Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Síða 17
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992. 17 Vísnaþáttur Hætta þessu mér ermál GJOF SEM GLEYMIST El - málið sjálf eftir eigin smekk. éLISTASMIÐJAN W' KERAMIKVÖRUR LITIR, GLERUNGAR OG VERKFÆRI STÓR LAGER VÖNDUÐ VARA NORÐURBRAUT 41, HAFNARF. S. 91-652105 NÓATÚN 17 R.VlK S. 91-623705 FAX 91-12305 Helgar-tívolí Opið allar helgar í sept. og okt. „Áfengi getur gert þig hamingjusa- man, dapran, syfjaðan, lostafullan, veikan, meðvitundarlausan og dauðan." Sá sem hefur fyrstm- látið sér þetta um munn fara hefur efa- laust verið reynslunni ríkari vegna viöskipta sinna við Bakkus kon- ung. Sama má víst segja um amer- íska rithöfundinn Jack London, sem skrifaöi bók um reynslu sína af neyslu áfengis, en hana hefur Knútur Amgrímsson íslenskað. Nefnist hún Bakkus konungur. í bókarlok gerir höfundur grein fyr- ir skilningi sínum á því hvemig menn ánetjast áfengi og hvers vegna á svofelldan hátt: „í fyrsta lagi er það sannfæring mín, að ekki einn maður af tíu þúsundum, eða jafnvel hundrað þúsundum, á meðfædda drykkju- hneigð, og drekkur af því líkami hans sé þannig gerður, að hann þurfi þess. Áfengisnautnin er - að minni hyggju - algerlega andlegur ávani í eðli sínu. Um það gegnir öðm máli en um tóbak, kókain eða morfín eða önnur hinna óteljandi nautnalyfja. Áfengislöngunin ein er algerlega af hugrænum toga spunnin. Hún á rætur sínar í fé- lagshvötinni og vex upp við and- lega tamningu. Ekki einn einasti af milljón manna, sem áfengis neyta, hefir byrjað að drekka einn síns liðs. Allir, sem drekka, byija á því í félagsskap annarra, og af- leiðingar slíkrar áfengisnautnar hafa geysilega víðtæka, félagslega þýðingu, eins og ég hefi lýst í fyrri hluta þessarar sögu. Þessar félags- legu afleiðingar verða síðan til þess að veita drykkjuvananum afl til útbreiðslu. Afengið sjálft er hrein- asta aukaatriði í samanburði við þau víðtæku áhrif, sem hið félags- lega andrúmsloft hefir. Það mun erfitt að finna á vorum dögum mann, sem verður var við það, að líkami hans knýi hann til áfengis- nautnar, ef hann hefir ekki byijað að drekka vegna félagsskaparins. Ég vil ekki neita því, að slíkir menn séu til, en ég hefi aldrei rekist á þá.“ Við ættum því að geta tekið und- ir með Valdimar Halldórssyni, bónda á Kálfaströnd við Mývatn, sem kvað: Best er að varast vínsins tál, verstu heimsins byrði. Dlt er að hella eitri í sál, ef hún er nokkurs virði. Jakob Ó. Pétursson, ritstjóri á Akureyri, hefur víst gert sér glögga grein fyrir hveijar afleiðingamar gætu orðið þegar hann kvað: Á veikum þræði hangir heilsa mín, heilasellur flestar nætur þunnar. Keypt þó geti bjór og brennivín brestur til þess heimild samvisk- unnar. Skagfirskur hagyrðingur orti um afnám bannlaganna: Aumt er að vera eins og svín eða þorstlát belja - og vilja feginn fyrir vín frelsið aftur sefja. Siguijón Gíslason, bóndi á Syðstu-Grund í Blönduhlíð og síðar í Torfagarði í Seiluhr. í Skagafirði, sem neytti