Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1992, Blaðsíða 24
32
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992.
Smáauglýsingar - Sími 632700
Scania 111 ’80, 6 hjóla, með góðum
palli og Hiab 550 krana. Verð 1300
þús. Upplýsingar í síma 93-71629 eða
91-652727.
■ Jeppar
Toyota LandCruiser, árg. '82, bensín,
góður og vel breyttur bíll. Uppl. í
símum 91-670063 á dagipn, 91-650438 á
kvöldin og 985-24642. Ásmundur.
■ Bílar til sölu
Toyota extra cab V6 '88, inníl. ’91, upph.
4" boddí, 3" á fjöðrum, loftlæsing að
aftan, power lock læsing að framan,
5:70 drifhl., 38" dick cepik dekk, álfelg-
ur, ek. 65 þ. m., þar af 50 þ. í USA,
ek. 15 þ. m. á breytingum. Sérsk. Verð
1480 þ. stgr. S. 652837 frá kl. 18-21.
Ford Explorer, Eddie Bauer, árg. '91,
ekinn 22 þús. km. Bíllinn er ríkulega
búinn og glæsilegur í alla staði. Skipti
vel athugandi + milligjöf. S. 37533.
Ford Econoline 150 4x4, árg. '88, til
sölu, einn með öllu. Upplýsingar í
síma 985-21798. Til sýnis á bílasölunni
Bílaport, sími 91-688688.
*Toyota Carina II 2,0 GLi, árg. '90,
sjálfsk., m/öllu. Verð 1.120.000.
• MMC Lancer GLX super, árg. '91,
með öllu. Verð 890.000.
• Ch. Monza 2,0 Classic, árg. ’88, með
öllu. Verð aðeins 470.000.
• Range Rover Vogue, árg. ’87, með
öllu, glæsilegur bíll. Verð 1.750.000.
•Yamaha Exiter, árg. ’90, ekinn 1.900
km, eins og nýr. Verð 550.000.
Skipti athugandi í öllum tilvikum.
Upplýsingar á Bílasölu Brynleifs,
sími 92-14888 og á kvöldin 92-15131.
• Mercedes Benz 300E, árgerð 1990,
sjálfskiptur, leðurinnrétting, sóllúga,
ABS og margt fleira, ekinn 35 þús. km,
skipti á ódýrari koma til greina. Uppl.
í síma 91-679610 eða á kvöldin í síma
91-76061.
HVÍTUR STAFUR
er aðal hjálpartæki
blindra og
sjónskertra
í umferðinni
BLINDRAFÉLAGIÐ
Saga landsmóta
UMFÍ 1909-1990
,,Þuríður var sú eina
sem var berfœtt.
Þrátt fyrir feimnina IXv
hafði hún þó það bein
í nefinu að ákveða
sjálf þann fótabúnaó gg;
sem henniþóttiþœgi- ijilil
legastur. “ ( Saga iiiiijiii;
landsmóta UMFI)
§i
Bókin er 544 síður
í stóru broti með
hátt í 700 ljósmyndum
Fæst í bókaverslunum
Einar
Vithjálmsson
,,Myndmál
vandað og lexli
framúrskarandi
vel gerður. Bók
sem lýsir keppn-
isanda og keppn-
ishörku nánast á
hverri síðu."
Menning
Svovarstu
búinn til bardaga
Þórarinn Þórarinsson á að baki 60 ára blaðamanns-
feril. Frá 19 ára aldri og til starfsloka vann hann að
blaðamennsku og ritstjóri Tímans var hann í 46 ár,
eða til 1984.
Það getur ekki verið áhlaupaverk að velja greinar í
svona bók. Þórarinn Þórarinsson hefur ritaö þúsundir
greina og ritgerða. Ingvar Gíslason, fyrrverandi ráð-
herra, alþingismaður og ritstjóri, ritar formála bókar-
innar. Bókin er gefm út að tilhlutan nokkurra vina
Þórarins, en Þórarinn valdi sjálfur greinar til birting-
ar í bókinni.
