. Samstarfsmenn hans segja að
minni hans sé ótrúlegt, hann
gleymi aldrei neinu sem honum sé
sagt. Sá sem kemur með nýja út-
gáfu af einhverju sem hann hefur
sagt áður þarf því að hafa skýringu
á reiðum höndum.
Mörgum finnst hann vera mikil
hetja. Hann hefur öðlast mikinn
frama og mikið veriö hylltur.
En margir hafa andúð á honum.
Sá sem svipmyndin er af fæddist
22. ágúst 1934. Faðir hans var of-
ursti en hafði verið gerður að lög-
reglustjóra í New Jersey.
Ofurstinn var önnum kafinn þeg-
ar sonurinn fæddist. Hann stjóm-
aði leitinni að þeim sem rændu
bami Charles Lindberghs.
Málið vakti gífurlega athygli í
Bandaríkjunum en bamið fannst
látið þótt Lindbergh hefði heitið
háu lausnargjaldi.
Um mánuði eftir að sá fæddist
sem hér er lýst var þýskur innflytj-
andi, Brano Hauptmann að nafni,
handtekinn. Hann var síðar dæmd-
ur til dauða fyrir bamsránið. Of-
urstinn sætti mikilli gagnrýni fyrir
þátt sinn í rannsókn málsins.
Margir höfðu um það miklar efa-
semdir að Bruno Hauptmann hefði
verið sá seki.
Nám í Evrópu
Árið 1941 gerðust Bandaríkin
þátttakandi í síðari heimsstyijöld-
inni. Ofurstinn var þá sendur til
írans. Þar fékk hann það verkefni
að skipuleggja öryggissveitir sem í
vora 21.000 manns. Þær bældu nið-
ur uppreisn kommúnista í norður-
hiuta landsins í lok styijaldarinn-
ar, árið 1945.
Nokkra síðar fluttist fjölskylda
ofurstans til írans. Sá sem svip-
myndin er af gladdist mjög yfir því
að fá aö sjá föður sinn á ný. Þá var
hann ellefu ára.
Ofurstinn fór með son sinn í lang-
ar útreiðarferðir um eyðimörkina.
Þar kenndi hann honum að skjóta
af margs konar byssum. Saman
fóra þeir á veiðar. Þeim sem lýst
er hér tókst aö læra nokkuð í máli
landsmanna.______________________
Eftir nokkur ár var ofurstinn
fluttur til. Þess vegna hóf sá sem
svipmyndin er af skólagöngu í Evr-
ópu. í árslok 1951 fluttist fjölskyld-
an aftur heim til Bandaríkjanna.
Sá sem hér er fjallað um var ekki
í neinum vandræðum að velja sér
starf. Auövitað vildi hann feta í fót-
spor föðurins og gerast hermaður.
Þar eð hann var velgefinri veitt-
ist honum námið létt. I frístundum
stundaði hann margs konar íþrótt-
ir, þar á meðal lyftingar. Hann var
tónelskur og varð tenórsöngvari í
herskólakómum.
ÍVíetnam
í ágúst 1965 var hann orðinn
majór. Þá fékk hann lífshættulegt
verkefni í Víetnam. Hann leiddi
fámennt hö en skyndilega var það
umkringt af skæruliðum nálægt
landmæram Kambódíu.
Varpa varð öllum nauðsynjum til
mannanna niður í faUhlíf. Óvinim-
ir gerðu árásir dag og nótt. Liðið
varð fyrir miklu mannfalli.
Það var fyrst eftir nokkurra
vikna umsátur að liðsauki barst.
Þá flúði liðið frá Norður-Víetnam
aftur yfir landamærin.
Þetta var tahnn stórsigur. Banda-
ríski yfirhershöfðinginn Wilham
Westmoreland eygði möguleika á
að vekja á sér athygli. Hann flaug
í þyrlu th búðanna sem umsetnar
höfðu verið. í kjölfar þess var mik-
ið um máhð fjahað í sjónvarpi.
„Hver stjórnar hér?“ spuröi
Westmoreland.
Sá sem svipmyndin er af kynnti
sig.
„Hvemig er maturinn?" spurði
hershöfðinginn.
Sá sem hér er lýst sagöi að menn
hans hefðu vart haldið lífi af því
sem hægt hafði verið að kasta niður
til þeirra því það hefði veriö svo
naumt. Margar flugvélar hefðu
verið skotnar niður.
„Hvemig hefur gengið að fá póst-
inn?“ spurði hershöfðingin að síö-
ustu.
Sá sem svipmyndin er af var orð-
laus. Hann hafði misst 60 af þeim 400
mönnum sem hann hafði haft undir
sinni stjóm. Svo kom Westmoreland
og spurði um póstflutninga.
Sá sem hér er lýst komst lifandi
frá Víetnam.
Mörgum árum síðar sjórnaði
hann sjálfur mikilh hernaðarað-
gerð. Þá kynntumst við honum í
sjónvarpi, enda varð hann heiiris-
þekktur.
Hver er hann?
