Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Page 10
10
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992.
All-American
Murder
Leiddurígildru
ALL-AMERICAN MURDER
Útgefandi: Sam-myndbönd.
Aöalhlutverk: Christopher Walken,
Charlie Schlatter og Josie Bissett.
Bandarisk, 1991 -sýningartimi 99 min.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
í All-American Murder leikur
Charlie Schlatter skólapiltinn
Artie sem hvað eftir annað hefur
verið rekinn úr skóla. Það fer þess
vegna slæmt orð af honum þegar
hann byrjar nám i nýjum skóla.
Artie kemst fljótt í kynni við unga
stúlku sem hann hrífst mjög af og
telur að loks hafi hann fundið hina
einu réttu. En þegar hún er myrt
er hann grunaður um morðið...
All-American Murder byijar eins
og hver önnur sakleysisleg ungl-
ingamynd en morðið breytir fljótt
yfirbragðinu, um leið verður sagan
ósennilegri með hverri mínútunni
og ekki er skýringin á morðunum
trúverðugri.
Kannski væri myndin þolanleg
ef hæfileikameiri leikari en
Schlatter væri til staðar en leikur
hans á meira heima í lélegri gam-
anmynd en spennumynd. Þá er
óskiljanlegt hvers vegna jafn góður
leikari og Christopher Walken er í
myndinni. All-American Murder
er þrátt fyrir slakt handrit stund-
um spennandi en það bjargar samt
ekki myndinni.
Morð í pósti
MURDER C.O.D
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Alan Metzer.
Aöalhlutverk: Patrick Duffy og William
Devane.
Bandarisk, 1991 - sýningartími 93 min.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Leikarar, sem léku lengi í Dallas,
hafa átt fremur erfitt uppdráttar í
leikiistinni efdr að þáttaröðinni
lauk. Patrick Duffy, sem lék Bobby,
er engin undantekning. Honum
tekst þó sæmflega upp í Murder
C.O.D sem er sjónvarpsmynd og
íjallar um samskipti sjálfskipaös
leigumorðingja og lögregluforingja
sem verður skotspónn morðingj-
ans. Það er samt Wflliam Devane í
hlutverki morðingjans sem stelur
senunni og er gaman að sjá þennan
ágæta leikara í góðu formi í inni-
haldsríkri sakamálamynd þegar
miðað er við sams konar myndir
sem geröar eru fyrir sjónvarp.
Það er erfitt að vera frumlegur í
gerð sakamálamynda en ekki
minnist ég að hafa séð kvikmynd
um leigumorðingja sgm sjálfur vel-
ur fómarlömb sín og sendir svo
reikninginn í pósti eftir á. Flest við
þessa mynd gengur upp og gerir
hana að ágætri afþreyingu.
DV-myndbandalistiriri
6 -
9(6)
10 (8)
11(-)
12 (7)
My Girl er ein nýrra mynda á iistanum þessa vikuna. í aðalhlutverk-
um eru Anna Chtumbsky sem leikur hina duttlungafullu Vödu og
stjarnan úr Home Alone, Macauley Culkin sem leikur Thomas J.
1 (1) JFK
2 (5) Pure Luck
3 (3) Deceived
4 (2) Dead again
5 (15) The Lawnmower Man
My Giri
Freejack
Rocketeer
Stone Coki
All American Murder
True Identity
My Own Private Idaho
13 (10) Frankie & Johnnie
14 (12) Curly Sue
15 (-) Thelma & Louise
Flogið með þotuhreyfil á bakinu
Stálístál
BY THE SWORD
Útgefandi: Háskólabíó.
Leikstjóri: Jeremy Kagan.
Aðalhlutverk: F. Murray Abraham, Eric
Roberts og Mia Sara.
Bandarisk, 1991 -sýningartimi 89 min.
Leyfð öllum aldurshópum.
Á sínum tíma fékk F. Murray
Abraham óskarsverðlaun og mikla
frægð fyrir leik sinn í Amadeus.
Hann hefur þó ekki látið þessa
frægð stíga sér tfl höfuðs og er
vandlátur á hlutverk og hefur eytt
mun meiri tíma á leiksviði heldur
en í kvikmyndum. Þaö er því mik-
ill fengur að By The Sword þó ekki
væri nema tfl að fylgjast meö góð-
um leik Abrahams í hlutverki
skylmingarmeistara sem setið hef-
ur tuttugu ár í fangelsi fyrir aö
hafa drepið keppinaut sinn 1 ein-
vígi.
Eric Roberts leikur son þess sem
lét lífið, Alexander Villard sem nú
er meistari meistaranna og rekur
skylmingaskóla. Undir dulnefninu
Suba sækir banamaður föður hans
um starf við skólann sem kennari,
en hæffleikarnir eru ekki þeir
sömu og áður og hann verður að
gera sér að góðu að vera húsvörö-
ur. Hann byijar að æfa og er fljótur
að ná upp fyrri getu. Á meðan læt-
ur Viflard rannsaka húsvörð sinn.
Uppgjörið er því óumflýjanlegt.
By the Sword er nokkuð hæg tfl
að byrja með en tekur vel við sér
þegar fer að líða á myndina. Nokk-
uð er um skylmingar enda gerist
myndin nánast á fjölum skylm-
ingaskólans. Áöur hefur verið
minnst á frammistöðu Abrahams.
