Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 13. NÖVEMBER 1992.
Fréttir
Lögmaður Sophiu æfur á blaðamannafundi eftir að úrskurður var kveðinn upp:
Þetta mál hef ur snú-
ist upp í hrylling
- æstur múgurinn bar Halim A1 á gullstób, kyssti hann og faðmaði
Óttar Sveinsson, DV, Tyrklandi;
„Viö vorum kvíðin fyrir réttar-
höldin en nú hefur þetta snúist upp
í hrylling. Einfalt fjölskyldumál hef-
ur snúist upp í trúarbragðastríð.
Mynd nútíma Tyrkja er að taka
breytingum til hins verra,“ sagöi
Hasip Kaplan, lögfræðingur Sophiu
Hansen, í upphafi fjölmenns blaöa-
mannafundar tyrkneskra og ís-
lenskra íjölmiðla skömmu eftir aö
úrskurður dómara gekk í forræðis-
máli Sophiu í gær.
Dómarinn í máhnu úrskurðaði fóð-
umum, Halim Ai, forsjá dætranna
tveggja en þó þannig að móðirin fái
að sjá þær í júií.
„Nú er ég sko ánægöur skal ég
segja þér, þetta er aiveg frábært,"
sagði Halim AI í samtali við DV á
leiðinni út úr dómhúsinu þar sem
öskrandi og hálftrylltir stuðnings-
menn hans úr röðum ofsatrúar-
manna biðu frétta fyrir utan. Áður
en Halim A1 fór út spurði blaðamað-
ur DV hann hvort hann ætlaði að
framfylgja úrskurðinum í júlí. Svarið
var ákveöið: „Þær fara bara ef þær
vilja það sjálfar. Þær vildu það ekki
síðast."
Þegar Halim A1 gekk út á tröppur
dómhússins lyfti hann höndum og
brosti til mannfjöldans og lögmaður
hans tilkynnti fólkinu niðurstöðuna
við gífurlegan fögnuð fólksins. Halim
A1 var síðan borinn á gullstóh og
fólkið kyssti hann og faðmaöi. Á ann-
að hundraö lögreglumenn gráir fyrir
járnum reyndu að hemja skarann og
dreifa honum en á meðan voru lög-
menn Sophiu að undirbúa blaða-
mannafund innandyra. Þingmaður
úr röðum strangtrúaðra fagnaði Hal-
im A1 fyrir utan en reifst og skamm-
aðist við forystumenn lögreglunnar
fyrir að ráðast á fólk sitt.
Tyrkneski lögmaður Sophiu var
ákveðinn í fyrstu en brýndi raustina
mjög er á leið blaðamannafundinn:
„Konan var lamin fyrst og dómar-
inn sagði ekki neitt - og ekki heldur
í dag,“ sagði Hasip. „Strangtrúaðir
koma svo hingað með þingulltrúa
sem hvetur þá áfram. En við komum
með kröfu til dómarans og þá segir
hann okkur að fara út. Ég hef lent í
slæmum málum en aldrei eins og nú.
í fyrsta skipti á ævinni fæ ég ekki
að flytja mál mitt. Það hefur komið
í ljós að við getum ekki treyst dóm-
ara. Hann neitar læknisrannsókn á
stúlkunum og hann hafði ekki gögn
Sophiu og Hahms A1 undir höndum.
Faöirinn kemur ekki með börnin í
11 skipti og dómarinn segir ekki
neitt. Eg fór fram á að dómarinn viki
frá en því var hka neitað.
En við gefumst ekki upp. Við ger-
um allt til að áfrýja og sækja máhö
í Ankara og munum fá hjálp til þess
á æðstu stöðum. Þetta mál er and-
stætt lögum. Ég skil þetta ekki,“
sagði Hasip svo undir tók í herberg-
inu.
„Við kærum dómarann til hæsta-
réttar og látum máhð hka fara th
lagaskóla, mannréttindahreyfinga
og kvenréttindasamtaka. Dómarinn
er hræddur við þetta fólk. Þannig á
það ekki að vera. Ég skammast mín
fyrir að vera Tyrki undir þessum
kringumstæðum," sagði Hasip.
„Ég veit ekki hvað á eftir að gerast
í þessu landi ef ofsatrúarfólk er nú
farið að ráða yflr okkur. Þessu landi
er að fara aftur," sagði einn tyrk-
neskra viðmælenda DV og tók í sama
streng og Hasip.
