Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Side 14
14 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Nauðugir viljugir Viö verðum ekki bara aðilar að Evrópska efnahags- svæðinu, heldur verðum við einnig fyrr eða síðar aðilar að Evrópusamfélaginu sjálfu, þótt það sé meingallað og hvimleitt fyrirbæri. Við fáum engan veginn ráðið við segulmagnað aðdráttarafl hins stóra markaðar í Evrópu. Samtök atvinnurekenda auglýsa um þessar mundir stuðning sinn við Evrópska efnahagssvæðið. Þau leggja áherzlu á efnahagslegan ávinning af þátttöku í þessu markaðssvæði, sem aðrar þjóðir Fríverzlunarsamtak- anna líta á sem biðstofu aðildar að Evrópusamfélaginu. Þorri utanríkisviðskipta okkar er við ríkin, sem eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og eru ýmist aðilar að Evrópusamfélaginu eða hafa sótt um slíka aðild. Við munum fylgja í humátt á eftir þessum ríkjum, þótt það skerði sjálfstæði okkar enn frekar en þegar er orðið. Helzta von okkar er, að atlaga Dana að fyrirhugaðri Maastricht-stjómarskrá Evrópusamfélagsins, tregur stuðningur Frakka við hana og greinileg óbeit Breta muni leiða til tvískiptingar Evrópusamfélagsins í væg- ari Rómarhluta og harðari Maastricht-hluta. Við eigum ekki erindi í þann aukna pólitíska sam- runa Evrópu, sem felst í Maastricht-stjórnarskránni. Rómar-stjómarskráin gamla er nógu bölvuð, en er samt sennilega það skásta fyrir okkur í þungri undiröldu viðskiptahagsmuna, sem ber okkur til Evrópu. Um þessar mundir bendir margt til, að Suður-Evr- ópa, Þýzkaland og Niðurlönd gangi til nánara samstarfs innan Evrópusamfélagsins að frönskum miðstýringar- hætti, en engilsaxneskur og norrænn hluti þess þróist með meiri þjóðríkisstefnu og markaðshyggju. Við viljum ekki renna inn í evrópska þjóð. Við höfum enga aðra afsökun fyrir tilvist okkar á jörðinni en þá að kunna íslenzku og eiga forfeður, sem hafa staðið vörð á þessari eyju í þúsund ár. Við getum ekki svikið það hlutverk fyrir mola af borðum Evrópumanna. Það, sem okkur vantar í Evrópu, er fyrst og fremst frjáls markaður og aftur frjáls markaður fyrir afurðir okkar. Á móti verðum við að gefa Evrópu frjálsan að- gang fyrir afurðir sínar, enda mundum við græða á að eiga kost á mun ódýrari landbúnaðarvöru frá útlöndum. Því er svo ekki að leyna, að til viðbótar mundum við hafa mikinn hag af því að verða að beygja okkur undir evrópskar leikreglur, í stað þess að þurfa að sæta sífelld- um geðþóttaákvörðunum meira eða minna óhæfra ríkis- stjóma, sem eru að fara með ísland fiandans til. Þrátt fyrir slíka kosti megum við ekki gleyma því, að Evrópusamfélagið er fyrst og fremst viðskiptalega ofbeldishneigt og siðblint samstarf mandarína í Bruxell- es og þrýstihópa risafyrirtækja Evrópu um að verjast gegn umheiminum og hlaða tollmúra gagnvart honum. Við höfum fengið að finna fyrir hrammi Evrópusam- félagsins í viðskiptum og eigum að vita, hversu harð- drægt það er. Með því að standa ekki iengi fyrir utan, heldur fara inn fyrir, er líklegt, að mál okkar fái heldur mildari umfjöllun en þau hafa fengið hingað til. Vangaveltur af þessu tagi skipta máh einmitt um þessar mundir, því að við eigum enn kost á samfloti með Norðmönnum, Finnum og Svíum inn í Evrópusam- félagið í stað þess að bíða eftir Tékkum, Pólverjum og Ungverjum, sem