Eric Roberts er einnig góður og
mun betri én fyrirfram var hægt
að.búast við eftir slakan leik í mis-
góðum myndum að undanförnu.
-HK
ROCKETEER
Útgefandl: Biómyndir.
Lelkstjóri: Joe Johnston.
Aóalhlutverk: Bill Campell, Alan Arkin,
Jennlfer Connelly og Timothy Dalton.
Bandarísk, 1991 - sýnlngartíml 104 mfn.
Bönnuð börnum innan 12 ára. "
Eins og svo margar ævintýra-
myndir nútímans er The Rocketeer
gerð eftir teiknimyndaseríu sem
var mjög vinsæl á fyrri hluta aldar-
innar og voru þá einnig gerðar
kvikmyndaseríur eftir sögunni.
Það verður að segjast eins og er að
rakettumaðurinn er hálfklunna-
legur í samanburði við Superman
þegar flughæffleikar eru annars
vegar, enda þarf hann að þvælast
með þotuhreyfil á bakinu.
The Rocketeer er látin gerast á
fjórða áratugnum og er mikfl
áhersla lögð á að ná tíðarandanum
á þessum árum og tekst það nokk-
uð vel. Að því leytinu minnir hún
nokkuð á Indiana Jones myndim-
ar.
Bfll Campell leikur sjálfan rak-
ettumanninn sem er í rauninni
flugmaður aö nafni Cliff Secord.
Hann á sér þann draum að setja
met í flugi. I æfmgaferð einni er
hann óvart skotinn niður og lendir
í miðjum hasar mifli lögreglu og
glæpalýðs en þeir síöamefndu hafa
undir höndum nýja uppfmningu,
þotuhreyfihnn er þeir hafa stolið,
en hann gerir þeim sem ber hann
á bakinu færan um að fljúga. Aö
vonum em tilburðir Secord klaufa-
legir í byrjun en æfingin skapar
meistarann og meö tímanum fer
Skemmtilegir krakkar
MY GIRL
Útgefandi: Skffan.
Leikstjóri: Howard Zietf.
Aóaihlutverk: Dan Aykroyd, Jamie Lee
Curtis, Macaulay Culkin og Anna
Chumsky.
Bandarfsk, 1991 -sýningartimi 98 min.
Leytð öllum aldurshópum.
Vada er engin venjuleg stelpa.
Hún hefur þau forréttindi að faðir
hennar er útfararstjóri og er ávaflt
lík í kjallaranum hjá henni. Þá er
amma hennar orðin ragluð og tek-
ur upp á því í tíma og ótíma að
syngja gamla slagara, meira að
segja við jarðarför. Móðir Vödu er
látin og nýtur Vada talsverðs sjálfs-
ræðis í uppeldi og gerir yfirleitt það
sem hana langar tfl, meðal annars
sækir hún sumamámskeið fyrir
fullorðna í ritsmíð, eingöngu vegna
þess aö hún er ástfangin af kennar-
anum. Vada á sér einn trúnaðarvin,
Thomas, sem stendur með henni í
JainUJ^vc Mac
Curtis Cu
-
>d u» a iricnd
uultrMsurdsyon...
crcníf il’s aboy;
blíðu og stríöu og beinir stundum
fljótfæmisráðagerðum hennar inn
á réttar brautir.
Onnur stjama myndarinnar er
Macauley Culkin sem sló í gegn í
Home Alone. Hér er hann í raun í
aukahlutverki og er persónan mjög
ólík þeirri sem hann lék í Home
Alone. Stærsta hlutverkið er í
höndum Önnu Chumsky og gerir
hún margt vel þótt ekki sýni hún
sama stjömuleikinn og Culkin
gerði 1 Home Alone.
My Girl veldur nokkrum von-
brigðum. Sagan er míög tflviljunar-
kennd og byggð um of á formúlum
og maður hefur það á tflfinning-
unni að gróðasjónarmið hafi ráðið
ferðinni. Á móti göllunum kemur
að krakkamir em sjarmerandi og
skemmtilegir. Skilin em skörp
milli gamans og alvöra þegar líða
fer á myndina og kemur það sjálf-
sagt mörgum á óvart. En þegar upp
er staðið er My Girl góð skemmtun
fyrir alla fjölskylduna.
-HK
Misheppnuð tlugferð á enda með þotuhreyfilinn. Bill Campell og Alan
Arkin i hlutverkum sínum.
hann að geta beitt sér af mikfli
hæfni og kemur það sér vel því öll-
um er umhugað að komast yfir
þessa uppfinningu.
Til að koma þessu ævintýri til
skila var fenginn leikstjórinn Joe
Johnston sem leikstýrði Honey I
Shmnk the Kid. Tekst honum
bærilega upp þótt ekki sé The
Rocketeer jafn góð og bestu Super-
man myndirnar og langt frá að
vera sambærileg India Jones
myndunum. En það er léttleikinn
sem ræður ferðinni þó farið sé út
og suður í textanum sem að ósekju
hefði mátt vera minni. En vel var
til fundið hjá handritshöfundum
aö láta hugmyndasmiöinn að þotu-
hreyflinum vera sjálfan Howard
Hughes en hann var mikill draum-
óramaður þegar flugvélar vom
annars staðar. -HK
★★‘A