Svar á bls. 56
Matgæðingur vikuimar_r
Ljómandi
humarréttur
Siguijón Aðalsteinsson, rekstrarfræðingur hjá út-
gerðarfélaginu Eyjavík í Vestmannaeyjum, býður les-
endum upp á ljómandi humarrétt. Siguijón segist af
og til taka th potta og pönnur og elda fyrir sambýhs-
konu sína og gesti. „En ég nenni því ekki nema eitt-
hvað sérstakt sé á pijónunum. Ég nenni ekki að sjóða
ýsu.“
Siguijón segist hafa gaman af að elda ahs kyns sjáv-
arrétti en annars borði hann og sambýhskonan tölu-
vert af pasta. „Það er annars hægt að gera svo margt
gott við æti úr sjónum, möguieikamir era endalausir.
Einn möguleikinn er þessi ljúffengi humarréttur," seg-
ir Siguijón.
Þettaþarf
Uppskriftin er miðuö við fjóra
600 g humar (má nota skötusel)
2 meðalstórir laukar
2 rauöar paprikur
1-2 niðurskorin eph
14 dós ananas
2,5 dl ijómi
aromat-krydd
fiskikrydd
marinn hvitlaukur
smjör th steikingar
Ápönnuna
Humarinn er steiktur í smjöri í 1-2 mínútur á hvorri
hhö. Hann er kryddaður með aromat, fiskikryddi og
hvítlauk. Þá er hann tekinn af og laukurinn, papr-
ikan, ephn og ananasinn steikt létt í smjörinu. Þá er
humamum bætt út í, rjómanum heht yfir og látið
Sigurjón Aðalsteinsson.
krauma smástund. Sósan er þykkt eftir smekk með
sósujafnara.
Með þessum rétti segir Siguijón gott að bera fram
ristað brauð eða hvítlauksbrauð, ferskt salat og soðin
hrísgrjón. „Gott er að setja í þau smásmjörklípu, papr-
iku og saxaðan lauk,“ segir Siguijón og bætir viö að
vatn eða svalt hvítvín sé thvahð með humarréttinum.
Siguijón skorar á Grím Gíslason, fiskverkanda og
mathák í Eyjum, að vera matgæðingur næstu viku.
Hinhliöin
Saga Jónsdóttir, markaðsstjóri LR:
Alltaf gaman
í leikhúsinu
Haustin eru einn annasamasti
tíminn í leikhúsunum og því hefur
Saga Jónsdóttir, markaðs- og sölu-
stjóri Leikfélags Reykjavíkur, í
mörgu að snúast þessa dagana.
Borgarleikhúsið opnaði um miðjan
ágúst eftir tveggja mánaða sumar-
lokun og sýningar era þegar hafn-
ar.
Saga hefur verið markaðsstjóri
Leikfélags Reykjavíkur í þijú ár og
kann vel við starfið. „Það er mjög
krefjanch en skemmtilegt og fjöl-
breythegt. Það er ahtaf gaman að
vera í leikhúsinu," segir hún. Saga
starfaði sem leikari og leikstjóri í
rúm tuttugu ár. Síðan vann hún í
nokkur ár á Stöð 2. Þar stjómaði
hún sjónvarpsþáttum, samdi
bamaefni og las inn á bamaefni.
Fullt nafn: Saga Geirdal Jónsdóttir.
Fæðingardagur og ár:28. júh 1948.
Maki: Enginn.
Böm: Þrír strákar.
Bifreið: Cho Renault ’91.
Starf: Markaðs- og sölusljóri hjá
Leikfélagi Reykjavíkur.
Laun: í lagi.
Áhugamál: Ég er svo mikið í leik-
húsinu að þaö er htill tími fyrir
annað. Þegar tími gefst þykir mér
gaman að fara í ferðalög, bæði inn-
anlands og utan.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu: Fjórar.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Mér þykir skemmtilegt að
hafa mikið aö gera. Svo er það mjög
skemmthegt aö leika og vinna í
sambandi við leikhstina.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
Saga Jónsdóttir.
gera? Taka th.
Uppáhaldsmatur: Soðin ýsa með
nýjum kartöflum og hamsatólg og
rúgbrauði frá bróður mínum sem
hann bakar í hver á Laugarvatni.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Árangur
ólympíuhðs fatlaðra og þroska-
heftra var stórglæshegur. Ég get
ekki nefnt neinn sérstakan íþrótta-
mann í hðinu umfram annan.
Uppáhaldstimarit: Ekkert.
Hver er fallegasti karl sem þú hefur
séð? Kvikmyndaleikarinn Armand
Assante.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn-
inni? Heldur andvíg.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Ánthony Hopkins.
Uppáhaldsleikari: Ég hef uppáhald
á þeim sem gerir vel hveiju sinni
en Anthony Hopkins þykir mér
ahtaf rosalega góöur.
Uppáhaldsleikkona: Shirley Mcla-
ine.
Uppáhaldssöngvari: Placido Dom-
ingo.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng-
inn sérstakur.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Denni dæmalausi.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horfi
ahtaf á fréttir. Svo þykir mér ágætt
að horfa á góðar fræðslu- og dýra-
lífsmyndir og léttar spennumyndir.
Ertu hlynnt eða andvíg veru vam-
arliðsins hér á landi? Andvíg.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Ég hlusta mest á gömlu guf-
una, bæði rás 1 og 2.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán
Jón Hafstein var ágætur.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Það er nokkuð álika.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bjarni
Fehxson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Ég á
engan.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ég er
ahtaf dáhtið veik fyrir KA og Þór
af því að ég er að norðan.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtíðinni? Að rækta garðinn
mirin, í óeiginlegri merkingu.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég
fór th grísku eyjarinnar Korfu og
þar var mjög gott að vera.
-IBS