Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1992, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992. Spumingin Gengur þér erfiðlega að ná endum saman? Kristín Úlfsdóttir húsmóðir:.Nei, þeir hlutir eru svona nokkum veginn í lagi. Brynja Jörundsdóttir húsmóðir: Já, frekar, eftir því hvemig maður lifir. Svavar Guðni Svavarsson múrara- meistari: Já, þú getur nú rétt ímynd- að þér það, ég er öryrki. Gunnar Gunnarsson sjómaður: Auð- vitað, eins og öllum öðram. Valgerður Rúnarsdóttir sölumaður: Já, það gengur erfiðlega hjá mér. Mikael Þorsteinsson ellilifeyrisþegi: Já, það gengur mjög erfiðlega. Lesendur Eyðsla og óhollusta Ámi Helgasonr skrifar: „Þetta er allt saman ríkisstjóminni að kenna.“ Þetta heyrir maður svo oft og það hjá þeim sem ekki kunna fótum sínum forráð. Þegar maður sér í þjóðfélaginu alla þá eyðslu, sem ekkert leiðir af sér annað en áhyggj- ur, þegar horft er á hvemig menn eyða dögunum í alls kyns vitleysu, þá virðist eins og það sé líka ríkis- stjóminni að kenna. Hún hefur ef til vÚI látið menn hafa of mikið af þessa heims gæðum sem þeim hafa svo orðið að fótakefli. Og hvað ætli íslendingar eyði miklu í alls konar óhollustu, að mað- m- tali nú ekki um eitrið sem menn láta ofan í sig eða reykja og púa út í loftið. Þá þarf nú ekki að spara því þetta allt er ríkisstjórninni að kenna. Og ef til viil er það líka ríkisstjóm- inni að kenna að fólk eyðirmeira en það hefur efni á, jafnt dag og nætur, og oft í vímu sem eyðileggur alla dómgreind? Lögreglan hefur ekki við að líta eftir þessu fólki sem hagar sér þannig að jafnvel náunginn hefur ekki frið fyrir ólátum. Kannski það sé líka ríkisstjórninni að kenna. Það er fróðlegt að horfa yfir sviðiö í dag. Nú kunna þeir ráðin sem þjóð- in dæmdi frá völdum fyrir ekki löngu og era undrandi á að ríkisstjómin .skuli sveigja fram hjá ráðum þeirra. Það er nefnilega gott að vera vitur eftir á. En hversu auðugri myndi ekki þjóðin vera ef hún eyddi ekki svo ógurlega í brennivín, bjór og aðrar eiturtegundir? Eða þá heilsufars- lega? Ætli við ættum ekki marga ofar moldu, þá sem eyddu ævi sinni í fylgd með Bakkusi og öðrum þokkapeyj- „Hversu auðgugri myndi þjóðin ekki vera ef hún eyddi ekki svo ógurlega í brennivín," segir Árni m.a. í bréfinu. um? Mætti ekki fækka opinberum veislum. Hvað skyldu margir í dag vera í hvers konar afvötnunarstíum og meðferðarheimilum og hver er kostnaðurinn af þeim? Við þykjumst vera kristnir og trúa á Jesúm Krist. Viö fórum í kirkjur og þótt þær séu ekki upp á marga fiska í dag eiga þær að vera musteri guðs á jörðu og prestamir boðberar kenningar um Jesúm Krist þótt hann sé nú ekki tekinn mjög alvarlega þar á bæ. Það fer ekki á milli mála að mesta spillingin er af völdum ví- munnar en hún er bara látin grass- era og vísa mönnum á leið niður á við til glötunar. Dagurinn í dag er sannarlega umhugsunarverður. - Dagmæður og samtök þeiira HaUa Hjálmarsdóttir, Halldóra Baldursdóttir, Ólafía Halldórsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir og Margrét Anna Ríkharðsdóttir skrifa: Vegna deilu sem risin er upp innan Samtaka dagmæðra viljum við benda á að