Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1992, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992.
Útlönd i>v
La Coruna á Norður-Spáni hulin reykjarmekki frá miklum olíueldum:
Börnin flutt á brott
undan þykku kófi
- óttast að mikil mengun verði á ströndinni nærri slysstaðnum ef olían fer öll 1 sjóinn
Mikill reykjarmökkur hvílir yfir La Coruna á Norður-Spáni eftir að eldar kviknuðu í olíuskipinu Eyjahafi, sem strand-
aði þar i höfninni í gær. Óttast er að ekki takist að ráða niðurlögum eldsins næstu daga. Þá er og viðbúið að
strendur mengist af olíunni en 84 tonn af svartolíu voru um borð. Simamynd Reuter
Þrír fórust er flugvél brotlenti á húsi í Stokkhólmi:
Fólkið sá flugvélina
stef na að útidyrunum
- flugmaðurinn ætlaði að lenda á götu 1 íbúðahverfi
Hafnarborgin La Coruna á Norð-
ur-Spáni hefur verið hulin reykjar-
menni frá því í gær þegar grískt olíu-
skip strandaði í höfninni þar. Fljót-
lega eftir strcuidið varð sprenging í
skipinu og hefur það staðiö í björtu
báli upp frá því. Fleiri sprengingar
hafa orðið í nótt og er enn í morgun
var óttast að eldurinn magnðist.
Búið er að flytja börn af mesta
hættusvæðinu vegna ótta við reyk-
eitrun og fólki er ráðlagt að halda sig
innandyra. Um 300 manns hafa verið
fluttir frá heimilum sínum í nágrenni
hafnarinar. Vart sá dagsins ljós í all-
an gærdag og í morgun var sem
myrkur grúíði yfir borginni.
Björgunarmenn segja að allt aö 15
þúsund tonn af olíu hafi þegar
brunnið en 80 þúsund tonn af svart-
olíu voru í skipinu. Allir um borð,
28 manns, björguðust. Áhöfnin er frá
Filippseyjum en skipið er skráð í
Grikklandi og heitir Eyjahaf.
Skipiö er brotiö í tvennt. Þegar síð-
ast fréttist var eldur ekki kominn í
tvo af tönkum þess. Lítil von er þó
talin um að komið verði í veg fyrir
að eldurinn berist í þá hka. Jóhann
Karl Spánarkonungur hefur haft
samband við heimamenn og heitiö
öllum stuðningi við að koma í veg
fyrir mikið mengunarslys.
Þetta er þriðja sinn á 16 árum sem
stór olíuskip stranda á þessum slóð-
um og hafa alltaf hlotist af mikil
umhverfisspjöll. Orsök slyssins nú
er óljós. Skyggni var afar lítið og auk
þess loft rafmagnað vegna mikfllar
úrkomu. Er helst talið að sighnga-
tækin hafi orðið óvirk og skipstjór-
annum ekki tekist að stýra til hafnar
eftir leiðarmerkjum.
Reuter
Seltúrvínsafni
Yul Brynners
Erfingjar Yul Brynners, leikar-
ans sköUótta, högnuðust vel á
sölu á fágætum vínum úr kjaUara
kappans. Vínin voru boðin upp í
gær og fengust nær átta railljónír
fyrir veigarnar, talið í íslenskum
krónum. Þó voru aöeins fáeinar
flöskur seldar og má af því ráða
að hann átti mikiö safn góöra
eðalvína. Brynner lést úr krabba-
meini árið 1985.
Meðal þess sem boöið var upp
voru 34 flöskur af Chateau Latour
1961 og 22 flöskur af Chateau
Haut-Bnon 1959. Þetta voru dýr-
ustu árgangarnir en þar fyrir ut-
an voru seldar nokkrar flöskur
af ódýrari vinum.
Aftur verður selt úr safninu
þann 10. desember í Lundúnum.
Reuter
Þrír Svíar létu lífiö eftir misheppn-
aða nauðlendingu við flugvölhnn í
Bromma í Stokkhólmi í gær. Eldur
kviknaði í véhnni skömmu eftir flug-
tak og reyndi flugmaðurin nauðlend-
ingu á götu í íbúðahverfi. Ekki tókst
þó betur til en svo að annar vængur-
inn rakst í kyrrstæðan bíl og varð
véhn stjórnlaus.
