Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992. r Sigrún Huld Hrafnsdóttir, nífaldur ólympíumeista Eg skal vii „Ég skal vinna! Eg reyni alltaf að vinna, gera eins og úti,“ segir Sigrún Huld Hrafnsdóttir sundkona, ákveð- in á svip, þegar hún svarar spum- ingu um hvað hún hugsi þegar skot- ið ríður af og keppendur stinga sér í sundiaugina. Þessi sigurvilji og þrotlausar æf- ingar skiluðu Sigrúnu Huld Hrafns- dóttur hvorki meira né minna en 9 gullverðlaunum, 5 í einstakiings- greinum og 4 í boðsundi, og 2 silfur- verðlaunum á ólympíuleikum þroskaheftra sem fram fóru í Madrid á Spáni á dögunum. Alls vann ís- lenska sundfólkið 21 verðlaun. Er óhætt að segja að Sigrún og félagar hennar í íslenska ólympíuliðinu hafi unnið hug og hjörtu landa sinna með þessum einstæða árangri. Blaðamaður og ljósmyndari heim- sóttu Sigrúnu Huld á fimmtudaginn, daginn eftir að hún og foreldrar hennar komu heim frá Madrid. Sig- rún og félagar hennar hlutu glæsileg- ar móttökur í Leifsstöð og í húsa- kynnum íþróttasambandsins þar sem þau voru hyllt í ræðum og verð- launuð á ýmsan hátt fyrir afrek sín. En þegar heim í Seljahverfið var komið ætlaði heillaóskunum aldrei aö linna, síminn hringdi, blómvendir og símskeyti bárust og ættingjar og vinir komu til að samfagna. Þótt Sig- rún hefði farið á fætur umfjögurleyt- ið (á okkar tíma) aðfaranótt miðviku- dagsins stóð hún keik með verð- launapeningana 11 (sem eru vel þungir) mn hálsinn allan daginn og tók við heillaóskum. Þegar DV ræddi við Sigrúnu og foreldra hennar, Kristínu Erlings- dóttur, þjónustustjóra hjá Lands- bankanum, og Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóra Sambands al- mennra lífeyrissjóða, voru heilla- óskaskeytin enn að berast. Lærði að synda í Öskjuhlíðarskóla Sigrún Huld er þroskaheft með sterk einhverf einkenni. Hún fæddist 1970 og bjó fyrstu þijú æviárjn ásamt foreldrum sínum að Bifröst í Borgar- firði. Kom að því Sigrún þurfti meiri umönnun en foreldrar hennar gátu annað. Skömmu eftir að fjölskyldan flutti í bæinn var Sigrún því vistuð á bamageðdeildinni á Dalbraut. Þar var hún í umsjá lækna og sálfræð- inga. Sigrún var ekki byijuð að tala þeg- ar hún var sex ára og settist í fyrsta sinn á skólabekk, í Öskjuhlíðarskól- anum. Þar tók hún hins vegar skjót- um framforum og 7 ára gömul var hún farin að synda. „Við vorum í sumarfríi í Eyjafirði 1976. Við ætluðum í sundlaugina á Akureyri en Sigrún varalveg óskap- lega hrædd við vatnið. Ári síðar vor- um við á Mallorca. Þá brá svo við að þegar hún sá sundlaugina tók hún strikið þangað og var alveg laus við alla vatnshræöslu." Hátt í 300 verðlaun Aðstandendur þroskaheftra stofn- uðu íþróttafélagið Ösp 1980. Tveimur árum síðar byijaði Sigrún að æfa sund og fijálsar íþróttir skömmu síð- ar. En sundið var hennar aðaliþrótt og áður en langt um leið, 1983, hafði hún unnið fyrsta verðlaunapening- inn sinn, á sundmóti hér heima. Vann hún einnig til verðlauna á barna- og unglingasundmóti í Noregi sama ár. Síðan hafa verðlaunapen- ingamir verið að hrannast upp. Fyr- ir tveimur árum