Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1992, Blaðsíða 32
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992.
LOKI
Allt er sextugum konum
fært!
Árásin í gærkvöldi:
Ógnaði mér
- meðhnífi
- segir Elísabet Sveinsdóttir
„Ég stóö í dyrunum og var ekki
komin út. Maöurinn var viö dyrnar,
ógnaði mér meö hnífi og otaði honum
að mér. Hann ógnaði mér líka með
oröum og greip í veskið mitt. Ég hélt
fast á móti, hrinti honum til og náði
að loka hurðinni," segir Elísabet
Sveinsdóttir, baðvörður í íþróttahúsi
Snælandsskóla.
Þegar Elísabet, sem er rúmlega
sextug, var á leið heim úr vinnu rétt
fyrir miðnætti í gærkvöldi stóð
grímuklæddur maður á tvítugsaldri
fyrir utan dyrnar og réðst að henni.
Hann ógnaði henni með hnífi, hróp-
~~y aði að henni og hótaði að nauðga
henni.
„Ég var ein í húsinu og það var
enginn nálægt. Hann hefði vel getað
ráðist á mig þama en ég held að hann
hafi meira verið að hræða mig,“ seg-
ir Elísabet. Hún náði að læsa húsinu
og hljóp beint í símann og hringdi til
lögreglunnar.
Lögreglan í Reykjavík og Kópavogi
leitaði mannsins í alla nótt, beggja
vegna Fossvogsdalsins en án árang-
urs. Hann var skolhærður, klæddur
m hettuúlpu og gallabuxum og með
gulan trefil.
Elísabet segist ekki hafa náð því
að verða mjög hrædd. „Þetta er svo
ótrúlegt að maður trúir því ekki að
hafa lent í svona. Maður verður þó
J varariumsigeftirþetta,“segirhún.
-ból
Sómalíumaður
neitarað
faraúrlandi
Sómalíumaður, sem kom til íslands
í gær frá Svíþjóð á fólsuðum pappír-
um, neitaði að fara úr landi í morgun
erflytjaáttihannafturtilSvíþjóðar.
Maðurinn hafði verið í gæslu lög-
reglunnar á Keflavíkurflugvelli í
nótt en var afhentur Flugleiðamönn-
um í morgun. í stiganum upp í flug-
vélina veitti hann hins vegar harða
mótspyrnu og var þá kallað á lög-
reglu.
Reynt verður að koma manninum
með næstu ferð til S víþj óðar. -IBS
Þorlákshöfn:
50lítraraf gambra
Lögreglan í Þorlákshöfn hellti í gær
niður um 50 lítrum af gambra sem
búið var að setja í kút til geijunar.
Unglingspiltur var eigandi vökv-
ans og hafði lögreglan haft spurnir
afathæflhans. -IBS
Niöurskuröurinn:
Jóhanna og
Davíð áttu
einkafund
Davíð Oddsson forsætisráðherra
og Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra áttu með sér fund á
skrifstofu Davíðs síðdegis í gær. Á
þeim fundi var reynt að ná sam-
komulagi en eins og DV hefur greint
frá er það einna helst Jóhanna sem
ekki sættist á þær aðgerðir í efna-
hags- og atvinnumálum, sem ríkis-
stjórnin hefur ákveðið að grípa til.
Samkvæmt heimildum DV var fund-
ur þeirra jákvæður, án þess þó að
fullt samkomulag næðist.
Jóhönnu er gert að skera niður um
350 milljónir umfram það sem áður
var ákveðið.
Karl Steinar Guðnason, formaður
fjárlaganefndar Alþingis, sagði í
morgun að nefndin yrði að fá niður-
stöður ríkisstjórnarinnar á morgun.
„Við erum þegar orðnir of seinir við
gerð fjárlaga og ef takast á að ljúka
fjárlagagerðinni á réttum tíma get-
um við ekki beðið lengur og við höf-
um tilkynnt ríkisstjóminni það.“
Heimildir DV herma að auk Jó-
hönnu sé mikið fyrirstaða hjá Hall-
dóri Blöndal landbúnaðarráðherra
en hann mun ekki vilja skerða bú-
vörusamninginn neitt en honum ber
aö skera niður um 250 milljónir
króna nú. -sme/S.dór
- sjá einnig bls. 2
Konu bjargað úrsjó
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Konu, sem féll í sjóinn við Ingvars-
bryggju á Siglufirði í nótt, var bjarg-
að uái borð í skip sem lá við bryggj-
una og var um borð í loðnuskipinu
Gullbergi þegar lögregla kom á vett-
vang. Konan var flutt á sjúkrahús.
