Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Síða 10
10
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992.
Útlönd
SonurPalmes
sá morðingja
födursíns
Márten Palme, sonur Olofs
I'alme, segir aö hann hafi séð
grunsamlegan mann úti fyrir
Grand-kvikmyndahúsinu í
Stokkhólmi kvöldið sem faðir
hans var myrtur. Hann sagði lög-
reglunni frá manninum en gat
ekki borið kennsl á haim fyrr en
tveimur árum síðar þegar mynd
' birtist af kúrdískum hrýðju*
verkamönnum í sænsku blaði.
Þrátt fyrir upplýsingar Mártens
hefur lögreglan ekki kannaö mál-
ið nánar. Maðurinn, sem hér um ;
ræðir, er félagi i Verkamanna-
flokki Kúrdistan, PKK. Flokks-
menn eru fjölmennir í Svíþjóð og
hafa staðið fyrir hryðjuverkum
þar. Hans Holmer, fyrrum lög-
reglustjóri, hélt því alltaf fram að
liðsmenn PKK hefðu myrt Palme
en gat ekki sannaö þaö.
Dularfullveira
veMurdauða
Síöustu mánuöi hafa sjö af
fremstu langlúaupurum Svíþjóð-
ar látist á dularfullan hátt. Lækn-
ar IiaUast helst að því að skæð
veira valdi dauða mannanna.
Veiran kallast TWAR og leggst
einkum á lungu og hiörtu. Hún
getur valdið skyndilegu hjarta-
stoppi og látast þeir sem sýkjast
samstundis.
Ekki er vitað hvers vegna svo
margir langhlauparar hafa látist
af völdum veirunnar sem er al-
geng og finnst að jafnaði í öðrum
hverjum manní. Hallast menn
helst að því að eitthvað i þjálfun
hiauparanna valdi því aö þeir eru
veikari fyrir en fólk almennt.
Hundurbeit
konutilbana
Hundur varð 67 ára gamalli
konu að bana í Málmey í Svíþjóð
nú í vikunni. Konan var á gangi
meö manni sínum þegar stór
hundur beit hana til bana.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embætdsins að Skógarhlíð 6,
Reykjavik, 3. hæð, sem hér seg-
ir, á eftirfarandi eignum:
Fljótasel 18, kjallari, þingl. eig. Valdís
Hansdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyris-
sjóður verkafólks, 17. nóvember 1992
kl. 10.00.
Fossháls 27-29, hluti, þingl. eig. Ópal
hf., gerðarbeiðandi Iðnþróunarsjóður,
17. nóvember 1992 kl. 10.00.
Grenibyggð 8, Mosfellsbæ, þingl. eig.
Álftarós hf., gerðarbeiðendur Bygg-
ingasjóður ríkisins og Landsbréf hf.,
17, nóvember 1992 kl. 10.30.
Rauðalækur 38, l.hæð og vestari
bílsk., þingl. eig. Margrét Sigurðar-
dóttir, gerðarbeiðandi Gísli V. Einars-
son o.fl., 17. nóvember 1992 kl. 10.00.
Rauðhamrar 3, hluti, þingl. eig. Soffla
G. Ólafedóttir, gerðarbeiðandí Ríkfe-
útvarpið, 17. nóvember 1992 kl. 10.00.
Reykás 43, hluti, þingl. eig. Magnús
Ingólfeson, gerðarbeiðendur Hús-
bréfad. Húsnæðisst. og íslandsbanki
hf., 17. nóvember 1992 kl. 10.00.
Skeljagrandi 3, hluti, þingl. eig. Alma
J. Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi
Rfldsútvarpið, 17. nóvember 1992 kl.
10.00.
Skólavörðustígur 38, hluti, þingl. eig.
Eggert Ó. Jóhannsson, gerðarbeið-
andi Iðnlánasjóður, 17. nóvember 1992
kl. 10.00.
Diana prinsessa sætir nú harðari árásum í breskum blööum en nokkru sinni fyrr. Hún er þó ennþá vinsæl með-
al alþýðu manna og vekur jafnan athygli þegar hún kemur fram opinberlega. Svo kann þó að fara að hún sjáist
ekki oft á almannafæri á næstunni. Símamynd Reuter
Díana prinsessa fær óblíða meðferð í bresku blöðunum:
Andúðin á Karli
þjóðarvandamál
Því er haldið fram í Bretlandi að
minnst fimm .þúsund kílómetrar
verði að vera í milli Karls Bretaprins
og Díönu konu hans til að hún brosi.