vafalaust fá lakari samninga síðar. Ef við teljum okkur tefla betur við skrímshð innan þess en utan, eigum við að drífa okkur inn sem hluti af Norðurlandapakka, en ekki bíða eftir Austur-Evrópu. Jónas Kristjánsson Óráðsía lið- ins áratugar hefnir sín Dagana sem allt varð vitlaust á gjaldeyrismörkuðum heimsins voru fjármála- og viöskiptaráð- herrar og seðlabankastjórar að safnast saman í Washington til árs- funda þeirra tveggja stofnana sem í hálfan fimmta áratug hafa reynt að vera stjómtæki fyrir þann hluta heimsbyggðarinnar sem býr við markaðskerfi Alþjóöabankans og Aiþjóða gjaldeyrissjóðsins. En þær samkundur reyndust hafa harla lítið til málanna að leggja. Fj ármálaráðherrar Spánar, formaður' stefnunefndar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, hélt að vísu fréttamannafund fyrir hennar hönd, rakti hættuna sem felst í ríkj- andi jafnvægisleysi á gjaldeyris- markaði og lét í Íjós þá frómu ósk að tekið yrði að eyða undirrót þess með því að grunnvextir í Banda- ríkjunum væm hækkaðir en lækk- aöir í Þýskalandi. Allt að sjö hundr- aðshluta vaxtamunur milli þessara öflugu viðskiptavelda skapar ööra fremur það misvægi og þann þrýst- ing á gjaldeyrismarkaði sem nú hefur orðið sterlingspundinu, lir- unni og pesetanum ofviða og gerir spákaupmönnum fært aö leggja til atlögu við gengi franska frankans. Ekkert mark var tekið á orðum Spánveijans, hvorki á markaðin- um né í Washington og Bonn. Fundur fiármálaráðherra sjö helstu iðnríkja í Washington til að ræða ástandið var ekki burðugri. Þaðan kom ekkert sem nokkra máli skipti fyrir forsendur fiár- magnsráðstafana. Fyrstu áratugina eftir stríð ríkti fastgengisstefna, kennd við Bretton Woods. Ríki urðu að fá heimild Alþjóða gjaldeyrissjóðsins til að breyta gengi gjaidmiðils síns og sýna fram á brýnar ástæður. Bretton Woods-samkomulagið varð að engu á sjöunda og áttunda áratugnum þegar Bandaríkjasfióm eyðilagði þaö. Forsetamir og Nixon vissu að stríðið í Víetnam var svo illa þokkað meðal Bandaríkja- maima að þeir treystu sér ekki til að fiármagna það með álögum á þjóðina. Þess í stað kusu þeir að fiármagna það með veröbólgu, nota sér lykilstöðu dollarans í vestrænu fiármálakerfi til að láta önnur ríki greiða herkostnaðinn með því að útvatna dollaraeign þeirra. Smiðs- höggið rak Nixon með því að ijúfa guUinnlausn bandaríska gjaldmið- ilsins. Þar með var Bretton Woods- fyrirkomulagiö búið að vera. Við tók fljótandi gengi með tíðri endurskráningu. Þar var þó einn klettur í hafinu. Bundesbank í Frankfurt, þá seðlabanki Vestur- Þýskalands og nú Þýskalands alls, hefur lagaskyldu til að viðhalda verðgildi þýska marksins og hafa hemil á verðbólgu. Það hlutverk hafa sfiómendur hans rækt af kost- gæfni, enda að lögum óháöir vilja ríkissfióma. Gengissamflot rílfia Evrópubandalagsins er til komiö vegna viðleitni annarra ríkja að öðlast hlutdeild í þeim stöðugleika sem markiö er orðið tákn fyrir. Á hinn bóginn er andstaöa, sem nú gætir í Þýskalandi við frekari Evrópusamruna og sér í lagi viö einn Evrópugjaldmiðil í varðveislu Evrópubanka í kjölfar samnings frá Maastricht, einkum til komin vegna dýrkunar þýsks almennings á markinu sínu. Fólk óttast að nú eigi að fóma markinu, kjölfestunni í lífi þess, á altari Evrópusamruna. Þýskir sfiómmálamenn og