Mannfjöldlnn fagnaði Halim Al þegar niöurstaða lá fyrir i forræðisdeilu hans og Sophiu Hansen. Halim Al var borinn
á gulistóli fylgismanna slnna. DV-símamynd Óttar Sveinsson
Strangtrúaður múslimi sem er formaður þingmannanefndar um mannréttindi:
Vopnaður þingmaður stóð
hjá Halim Al í dómsalnum
- lyfti upp jakkanum þannig að dómarinn sæi skammbyssuna hans
Óttar Sveinsson, DV, Istanbúl:
Þingmaður úr röörnn strangtrú-
aðra múshma stóð vopnaður
skammbyssu við hhð Hahm A1 í rétt-
arhaldinu í Istanbúl í gær. Þessi
maður hefur verulega látið að sér
kveða í aö styöja málstað foðurins í
forræðismáh hans og Sophiu Hansen
og skammaði raunar lögregluna við
dómhúsið í gær fyrir að ráðast vopn-
að að fólki sínu. Hann er formaður
þingmannanefndar sem vinnur að
mannréttindamálum. Hinn vopnaði
þingmaöur hafði þijá aðstoðarmenn
með sér inni í dómsalnum.
Byssa þingmannsins var í rassvasa
á buxum hans. Þegar hann kom inn
í dómsalinn sthlti hann sér upp við
hhð Halim Als og tyhti jakka sínum
upp fyrir byssuskaftiö, greinhega th
að sýna dómaranum að hann væri
vopnaður, að sögn Guðmundar H.
Guðmundssonar, bróður Sophiu.
Dómsalurinn er aöeins um 15-20 fer-
metrar að stærð og var maðurinn í
2-3 metra fjarlægð frá dómaranum.
Það er álit Sophiu og stuðnings-
fólks hennar að augljóst hafi veriö
að niðurstaða dómarans var fyrir-
fram ákveðin. „Þegar dómarinn las
upp úrskurðinn sáust engin svip-
brigði á lögmönnum Hahms Al. Þeir
vissu fyrirfram hvemig hann yrði,“
sagði Guðmundur í samtali við DV.
Gunnar Guðmundsson, lögmaður
Sophiu, sagði að hann hefði komist
að því í gær að umræddur lögmaður
var dæmdur fyrir manndráp árið
1979 og hefði setið í fangelsi í 4-5 ár.
„Við teljum þetta slæma sphhngu.
Þessi maöur er þingmaður og fulltrúi
löggjafarvaldsins. Hann gengur sjálf-
ur inn í dómsal vopnaður - með
skammbyssu gapandi upp úr rass-
vasanum. Þetta gerir hann á meðan
hann er að gæta hagsmuna í mann-
réttindamálum og er formaður þing-
mannanefndar í þeim málum," sagði
Guðmundur.
Guðmundur sagði þetta mál einnig
mjög einkennilegt í ljósi þess að á
annað hundrað lögreglumenn gættu
öryggis á staðnum th að forða Sophiu
frá ofbeldi - verðir bönnuðu fólki að
fara inn í dómsalinn en á meðan stóð
maður vopnaður byssu þar innan-
dyra þannig að hún blasti við dómar-
anum og fleiri viðstöddum.
Að loknu réttarhaldinu í gær mætti
Sophia sjálfum dómaranum 1 málinu
á ganginum í dómhúsinu.
„Hann vinkaði th mín og sagði
„Sophia, komdu héma“ og spurði
hvort mér hði iha út af úrskurðinum.
„Tókstu þetta nærri þér,“ spurði
hann. Ég sagði honum að hann hefði
sært hjarta mitt. Því næst svaraði
túlkurinn minn mjög vel en dómar-
inn sagði síðan „Ég vona að þú fáir
hreinni dómara næst. Þú veist ég fæ
ekki að gera annað." Þegar túlkurinn
minn svaraöi honum aftur lyfti hann
höndinni eins og hann væri að segja
„Ég gef skít í ykkur“.“
Halim A1 borgar fyrir stöðnga gæslu á dætrunum:
Betra að missa
pening en börnin
Óttar Sveinsson, DV, Tyrkiandi:
„Þetta er alveg æöislegt. Við emm
að halda upp á dóminn. Það eru allir
hér ánægðir og glaðir. Bömin líka.