Bresk blöð hafa til þessa jafnan tekið
málstað Díönu í erjum hennar við
mann sinn en nú hefur orðið breyt-
ing á enda eru hjónabandsvandræði
þeirra orðin að þjóðarvandamáli.
Svo kann að fara að Bretar verði
að taka upp nýtt þjóðskipuiag ef þau
hjón ná ekki sáttum strax. Konung-
dæmið er í hættu og kenna menn
Díönu um hvemig komið er ekki síð-
ur en Karh og Elísabetu móður hans.
Virt blöð í Bretlandi eru farin að
skrifa um að Díana ætli sér að eyði-
leggja konungdæmið. Andúð hennar
á Karh manni sínum sé ekki lengur
einkamál hennar því hún virðist
hafa gleymt skyldum sínum við þjóð-
ina.
í Observer er fullyrt að Díana hagi
sér eins og krakki og taki ekkert til-
lit til þess að framkoma hennar kann
að valda alvarlegri pólitískri kreppu.
í blaðinu er gefið í skyn að lystarstol
Díönu komi niður á dómgreind henn-
ar. Prinsessan sé sjúk og hafi ekki
lengur vald á gerðum sínum.
Þetta eru harðari ásakánir á hend-
ur Díönu en áður hafa komið fram í
Bretlandi og svo kann aö fara að
henni verði vikið til hiiðar og bannað
að koma fram opinberlega næstu
mánuði. Reuter
Strandasel 8, 01-02, þingl. eig. Auður
Skarphéðinsdóttir, gerðarbeiðandi
Jóhann Sigmjónsson, 17. nóvember
1992 kl. 10.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Bjargarstígur 6, jarðhæð, þingl. eig.
Grétar Þór Grétarsson, gerðarbeið-
endur Birgir Strandberg og Þórarinn
Bjömsson, 17. nóvember 1992 kl. 16.00.
Hafiiarstræti 19, hluti, þingl. eig.
Skjöldur hf. og Rammagerðin hf.,
gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í
Reykjavík og Iðnþróunarsjóður, 17.
nóvember 1992 kl. 15.30.
Hringbraut 95, kjaHari, þingl. eig.
Hreiðar Bjamason, gerðarbeiðendur
BYKO - Byggingavöruversl. Kópa-
vogs hf. og Lífeyrissj. verslunar-
manna, 17. nóvember 1992 kl. 16.30.
Laugavegur 28D, hluti, þingl. eig. Jón
Kjartansson, gerðarbeiðendur Gjald-
heimtan í Reykjavík, Húsbréfadeild
Húsnæðisstofnunar ríkisins, Lands-
banki Islands og Lífeyrissjóður sjó-
manna, 17. nóvember 1992 ld. 15.00.
Reynimelur 82, þingl. eig. Soffia Sig-
urðardóttir, gerðarbeiðandi íslands-
banki hf., 17. nóvember 1992 kl. 17.00.
Skaftahlið 9, hluti, þingl. eig. Hall-
grímur Hansson, gerðarbeiðandi
Bjami Pálsson, 17. nóvember 1992 kl.
14.30.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Flóttamenn frá Sarajevo strandaglópar:
Serbar sakaðir um
að rjúf a vopnahléið
íslamskur forseti Bosníu hefur
sakað hersveitir Serba um að rjúfa
sólarhringsgamalt vopnahlé í lýð-
veldinu með því aö varpa sprengjum
á bæ þar sem þúsundir flóttamanna
höfðust við.
Útvarpið í Bosníu skýrði frá því að
Alija Izetbegovic forseti hefði ritað
bréf til Boutros Boutros-Ghali, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna,
svo og til Owens lávarðar og Cyrus
Vance, forseta friðarráðstefnunnar í
Genf um fyrrum Júgóslavíu, þar sem
hann sagði frá vopnahlésbrotum
Serba.
„Sveitir júgóslavneska hersins,
ásamt öfgasinnuðum Serbum úr hér-
aðinu, réðust í dag á bæinn Travnik
sem var fullur af flóttamönnum frá
Jmce,“ sagði í bréfinu.
Jajce féll í hendur Serba fyrr í 1
mánuðinum.
