Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992. Kvikmyndir Kvikmyndahátíðir í Feneyjum og Montreal The Story of Qiuju vann gullljónið á kvikmyndahátíöinni í Feneyjum. Á myndinni er leikstjóri myndarinnar, Kínverjinn Zhang Yimou nýbúinn að taka við verölaununum. Kvikmyndahátíðir gegna marg- víslegu hlutverki. Þær eru vett- vangur kvLkmyndagerðarmanna til að kynna og frumsýna verk sín og komast þannig í sviðsljósið. Margir góðir kvikmyndagerðar- menn slá í gegn á kvikmyndahátíð- um með sinni fyrstu mynd og að vinna til verðlauna getur opnað margar dyr sem áður voru lokaðar. Kvikmyndahátíðir gefa einnig list- rænum myndum tækifæri til að ná tíi stærri áhorfendahóps og að kanna viðbrögð áhorfenda við myndinni. Það má heldur ekki gleyma hvað áhorfandinn fær fyrir sinn snúð. Á kvikmyndahátíð gefst honum tæki- færi til að kynnast kvikmyndagerð frá ólíkum heimshlutum. Hvar fá íslenskir kvikmyndahúsagestir tækifæri til að sjá myndir frá þriðja heiminum, Indlandi og Kína, svo einhver lönd séu nefnd, nema á kvikmyndahátíð listahátíðar. Svo tengist þetta allt saman þegar prúð- búnar kvikmyndastjömur mæta á staðinn umluktar fjölmiðlafólki til að draga athygli þess að kvik- myndahátíðinni. Hinn almenni áhorfandi fær síðan að fylgjast með öllu þessu úr fjarska. Að vísu er mismunandi mikið um glys á kvik- myndahátíðum. Þar er líklega fremst í flokki kvikmyndahátíöin í Cannes þar sem meira fer fyrir myndum af frægu fólki og ber- bijósta leikkonum en myndunum sjálfum sem kvikmyndrhátíðin snýst um. Á þessari hátíð er einnig mikiö um viðskipti því þar er geng- ið frá dreifingarsamningum og fjármögnun fjölda mynda. Mörgverðlaun Ein af alvarlegri og virtari kvik- myndahátíðum er Feneyjarhátíðin sem nýlega var haldin í 49. sinn. Þar vann myndin The Story of Qiuju gullljónið sem er æðstu verð- laun hátíðarinnar. Á þessari hátíð hafa margir af þekktustu leikstjór- um ítala stigið sín fyrstu skref á listabrautinni og má þar nefna menn eins og Fellini. í þetta sinn var það sem hlaut þessi eftirsókn- arverðu verðlaun. Hann er þó eng- inn nýgræðingur því hann vann gullbjömin á kvikmyndahátíðinni í Berlín 1988 með myndinni Red Soghum og svo hefur Ju Dou, sem hann gerði 1990, unnið til verð- launa á kvikmyndahátíöinni í Cannes og Chicago. Ekki nóg með það heldur hlaut hann hvorki meira né minna en fimm verðlaun á Feneyjahátíðinni í fyrra, þar á meðal silfurbjöminn, fyrir mynd- ina Raise The Lantem. The Story of Qiuju gerist í litlu bændasamfélagi í Kína. Myndin hefst á þvi aö eiginmaður Qiuju lendir í átökum við leiðtoga þorps- ins, Wang Shantag, sem endar með því að hann slasast. Saga úr sveitinni Qiuju, sem er ólétt, óttast aö Wang hafi skaðað mann hennar þannig að hann sé ófær að geta með henni fleiri böm og heimtar því afsökunarbeiðni frá Wang sem hann neitar. Hún gefst ekki upp og nær í lögregluþjón sér til hjálpar sem tekur að sér hlutverk sátta- semjara. Hann kemur eiginmanni Qiuju undir læknishendur og fær Wang til að samþykkja að greiða lækniskostnaðinn. En þá neitar Qiuju aö taka við peningunum þar sem hún hefur komist að þeirri niðurstöðu að hún geti höfðað mál gegn Wang. Þegar dómurinn fellur kemur í ljós að hún fær aöeins lækniskostnaðinn. Qiuju er ekki sátt við þetta og áfrýjar málinu til hæstaréttar. En áður en máhð er tekið fyrir hefjast fæðingarhríðim- ar og viti menn, af öllum mönnum er það Wang sem kemur henni á spítalann. Qiuju ákveður þá að falla frá málsókn gegn