véku svo fijáls- íþróttirnar, þar sem Sigrún keppti aðallega í hástökki, alveg fyrir sund- inu. Blaðamanni var boðið í herbergi Sigrúnar og það er skemmst frá því að segja að þar voru verðlaunapen- ingar og verðlaunabikarar um alla veggi, í hillum og skápum. Alls hefur hún unnið til hátt á þriðja hundrað verðlauna. Það fer því ekki framhjá neinum, sem sækir Sigrúnu heim, að þar býr afreksmanneskja í íþrótt- um. Sigrún sagði blaðamanni ná- kvæmlega hvenær hún vann þau verðlaun sem hann spurðist fyrir um. Hún er mjög nákvæm hvað varð- ar dagsetningar, tíma og staði. Auk nýju verðlaunanna getur Sig- rún meðal annars státað af því að vera íþróttamaður ársins meðal þroskaheftra en þann titil hlaut hún einnig 1989. Þá var hún kjörin íþróttamaður ársins meðal þroska- heftra í heiminum 1991 og birtist mynd af henni á forsíðu blaðs sam- taka þeirra. Viljinn skiptir sköpum Það er þó ekki afrekskona sem kemur fyrst upp í hugann þegar Sig- rún Huld er heimsótt. Hún er afar finleg og nett, mjög ólík mörgum keppinautum sínum sem eru vel kröftugir að sjá. En sigurviljinn og kappið er mikið og hefur svo sannar- lega skilað árangri. „Rúna er mjög ákveðin og nákvæm manneskja. Ef hún setur sér eitt- hvert takmark vinnur hún skipulega að því aö ná því. Viljinn gerir útslag- ið í keppni. En hún getur líka verið viðkvæm og á til að snökta yfir minnstu hlutum en það bráir þó fljótt af henni,“ segir Hrafn. Sigrún Huld hætti í Öskjuhlíðar- skólanum 19 ára gömul. „í maí,“ bætir hún við af stakri nákvæmni. Hún fór þá í Brautarskóla sem er eins konar framhaldsskóh í nám- skeiðaformi. Þar hefur hún lagt stund á myndhst og matreiðslu. Sig- rún er mjög hrifin af að mála og teikna en hefur htið getað sinnt þeim áhugamálum vegna sundsins. Hún fer stundum í bíó og segist þá helst vilja sjá gamanmyndir. Þegar hún var yngri kom fyrir að krakkar í hverfinu gerðu grín að henni vegna fotlunar hennar en það er hðin tíð. Foreldramir segja krakk- ana vera mjög elskulega við hana og eigi hún góða vini meðal þeirra. Vinnur hálfan daginn Sigrún Huld vinnur hálfan daginn, frá klukkan 8-13, hjá sælgætisgerö- inni Nóa-Síríusi. Þar stendur hún við færiband og er einnig viö pökkun. Henni líkar vel að vinna hjá fyrir- tækinu þar sem hún hefur unnið síð- asthðin fimm ár. Vinnuveitandinn hefur einnig komið til móts við Sig- rúnu þegar hún hefur átt að keppa. „Þetta eru ipjög þægilegir vinnuveit- endur og hafa oft hhðrað til og gefið henni frí vegna æfinga. Það munar miklu,“ segir Kristín. í herbergi Sigrúnar Huldar Hrafnsdóttur sundkonu eru verðlaunapeningar og verðlaunabikarar uppi um alla veggi, i hillum og skápum. Alls hefur hún unnið til hátt á þriðja hundrað verðlauna á 10 ára íþróttamannsferli sínum. Það fer því ekki framhjá neinum sem sækir Sigrúnu heim að þar býr afreksmanneskja I fþróttum. Hér getur að líta hluta verðlaunapeninganna og bikara'sem hún hefur hlotið sem iþróttamaður ársins meðal þroskaheftra. Lukkudýrin fékk hún I hvert skipti sem hún vann gull. DV-myndir GVA T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.