Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Page 22
22
LAUGARÖAGÚR 26! SKFl'EMBER 1992.
Sérstæð sakamál
Afbrýðisemi
Ruth Stringer frá Runcom í
Cheshire á Englandi hafði miklar
áhyggjur. Maður hennar, Jack, var
veikur og þurfti að gangast undir
aðgerð. Þá hafði sonur hennar,
David sem var tuttugu og eins árs,
lýst yfir því að hann ætlaði að
kvænast Juhe Jones, nítján ára
unnustu sinni, þótt hann væri at-
vinnulaus. Móðir hans hafði marg-
beðið hann um að fresta brúðkaup-
inu þar til hann gæti séð fyrir sér
og konu sinni en hann daufheyrðist
við bónum hennar og ráðlegging-
um.
Ruth hafði þann vana að leita til
spákonu þegar hún átti í erfiðleik-’
um og vissi ekki hvemig húh ætti
að leysa þann vanda sem áð steðj-
aði. Spákonan, sem hún trúði á, hét
Anne Reynolds. Og til hennar leit-
aði Ruth í þetta sinn.
Spádómurinn
Anne Reynolds tók fram spihn
eins og hennar var vepja þegar hún
var beðin að spá og þegar hún hafði
lesið úr þeim sphum, sem á borðinu
lágu, leit hún á Ruth Stringer. Svo
tók hún saman spihn og lagði þau
á nýjan leik. Niðurstaðan varð sú
sama.
„Frú Stringer," sagði hún þá.
„Það sem ég sé- er ekki skemmti-
legt. Viltu fá að heyra sannleikann
eða heldurðu að þú standir þig bet-
ur ef ég segi ekki neitt?“
„Segðu mér hvað þú sérð,“ svar-
aði Ruth. „Það er sama- hvað það
er. Ég held að ég verði betur undir
það búin að takast á við það ef ég
veit það fyrirfram."
Þá leit spákonan aftur á spihn og
sagði að einhver, nákominn Ruth,
myndi deyja. Það væri þó hvorki
maður hennar né sonur heldur ein-
hver sem væri ekki alveg eins ná-
kominn.“
Eins og búist hafði verið við gekk
aðgerðin á Jack Stringer vel og
viku eftir að hann fór á sjúkrahús-
iö gat hann farið heim.
Örlaganóttin
Nokkrum dögum síðar tók David
mótorhjóhð sitt og ók tuttugu kíló-
metra leið til þorpsins Weston þar
sem Juhe bjó. Þegar klukkan var
hálfehefu um kvöldið fóru foreldr-
ar hans að hátta og heyrðu því
ekki þegar sonur þeirra kom heim
um miðnættið. Hann gætti þess að
láta ekki til sín heyra og læddist
um húsið. Hann tók fram ferða-
tösku, lét föt í hana, stakk á sig
vegabréfinu sínu og stal dáltilu fé
úr tösku móður sinnar og veski
fóður síns. Síðan fór hann út. Hann
dró mótorhjóhð nokkuð frá húsinu
áður en hann ræsti vélina en síðan
hvarf hann út í myrkrið.
Nokkru eftir dögim var barið að
dyrum hjá Stringerhjónunum og
þegar Ruth fór til dyra stóðu þar
fjórir rannsóknarlögreglumenn.
„Við viljum fá að ræða við son
þinn,“ sagði einn þeirra. „Er hann
heima?“
Ruth fór upp á efri hæðina til að
vekja David en sá að enginn var í
rúminu. Hún gekk því niður th
mannanna fjögurra og spurði hvað
þeir vildu David.
„Við viljum gjaman ræða við
hann um morðiö á Juhe Jones,“
var svarið. Þá leið yfir Ruth
Stringer.
Þegar hún komst til meðvitundar
sagöi hún frá spádómi Anne Reyn-
olds og spurði rannsóknarlögreglu-
mennina hvers vegna sonur henn-
ar heföi myrt Julie.
Eina svarið sem þeir gátu gefið
henni var á þessa leið: „Það vhdum
við gjaman vita.“
Julie Jones.
David Stringer.
Deborah Barry.
Gaf sig fram
Leit í Runcom varð árangurslaus
og því lét lögreglan hefja leit að
David um aht England. Hún bar
engan árangur. Þremur dögum eft-
ir morðið gekk ungur en grár og
gugginn maður til tveggja götulög-
regluþjóna í Dover og sagði: „Eg
heiti David Stringer og er eftirlýst-
ur fyrir morð í Cheshire."
Þegar komið var með hann á lög-
reglustöð í Cheshire biðu foreldrar
hans þar og þegar móðir hans
spurði hann að því hvers vegna
hann hefði ráðið Julie af dögum
svaraði hann:
„Viö Julie höfðum haft það gott
aht kvöldiö. En þá fékk hún skyndi-
lega eitt af þessum afbrýðisemi-
köstum sínum. Hún ásakaði mig
fyrir að vera stöðugt að skemmta
mér með öðrum stúlkum. Það hef
ég aldrei gert en hún vildi ekki
hlusta á mig. Hún varð æstari og
æstari og ásakaöi mig í sífehu svo
að ég missti loks aha stjóm á mér.
Ég tók um hálsinn á henni en það
eina sem ég ætlaði að gera var aö
koma vitinu fyrir hana. En þegar
Anne Reynolds.
