Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Side 31
LAUGARDÁGUR Í6.SEPTÉMBER 1992.
Blöðruhálskirtiilinn er lítill hnotulaga kirtill sem liggur undir þvagblöðrunni í karlmönnum. Hann er lítill í
ungum drengjum, stækkar á gelgjuskeiðinu en hættir síðan aö stækka. Þegar menn verða tæplega fimmtugir
fer hann stundum að stækka á nýjan leik. Við slikar aðstæður getur þvagblaðran stundum stækkað verulega
og þvag vætlað frá sjúklingnum við hnerra, hósta eða rembing, auk þess sem erfitt er að tæma blöðruna.
Hallur og
blöðruhálskirt-
illinn hans
Tjörvi læknir óttast mjög elli og
hrömun. Hann hefur um langt ára-
bil reynt að finna brunn eilífrar
æsku og tryggja sér þannig ævar-
andiæskublóma.
„Ég hræðist alia þessa sjúkdóma
sem fylgja eðlilegu slití. líffæranna,"
sagði Tjörvi eitt sinn við geðlækn-
innsinn.
„En hræddastur er ég þó um
blöðruhálskirtilinn minn!“ bætti
hann við. „Ég held honum síungum
með því að keyra hann sem mest á
fullu.“
Breytilegur
blöðruhálskirtill
Blöðruhálskirtillinn er lítill
hnotulaga kirtill sem liggur undir
þvagblöðmnni í karlmönnum.
Þvagrásin Uggur frá blöðrunni,
gegnum hnotuna og fram í liminn.
Þessi kirtill framleiðir mjólkurhtan
sykurríkan vökva sem blandast
sæðinu í sáðláti og skiptir miklu
fyrir hreyfanleika sáöframnanna.
Blöðruhálskirtillinn er lítill í ung-
um drengjum en stækkar á gelgju-
skeiðinu vegna karlkynshormóns-
ins. Eftir að kynþroska er náð hætt-
ir kirtillinn að stækka. Þegar menn
verða tæplega fimmtugir fer hann
stundum að stækka á nýjan leik.
Slík stækkun er býsna algeng meðal
miðaldra og eldri karlmanna. Talið
er að tveir til þrír af hveij um fimm
karlmönnum yfir áttrætt hafi vem-
lega stækkaðan blöðruhálskirtil.
Stækkunin getur valdið miklum
vandamálum vegna þess að þvag-
rásin hggur í gegnum kirtihnn.
Blaðran tæmist þá ekki alveg við
þvaglát sem eykur líkur á blöðm-
bólgu. Hún þarf að draga sig saman
gegn mótstöðu sem veldur því að
blaðran stækkar. Ef blaðran nær
ekki að tæmast getur komið upp
bráð eða langvinn þvagteppa. Við
slíkar aðstæður veröur blaðran oft
ipjög stór og getur náð upp undir
nafla. Þá getur þvag vætlað frá
sjúklingnum við hnerra, hósta eða
rembing en blaðran tæmist aldrei.
Sextíuogtveggja
ára ekkill
Einn af sjúklingum Tiörva var
maður að nafni Hahur, 62ja ára
gamah. Hann kom stundum til hans
á lækningastofuna vegna ýmissa
umgangspesta og félagslegra vand-
kvæða. Hahur var ekkih sem verið
hafði á örorku um nokkurra ára
skeið vegna bakverkja og shtgigtar
íntjöðmum.
Einu sinni sem oftar kom Hahur
th að spjaha um bakverkina sína og
fá lyfseðil upp á gigtarlyf. Hann var
klæddur í Ijósgrájakkaföt og vín-
rauða peysu með brunagati. Undir
peysunni var hann í guheitri skyrtu
með trosnuðum fhbba. Það var gul-
ur blettin- framan á buxnaklaufinni.
„Skoðaðu aðeins á mér mjöðm-
ina,“ sagði Hahur og Tjörvi bað
Á læknavaktiimi
hann að fara úr buxunum og leggj-
ast upp á skoðunarbekkinn.
Hann var í gráleitum, síðum nær-
buxum og framan á þeim var stór,
heiðgulur þvagblettur.
„Gengur þér illa að halda þvag-
inu?“ spurðiTjörvi.
„Nei, nei,“ sagði Hahur, „ég er
óttalegur mikih klaufi með þvotta-
véhna og þvæ sjaldan nærfotin mín.
Ég vissi ekki að þú bæðir mig að
fara úr buxunum. Ef ég hefði vitað
það hefði ég nú farið í hreinar nær-
buxur. Það máttu bóka og fyrir-
gefðu."
Hvemiggengur
að pissa?
„Segðu mér heldur hvemig þér
gengur að pissa,“ sagði Tiörvi.
Hahur sagði þá feimnislega að
þvaglátin væra th mikilla vand-
ræða. Bunan væri mjög slöpp þegar
hann kastaöi af sér vatni og hann
ætti erfitt með að byxja að pissa.
Auk þess fannst honum erfitt að
hætta, endalaust virtust koma smá-
dropar og hann fann ahtaf fyrir smá
þvagleka. Hann þurfti að pissa mun
tíðar en áður og oft vaknaði hann
upp á nóttum og fór á klósett.