Þórarinn Þórarinsson var, auk stjórnmálablaða-
mennsku sinnar, alþingismaður í 19 ár. Þekking hans
á stjórnmálasögunni er gríðarleg og yfirsýn svo mik-
il, að fáir munu þar komast í samjöfnuð. í bókinni er
að finna athyglisverðar hugleiðingar um sagnfræðileg
og bókmenntaleg efni.
Meðal efnis eru ræður Þórarins, sem ungs framsókn-
armanns, ferðaþættir frá Síberíu, ritaðir 1972, greinar
um háskólann á Akureyri, greinar um öryggismál ís-
lands, þættir um Jónas Hallgrímsson og hugleiðingar
Þórarins um höfund Njálu. Ritdómur um ævisögur
og skrif um pólitíska andstæðinga. Þættir eru úr sögu
Framsóknarflokksins en Þórarinn skráði sögu flokks-
ins í þrem bindum frá stofnun hans til ársins 1974.
Á langri starfsævi kom Þórarinn Þórarinsson víða
við. Skrif hans eru fróðleg og fondtnileg. Stíll Þórarins
er, eins og Ingvar lýsir honum í formála, „hófsamleg-
ur, en einkennist af einurð og röggsemi, rökvíslegri
Bókmeimtir
Guðm. G. Þórarinsson
framsetningu án útúrdúra og málalenginga”.
Þórarinn var alla ævi málafylgjumaður mikill. Hann
var sérstaklega laginn að veijast í þröngri stöðu og
gaf ótrúlega sjaldan höggstað á sér, þótt hann stæði í
eldlínunni í marga áratugi og á ritvelhnum, þar sem
bardaginn var harðastur og návígið mest.
Þórarinn Þórarinsson hefur ekki borist mikið á og
um hann verið of lítið fjallað ennþá. Hygg ég að síðari
tímar muni draga fram sérstöðu hans sem stjómmála-
manns og stjómmálaritstjóra.
Yfirht yfir verk hans, að mestu vahð af honum sjálf-
um, gefur mönnum dáhtla innsýn í ævistarf hans. En
auðvitað væri hægt að gefa úr margar bækur sem
þessa með greinum Þórarins.
Þórarinn ritaði á sínum tíma mikið um þriðju leið-
ina. Ein greina hans í þessari bók nefnist: „Bæði kapit-
ahsminn og marxisminn hafa misheppnast”.
Hann var talsmaður miðjuleiðarinnar að tryggja
frjálsu framtaki' hæfilegt svigrúm, en ríkisvaldinu
verði jafnframt beitt th að hafa forystu um jöfnuö og
skipulegt stjórnarfar.
Einhvers staðar segir hann: „Frjálshyggjan og félags-
Þórarinn Þórarinsson, fyrrum alþingismaður og rit-
stjóri.
hyggjan eiga báðar rétt á sér að vissu marki. En finna
þarf þann meðalveg, sem tryggir frelsi hinna áræðnu
og rétt þeirra sem minna mega sín.“
í Njáluskrifum sínum segist Þórarinn sammála
Matthíasi Johannessen um að Sturla Þórðarson, sem
fremstur var íslenskra sagnaritara á síðari helmingi
13. aldar, sé líklegastur höfundur Njálu.
Að þessari niðurstöðu dregur Þórarinn margvísleg
rök, en segir þó aö seint muni íslendingar verða sam-
mála um, hver ritaði Njálu.
Hann telur að höfundur Njálu hafi verið afkomandi
Hrúts Herjólfssonar, einnar helstu sögupersónunnar
í upphafi Njálu. Við samanburðinn kemst hann að
því, að báðum hafi þeim Hrúti og Sturlu verið lýst á
þann veg, að þeir hafi verið hófsamir og vitrir. Óneit-
anlega koma báðir þessir eiginleikar í hugann, ef lýsa
ætti Þórami Þórarinssyni, þó mundi önnur persóna
íslendingasagna minna meira á Þórarin, en það er
Njáll. Ferðir manna til Njáls til að leita ráða, minna
óneitanlega á ferðir framsóknarmanna til Þórarins
fyrr á árum.
Slíkur samjöfnuður hygg ég komi oft í hug þeirra,
sem gerst þekkja th í þeim herbúðum.