ég sleppti henni var hún dáin.“
Léttur dómur
Réttarhöldin yfir David Stringer
drógust á langinn í fimm ár. Það
var því ekki fyrr en í apríl 1980 að
hann kom loks fyrir rétt. Þá hafði
saksóknaraembættið breytt ákær-
unni svo hún hljóðaði ekki lengur
á morð heldur manndráp. Er mála-
vextir höfðu verið skýrðir og sak-
sóknari og veijandi höfðu flutt mál
sitt settust kviðdómendur á rök-
stóla. Niðurstaða þeirra varð sú að
David væri sekur og í framhaldi
af því kvað dómarinn upp fjögurra
ára fangelsisdóm.
Stringerhjónin heimsóttu son
sinn reglulega í fangelsið og þau
biðu hans þegar hann fékk reynslu-
lausn árið 1982, eftir að hafa afplán-
að helming vistarinnar. Þá fór
hann með þeim th nýja heimihsins
þeirra í St. Helens nærri Liver-
pool. Þau höfðu neyðst tíl aö flytja
frá Runcom vegna ahs umtalsins
sem máhð hafði vakið.
En David átti erfitt með að fmna
Ruth Stringer.
frið og ró. Minningamar um Juhe
og það sem gerst hafði leituðu stöð-
ugt á hann og það var sem sektarth-
finningin segði ahtaf th sín. Eftir
hálft annað ár fór hann að heiman
í von um að eitthvað betra biði sín.
Hann var þá atvinnulaus en eftir
nokkum tíma tókst honum að fá
starf á farskipi sem fór langar ferð-
ir um heimsins höf.
Vinkona í landi
Árið 1986, þegar hann var heima
í leyfi, komst hann í kynni við tutt-
ugu og átta ára fráskhda konu,
Deborah Barry. David spurði hana
aldrei um hver ástæðan th skilnað-
arins hafði verið. Hefði hann gert
það hefði hann líklega getað leitt
hjá sér mikh vandræði.
Forsaga skilnaöarins var sú að
eiginmaður Deborah hafði óvænt
komið heim einn daginn og kom
þá að konu sinni í rúminu með
öðrum manni. Hann íhugaði þá ráð
sitt og komst að þeirri niðurstööu
að best væri að vísa konu sinni á
dyr og biðja um skilnað. Síðan fór
hann að grennslast fyrir um hugs-
anlegt samband konu sinnar við
aðra menn og gat þá fengið á því
staðfestingu að maðurinn, sem
hann hafði komið að henni með,
hefði ekki verið sá eini sem hún
hefði haldið við. Þess vegna varð
hann enn staðfastari í þeim ásetn-
ingi sínum að skhja við Deborah.
Hún var því óbundin þegar David
Stringer kynntist henni.
Tilvalinn félagi
Deborah leist vel á David. í henn-
ar augum var hann í raun thvalinn
félagi. Hann var í langferðum og
þegar hann væri í landi gæti hún
verið með honum öhum stundum
en þegar hann var á sjó, oft mánuð-
um saman, gæti hún notið lífsins
með eins mörgum mönnum og
henni sýndist án þess að þurfa að
óttast að vekja reiði Davids.
Seint í september 1987 kom David
heim úr fimm mánaða langri sigl-
ingu. Deborah tók vel á móti hon-
um að vanda. Þau ákváðu að gera
sér glaðan dag og fóru á krá en síð-
an í diskótek. í þetta sinn fannst
David þó ekki eðlhegt hve margir
menn hehsuðu Deborah kumpán-
lega. Og smám saman fór að vakna
með homrni grunur um að ekki
væri allt með felldu. Hann ákvað
að ganga á vinkonu sína í þeim th-
gangi að fá skýringu.
Önnur örlaganótt
Þegar heim kom sagði David við
Deborah að sér þætti einkennilegt
hve marga menn hún þekkti á
kránni og í diskótekinu. Væri hún
honum ótrú meðan hann væri í
siglingunum?
I fyrstu neitaði’Deborah öhu. En
David var ekki á því að láta blekkja
sig og krafðist þess stöðugt að fá
að heyra sannleikann. Loks kom
th mikils rifrhdis. Og þegar það
stóð sem hæst lét Deborah hann
heyra ahan sannleikann. Þá kom
yfir David mikh afbrýðisemi og
reiði. Hann greip um hálsinn á
henni og þegar hann sleppti loks
takinu féh Deborah andvana á gólf-
ið.
Eftir að hafa hugsað ráð sitt um
stund gekk David th næstu lög-
reglustöðvar. Þar gaf hann sig fram
og skýrði frá því sem gerst hafði.
Aftur heppinn
Máhð vakti að sjálfsögðu athygli
því það er heldur fátítt að menn séu
tvívegis dregnir fyrir dóm vegna
manndrápa. Margir töldu að David
ætti nú þungan dóm í vændum, en
skyndhega barst honum óvæntur
liðsauki.
Fyrrum eiginmaður Deborah gaf
sig fram og lýsti því hvemig hún
hefði verið honum ótrú. Og sömu-
leiðis gáfu sig fram ýmsir menn
sem sögðust hafa orðið vitni að því
að Deborah hefði verið með öðrum
mönnum þegar David var í sigling-
um. Þetta staðfesti framburð
Davids af því sem gerst hafði nótt-
ina afdrifaríku og skýrði afbrýði-
senú hans.
Ákæruvaldið setti aftur fram
ákæru um manndráp. Og þessum
réttarhöldum lauk eins og þeim
fyrri. David fékk fjögurra ára fang-
elsisdóm.
Nú er David Stringer aftur fijáls.
En móðir hans segir: „David var
góður drengur og þessi kona var
ekki góð eftir því sem ég hef heyrt.
Nú er hann fijáls, en hann getur
aldrei flúið sjálfan sig og minning-
amar um það sem gerst hefur."
Síðan bætti hún því við að hún
væri með öhu hætt að grennslast
fyrir um framtíðina hjá spákonum.