„En ég skammast mín svo djöfuh
mikiðfyrirþetta.“
Tjörvi þreifaði þá upp í endaþarm-
inn á Halh th að gera sér grein fyrir
stærð blöðruhálskirthsins. Kirtill-
inn var greinhega stækkaður en
bæði mjúkur og eðhlegur viðkomu
svo að enginn granur var um hl-
kynjavöxt.
„Þú verður að fara á fund þvag-
færasérfræðings," sagðiTíörvi.
Aðgerðir
Tveimur mánuðum seinna kom
Hahur enn á ný th Tjörva. Rann-
sóknir höfðu sýnt alvarlega traflun
á þvagrennshnu svo að ákveðið var
að fjarlægja þann hluta kirthsins
sem einkennunum ohi.
Slíkt er gert gegnum þvagrásina
sjálfa í svokahaðri mænudeyfingu.
Grönnu röri er þá rennt upp rásina
aha leið að blöðrahálskirtlinum. Á
enda rörsins er vírlykkja sem
hægt er að hita með rafstraumi og
stjórna um blöðraspegh sem einnig
er í rörinu. Má á þennan hátt brenna
burt þá kirthhnúta sem th vand-
ræðaera.
Einkennin hurfu að mestu við
þessa aðgerð og Hallur var hinn
glaðasti. Honum fannst thveran
verða allt önnur þegar hann þurfti
ekki að fara á klósettið th að pissa
oftánóttu.
„Mér líður mun betur líkamlega
og andlega og mjöðmin pínir mig
ekki eins og áður,“ sagði hann við
Tjörva lækni. „Nú er ég farinn að
stunda gömlu dansana af miklum
móð.
Ég var hættur því af ótta við þenn-
an bölvaðan þvagleka. í sumar
ætla ég th Svíþjóðar og heimsækja
dætur mínar og taka Svíaríki aftur
í sátt.“
Hann kvaddi brosandi og haltraði
útírigninguna.
43
Vsk- bíll
Ford F-150 4x4, árgerö 1988, vél 4,9, 6 cyl., sjálfskipt-
ur. Allur í toppstandi. Verö 1.590.000 m. vsk. stgr.
Upplýsingar í síma 73879.
Útboð
Ólafsfjarðarvegur norðan Dalvíkur
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagn-
ingu 7,5 km kafla á Ólafsfjarðarvegi norðan
Dalvíkur.
Helstu magntölur: Fylling 42.000 m3 og burð-
arlag 32.000 m3.
Verki skal lokið 15. ágúst 1993.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á Akureyri og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðal-
gjaldkera) frá og með 28. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl.
14.00 þann 12. október 1992.
Vegamálastjóri
________________________________________J
Staða forstöðumanns
bankaeftirlits
Samkvæmt 13. gr. laga nr. 36/1986 er viðskiptaráð-
herra falið að skipa forstöðumann bankaeftirlits
Seðlabanka íslands til eigi lengri tíma en sex ára í
senn.
Viðskiptaráðuneytið auglýsir hér með stöðu þessa
lausa til umsóknar.
Umsóknum ber að skila til viðskiptaráðuneytis eigi
síðar en 30. október nk.
Viðskiptaráðuneytið 25. september 1992
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI AUGLÝSIR LAUS
TIL UMSÓKNAR EFTIRTALIN STÖRF:
DEILDARSTJÓRI í VIRÐISAUKASKATTSDEILD
Um er að ræða deildarstjóra þjónustusviðs virðis-
aukaskattsdeildar. I starfinu felst að skipuleggja og
stjórna eftirliti með framkvæmd virðisaukaskatts á
skattstofum og hafa með höndum stjórnun á þjón-
ustu og eftirliti með skattskyldum aðilum.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í lögfræði,
hagfræði eða viðskiptafræði eða vera löggiltir endur-
skoðendur. Krafist er góðrar þekkingar á löggjöf um
virðisaukaskatt og æskileg er þekking á skattfram-
kvæmd. Umsækjendur þurfa einnig að hafa reynslu
af stjórnun og vera skipulegir í framsetningu á rituðu
máli.
LÖGFRÆÐINGUR í VIRÐISAUKASKATTSDEILD
I starfinu felst einkum að rita lögfræðilegar álitsgerð-
ir um framkvæmd virðisaukaskatts, rita umsagnir í
málum sem rekin eru fyrir yfirskattanefnd og fjalla
um erindi sem berast RSK og ýmsa skattframkvæmd
virðisaukaskatts.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið lögfræðiprófi og
æskilegt er að þeir séu kunnugir skattframkvæmd.
VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR í ENDURSKOÐUNARDEILD
I starfinu felst að leiðbeina skattstjórum um yfirferð
atvinnurekstrarframtala, gera eftirlitsáætlanir um end-
urskoðun atvinnurekstrarframtala og veita umsagnir
um ýmis skattaleg atriði sem til álita geta komið.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í hagfræði
eða viðskiptafræði eða vera löggiltir endurskoðendur
og æskilegt er að þeir séu kunnugir skattframkvæmd.