Wang en samtímis kemur lögreglan að ná í hann því viö rannsókn málsins kom íjjós að hann hafði einnig rif- beinsbrotið eiginmann Qiuju. Aðalhlutverkið er í höndum Gong Li, sem hefur veriö með í öll- um myndum Zhang Yimou, síðan hann fékk gullbjöminn 1988. Hún fer á kostum í þessari mynd og vann raunar til sérstakra leikverð- launa á hátíðinni sem em kennd við Coppa Volpi. Myndin var tekin með fóldum myndavélum á köflum eins og atriðin sem gerast í borg- inni þar sem Qiuju leitar réttar síns. Hvort sem það er gert til að losna undan efiirUti opinberra að- ila eða hvort hér er um sérstaka útfærslu aö ræöa skal látiö ósagt. Umdeildverðlaun Það vom, eins og svo oft áður, skiptar skoðanir á því hvort þessi mynd ætti skilið gullljóniö eða ekki. Leikstjórinn er aö lýsa lífi í kínversku þorpi og myndin getur ekki beint tahst póhtísk í eðh sínu. Það era ekki heldur skörp skil milh hinna góðu og vondu svo það er erfitt að sjá hvað leikstjórinn er að reyna aö segja í myndhmi. Sjálfur sagði hann í viötali við ítalskt dag- blað að hann væri að reyna að túlka í myndinni mannlegar til- finningar og hvemig þau boðskipti fæm fram. Hann taldi einnig að þeir kínversku leikstjórar, sem væra að reyna að koma póhtískum skoðunum á framfæri með mynd- um sinum eða velta sér upp úr vandamálum dagsins, væra á vilh- götum. Silfurljónið hlaut mynd frá Rúmeníu, Hotel De Lux, sem var leikstýrt af Dan Pita. Myndin Qah- ar um hótel sem er yfirtekið af ungum skrifstofumanni sem ætlar að færa það í nútímahorf en engu er hægt að breyta. Og síðast en ekki síst að L627 leikstýrt af Bertr- and Tavemir hlaut engin verðlaun. Deilt við ráðherra L627 hefur verið sýnd í Frakk- landi aö undanfómu við fádæma góða aðsókn. Titill myndarinnar er sóttur í númer í refsilöggjöf Frakka sem fjallar um eiturlyf. Myndin hefur verið mikið í fjölmiðlum Umsjón Baldur Hjaltason vegna deilu innanríkisráðherra Frakka, Paul Quiles, við leikstjór- ann Tavemier. Myndin Qahar um líf og störf fíkniefnadeildar frönsku lögreglunnar og er vægast sagt of- beldiskennd á köflum og dregur upp dökka mynd af starfsaðstöðu og verkefnum þeim sem deildin verður að vinna að. Ráðherrann telur myndina ekki í samræmi við raunveruleikann og kvartar undan því að leikstjórinn skyldi ekki hafa haft samband við sig. Tavemier segist hins vegar hafa dvalist vik- um saman með lögreglumönqun- um og lýsti furðu sinni á því að ráðherrann skyldi ekki hafa haft tíma til að heimsækja þessa deild síðan hann tók við embætti. ÖU lögreglufélög í landinu hafa stutt ummælin og raunar mynd Ta- vemier sem þau segja að sé sann- leikanum samkvæm. L627 virkar oft á tíðum meira sem heinúldarmynd en leikin mynd. Áhorfendur fá að fylgjast með lög- reglumönnunum að vinnu við erf- iðar aðstæður og lélegan aðbúnað svo sem gömul hálfónýt fjarskipta- tæki og bUdraslur. Þeir fá líka að kynnast heimi eiturlyfjasala og neytenda sem oft á tíðum er aumk- unarverður. Myndin er talin vera einlægari en ella vegna þess að son- ur Tavemier er fyrrverandi eitur- lyflaneytandi sem opnaöi augu fóð- ur síns fyrir þessum heimi og hvatti hann óspart tíl að gera þessa mynd. Einn stjómmálamaður hef- ur þó hælt myndinni. Það er auð- vitað hinn umdeUdi menntamála- ráðherra og svokallaður íslands- vinur Jack Lang sem líkti áhrifun- um af myndinni við að fá raf- magnsstuð. Kvikmynda- hátíð í Kanada En Utum yfir Atlantshafið til Montreal þar sem einnig lauk ný- lega kvikmyndahátíð. Þessi hátíð er