Þau' vom glöð og hrópuðu af gleði
og sögöu: „pabbi, við vissum að við
ffiyndum vinna þetta mál“. Þetta er
besti dagurinn í lífi okkar,“ sagði
Halim A1 í samtali við DV seint í
gærkvöldi. „Það vom ahir að kyssa
mig og halda á mér í dag eins og ég
væri hetja. Allir sögðu við mig að ég
væri besti maðurinn í dag.“
Hahm A1 sagði að nú stæði fyrir
dyrum vinna með lögfræðingum
hans th að kanna stöðu forræöis-
málsins. „Þetta er ahs ekki búiö,“
sagði hann. „Nei, nei, nei, ahs ekki.
Ég segi að þetta mun aldrei verða
búið fyrr en börnin veröa 18 ára,“
sagöi hann.
„Ég passa stelpumar mjög vel. Ég
er með öryggisvörð í vinnu fyrir mig
og borga honum. Það er betra að
missa peninginn en börnin. Peninga
er ahtaf hægt að fá en ekki bömin.
Öryggisvörðurinn passar ahtaf börn-
in mín. Hann fylgir þeim aht sem þær
fara, líka í skólann," Halim A1 ítrek-
aði í gærkvöldi það sem hann hefur
sagt að ógerlegt sé að semja við móð-
urina um umgengni við börnin. Þetta
væri hans afstaða. Hins vegar stang-
ast þetta á við það sem hann sagði
fyrr í vikunni um að hann myndi
semja, hvernig sem máhð færi.
„Ég er að segja rétt. Ef þið trúið
mér ekki verðið þið bara að bíða og
sjá. Ég hef ekki brotið lög og ég fer
ekki í fangelsi.“ Þegar Hahm A1 var
spurður hvort hann ætlaöi ekki að
heimsækja kunningja á íslandi eftir
að hafa búið þar í 9 ár hló hann og
sagði „Nei, nei, ég er ekki svo vit-
laus. Hvað ætti ég að gera þar? Kunn-
ingjamir koma bara th mín. Ég hef
nóg að gera með að passa börnin
mín,“ sagði Hahm Al.
Guðmundur H. Guðmundsson, bróðir Sophiu Hansen:
Óttar Sveinsson, DV, Istanbul
„Þessi niðurstaða er ákveöinn
sigur fyrir okkur. Ég var búinn aö
búa mig undir þetta í nokkra mán-
uöi. Dómarinn heföi getaö frestaö
máhnu aftur í 6 mánuði en nú er
hann kominn út úr máhnu. Hann
hefur gert það mikiö af mistökum
núna aö það verður auðveldara fyr-
ir okkur að vinna málið fyrir fimm
manna hæstarétti í Ankara," sagði
Guðmundur H. Guðmundsson,
bróðir Sophiu Hansen.
„Ég bjóst við aö dóinarinn myndi
leyfa mér aö sjá bömin mín á næst-
unni,“ sagði Sophia aðspurð um
hvort dómurinn hefði komiöhenni
á óvart. Sophia sagðist þurfa að
halda áfram að ferðast til Tyrk-
lands vegna áfrýjunarinnar.
Aðspurð um mannfjöldann við
dómhúsið sagði hún aö öryggis-
gæsla hefði verið mun öflugri í og
við húsiö í gær en áður var. Þetta
rekur Sophia th þess að utanríkis-
ráðuneytið beitti þrýstingi á tyrk-
nesk stjórnvöld. „Við vorum miklu
öruggan núna með lögregluþjóna
fast viö okkur ahan tímann, þeir
viku ekki frá og það þorði enginn
að snerta við okkur," sagöi Sophia.
Gunnar Guðmundsson lögmaður
sagði að sér litist ekki iha á fram-
haldið og hraða bæri máhnu eins
og kostur væri. 6-7 mánuði tæki
að fá niðurstöðu í hæstarétti ef vel
gengi. Hins vegar sagði Gunnar
ljóst að Sophia muni ekki sjá dætur
sínar næstu 7 mánuði.
Guðmundur sagði það Ijóst aö
Sophia fengi ekki aðsjá bömin sin
á næstu mánuðum en málarekstur
hennar mun engu að síður halda
áfram á næstunni því auk áfrýjun-
ar er verið að reka ýmis kærumál
á hendur fóðumum. Tyrkneski rík-
issaksóknarninn hefur einnig kært
dómarann vegna framgöngu hans
í máh Sophiu.