Förin endaði við útidyr á fjölbýlis-
húsi þar sein heimafólk sá vélina
stefna á mikilh ferð að húsinu. Engin
slys uröu þar á fólki þótt htlu mætti
muna að illa færi því vélin stöðvaðist
með þungu höggi á húsinu og sprakk.
Allir í véhnni létu hins vegar lífið
samstundis.
Við sprenginguna þeyttist brak úr
flugvélinni allt að 200 metra. Sjónar-
vottar sögðu að þeir hefðu heyrt
mikla sprengingu við húsið og þykkt
eldský steig til himins. Síðan varð
allt hljótt.
Ekki er vitað hvað gerðist um borö
í vélinni annað en að sjónarvottum
ber saman um að eldur hafi verið
laus í henni þegar hún kom inn til
lendingar. Orsök slyssins er því rak-
in til vélarbilunar.
TT
Kyrkislöngurog
eitraðarköngu-
lær í pósti
Áströlsk yfirvöld hafa lagt hald
á safn hættuiegrá snáka og
köngulóa hjá manni sem fékk
dýrin send í pósti frá útlöndum.
„1 safninu voru tvær afrískar
kyrkislöngur og tvær tarantúlur
og ein fuglakönguló og það er tal-
ið að dýrin hafi komið th landsins
í bögglapósti," sagði hiö opinbera.
Fuglaköngulæmar em stærri
en meðalköngulær. Þeir éta
nefnilega fugla.
Embættismenn sögðust hafa
áhyggjur af sjúkdómum sem dýr-
in kynnu að bera með sér. Eig-
andinn á ákæru yfir höfði sér.
Vondurmaturí
Austur-Þýskalandi
Tveimur ámm eftir sameiningu
þýsku ríkjanna er enn ekki hægt
að mæla með einum einasta veit-
ingastað i Austur-Þýskalandi.
Svo segir að minnsta kosti í
franska leiðsöguritinu Michelin.
í Þýskalandsbókinni fyrir 1993
sem kom út í gær eru 527 hótel
og veitingahús í austurhlutanum
en ekkert fær eina af hinum eftir-
sóttu stjörnum fyrir góðan mat.
Morðiitgi Lenn-
onssegist iðrast
gjörðasinna
Maöurinn, sem myrti fyrrum
Bítilinn John Lennon, segir í við-
tali sem sjónvarpaö verður í
Bandaríkjunum í dag að hann
hafi aldrei talið sig vera að drepa
raunverulega manneskju heldur
aðeins ímynd og „plötuumslag“.
Mark David Chapman segir
einnig í viðtalinu við ABC sjón-
varpsstöðina að hann hafi nú
sært út djöflana sem knúðu hann
til að drepa Lennon og hann sagð-
ist iðrast gjörða sinna.
Chapman skaut Lennon árið
1980 og var dæmdur í fangelsi í
tuttugu ár hið minnsta og til lífs-
tíðar hið mesta fyrir vikið.
Rollsinn hans
Chaplinsfer
undir hamarinn
Fágætur Rolls Royce sem eitt
sinn var í eigu Charlies Chaphn
og sem kom fyrir í sígildri kvik-
mynd hans „Einræðisherranum
mikla“ verður boðinn upp í Lon-
don i næstu viku.
Rollsinn er af gerðinni „Phan-
tom Two Tourer“, árgerð 1931,
páfuglsblár að lit með gráu leð-
uráklæði. Búist er við aö hann
verði seldur á tæpar tíu milljónir.
Vél og grind bflsins voru smíð-
aðar á Englandi en yfirbyggingin
var gerð af Brewster í Bandaríkj-
unum. Aðeins 70 Phantom Two
bílar eru enn til og Brewster gerði
yfirbyggingu aðeins sex þeirra.
Bíllinn komst í eigu leikkon-
unnar Paulette Goddard eftir
skilnað hennar og Chaplins.
Fékk peningana
semfóruíruslið
Hollenskur sölumaður endur-
heimti mestan part 50 þúsund
gyllina sem fóru óvart út með
rushnu hans fyrr í vikunni. Þaö
eru tæpar tvær miHjónir króna.
Maðurinn hafði sett peningana
í ruslafotu til aö fela þá fyrir þjóf-
um en gleymdi að segja konunni
frá því. Hún setti ruSlafótuna út
næsta morgun svo hægt væri að
tæma hana.
Maðurinn náði aö hringja í
sorphirðuna í tæka tíð og eftir
tveggja dag leit í bílnum var meg-
inhluti fl árins kominn í leitirnar.
Reuter