ekki eins þekkt og Feneyjahátíðin auk þess að vera mun yngri. Hins vegar hafa forráðamenn hátíöar- innar verið mjög iðnir við að kynna hana erlendis og byggja upp nafnið sem alþjóðlega kvikmyndahátíð. Þaö vora hins vegar frændur okkar Svíar sem komu, sáu og sigraðu. Fyrstu verðlaunin fóra tU frum- raunar norsku leikkonunnar Liv Ullmann sem leikstjóra með mynd- inni Sofie. Gagnrýnendur kusu hins vegar bestu myndina Sundays ChUdren sem var leikstýrt af Dani- el Bergman sem á ekki langt að sækja hæfileikana því hann er son- ur hins þekkta leikstjóra Ingmar Bergman. Þau Liv og Daniel tengj- ast líka því Liv Ullmann var eitt sinn gift Ingmar Bergman og var þetta í fyrsta sinn í sex ár sem hún hitti Daniel. Sofie er mikUvægur áfangi í lífi Liv UUmann. Hún er nú orðin fimmtug og hefur alltaf langað tíl að gerast leikstjóri og er því hér að láta gamlan draum ræt- ast. í viðtali við kanadískt blað lét hún hafa það eftir sér að hún væri búin að fá nóg af að leika, a.m.k. í bUi. Eftir að hafa leikiö í 30 ár fannst henni tími tU kominn að breyta tíl svo hún gæti nýtt sér það sem hún hefur lært á öðru sviði. Sofie gerist 1886 og segir frá lífi bráðgáfaðrar konu af gyðingaætt- um. Hún verður fyrir mildu áfalli þegar foreldrar hennar neyða hana til að slíta sambandi við málara sem hún var ástfangin af og láta hana í þess stað giftast iðnjöfri sem býr úti á landi og flytjast síðan þangað. Ullmann segist þama vera að lýsa hlutverki margra kvenna sem hafa orðið að beygja sig fyrir vUja foreldra sinna. Ullmann hefur fengið góða dóma fyrir þessa prófraun sína sem leik- stjóri. Myndin er nú sýnd á Norð- urlöndum við þokkalega aðsókn og því bendir aUt tU þess að hún eigi eftir að setjast aftur í leikstjórastól- inn. „Ég velti því oft fyrir mér hvort ég virkUega gæti leikstýrt mynd,“ var haft eftir UUmann. „Ég gerði mér aldrei grein fyrir því áður hve mörgu leikstjórinn verður að hafa áhyggjur af sem hefur ekkert að gera meö stjóm hans á ieikurunum sjálfum." Sonur Ingmars Bergman Daniel hefur hins vegar aUtaf ætlað sér að verða leikstjóri en hefur hingað tíl haldið sig í skugga foður síns. Það hlýtur að vera erf- itt fyrir son svona þekkts leikstjóra að koma fram á sjónarsviðið og reyna að festa sig í sessi sem leik- stjóri því myndir hans mxmu aUtaf verða skoðaðar með myndir Ing- mars Bergman í huga. GanUi maö- urinn hefur þó hjálpað synLsínum mikið því hann skrifaði handritið að Sundays ChUdren sem fjaUar um líf Pu, átta ára gamals stráks, sem á erfitt uppdráttar meðal fjöl- skyldunnar sem virðist sífeUt nið- urlægja hann. Margir sem hafa les- ið ævisögu Ingmars Bergman, The Magic Lantem, telja að í myndinni sé hann að lýsa sínu lífi sem bam. „Ég spurði pabba aldrei að því hvort hann byggði á minningum sínum,“ sagði Daniel í blaðaviðtaU. „En hvemig hann talar um sum atriðin dreg ég þá ályktun að hann sé að reyna að draga fram sitt til- finningalega ástand þegar hann var bam, frekar en að hann sé að fara út í einhver smáatriöi." Leiksfjóm Daniels er talin fyrsta flokks og hann hefur reynt að gera sem samfeUdasta mynd án þess þó að vera með neina stæla sem leik- stjóri. „Ég Ut ekki á lífið sömu aug- um og faðir minn. Ég átti ekki eins erfitt og hann sem bam svo ég er miklu sáttari við heiminn. Myndir mínar munu því líklega hafa bjartsýnni tón og yfirbragð þótt þaö gleðji ekki aUtaf gagnrýnendur. Helstu heimildir: Premier, Europian.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.