Nú situr þessi Nestor íslenskra blaðamanna á friðar-
stóh. Bókin er vel vahð ágrip af skrifum þessa ritfæra
og rökfasta meistara.
Af síðum bókarinnar sést vítt yfir um hugleiðingar
og viöfangsefni Þórarins Þórarinssonar.
Útgefandi: Tíminn hf.
Ritgerðir og greinasafn Þórarins Þórarinssonar, fyrrum alþin-
igsmanns og ritstjóra. »
242 blaðsiður.
Mahler
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Háskóla-
bíói í gærkvöldi. Stjórnandi var Petri Sakari. Á efnis-
skránni var eitt verk; Sinfónía nr. 5 í cís moh eftir
Gustav Mahler.
Mahler lifði eins og kunnugt er á seinni .hluta nítj-
ándu aldar og aðeins fram á þá tuttugustu. Hann er
sannur fuhtrúi síðrómantískrar tónhstar en hefur
jafnframt sérkenni sem skipa honum sérstakan sess.
Þannig skrifar hann gjarnan fyrir mjög stórar hljóm-
sveitir. Verkin eru oft löng og viðamikh, hljómfræðin
htrík og krómatísk. Þá notar hann gjaman alþýðlegan
og þjóölegan efnivið og telst það einnig rómantískt
fyrirbrigði. Hins vegar er kjami verkanna oft einfald-
ur. Stefjaefnið er oft einfóld hending af alþýðlegum
toga sem allir grípa samstundis. Fæmi MaMers í að
byggja stórt úr slíkum efniviði er trúlega það sem
hvað mest áhrif hefur á hlustandann.
Mahler var frægur hljómsveitarstjóri, eins og kunn-
ugt er, og notar þekkingu sína á hljóðfæmm og hljóm-
sveit th hins ýtrasta í verkum sínum. Fimmta sinfón-
ían hefur öh þessi megineinkenni. Verkið er mjög
langt, tekur á aðra klukkustund í flutningi. Það er í
fimm þáttum sem allir em næghega langir th að standa
sjálfstætt, jafnvel þótt auðveldlega megi sýna fram á
samhengi og stefrænan skyldleika milh þeirra allra.
Spurningin er sú hvaða ghdi það hefur að semja svo
löng verk. Hversu margir áheyrendur em líklegir th
að halda stefjum fyrsta þáttar skýrum í minni sínu
þegar klukkutími er hðinn frá því að flutningi hans
lauk og komið er út í miðjan fimmta þátt. Fuhtrúi DV
reyndi þetta á þessum tónleikum með takmörkuðum
árangri. Tónhst Mahlers er flókin og rík. Hún krefst
einbeitingar í hlustun sem auðvelt er að halda í stutta
stund en verður því erfiðara sem verkið verður lengra.
Það áhtamál hvort ekki verið skynsamlegt að hafa hlé
í flutningi fimmtu sinfóníunnar eftir þriðja þátt.
Eins og flest önnur vönduð tónverk krefst þessi sin-
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
fónía nákvæmm í flutningi. Malher missir mikhs ef
blæbrigði hljómsveitarinnar fá ekki að njóta sín. Lengd
verksins vinnur einnig gegn einbeitni flytjendanna.
Þannig var flutningur hljómsveitarinnar býsna mis-
jafn. Sumt hljómaði mjög fahega eins og t.d. fjórði
kaflinn og víða voru strengir mjög góðir. Blásarar áttu
misjafnari staði, sumt var gott, annað lakara. Það var
einkum í hröðum tutti köflum sem ónákvæmni gætti
en einmitt þá er mikhvægast að skýrleiki sé góður svo
aö hugsunin fari ekki í graut. Þessar athugasemdir
verða þó að skoðast í því ljósi að flutningur þessa verks
er ekkert áhlaupaverk, heldur telst áreiðanlega th
erfiðari viðfangsefna hljómsveitar. Það er virðingar-
vert og þakkarvert að stjómandi og hljómsveit skuh
takast það á hendur, jafnvel þótt fulíkominn sigur
hafi ekki unnist í þessari lotu.