Izetbegovic sagði að bosnískir '
Serbar væru að reka íslamstrúar-
menn og Króata á brott frá heimilum
sínum í austurhluta Hersegóvínu og
notuöu þá sem eftir væru til að skýla ferðabifreiðar flyttu þá út úr borg-
sér á bak við á víglínunni. inni. Flutningur sex þúsund flótta-
Ekki voru nein fjarskipti við manna á vegum Rauða krossins
Travnik og ekki var hægt að fá stað- stöðvaðist á miðvikudag eftir að
festingu á fréttinni um ástandið þar rútubílstjóri varð fyrir skoti.
og í öðrum bæjum sem Serbar eru Um fimmtán hundruð króatískir
sagðir hafa varpað sprengjum á í og íslamskir flóttamenn sem fóru frá
gær. Sarajevo á miðvikudag áleiðis til
í Sarajevo biðu tvö hundruð eldri króatísku borgarinnar Spht eru nú
borgarar árangurslaust á jámbraut- strandaglópar á landamærum Bosn-
arstöð borgarinnar eftir þvi að lang- íu og Króatíu. Reuter
Gamall maður í Sarajevo við leiði
konu sinnar sem fórst í sprengingu
fyrir einum mánuði.
Símamynd Reuter
þegjaumástar-
Japanskir fjölmiðlar féllust í
gær á að framlengja þar til í jan-
úar niu mánaða bann viö umfjöll-
un um örvæntingarfúlla leit
Naruhitos krónprins að brúði.
Bannið gekk í gildi þegar prins-
inn varð 32 ára í febrúar og kom
það tii vegna þrýstings frá keis-
arafjöiskyldunni. Hirðin segir að
með þessu sé verið að vemda
einkaiíf hugsanlegra brúða og
gera piparsveinaprinsinum ást-
arlífið auðveldara.
Fjölmiðlamenn í Japan gcta því
ekki annað gert en öfunda starfs-
bræður sína í Englandi þegar
l>eir skrifa um eigið kóngafólk.
Franskirstúd-
entargengutil
Englands
Fimm franskir studentar laum-
uðu sér iun í jarögöngin undir
Ermarsundið aðfaranótt mið-
vikudagsins og gengu 38 kíló-
metra yfir til Englands til að
vinna veötnál.
Embættismemi sögðu að fimm-
menningarnir sem em á aldrin-
um 25 til 31 árs hefðu komist inn
í göngin Frakklandsmegin um
loftræstingarpípur. Þeir voru í
samfestingum og fengu að ganga
óáreittir um byggingarsvæðið.
Mennimir komu Bretlands-
megin upp á yfirborðið fimmtán
klukkustundum slðar, beint í
flasið á breskum lögregiuþjónum
sem var nokkuö skemmt.
Franska lögreglan fékk síðan
mennina til vörslu. Þeir eiga
ákæru yfir höföi sér.
Finnarfinna
gullæðnærri
Rússlandi
Fimiskir jarðfræðingar hafa
fundið gullæð nærri Ilomantsi í
austurhluta Finnlands og gæti
reynst hagkvæmt að vinna það.
Að sögn jarðfræöingsins Karis
Kojonens eru um 800 þúsund
tonn af gullsandi í æðinni og eru
sjö grömm af gulli í hverju tonni
grjóts.
Þetta er tíundi gullfundurinn á
þessu svæði og jafnframt sá
mesti. Landið sem gullið fannst á
er í eigu fmnska ríkisins en þaö
er undir námufélögum komið
hvort vinnsla verður haíin á því.
Breskskólaböm
skiptastá
tölvuklámi
Bresk skólabörn skiptast á
mjög svo bersöglu og svæsnu
klámi á leikvöllum Iandsins, að
sögn lögreglunnar.
Lögreglan skýrði ekki frá því
hvernig börnin kæmust yfir
klámið en Mike Hames, yfirmað-
ur klámdeildar Sotland Yard,
sagði að foreldrar og kermarar
gerðu sér ekki grein fyrir því
hvað væri aö gerast.
Stúdentrekinn
fyriraðganga
umnakinn
Nítján ára gamall stúdent við
Berkeleyháskólann í Kalifomíu
hefur veriö rekinn úr skóla um
stundarsakir fyrir að koma alltaf
nakinn í kennslustundir,
Andrew Martinez gekk þó ein-
um of langt á miðvikudag þegar
hann var boöaður á agafund meö
konrektor. Hann mætti á bakþok-
anum einum fata og glotti kvik-
lndislega. Hann var samstundis
rekinn, Reuter