SjúkraLiðar:
Samið í dag?
„Það er verið að skiptast á heildar-
tilboðum og ég útiloka ekki að samn-
ingar takist í þessari lotu,“ sagði
Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta-
semjari við DV í morgun.
Sjúkrahðar sátu enn á samninga-
fundi ásamt viðsemjendum sínum
þegar blaðið fór í prentun í morgun.
Hafði fundurinn þá staðið síðan
klukkan 14 í gær.
„Það hefur þokast í nótt á ýmsum
sviðum og við verðum örugglega eitt-
hvað áfram," sagði ríkissáttasemjari.
„Þaö geta hðið einhverjir tímar th
viðbótar en ég sht ekki fundi. Maður
reynir meðan von er.“ -JSS
Kristín Guðmundsdóttir og Guðlaugur Þorvaldsson ræddu málin af mikilli alvöru í karphúsinu i gær.
Veðriðámorgun:
Dregurúr
norðanáttinni
Á morgun dregur nokkuð úr
norðanáttinni en áfram verður
snjókoma og skafrenningur á
Norðurlandi en slydda við norð-
austurströndina. Þá verða él við
Húnaflóa og á Vestfjörðum. Þurrt
og skýjað með köflum verður um
landið sunnanvert. Hiti verður
með hkum hætti og í dag.
Veðrið 1 dag er á bls. 36
Tiu milljomr
í skaðabætur
Þorsteinn Hermann Þorbjörns-
son, 31 árs Seyöfirðingur, var í gær
dæmdur til 7 mánaöa óskilorðs-
bundinnar fangelsisvistar og til að
greiöa um 10 mihjónir í skaðabæt-
ur fyrir að hafa kveikt í hinu sögu-
fræga Wathnehúsi á Seyðisfirði
aðfaranótt 28. janúar síðastiiðins.
Þorsteinn, sem einnig var ákærð-
ur fyrir að hafa hótað öðrum manni
lífláti, segði hann frá íkveikjunni,
var sýknaður af þeirri sök vegna
sannanaskorts. Ólafur Börkur Þor-
valdsson, héraðsdómari á Austur-
landi, kvað upp dóminn.
Lögreglan á Seyðisfirði sá til
ferða ákærða og mannsins, sem
kærði Þorstein fyrir hótanir í sinn
garð, í bíl á keyrslu um bæinn
sömu nótt og.húsið brann. Við
fyrstu yfirheyrslur játaöi hvorugur
þeirra en eftir frekari rannsókn
málsins sagði fylgdarmaður Þor-
steins frá því að ákærði hefði
kveikt i húsinu og hótað sér lífláti
ef hann segði frá. Þá var ákærði
aftur yfirheyrður og játaði að lok-
um verknaðinn.
Talið er að um íkveikju af ásetn-
ingi hafi verið að ræða þar sem
Þorsteixm fór inn í húsið í gegnum
ólæstar kjallaradyr með bensín-
brúsá í hendi og kveikti í. Þor-
steinn, sem var dæmdur sakhæfur,
gaf engar ástæður og hann tengist
eigendum hússins ekki neitt. Hann
bar því við að hann heföi óviljandi
kveikt í húsinu. Hann hefði í ógáti
misst bensíniö og þaö hefði óvart
kviknaði í því.
Lögreglan á Seyðisfirði varð elds-
ins vör um nóttina, skömmu eftir
að hann kviknaöi. Slökkvistarf tók
þrjá tíma. Húsið, sem var tvilyft,
gjöreyðhagðist og var það rifið
þann 1. ágúst síðasthðinn.
Skömmu áður en Þorsteinn
kveikti í húsinu hafði kviknaði í
kjallara þess af völdum rafmagns
og íbúar hússins bjuggu annars
staðar í bænum vegna vinnu við
endurbætur. Einn af eígendunum
haföi þó við og við sofið í húsinu
en svo var þó sem betur fór ekki
þessa nótt.
Þorsteinn kvaðst hafa vitað að
íbúamir væru ekki í húsinu og
hann var ekki fundinn sekur um
að hafa með íkveikjunni búið
mönnum bersýnilegan lífsháska
eða fyrir hættu á eyðileggingu á
öðrum nálægum húsum.
Auk skaðabóta fyrir húsið og inn-
anstokksmuni þess var Þorsteinn
dæmdur til að greiða allan máls-
kostnaö. -ból
F R ÉTTASKOTIÐ
62 • 2S • 25
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
ÖRYGGISKERFI
fyrir heimili (,
" ^
91- 29399
íi
VARI