hvorki tóbaks né áfeng- is, hefur trúlega notið þess hve Vísnaþáttur opinskáir viðmælendur hans vom undir áhrifum áfengis er hann orti: Brögnum hlýnar best við skál, bræðir vínið freðann, inn í mína svörtu sál sóhn skín á meðan. Sigurður Júl. Jóhannesson, læknir og rithöfundur í Vestur- heimi, hefur ömgglega fremur ætl- að þessa vísu sem viðvörun en hvatningu: Ef þú vilt að ævi þin öll í hunda fari, drekktu á hverjum degi vín dýri vitlausari. Kristján Kristjánsson frá Siglu- firði virðist miðla okkur af reynslu sinni með þessari stöku: Ég hefi drukkið elfur víns, ég hefi séð hvað munar, að bilið milli manns og svíns er minna en flesta grunar. En áfengisvandamál er ekkert nýmæh ef marka má næstu vísu sem er eftir ókunnan höfund: Áfram líður ævin mín, en árið 1900 hér var drabbað, drukkið vín, dansað og fljóðin stunduð. Stundum ganga menn of langt. Sigurður Óskarsson bóndi á Kross- nesi á Vatnsnesi: Hætta þessu mér er mál, minnkar drykkjugengi. Ég hef dvahð öls við ál einni nótt of lengi. Þegar Hahgrímur Hahgrímsson, bókavörður á Landsbókasafni, sem kahaður var „red-body“, lést kvað Friðfinnur Ólafsson: Líður sál um ljósan geim laus við kvöl og dauöa. Bakkus hefur borið heim bam sitt, Hallgrím rauða. Bjami Jónsson frá Gröf: Oft ég drekk hjá vinum vín, veþég Bakkus þekki. Þá bið ég guð að gæta mín. Hann gjörir það bara ekki. Gísh Erlendsson: Bakkus: í þér sorg og angur sjá eðh borgið sínu, sjúkar dorga sáíir á sölutorgi þínu. Guðjón B. Guðlaugsson trésmið- ur tekur undir: Bakkus rotar bömin sín, bólgnar þroti í sárum. Flöskubrot og fylhsvín faðmast votum tárum. Gleði Baldvins skálda með Bakk- usi var skammvinn og þegar hann var á brott syrti að aftur: Unun breytt í ófognuð, óláns steytt á skeri. Ég er þreyttur, þaö veit guð, þó ei neitt á beri. Eftir þaö sem segir hér að framan era varnaðarorð Hannesar Jónas- sonar, bóksala á Siglufirði, vel við- eigandi: Við gleymum æsku yndisstund- um fljótt, er opnar heimur dymar glæstar, víðar. Við gemm nótt að degi, dag að nótt við drykkju og glaum - en hefnd- in kemur síðar. Torfi Jónsson Lengið sumarið með heimsókn í lystigarð Tívolísins. Spennandi vélknúin leiktæki. Besta fjölskylduskemmtunin. Til okkar er styttra en þú heldur. í Tívolí er alltaf gott veður. Tívolí, Hveragerði Si ....v.... ERÐARR/'" BÍLPRÓFSSTYRKIR P? W FYRIR FÉLAGA VAXTALÍNUNNAR „Hvernig get ég haft ahnf a vini mína og félaga til a<b koma í veg fyrir umfer&arslys?" Aðeins þarf að skila nokkrum línum um efnið. 10 nýir ökumenn fá bílprófsstyrki. Það eru ökumenn sem tóku bílpróf í júlí, ágúst og september. Með efninu þarf að senda Ijósrit af báðum hliðum ökuskírteinis. Efnið á að senda til Búnaðarbanka Islands, Markaðsdeildar, Austurstræti 5, 155 Rvík. (J) BÚNAÐARBANKIÍSLANDS || UMFERÐAR TtL 5. OKT VAXTAtÍNAN cjArmAiabjóNOít* UNGLINOA NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU VEITTAR Á A F G R E I Ð S L U S T Ö Ð U M B 0 N A Ð A R B A N K A N S .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.