í 3. gr. félagslaga samtakanna stendur eftirfarandi: „Allir sem hafa tilskilin leyfi til að gæta barna á heimilum sínum eiga rétt á því að verða félagsmenn samtakanna." - Formaður samtakanna og stjómin hefur gerst brotleg í þessum efnum, að okkar mati, þar sem hún hefur tekið þá ákvörðun að skrá ekki nýja félaga í samtökin um óákveðinn tíma þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir dag- mæðra til inngöngu í samtökin. Kom þetta berlega í ljós á fundi þeim er dagmæður sátu hinn 25. nóv. sl. þar sem stjómarkonur stóðu við dymar meö félagatal og meinuðu dagmæðram utan samtakanna inn- göngu. Þeim var ekki gefinn kostur á aö ganga í félagið eða borga félags- gjald eins og þó tíðkast víða í öðram félögum. Einnig viljum við benda dagmæör- um á að í 8. kafla 25. gr. reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum, útg. 21. maí 1992 segir: „Telji forráða- maður barns eða annar aðfii að bam njóti ekki þess aðbúnaðar og atlætis hjá dagmæðram sem því ber, skal hann tilkynna máhð þegar í stað til félagsmálanefndar eða umsjónarað- ila sem kannar máhð“. - Einnig bendum við á að í sömu reglugerð, 7. kafla 22. gr., segir: „Við ráðningu umsjónaraðfla skal ráöa fólk með sérþekkirigu á uppeldi barna svo sem fóstrar og annað uppeldismenntað fólk.“ ' Við vtljtim eindregið að reglugerð- inni verði framfylgt þannig að ef upp koma deiluiriál er varða 25. gr. reglu- gerðar vísi stjórn Samtaka dag- mæðra þeim til réttra aðila. - Við vfijum og hvetja dagmæður til að mæta allar á næsta aðalfund Sam- taka dagmæðra í Reykjavík. Enn i dag er hagstæðast að kaupa inn frá Bandaríkjunum, segir bréfritari. Fríverslunarsamningur við Bandaríkin: Hagstæðari viðskiptakjör J. Mar. skrifar: Fyrir rúmum 10 árum var ég með htils háttar innflutning frá Banda- ríkjunum en varð að hætta honum vegna þess aö ég var ekki samkeppn- isfær. En hvers vegna? Jú, vegna þess að tollar og ýmis önnur gjöld hér vora mun hærri en gerðist á inn- flutningi frá Evrópulöndunum. Á vöra þaðan vora lagðir á hthr tollar. Samt var varan dýrari frá Evrópu! Innkaup í Bandaríkjunum vora sem sé mim hagstæðari - og era enn. Þetta þýddi - og þýðir enn að neyt- endur hér á landi þurfa að kaupa vörur mun dýrari en eha. Mér þóttu kyndugar þessar tohareglur svo ég gekk á fund fyrsta ritara bandaríska sendiráðsins á þeim tíma. í samtah mínu við hann kom fram að marg- sinnis hefði verið haft samband við íslensk stjómvöld um fríverslunar- bandalag eða um að fá a.m.k. ekki lakari kjör en í Evrópu. En íslenska ríkisstjórnin hafnaöi því í öhum tilfellum. Á sama tíma kynnti ég mér útflutning íslentjinga tfi nokkurra landa og kom þá í ljós að Bandaríkin versluðu við okkur fyrir 10 mfiljarða króna á meðan við urðum t.d. að greiða 6 mihjarða króna í beinhörðum gjaldeyri tfi Dana sem keyptu sama og ekki neitt af okkur. Ef þetta er ekki hundalógík í utan- ríkisviðskiptum þá veit ég ekki hvaða nafn hæfir þessu fyrirkomu- lagi. - Og enn þann dag í dag eru Bandaríkin með lægsta vöruverðiö og hagstæðust tfi innkaupa fyrir okk- ur. Hvað eigum við svo að bíöa lengi eftir að íslensk stjórnvöld sjái sig um hönd og