fiár- málamenn vita að þessu er öfugt farið, Evrópugjaldmiðillinn og Evr- ópubankinn era einmitt til þess sniðnir að færa þýskan stöðugleika í peningamálum yfir á EB allt. En eins og víðar hefur gengið illa að útskýra fyrir almenningi hvað til stendur í raun og vera. Það sem nú hefur gerst á sér eink- um þijár rætur. Þær má rekja til valdatíma Ronalds Reagan í Bandaríkjunum, Margaret Thatc- her í Bretlandi og sameiningar Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson Þýskalands. Meðan nóg fiármagn var til reiðu á heimsmarkaði var unnt að láta fijótandi gengi bless- ast. En Reagan og síðan Kohl, kanslari Þýskalands, sáu um að sú tíð er hðin. Járnhnefi Thatcher gekk svo þannig frá undirstöðu efnahags Bretlands að það reyndist allra ríkja verst undir það búið að standast sviptingamar eftir að harðnaði á dalnum. Reagan lækkaði skatta og hækk- aði herútgjöld svo greiðsluhalli Bandaríkjanna rauk upp úr öllu valdi. Sama hefur farið fram eftir að George Bush tók við. Þeim hefur á tólf árum tekist að þrefalda ríkis- skuldir Bandaríkjanna. Greiðslu- halli við útlönd setti einnig met og fiárfúlgna til að mæta óráðsíunni var aflað með því að soga til Banda- ríkjanna fiármagn frá umheimin- um. Þetta tókst meðan Þýskaland var fiármagnsútflyfiandi en á því varð snögg breyting við sameiningu þýsku ríkjanna. Jafnframt snýr Japan sér í vaxandi mæh að fiár- mögnun innlendra verkefna. Af- leiðingin er alþjóðleg fiármagns- þurrö sem leiðir aftur til hárra vaxta. Þeim verða ríki að fylgja nauðug-viljug, jafnvel þótt at- vinnuleysi og framkvæmdaþörf geri þeim þenslustefnu eðlilegri. Einna verst hefur þetta bitnað á Bretum. Atvinnuleysi hefur aukist í 28 mánuði samfleytt og er nálægt þrem mihjónum. Aðrar hagtölur era ámóta dapurlegar. Mergurinn málsins er aö á sfiómarárum Thatcher hvarf fiórðungur iðn- framleiðslugetu Bretlands úr sög- unni. Skerðing framleiðslugrand- vaharins verður ekki lengur dulin með ábata af olíuvinnslu í Norð- ursjó og af fiármálaumsýslu í Lon- don og næsta nágrenni. Loks era menn að opna fyrir því augun að frjáls fiármagnsflutning- ur ásamt nútíma Qarskiptatækni hafa myndað markað sem enginn hefur yfirsýn yfir, hvað þá ræður við. Nicholas Brady, fiármálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í tengslum viö fundina í Washington að gera mætti ráð fyrir að alþjóð- legur fiármagnsmarkaður velti einni billjón (mihjón mihjónum) dohara á sólarhring en iðnríkin með tölu réðu ekki yfir í varasjóð- um sínum nema sem svaraði hálfri þeirri fiárhæð. Gerði Brady því skóna að athuga þyrfti hvort rétt væri að taka upp á ný eftirlit með gjaldeyrisyfirfærslum og leggja á þær einhveijar hömlur. Ekki er nema ár liðiö síðan Brady sjálfur vísaði slíkum hugmyndum á bug. Athygh hefur vakið að af veikum gjaldmiðlum í gengissamfloti EB hafa írskt punt og portúgalskur escudos staðiö sig einna best í við- ureigninni við spákaupmenn. ír- land og Portúgal hafa bæði undan- þágur frá EB til að halda uppi eftir- hti með gjaldeyrisyfirfærslum og hömlum við þeim. Magnús T. Ólafsson Nicholas Brady, fjármálaráðherra Bandarikjanna (t.h.), ræðir við Alan Greenspan, forseta Seðlabanka Bandaríkjanna, á fundi alþjóölegra fjár- málastofnana I Washington á miðvikudag. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.