breyti óhagkvæmum inn- flutningsviðskiptum í hagkvæm með því að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin? DV áskilur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. DV Nógkomið Björgvin skrifar: Það er mikið ábyrgðarleysi sem sjúkraiiðar sýna með því að ganga nú út af sjúkrahúsunum. Jafnvel þótt einhverjir samning- ar séu lausir er það fásinna að ganga úr störfum sínum, hvort sem þau eru á sjúkrahúsum eða annars staðar. Það er eins og sjúkraliðar búi a allt öðra at- vinnusvæði en því sem tfiheyrir íslandi. Vita ekki sjúkrahðar aö hér er kreppa i atvinnumálum? Svör til þeirra sem haga sér á lík- an háttog sjúkraliðar gera verða einfaldlega þau aö skera enn meira niður, segja svo upp fólki og minnka öll umsvif. - Annað er einfaldlega ekki til umræðu í stöðunni hér á landi - bæði hjá sjúkraliðum sem öðrum. Þarfir atvinnulífsins Guðbjörn skrifar: Þegar maður les frétt um að mn sex hundruð nemendur séu við nám í viðskipta- og hagfræði í Háskóla íslands verður manni á að spyrja hvort þessir blessaðir nemendur eigi nokkra von til að komast nokkru sinni í starf við sitt hæfi. Getur það verið aö Háskóhnn láti það viðgangast að sta ekki nemendur í þessar námsgreinar eins og t.d. í læknisfræði eða tannlækningar? Verður ekki yfir- leitt að vera einhver viðmiðun i æðri skólum við þarfir atvinnu- lífsins, hvort sem um er að ræða hagfræði, viðskiptafræði eöa annað? Alhr eru jú aö læra, eða a.m.k. flestir, til þess að fá starf að loknu námi. Lífeyrissjóðimir Ólafur Gíslason skrifar: Það hefur ekki verið nokkur vafi í huga fólks, og það lengi, að launþegar tapa stórlega á því að greiða í lífeyrissjóði sína miðaö við að ávaxta fé sitt, t.d. með spariskírteinakaupum á eigin vegum. - Nú er þetta hfeyrssjóða- greiðsluhneyksli orðið svo aug- lióst og hefur nú t.d. verið gerð sérstök úttekt á því (m.a. í Al- þýðublaðinu í dag, 1. des.) að hin- um almennu launþegum er ekki stætt á öðru en að krefjast þess að eiga þess kost að fá greiðslur sinar tfi sjóðanna endurgreiddar og geta þá gert upp við sinn sjóð hver fyrir sig, ef þeir svo óska. Kjallaragrein Helga Helgi Seljan skrifar: Vegna myndbirtingar með kjaharagrein minni í ÐV l. des. sl. vil ég taka fram að sú birting og þau tengsl sem hún skapar er algjörléga á ábyrgð blaösíns. Mín grein er almenn umflöllun fjölda ólíkra mála og tengist tiltekin mynd ekki því máh frekar en ýmsum öðram, enda almenn að- vörun vegna vaxandi sölu eitur- lyfja almennt og þeirra mála í heild. Umsjónarmaður kjallaragreina vill taka fram að mynd sem fylgdi umræddri grein tengist bærilega efni því sem um er fiahað í grein- inni, og skyidum málum, nefni- lega ólöglegri sölu og notkun vimuefna - og nýlegum atburði þar að auki. Tekið skal fram að myndbirtingar eru að sjálfsögðu á ábyrgð blaðsins. varmistök Runólfur hringdi: Það er nú komið í ljós að gengis- fehingin var ákveðin vegna breytinga á viðmiðunarmörkum spánska og portúgalska gjaidmiö- flsins. Gengi þessara gjaldmiðla féll ekki og því var gengisfehing hér mikil og afdrifarík mistök fyrir íslenskt efnahagslíf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.